Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 43
MOBGUffgLAMfi LAUGARDAGUR 2?■ APRÍL ip85 43 Stoppum ekki hálfvegis — eftir sr. Jón Habets „Hvað er sannleikur?" sagði Píl- atus við Jesúm og gekk burt. Þ6 hafði Jesús sagt: „Hver sem er af sannleikanum, heyrir mína rödd.“ Er þá mögulegt að þekkja sann- leikann? Það ætti að vera, því að það er mikilvægt. Reynum þá. Hvað eigum vér að halda um trú, hvað um boðorð Guðs? Páll postuli segir (1 Kor. 9, 26.27): „Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem eng- in vindhögg slær. Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef pré- dikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálf- ur verða gjörður rækur.“ Hvernig gat Páll sagt það? Dó Jesús ekki til að frelsa alla menn? Og verðum vér ekki allir frelsaðir fyrir trú á Jesúm Krist? „Hver sem ákallar nafn Drott- ins, mun hólpinn verða“ (Tm 10, 13). Trú er eins og bjargdufl, sem vér eigum að grípa. En Páll virðist ætla hér eitthvað annað en trú, þegar hann talar um að berjast eins og hnefaleikamaður og leika líkama hart og gjöra hann að þræli til að verða ekki gjörður rækur, eftir að hafa prédikað fyrir öðrum. Það er ljóst, að Páll ætlar að segja, að hann á að „gera“ eitthvað, ekki bara að trúa. Getum vér samræmt trú og verk? Vissu- lega. Það gerir Páll sjálfur, þegar hann segir, að „trú starfar í kær- leika“ (G1 5, 6). Það, sem Páll segir hér finnum vér hundrað sinnum í fjórum guðspjöllunum og í bréfum postulanna, líka Páls sjálfs. Þegar Páll ber saman trú og kærleika, þá segir hann: „Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." Það er víst, að Jesús krefst venjulega trúar til að gera krafta- verk sín en það er einnig víst, að vér getum ekki komið í himnaríki án verka kærleikans. í Matteus- arguðspjallinu (25) segir Jesús, að allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þau eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Og þeir (þ.e. sem gjörðu ekki verk kærleikans) munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu (þ.e. þeir sem gjörðu verk kærleikans) munu fara til eilífs lífs“. Og hvað þá um trú? Er trú ein ekki nóg? Jesús segir sjálfur (Mt 7, 21—23): „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: „Herra, herra," ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: „Herra, herra, höfum vér ekki kennt 1 þínu nafni, rekið út illa anda i þinu nafni og gjört i þinu nafni mörg kraftaverk?" Þá mun ég votta þetta: „Aldrei þekkti ég yður. Far- ið frá mér, illgjörðamenn." Vér sjáum: þeir gerðu það sem var illt, í staðinn fyrir góðverk kærleik- ans. Aðeins að játa nafn hans var ekki nóg. Jóhannes postuli segir (1 Jh 3, 18.19): „Börnin min, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. Af þessu mun- um vér þekkja, að vér erum sann- leikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir Honum.“ Og Páll postuli segir sjálfur (Rm 2, 13); „Ekki eru heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur lögmáls- ins réttlættir verða.“ Útilokar Páll þá nú trú til að verða réttlátur? Auðvitað ekki. Textar um boðorð fullgera texta um trú. Gerum vér það ekki, þá verður Biblían eins og sagði kunnugur maður, „bók villu- trúanna“. Sérhver villutrú hefur sína Biblíutexta. Eigum vér þá að halda boðorðin? Spurningin virð- ist hlægileg. En átti Jesús sjálfur ekki að vara við að játa nafn hans: „Herra, herra“ væri ekki nóg, jafnvel ekki „gera mörg krafta- verk í nafni hans“. Spurningin virðist leyfileg ef vér hittum einn- ig nú einhlýðna áherzlu á trú. Þá taka margir bara eftir helmingi . sannleikans. Svörum þá í stuttu máli spurningu. Jesús segir t.d. (Mt 5, 17—19): „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: þar til him- inn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrók- ur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.“ Páll postuli tekur í sama streng. Hann segir (Rm 3, 31): „Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því. Vér staðfestum lögmálið." Og hverju svaraði Jesús, þegar lög- vitringur spurði: „Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf.“ Jesús svaraði: „Ef þú vilt ganga inn til lífsins, þá haltu boð- orðin." Jesús talar ekki um trú. Útilokar hann þá trú? Að álykta það af þessum texta, væri gott dæmi villutrúarinnar. Niðurstaða Séra Jón Habets á nú að vera, að vér megum ekki skilja sundur trú og kærleika eða boðorðin. Einnig lesum vér stundum, að það sé ómögulegt að halda boðorð Guðs. Og vér finnum einnig nú í Biblíunni texta, sem virðast segja það. Biblían segir t.d. (Ok 24, 16): „Sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp en óguðlegir steypast í ógæfu." (Mt 17, 19) Jesús segir: „Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði.“ Og Jóhannes postuli segir (1 Jh 1,8.10): „Ef vér segjum: „Vér höfum ekki synd.“ Þá svíkj- um vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss.“ Hinsvegar segir sami postuli í sama bréfinu (1 Jh 5, 18): „Vér vitum, að hver sem af Guði er fæddur, syndgar ekki; sá sem af Guði er fæddur varðveitir hann og hinn vondi snertir hann ekki.“ „Sá sem iðkar réttlætið, er réttlátur eins og Kristur er rétt- látur.“ (1 Jh 3, 7) Um að halda boðorðin segir Jóhannes (1 Jh 5, 3): „Boðorð hans eru ekki þung.“ Og Jesús sjálfur segir (Mt 11, 29.30): „Takið á yður mitt ok... því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ En eigum vér þó ekki að álykta að náttúra vor sé algerlega vond, því að Jesús sagði (Mt 15,19): „Af hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnað- ur, þjófnaður, ljúgvitni, last- mælgi.“ Nei, en náttúra vor er eins og særð og hjálparþurfi náðar Guðs. Hvernig er þá mögulegt að forðast að syndga? Jakob postuli útskýrir það fyrir okkur. Hugsan- ir eða girndir eru ekki sama sem synd. Þær eru fyrst aðeins freist- ing eða árás. Postuli segir (1,12f): „Sæll er sá maður, sem stenst freistingu, því að þegar hann hef- ur reynst hæfur, mun hann öðlast kórónu lífsins... Enginn má segja, er hann verður fyrir freist- ingu: „Guð freistar mín“ ... Það er eigin girnd, sem freistar sérhvers manns og dregur hann og tælir. Þegar girndin síðan er orðin þung- uð, elur hún synd.“ Til að standast freistingu eigum vér tíma til að ákveða og að biðja um náðarhjálp Guðs. Aðeins svo getum vér sagt með Páli postula: „Allt megna ég fyrir hjálp Hans, sem mig styrkan gjörir“ (F1 4,13), og vera sigursæl- ir og bjartsýnismenn og slást i för með honum, þegar hann segir: „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: verið glaðir“ (F1 4, 4). Máríu son! Fyrir miskunn dýra, manns náttúru og líkam sannan, kennst þú við, svo að mín þú minnist, minn Drottinn, í ríki þínu. Lilja Höfundur er katólskur prestur í Stykkishólmi. Móöir okkar. t JÓNÍNA EINARSDÓTTIR, Vallargötu 17, Kaflavfk, lést 25. april. Jóhanna Stefánsdóttir, Björn Stefánsson, Einar Stefánsson. t Móöir okkar, SVAVA GUDBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, andaöist miövikudaginn 24. april. Jaröarförin verður auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna. Guómunda Arnfinnsdóttir, Guórún Arnfinnsdóttir. Móöír okkar, t KARITAS BERGMAN KARLSDÓTTIR sem lést þann 19. april veröur jarösungin fré Keflavíkurkirkju laug- ardaginn 27. april kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Guölaug Bergman, Marfa Bergman, Marta Bergman. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlót og jaröarför ELÍSABETAR FRIÐRIK SDÓTTUR. Sérstaklega þökkum viö starfsfólki Sólvangs fyrir frábæra hjúkrun og aöhlynningu. Sofffa Þorvaldsdóttir, Þorateinn Williamsson, Vilhelmína Þorvaldsdóttir, Vernharður Kristjénsson, Guöbjörg Þorvaldsd. Blöndal, Björn A. Blöndal og barnabörn. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andtát og útför fööur mins, afa okkar og bróöur, GESTS VIGFÚSSONAR frá Skálmabas. Kolbrún Gestsdóttír og börn. Glali Vigfússon og Jafet Vigfússon. Jaðar óendanleikans Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Paul Davies. The Edge of Inrinity. Naked Singularities and the Destruction of Spacetime. J.M. Dent & Sons 1981. Paul Davies er prófessor í eðlis- fræði við Háskólann f Newcastel- upon-Tyne, starfaði áður við Lundúnaháskóla. Greinar eftir hann birtast í Nature, New Scient- ist, The Economist og The Scinces. Hann hefur skrifað nokkrar bæk- ur um stjörnufræði, m.a. Space and Time in the Modern Universe; The Runaway Universe; The Forc- es of Nature o.fl. í þessu riti fjallar hann um nýj- ustu viðhorf í stjörnu- eða geim- fræðum. Frá því að sögur hefjast virðast menn hafa haft áhuga fyrir gangi himintungla. Hof, pýramídar, skreytingar, trúartákn og skráðar heimildir fyrri alda votta þennan áhuga. Himinninn var vistarvera guðanna f fornum trúarbrögðum og festingin vottaði og endurspeglaði áhrif og völd yf- irnáttúrulegra afla. Stjörnuspá- menn réðu stafróf himnanna og gátu með því sagt fyrir óorðna at- burði. Og himintunglin réðu lífi jarðarinnar og mörkuðu timann, tími mannanna varð að miðast við gang himintungla. Heimsmyndin breyttist og staða jarðar í geimn- um var mismunandi samkvæmt ráðandi kenningum hverju sinni. Rúm og tími veltist fyrir mörgum. St. Ágústfnus taldi að „heimurinn væri tími og ekki tími“. Hann skynjaði hugmyndina um, að hægt væri að skapa tíma og kenning hans stangaðist á við kenningar Kants um að tími hlyti að hafa verið fyrir tilurð eða sköpun al- heimsins, sem nú er talin vafasöm. Davies lýsir ýmsum hugmynd- um manna um alheiminn og allt frá heims[>ekingum 17. aldar og Newton giltu náttúrulögmálin, vísindin juku stöðugt við þá þekk- ingu sem fyrir var og með rökrétt- um aðferðum hlutu menn smátt og smátt að komast að fullkomn- ari vitneskju um jörðina og al- heiminn. Þyngdarlögmálið var gilt. Þessi heimsmynd var jafn ör- ugg á sinni tíð og hugmyndir miðaldakirkjunnar um sfna heimsmynd. Þessi heimsmynd var algildur sannleikur þegar dró að aldamótunum siðustu en þá tóku ýmsir þættir hennar að raskast við rannsóknir og nýjar víddir, sem mótuðust af þeim. Og þegar kemur fram yfir miðja þessa öld, á árunum 1960—1970 koma upp viðhorf sem stangast algjörlega á við ýmsar höfuðkenningar sem gildar höfðu talist frá dögum Newtons. Stöðug framþróun vísindanna á grundvelli vfsindalegrar heims- myndar er vægast sagt mjög vafa- söm. Menn hafa rekið sig á að lykillögmál standast ekki. { þess- ari bók leitast höfundurinn við að lýsa þeim fyrirbrigðum úti í geimnum, sem enginn hafði hug- mynd um fyrir 20 árum, fyrir- brigðum sem menn hafa ósljósa þekkingu á, en samhæfast engan veginn vísindalegri heimsmynd. „Black holes“ eða einhverskonar svarthol eða geimhelviti og sér- stöðupunkturinn „naked singular- ity“ eru utan allra þekktra náttúrulögmála, þyngdaraflið er gildislaust og allt getur gerst, efn- ið getur horfið og ef fyrirbrigðið sérstöðupunkturinn er til, sem menn vita ekki en gruna, þá eru engin lögmál lengur gild og anar- kisminn ríkir. Svipað er upp á ten- ingnum f nýjustu rannsóknum f liffræði, lögmálin gilda þar ekki. Þetta er mjög læsileg og fróðleg bók og auk þess skemmtileg. Að hitta nagl- ann á höfuðið Hljómplötur Siguröur Sverrisson Nails Mood swing RCA/Skífan Það er eitt og annað sniðugt að gerast í henni Ameríku þótt á yfirborðinu virðist allt slétt og fellt, og vel að merkja óbreytt með öllu. Undir slikjunni, sem svo lengi hefur umlukuð banda- rískt popp svo lengi sem mann rekur minni til, leynast svo flokkar á borð við Nails. Nails er nú að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu. Tónlistin er kannski ekki neitt byltingar- kennd, en hún er mjög fjöl- breytileg. Sumir myndu e.t.v. segja hana sundurlausa. Á Mood swing er að finna alls kyns tón- list og í textum sfnum segist Marc Campbell vera að reyna að komast til botns í hinum duldu afkimum ástarinnar og hluta þeirrar óvissu og ótta, sem fylgja því að vera lifandi. Hvert lag er í raun litil saga. Nokkuð til í þessu hjá Camp- bell, því textarnir hjá Nails eru ekki síður athyglisverðir en tón- listin, sem þó er eins og fyrr seg- ir dálítið sundurleit. Það er nokkuð merkilegt í ljósi þeirrar staðreyndar, að hljómsveitin á að baki átta ára viðburðarfkan feril. Hún byrjaði sem reggae- flokkur, en hefur síðan verið að þróast yfir f „ska“ og nú yfir í popp/rokk, þó ekki með öllu hefðbundið. Að þvi ég best veit hefur Nails ekki hlotið mikla athygli, en mér finnst Campbell og félagar hafa hitt naglann á höfuðið með þess- ari plötu. Spurningin er bara sú hvort hann ryðgar eða stendur af sér áhlaupin. Það verður næsta plata að skera úr um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.