Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 2
2 o MOBfiUNBLADID, LAUGARDAGUR 27. APRÍL1985 Forsætis- og fjármálaráðherrar um vanda húsbyggjenda: Skattaafsláttur kemur ekki til greina í ár Niðurstaða fengin í vidræðum við ASÍ um greiðslujöfnun lána FORSÆTISRÁÐHERRA, Steingrímur Hermannsson, og fjármála- ráðherra, Albert Guðmundsson, segja að það sé útilokað að skatta- afsláttur til húsbyggjenda geti komið til á skattaálögum þessa árs, þ.e. af tekjum sem unnið var fyrir á síðasta ári. Forsætisráðherra segir, að niðurstaða sé fengin í viðræðum stjórnvalda við fulltrúa Alþýðusarabands íslands varðandi húsnæðismál og sé hún mjög jákvæð hvað varðar greiðslujöfnun lána. Þá segir forsætisráðherra að hann reikni með að meginhluta ríkisstjórnarfundar nk. þriðjudag verði varið til að fjalla um húsnæðismálin. Forsætisráðherra sagði í viðtali hvort skattaafsláttur tæki gildi á við blaðamann Mbl., að það hlyti að vera á misskilningi byggt, að skattaafsláttur gæti tekið gildi á þessu ári, því það væri útilokað. Fjármálaráðherra sagði aðspurð- ur „Frekari skattaafsláttur kem- ur ekki til greina í ár þar sem þegar hefur verið ákveðin 600 millj. kr. skattaniðurfelling." For- sætisráðherra var þá spurður, næsta ári. „Það er ekki búið að samþykkja neitt. Það hafa aðeins verið lagðar fram hugmyndir. Það liggja engar ákvarðanir fyrir nema ef vera kynni í þessari sam- starfsnefnd flokkanna." Þórður Friðjónsson hagfræð- ingur ríkisstjórnarinnar er for- maður þeirrar nefndar sem átt hefur viðræður við fulltrúa ASÍ. Klakksmáliö: Ómögulegt að menn gjaldi mistaka verði þau sönnuð — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra „ÞAÐ er í sjálfu sér ómögulegt að menn gjaldi slíkra mistaka verði það sannað, en eins og menn vita eru landhelgislögin mjög afdráttarlaus. Þetta er atriði, sem dómstólar verða að skera úr um, en okkur ber skylda til að upplýsa öll máls- 6 játa þjófn- að á áfengi SEX starfsmenn Hafskips hafa við- urkennt að hafa stolið um 190 flösk- um af vodka úr vörugeymslum fyrir- tækisins. Áfengið tóku þeir á nokk- urra mánaða tímabili. Hafskip fór síðastliðinn föstudag fram á rann- sókn á óeðlilegri rýrnun á áfengi í vörugeymslum fyrirtækisins, en ekki er fulljóst hve mikið hvarf úr geymslum. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn málsins á þriðjudag og voru nokkrir starfs- menn í vörugeymslu fyrirtækisins teknir til yfirheyrslu. Sex starfsmenn fyrirtækisins játuðu þjófnaðinn. Þeim hefur öll- um verið sleppt úr haldi. atvik og við munum leggja okkur fram um að gera það,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, er Morgunblaðið innti hann álits á því, hvort hann teldi að um mistök hefði verið að ræða, er skipstjórinn á Klakki VE var tekinn og dæmdur vegna meintra ólöglegra veiða á „Tómasarhaga“. „Við munum taka þessi mál til sérstakrar athugunar. Að sjálf- sögðu geta alltaf átt sér stað ein- hver mistök. Við munum því taka saman greinargerð um þetta mál og koma því til dómstólanna. Hvort reka má þessi landhelg- isbrot til mistaka skal ég ekkert fullyrða um. Að sjálfsögðu er það aðalatriðið að hafa þessa hluti sem skýrasta og ég hef þá trú, að menn vilji almennt virða reglur okkar. Við höfum orðið varir við það, að slíkur andi ríkir á miðun- um. Það má því vel vera að þetta brot megi rekja til mistaka og það verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós. Ég held að það sé alveg ljóst að mistök eins og prentvilla Morgunblaðsins geta auðvitað komið fram með öðrum hætti. Þau geta alveg eins komið fram í auglýsingu þannig að við getum aldrei girt fyrir það að eitthvað slíkt gerist. Þessi háttur hefur verið hafður á í að minnsta kosti einn áratug. Það hefur aldrei komið upp neitt slíkt á þeim tíma. Þessi samskipti hafa því reynzt vel, þannig að ég er þeirr- ar skoðunar að ekki sé þörf á breytingu á birtingarhætti reglna og reglugerða. Hins vegar verður að leiða það í ljós hvað þarna hefur gerzt,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Hann sagði í viðtali við Mbl., að nefndin hefði komist að niður- stöðu hvað varðar greiðslujöfnuð á lánum tii húsbyggjenda og hefði hún verið send ríkisstjórninni. Niðurstaðan fæli í sér, að meira tiUit yrði tekið til þess hvernig laun og verðlag þróuðust. Ekki tókst að ná sambandi við Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra vegna máls þessa. 'O INNLENT Horgunblaðia/Július Víöavangshlaup ÍR Þátttakendur í 70. víðavangshlaupi ÍR bíða í ofvæni eftir merki ræsis um að hlaupið sé hafið. Hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta og luku keppni 94 hlauparar. Víðavangshlaup ÍR hefur alltaf utan tvisvar farið fram á fyrsta degi sumars. Sagt er frá hlaupinu og öðrum íþróttavið- burðum sumardaginn fyrsta á íþróttasíðum, bls. 60 og 61. Vandræði í Svartsengi þegar rafmagnið fór af NOKKUR vandræði urðu hjá Hita- veitu Suðurnesja aðfaranótt föstu- dagsins 18. þ.m. vegna þess að raf- magnið fór af dælum veitunnar. Tókst að gera við bilanir án þess að notendur veitunnar yrðu þess varir. Albert Albertsson, yfirverk- fræðingur Hitaveitu Suðurnesja, sagði í samtali við Mbl. að þrýst- ingurinn hefði farið af vatninu í aðveituæðinni frá Svartsengi til Fitja og við það hefðu dælurnar dottið út og þá hefði vatnið farið að snöggsjóða. Við það hefðu kom- ið högg og þrýstipúlsar á vatnið sem brotið hefði þenslustykki á aðveituæðinni. Albert sagði að í Svartsengisstöðinni sjálfri hefði ekkert gerst, en sprengidiskur far- ið við eina holuna og hitarar hefðu farið að leka við suðuna. Albert sagði að viðgerð hefði verið lokið innan sólarhrings og hún hefði verið gerð án þess að til vantsskorts hefði komið hjá not- endum. Hann sagði aðspurður að engin sprengihætta væri í stöðinni þó rafmagnið færi af, stöðin væri algerlega varin fyrir slíku. Sagði hann að vanstilling hefði verið í öryggiskerfinu sem gerði það að verkum að til þessa óhappa hefði komið nú. Töluverðum verðmætum stolið úr íbúð TVEIMUR myndbandstækjum, lita- sjónvarpstæki, myndböndum, 9 flöskum af áfengi og einum kassa af bjór var stolið úr íbúð við tiyðufell aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Húsráðandi brá sér frá í nokkrar klukkustundir um nóttina og á með- an hafði mununum verið stolið. Þá var brotizt inn í benzínaf- greiðslu Olís við Ánanaust og 10 Dallas-myndböndum stolið auk tóbaks. Einnig var brotizt inn í söluturn í Skaftahlíð og tóbaki stolið. Rannsóknarlögregla ríkis- ins rannsakar þjófnaði þessa. Kjararannsóknarnefnd vítir vinnubrögð launamálaráðs — og persónulega árás á forseta ASÍ EFTIR *ð Kjaradómur hafði kveðið upp úrskurð sinn um laun ríkisstarfs- manna í Bandalagi háskólamanna (BHMR) sagði Stefán Ólafsson, for- maður launamálaráðs BHM, að af- skipti Kjararannsóknarnefndar af málflutningi fyrir Kjaradómi hefðu spillt málstað BHMR. Nú hafa allir sem sitja í Kjararannsóknarnefnd rit- að launamálaráði BHMR bréf vegna þessa máls og sent það fjölmiðlum til birtingar og fer það hér á eftir í heild: „Vegna ummæla formanns launa- málaráðs BHMR vill Kjararann- sóknarnefnd taka fram eftirfarandi: Kjararannsóknarnefnd telur ekki í sínum verkahring að hafa afskipti af samningamálum. Nefndin aflar upplýsinga og birtir án tillits til þess hvernig niðurstöður hennar kunna að blandast í umræður um kjaramál. Nefndin hefur alltaf leit- ast við að vanda sem best gagnaöfl- un og koma þeim upplýsingum sem safnað er sem skilvislegast á fram- færi. Væri það rétt hjá formanni launa- málaráðs BHMR að I nýjasta Fréttabréfi Kjararannsóknarnefnd- ar séu gagnlegar upplýsingar fyrir háskólamenn sem Kjararannsókn- arnefnd hafi viljað hindra að nýtt- ust háskólamönnum fyrir Kjara- dómi hefði einfaldasta leiðin verið að draga útgáfu Fréttabréfsins fram yfir úrskurð Kjaradóms. Nefndin hefur hins vegar nú eins og endra- nær haft þau faglegu sjónarmið i heiðri að skila niðurstöðum sem fyrst óháð því hvað er að gerast í samninga- og kjaramálum hverju sinni. Fréttabréfið er raunar fyrr á ferðinni nú en samsvarandi bréf á síðasta ári. Þegar um grófa rangtúlkun á upp- lýsingum nefndarinnar er að ræða telur hún það skyldu sína að koma leiðréttingum á framfæri. Sama á við um aðrar tölfræðistofnanir. 1 þvi efni er skemmst að minnast athuga- semdar Hagstofu íslands vegna túlkunar launamálaráðs BHMR á niðurstöðum launakönnunar Hag- stofunnar. 1 Kjararannsóknarnefnd sitjaþrfr fulltrúar ASÍ, þeir Ásmundur Stef- ánsson, Guðmundur J. Guðmunds- son og Magnús L. Sveinsson, tveir fulltrúar VSl, Vilhjálmur Egilsson og Hjörtur Hjartar, og einn frá VMS, Júlíus Kr. Valdimarsson. Nefndin stóð einróma að hinni óhjákvæmilegu leiðréttingu á rang- túlkun BHMR á þeim upplýsingum sem liggja fyrir í gögnum Kjara- rannsóknarnefndar. Þessi leiörétt- ing grundvallaðist á þvi að þær upp- lýsingar sem Kjararannsóknar- nefnd hefur undir höndum um þá starfshópa sem um er að ræða eru of takmarkaðar til þess að hægt sé að draga af þeim afdráttarlausar ályktanir. Nefndin hefir hins vegar ekki tekið neina afstöðu til samn- ingamála BHMR. Efnisleg athuga- semd hefur ekki komið fram við leiðréttingar Kjararannsóknar- nefndar en í staðinn valdi formaður launamálaráðs BHMR þann kostinn að ráðast persónulega á forseta ASl, Ásmund Stefánsson. Nefndin harm- ar slík vinnubrögð. Ásmundur Stefánsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Hjört ur Hjartar, Júlíus Kr. Valdimars- son, Magnús L Sveinsson (er- lendis en samþ.), Vilhjálmur Eg- ilsson formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.