Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 23
23 góðum árangri. Því fylgir oft mikil tækniþekking og aðgangur að hrá- efnum og mörkuðum, sem voru áð- ur lokaðir. Við skulum ekki van- meta heldur þann hag, sem við getum haft af auknum umsvifum erlendra fyrirtækja hérlendis, stórra og smárra. Það þykir ekkert tiltökumál, að tekin séu erlend stórlán til fram- kvæmda svo fremi sem það sé á vegum ríkisins. Það virðist því jafnframt eðlilegt, að fyrirtæki fái beinan aðgang að erlendu lánsfé, ef þau leggja sjálf fram nauðsyn- legar tryggingar. Við þurfum meira fjármagn. Við erum fá í stóru og frekar harðbýlu landi og höfum sem bet- ur fer vanist góðum lífskjörum, sem við viljum ógjarnan missa. Háar tekjur einstaklings geta ein- ungis fengist með mikilli fram- leiðni og ríkulegri arðsemi fjár- magns. Við borgum ekki hærri laun með minnkandi þjóðartekj- um. Nýjasta tækni Við eigum að hætta að tala um að þessi og hin atvinnugreinin og verksmiðjan muni gefa svo og svo mörg störf. Við eigum að stæra okkur af því að nýja gosefnaverk- smiðjan í Surtsey þurfi aðeins 3 starfsmenn og nýja örtölvuverk- smiðjan í Dritvík aðeins 7 menn, enda þótt tekjurnar af hvorri þeirra fyrir sig séu áætlaðar ámóta og heildarvelta allra prjónastofa á landinu. Takmarkið hlýtur að vera að skapa öllum landsmönnum sem hæstar tekjur og það gerum við einungis með því að einbeita okkur að fjárfrekum rekstri en ekki mannfrekum, hvort sem er í stórum eða smáum fyrirtækjum. Þess vegna er einnig svo mikil- vægt að við tileinkum okkur alla nýjustu tækni svo fljótt sem verða má til að spara vinnuafl í einni grein til að nýta það í aðra og svo koll af kolli eftir því sem tækninni fleygir fram. Erlendis hefur bryddað á þeim ótta, að tölvur og önnur hátækni muni draga úr atvinnu. Ef til vill er hægt að finna dæmi um það þar, en hérlendis á það að vera órafjarlægur möguleiki og reynd- ar í sjálfu sér þversögn, að við viljum hafa þetta fáa starfsfólk, sem ísland sf. hefur yfir að ráða, í störfum sem vélar geta unnið. Það væri þá líka auðvelt að skapa mikinn fjölda starfa í fisk- vinnslunni með því að leggja til hliðar allar flökunar- og flatn- ingsvélar, hverjum sem dytti það nú í hug. Þrátt fyrir allt tal um að fárra starfa sé að vænta í fisk- iðnaði er staðreyndin sú, að þar vantar nú hundruðir manna til vinnu, svo vægt sé til orða tekið og það kemur því miður niður á af- komu greinarinnar í heild og þar með landsmönnum öllum. Geta ekki tekið áhættu Við þurfum að skapa atvinnu- rekstri mun betri aðstöðu en hann hefur nú og fyrsta skilyrði er að ná verðbólgunni niður, enda ætti það að vera brynasta hagsmuna- mál launþega um leið. Það er ósköp þægilegt. að láta verðbólg- una leysa allan vanda frá degi til dags, en hún skapar vanda, sem er óleysanlegur síðar meir; skuldir, sem engin ræður við að greiða. Við þurfum að koma á hvetjandi kerfi til arðbærrar fjárfestingar. Sparnaður er upphaf auðs, segir einhvers staðar. Græddur er geymdur eyrir, segir á öðrum stað. Það er rétt, svo langt sem það nær. Okkur er þó mikilvægast að menn vilji leggja fjármuni í at- vinnurekstur sem ekki aðeins skili arði heldur líka atvinnu fyrir landsmenn alla. Til þess þarf skattalög, sem hvetja almenning til að leggja fé í miklum mæli í atvinnurekstur en ekki í stein- steypu eða myndbönd. Með því einnig að veita fyrirtækjum auð- veldan aðgang að lánsfé er hægt að ætlast til að upp sprytti hér meira af áhættuatvinnurekstri, sem er nauðsynlegur til að tryggja framfarir. Ákvarðanir hljóta eðli málsins samkvæmt ýmist að vera réttar MORGUNBLADIP, IiAUGARDAGUH 27, APRlL 1986 eða rangar en mismunurinn á okkur hér og fyrirtækjum víða er- lendis er sá að fyrirtæki hérlendis hafa yfirleitt ekki efni á því að taka neina áhættu. Við gætum oft ekki að því að það getur verið ör- lagaríkasta ákvörðunin að taka ekki ákvörðun. Við mættum yfirleitt líta öðrum augum á fjármagnið heldur en gert hefur verið. Ég er sannfærður um, að atvinnureksturinn hefur nú byr, sem hann þarf að nota til að breyta um stefnu. Við verðum að vera fljót að átta okkur á því á hvern hátt við getum aðlagað fyrirtækin breyttum aðstæðum, hika ekki við að leggja niður óarðbæra starfsemi og snúa okkur að öðru. Við þurfum að reyna að gera okkur mat úr þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur með rekstri fyrirtækjanna, úr þeim samböndum sem við höfum náð og nýta það til þess að breyta því gamla eða byggja upp nýjan rekst- ur, sem hæfir betur nýjum tíma. huga að heimsmarkaði og aðstoð- um þá við það. Sakir smæðar sinn- ar er þeim brýn nauðsyn að standa sameiginlega að markaðsfærslu iðnaðarvara enda þótt séreinkenni varanna haldi sér til fulls. Bendum síðan öllum þesssum aðilum á, að erlendir aðilar eru a.m.k. flestir menn eins og við og oftast þorandi að eiga við þá viðskipti, jafnvel að lofa þeim að leggja fé eða þekkingu með sér til samvinnu, þó að það þýði ein- hverja eignaraðild þeirra að ís- lenskum fyrirtækjum. Það gerir þá aðeins áhugasamari og veitir víst ekki af. Brýnum fyrir versluninni nauð- syn þess að gæta ítrustu hag- kvæmr.i og þjónustuaðilunum að minnast einfaldleikans. Þökkum skólakerfinu það að að- laga sig enn betur þörfum at- vinnulífsins með því að gefa ungu og menntuðu fólki betri tækifæri í atvinnulífinu. En fyrst og síðast þurfum við hvert fyrir sig að draga fram gall- ana í okkar eigin rekstri, hverjir sem þeir eru, og laga þá- Við þurfum að tileinka okkur aukna sérhæfingu og meiri verkaskiptingu i öllum greinum og ná þannig meiri afköstum og hag- kvæmni. Við verðum fyrst og síðast að skapa atvinnurekstri þau skilyrði að bankar vilji aftur fá fram- leiðslufyrirtæki í viðskipti og sparifjáreigendur sjái sér hag í því að taka þátt í atvinnurekstri. Við munum þá fljótlega sjá að betur mun ganga og að meira verður til skiptanna handa stjórn- endum og starfsfólki íslands sf. og því munu allir fagna — kerfið líka. Höíundur er framkvæmdastjóri Sölusamlags íslenskra fískfram- leiðenda. líann flutti þetta erindi á aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands. Fundir: Launamál kvenna Framkvæmdanefnd um launamál kvenna heldur fundi víðs vegar um landið í dag, laugardag, og á morg- un. Fundir þessir verða á Pat- reksfirði í dag kl. 14, Sauðárkróki í dag eða morgun (nánar auglýst á staðnum), Húsavík í dag kl. 14, Nes- kaupstað í dag kl. 14, Höfn í Horna- firði á morgun kl. 16 og í Hafnarfirði á morgun kl. 14. Á öllum stöðunum verða tveir ræðumenn frá framkvæmda- nefndinni ásamt einum eða tveim- ur ræðumönnum frá viðkomandi stað. Á fundunum verður rætt um taunamismun kynjanna og leiðir til úrbóta. Þetta er í annað sinn sem fram- kvæmdanefndin efnir til funda um landið. Hvatt til framkvæmda Fyrir mér vakir einvörðungu að hvetja menn til framkvæmda. En auðvitað geri ég mér grein fyrir því, aö það er auðveldara um að tala en í að komast. Við verðum að treysta undir- stöðuna, sjávarútveginn, og gera hann aftur arðbærri grein, sem skilar hagnaði og skapar ótal störf í þjónustugreinunum i kringum hann. Við getum mætt tímabund- inni offjárfestingu í fiskiskipum með því að aðstoða útvegsmenn við að selja eða leggja skipum sín- um svo önnur geti stundað hag- kvæman veiðiskap úr takmörkuð- um stofnum á meðan. Verum minnugir þess, þess, að fyrst um sinn mun aðeins sjávarútvegurinn fær um að gefa af sér þann skjóta bata, sem allir vonast eftir, en þar erum við að sækja í takmarkaða auðlind, sem nýta ber af skynsemi. Sú skynsemi þarf að felast í því að við sækjum í stofnana, þar sem það er ódýrast, þegar það er hag- kvæmast og á þann hátt sem skil- ar okkur mestum afrakstri, þegar til lengri tima er litið. Við höfum fiskifræðinga og reiknilíkön til að styðjast við. Eyðum samt ekki fyrirfram þeirri ábótavon, sem kann eða kann ekki að verða að veruleika. Leggjum svo enn meiri rækt við aukin gæði afla og bætta vinnslu i landi með því að ná samstöðu um vinnulöggjöf, sem ekki eyðileggur hráefnið í stórum stíl. Fylgjumst vel með öllum nýj- ungum og látum einskis ófreistað að halda því mikilvæga forskoti, sem við höfum á öllum mikilvæg- ustu fiskmörkuðum okkar. Aukum jafnt og þétt verðmæti alls þess sem við vinnum, með enn auknum kröfum um gæði og ör- ugga þjónustu, en látum ekki blindast af hjali um fullvinnslu. Hún á rétt á sér í auknum mæli með breyttum neysluvenjum, en aðeins ef hún skilar arði. Við erum að gera gjaldeyris- verslunina frjálsari, en þurfum þá um leið að setja á stofn gjaldeyr- ismarkað. Annars munum við fljótlega sitja uppi með tvöfalt gengi. Treystum útflutninginn og stöðu okkar á erlendum mörkuð- um með auknu samstarfi og sam- eiginlegu átak allra aðila og nýt- um okkur þannig kosti stórrekst- urs og samtakamáttar, þó við verðum áfram ávallt smáir Hvetjum söluamtökin til meiri samvinnu sín í milli til að fullnýta yfirburði þeirra hvers á sínu svæði og bætum upplýsingamiðlun um möguleika okkar erlendis. Hrindum í framkvæmd hugmynd- um viðskiptaráðherra um útflutn- ingsráð til að freista þess að ein- falda og sameina alla framan- greinda þætti. Bændur hafa verið býsna dug- legir að laga sig að nýjum aðstæð- um og breyttum tíðaranda. Stór- gallað kvótakerfi dregur þó þar úr árangri. Gerum þeim Ideift að auka hagkvæmni og ná meiri arð- semi með því að þeir hafi beinan hag af hagkvæmum framkvæmd- um og skynsamlegum rekstri. Hvetjum iðnaðinn til að líta enn meira út fyrir landsteinana og Vinningar tii á 500þúsund krónur MIÐI ER MÖGULEIKI HAPPDRÆTTI Dvalarheimilis aldraöra sjómanna með /jölda stórravinninga íbúðarvirmingur Jyrir 2,5mi]ljórar króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.