Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ApRÍL 1985 Frystihúsbruninn á Vopnafirði: Vinnsla hefst með eðli- legum hætti á mánudag Tjón minna en talið var í fyrstu VopnmfirAi, 2S. aprfl. TJÓN af völdum brunans í slátur- og frystihúsi Tanga hf. hér á Vopna- firði er minna en talið var í fyrstu, þótt enn liggi ekki fyrir nákvæmar tölur þar að lútandi. Vinnsla hefst að líkindum aftur með eðlilegum hætti á mánudag. Eldsins varð vart um klukkan 7.00 að morgni fimmtudagsins er vélstjóri kom til vinnu. Vélasalur- inn var þá fullur af reyk og var slökkviliði þegar gert viðvart. Gekk greiðlega að ráða niðurlög- um eldsins, sem reyndar var ekki mikill, en hins vegar tók talsverð- an tíma að reykhreinsa húsið. Sér- fræðingar frá tryggingarfélagi og rafmagnseftirliti hafa unnið að mati á tjóni og eldsupptökum, en óttast er að um 20 tonn af nauta- kjöti hafi skemmst af völdum reyksins. Eldsupptök eru ókunn, en talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp í raflögnum, sem eru að mestu ónýtar. Frystivélar eru taldar óskemmdar að mestu og í gær- kvöldi tókst að ræsa eina þeirra. Atvinnulíf hér mun því lítið rask- ast af völdum brunans og er reikn- að með að vinnsla geti hafist aftur með eðlilegum hætti á mánudag- inn. B.B. íslendingafélagið í Qsló; Tvenn hjón heiðruð fyrir gott starf Á AÐALFUNDI íslendingafélagsins í Osló fyrir skömmu voru tvenn hjón gerð að heiðursfélögum. Það voru þau Sigurður og Ragnheiður Hafstað og Skarphéðinn Árnason og Elín- borg Reynisdóttir. „Þetta fólk hefur unnið gífur- lega vel fyrir fslendinga í Noregi", sagði Helga Jóhannesdóttir, frá- farandi formaður íslendingafé- lagsins, í samtali við Morgunblað- ið. „Sigurður og Ragnheiður áttu stóran þátt í að endurlífga félagið fyrir um 20 árum, en þá hafði starfið legið niðri frá 1940. Sigurð- ur vann að því að fá sjóð félagsins aftur, en hann hafði flust til fs- lands. Sigurður hefur starfað hér í Osló sem sendiráðunautur og þau hjón hafa alltaf tekið íslendingum opnum örmum á heimili sínu. Þau eru því vel að nafnbótinni „heið- ursfélagi" komin." Helga sagði að Skarphéðinn Árnason og Elínborg Reynisdóttir hefðu í raun tekið við starfi Sig- urðar og Ragnheiðar innan félags- ins. „Þau sátu bæði í stjórn og Skarphéðinn átti sæti í félags- heimilisnefnd. Líkt og Sigurður átti Skarphéðinn auðvelt með að ná til íslendinga hér, því hann hefur lengi verið forstjóri Flug- leiða í Osló. Nú hefur félagið loksins fengið húsnæði, sem er að mestu Skarp- héðni að þakka og einnig hefur verið keypt sumarhús fyrir sjóð þann er Sigurður fékk aftur við endurreisn félagsins. Þessi tvenn hjón hafa áorkaö miklu og í reynd verið driffjöður fslendingafélags- ins,“ sagði Helga Jóhannesdóttir að lokum. Eriendú fiskmarkaðir: Gott verð fyrir íslenzka fiskinn ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á fimmtudag og föstu- dag. Fengu þau þokkalegl verð fyrir hann. Á fimmtudag seldi Arinbjörn RE 129,4 lestir, mest karfa, í Cuxhaven Heildarverð var 4.094.900 krónur, meðalverð 31,64. Sama dag seldi Vísir SF 62,2 lest- ir, mest þorsk, í Hull. Heildarverð var 2.647.000 krónur, meðalverð 42,58. Á föstudag seldi Már SH 187,1 lest, mestmegnis karfa og grálúðu, í Bremerhaven. Heildar- verð var 5.261.200 krónur, meðal- verö 28,13. Vélar frystihússins voru svartar af sóti og reyk. Ljósm.: Björn Björnsson arh*^! ^Mf0ge"díS'Ssd \22W s-sg5ss tfl*® íss..—” ssjSs**” I ifaixM sinn finkk\/lrii jfnlk’QÍnc: fil hinna QfnrQk'pmmfilpnn fjölskyldufólksins til hinna stórskemmtilegu sumarhúsa í Danmörku. Cóð húsog fyrsta flokks íþrotta- og afþreyingaraðstaða í Karlslunde og Cilleleje, nálægð þeirra við Kaupmanna- höfn, einstakt verð á bilaleigubilum og margt, margt fleira gerirsumarhúsadvöl í Danmörku að sjálfsögðum valkosti þeirra sem vilja njóta sumarleyfis á góðum stað og á frábærlega hagstæðu verði! Skoðunarferðir: • Jótland og Lególand • Pýskaland • Kaupmannahöfn • Kvöldferð í Tívolí • Svíþjóð Farþegar athuglð Bláa afsláttarverðiö gildir fyrlr þá sem staðfesta pöntun með innborgun fyrir 7. mal. Staöfestið þvi strax og sparið ykkur stórfél Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899-' SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.