Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 41
41
IV. alþjóðamót Skákar:
Mokry efstur
í Borgarnesi
IV. alþjóðlega skákmót tímariLs-
ins Skákar hcfst sl. þriðjudag í
Borgarnesi. Jóhann Þórir Jónsson,
ritstjóri Skákar, stendur fyrir mót-
inu dyggilega studdur af heima-
mönnum með Borgarneshrepp og
tafldeild Ungmennafélagsins
Skallagríms í broddi fylkingar.
Mót þetta er annað af þrem eða
fjórum, sem Skák gengst fyrir á
þessu ári, og er þetta undraverða
framtak Jóhanns mjög lofsvert í
mótum þessum fá margir íslenskir
skákmeistarar tækifæri til að ná
alþjóðlegum titlum og að auki öðl-
ast reynslu í alþjóðlegum mótum.
í Borgarnesi eru þátttakendur
12, þar af 5 erlendir stórmeistar-
ar, William Lombardy (Banda-
ríkjunum), Anatoly Lein
(Bandaríkjunum), Vlastimil
Jansa (Tékkóslóvakíu), Karel
Mokry (Tékkóslóvakíu) og Curt
Hansen (Danmörku). íslending-
arnir eru Guðmundur Sigurjóns-
son, stórmeistari, Margeir Pét-
ursson, alþjóðlegur meistari,
Haukur Angantýsson, alþjóðleg-
ur meistari, Karl Þorsteins,
skákmeistari íslands, Sævar
Bjarnason, Dan Hansson og
Magnús Sólmundarson. Skák-
áhugamenn munu fylgjast
spenntir með frammistöðu Mar-
geirs, Karls, Sævars og Dans.
Margeir hefur tryggt sér þátt-
töku í millisvæðamóti, en í slíku
móti hefur íslendingur ekki teflt
síðan Friðrik ólafsson, stór-
meistari, tefldi í Stokkhólmi í
ársbyrjun 1962. Karl, Sævar og
Dan hafa allir náð tveim áföng-
um að alþjóðlegum meistaratitli,
þannig að þeir geta náð tithnum
í þessu móti. Guðmundur stend-
ur örugglega fyrir sínu, og fróð-
legt verður að fylgjast með
Magnúsi. Hann hefur ekki teflt á
alþjóðlegu skákmóti í mörg ár,
en var á árunum 1965—75 einn
sterkasti skákmaður landsins.
1. umferð:
Dan — Karl 'h — 'h
Lein — Sævar 'h — '/2
Guðmundur — Margeir lh — 'h
Haukur — Lombardy 'h — 'h
Jansa —Hansen 'h — 'h
Mokry — Magnús 1—0
Fyrsta umferðin var róleg eins
og oft vill verða. Keppendur
þreifa fyrir sér og taka ekki
mikla áhættu. Skákirnar Dan —
Karl, Lein — Sævar, Guðmund-
ur — Margeir og Jansa — Han-
sen urðu allar jafntefli eftir fáa
leiki. Haukur náði betra tafli
gegn Lombardy og átti um tíma
unnið tafl. 1 miklu tímahraki
gerðist sá óvenjulegi atburður,
að Bandaríkjamaðurinn lék
ólöglegan leik og tók hvorugur
keppandi eftir því! Þegar skákin
átti að fara í bið, stóð Lombardy
eitthvað betur, en þáði jafntefl-
isboð Hauks.
Magnús fékk það erfiða hlut-
verk að byrja mótið með svörtu
gegn tékkneska stórmeistaran-
um Mokry. Magnús tefldi af
hörku og skorti herslumuninn til
að halda jöfnu. Skákin fór tvisv-
ar í bið, en Magnús gafst upp, án
þess að tefla frekar eftir 56 leiki.
2. umferð:
Dan — Lein 0—1
Lombardy — Jansa 'h — 'h
Karl — Magnús 1—0
Sævar — Guðmundur 'h — 'h
Hansen — Mokry 0—1
Margeir — Haukur 1—0
Friðsemdin í 1. umferð reynd-
ist aðeins lognið á undan storm-
inum. í annarri umferð var teflt
af mikilli hörku. Dan fékk góða
stöðu í byrjun, en missteig sig
illilega og mátti gefast upp eftir
aðeins 23. leiki. Lombardy og
Jansa létu líflega taflmennsku i
öðrum skákum ekki hafa áhrif á
sig og sömdu um jafntefli eftir
17 leiki. Karl fékk snemma yfir-
burðastöðu á móti Magnúsi og
vann í 29 leikjum. Sævar og
Guðmundur tefldu mikla bar-
áttuskák. Jafntefli var samið
eftir 33 leiki, en þá hafði Guð-
mundur peð yfir, en Sævar átti
góð sóknarfæri. Sennilega hefur
tímahrakið ráðið nokkru um
friðsamleg úrslit.
Hansen fékk ágæta stöðu í
byrjun gegn Mokry, en gerðist
nokkuð djarfur. Daninn lék fram
peðum sínum á kóngsvæng og
vann peð, en við það fékk Tékk-
inn hættuleg færi, sem hann
nýtti sér mjög vel og vann í 33
leikjum.
Margeir og Haukur tefldu
flókna skák. Margeir fórnaði
skiptamun og fékk við það
hættulegt frípeð. Haukur lenti í
miklu tímahraki og fann ekki
bestu vörnina. Haukur gafst upp
í 39. leik, þegar frípeð Margeirs
voru á leiðinni upp í borð.
2. umferð:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Haukur Angantýsson
Kóngsindversk vörn
1. d4 — d6, 2. c4 — e5, 3. Rc3 —
Rd7, 4. Rf3 — g6, 5. e4 — Bg7, 6.
Bc2 — Rgff>, 7. 0-0 — 0-0
óvenjuleg leikjaröð í byrjun
skákarinnar hefur leitt til
þekktrar stöðu í Kóngsind-
verskri-vörn.
8. Hel — c6, 9. Bfl —
Annar möguleiki fyrir hvítan
er að loka miðborðinu með 3. d5
o.s.frv.
9. — a6, 10. Hbl — b5, 11. b4 —
exd4, 12. Rxd4 — Bb7, 13. Bg5 —
Dc7, 14. Hcl — bxc4
Hvítur hótaði 15. cxb5 o.s.frv.
15. Bxc4 - Db6, 16. Ra4 - Dc7
Svartur má ekki taka peðið á
b4, t.d. 16. - Dxb4, 17. Bd2 -
Da3, 18. Hbl — c5 (hvítur hótar
19. Bb4), 19. Hxb7 - cxd4, 20.
Bb4 og hvítur vinnur.
17. Bd5 — c5, 18. Rb3 — Bxd5, 19.
exd5 — c4, 20. Ra5 — Re5
21. Hxe5!? -
Margeir á sennilega ekki betri
leik í þessari stöðu, en óvíst er
hvort hann dugar til vinnings
gegn bestu vörn.
21. — dxe5, 22. d6 — Db8, 23. a3
— h6, 24. Be3 — Db5. 25. Rc5 —
Hfd8, 26. Hxc4 — BÍ8, 27. a4 —
I)e8, 28. Rab7 — Hdb8, 29. d7 —
De7, 30. Ra5 —
30..— Hd8?
Haukur finnur ekki bestu
vörnina í heiftarlegu tímahraki.
Eftir 30. — Hb6! er erfitt að
finna vinningsleið fyrir hvítan,
t.d. 31. Re4 - Rxd7, 32. Hc7 -
Hd8 og svartur heldur sínu, þótt
ótrúlegt megi virðast.
31. Rc6 — Dd6. 32. Dxd6 — Bxd6,
33. Rxd8 — Hxd8, 34. Re4! —
Margeir heldur nú frípeðinu á
d7 og það ræður úrslitum.
34. — Rxe4, 35. Hc8 — Bc7
Ekki gengur 35. — Be7, 36. Bb6
og hvítur vinnur.
36. Hxc7 — Kf8, 37. Bc5+ —
Þar með fær hvítur tvö sam-
stæð frípeð á c- og d-línunum og
lokin eru skammt undan.
37. — Rxc5
Annars kemur 38. Be7 o.s.frv.
38. bxc5 — Ke7, 39. c6 — Hb8
og Haukur gafst upp, því hann
er varnarlaus eftir 40. g3 — Kd8,
41. Ha7 o.s.frv.
2. umferð:
Hvítt: Curt Hansen
Svart: Karel Mokry
Knskur leikur
1. c4 — e5, 2. Rc3 — d6, 3. g3 —
Be6, 4. Bg2 — c6, 5. d3 — Rf6, 6.
e4 — Be7, 7. Rge2 — 04), 8. 00 —
a5, 9. f4 — Ra6, 10. h3 — b5, 11.
cxb5 — Db6+, 12. d4 — cxb5, 13.
Be3 — b4, 14. Ra4 - Db5, 15. b3
— Had8, 16. g4 — exf4, 17. Rxf4
— d5, 18. e5 — Re4, 19. Rxe6 —
fxe6, 20. Hcl — Rg.3, 21. Hel —
Hc8, 22. Hxc8 — Hxc8, 23. Bf4 —
Re4, 24. Bxe4 — dxe4, 25. Hxe4 —
Dc6, 26. Dd3 — Rc7, 27. Hel —
Hf8, 28. Hcl — Db7, 29. Bd2 —
Bh4, 30. Rc5 — BÍ2+, 31. Kh2 —
Dd5, 32. Hc4 — Rb5, 33. Be3 —
Df3
og hvítur gafst upp.
I
Fréttabréf frá Djúpi:
• •
Ondvegis vetrartíð
Góður vetur flötinn. Það er dýrðleg sjón á að tjöldum, sem aðrir geti svo á
hlustað.
Spói skiptir um eigendur
EIGENDASKIPTI urðu nýlega að versluninni Spóa í Kaupgarði, Engihjalla 8
í Kópavogi. Nýir eigendur eru Kristinn B. Guðlaugsson, Erna Jóhannesdóttir
og Sigurbjörg Kristinsdóttir. I versluninni fást fot á böm að 12 ára aldri,
vefnaðarvara, garn og ýmis smávara. Á meðfylgjandi mynd sjást nýir eigend-
ur Spóa í versluninni, Kristinn, Sigurbjörg og Krna.
Mjólkursamsalan í Reykjavík:
Hvetur til aukinna'
auglýsinga á mjólk
Það eru orðnir gamlir menn nú,
sem muna aðra eins öndvegis vetr-
artíð, sem verið hefur hér um slóð-
ir á vetri þeim sem nú rennur sitt
skeið á enda. Bílfært hér um allt
Djúpið veturinn útí gegn og oftast
fært yfir Steingrímsfjarðarheiði,
sem mun vera einsdæmi í allri
okkar veraldarsögu síðan land
þetta byggðist. Meðfram sjónum,
hér um allar strandlengjur, und-
anfarna vetur hefur snjómóður
legið sumstaðar margra mann-
hæða hár, eru nú allar fjörur
hreinar og auðar sem um hásumar
væri. En aurbleyta á vegum ein-
göngu hamlar nú að ekki má keyra
stærri bíla hér um Djúpið fyrr en
þornar um.
Nýr gististadur
Kristján bóndi Sigurðsson á
Ármúla undirbýr svefnplássað-
stöðu og gistipláss fyrir um 15
manns í húsi því er Sigvaldi
Kaldalóns bjó í alla sína læknistíð
á Ármúla, og hefur þar til staðar
hreinlætis- og eldunaraðstöðu, svo
fólk þarf aðeins að koma með efni
í matinn sinn en fær þar allt sem
til þess þarf að matreiða hann, og
er þetta tilvalið tækifæri fyrir þá
að nota, sem hér um Djúpið ferð-
ast, og taka vilja lifinu með ró,
skoða sig um og hvílast. Fegurð
Kaldalónsins er jafnan viðbrugð-
ið, þar sem ár og lækir fossa niður
fagurgrænar og skógivaxnar hlíð-
arnar, og jökultunga Drangajök-
uls teygir sig niðurá jafnsléttu
fyrir botni lónsins. Og að labba í
hægðum sinum upp á Múlann upp-
af Ármúlabænum, verður engum
til einskis farið, þar sem þaðan við
blasir ein sú dýrðlegasta útsýn frá
einum stað hér vitt um Djúpið, og
beint til hafs út, þar sem kvöldsól-
in hnígur eldrauð ofanfyrir haf-
líta.
Þarna verður einnig bensín- og
oliusala, og svo góðgæti i munninn
til að hressa uppá sálina. En i einu
orði sagt: þarna er ein sú fegursta
paradís fyrir þá sem unna frið-
sælli og fagurri náttúru. Þá er
ennfremur fyrirhuguð þarna
hestaleiga fyrir þá, sem um sléttar
grundir vilja renna skeiðið á
göldnum fola eða rósömum gæð-
ingi, og mun þar um tauma halda
amerísk blómarós, margþjálfuð i
allri hestamennsku, nýgift syni
bóndans á Melgraseyri, Snævars
Guðmundssonar, og ekki fisjað
saman í neinum kreðuskap.
Sjálfvirkur sími
Unnið hefur verið að því í vetur
að setja upp sjálfvirkan sima á
alla bæi hér í Djúpinu. Gengið
hefur þó á ýmsu, svo sem von má á
vera í jafn kræklóttu landslagi,
sem hér um ræðir, i löngum fjörð-
um og þröngum dölum, enda þótt
tæknileg kunnátta búi svo rik i
höfðum þeirra sem hér fást við
hin vandasömustu verkefni, að á
öllum þeim margslungna vanda
verði sigrast að lokum. Þetta er
engin áhlaupavinna, en þolinmæð-
in þrautir vinnur þar í öllu formi,
svo víðast er þetta með ágætum
orðið, en þó á nokkrum stöðum
vangefinn kosturinn, en verið er
að ganga frá siðustu atrennunum.
Það verður því að segjast, að ekki
rennur öll sú tækni aldarinnar svo
fram hjá garði hér á afskekktum
norðurslóðum þessa lands, að ekki
lýsi svo uppá einmanaleika tilver-
unnar, að til stórmuna sé i öllu
formi, að mega hringja og tala i
síma sem frjáls maður um sín
einkamál, án þess að geta ávallt
búist við, að talað sé fyrir opnum
Ný Iaxeldisstöð
Unnið hefur verið að því nú síð-
vetrar að innrétta laxeldisstöð þá
sem hf. íslax reisti á sl. sumri á
Nauteyri og þar með undirbúin
aðstaða þar til laxeldis á komandi
sumri. Hafa þau vinnubrögð öll
gengið að óskum og miðar í átt að
settu marki.
MjóIkurfJutningar
Þá skal þess að lokum getið, að
nú í vetur var sú nýbreytni tekin
upp í flutningamáta mjólkur hér
norðan Djúps, að keyptir voru 800
lítra tankar úr plasti til að flytja
mjólkina i með Djúpbátnum i stað
mjólkurbrúsanna, og er það stór
munur frá fyrri flutningsmáta,
bæði miklu léttari og virkameiri
vinnubrögð, og sem ekki síður
geysilegt atriði að losna við að þvo
alla mjólkurbrúsana. Það var mik-
il bakraun sem því fylgdi og við-
bótarvinna. Hinsvegar hefur
mjólkurbíllinn gengið svo að segja
stanslaust vestanvert við Djúpið í
vetur, en stoppast svo núna vegna
þungatakmarkana, meðan vegir
þorna.
Vorið í nánd
En vorið er í nánd og vegsemnd
þess gleður hverja sál. Vonin um
bjart og gjöfult sumar heiliar
hverja sál, því svo eru köld vor og
kalin tún langra undangenginna
ára búin að hrella svo allan mátt
bænda, að stórvandi blasir við af-
komu allri og efnahag, svo ekki
má úr skorðum ganga mikið svo til
viðbótar, að ekki valdi sárum
vandræðum og umkomuleysi.
Við þökkum svo góðan vetur og
óskum landsmönnum farsældar á
nýju sumri. Jens f Kaldalóni
AÐALFUNDUR Mjólkursamsölunn-
ar í Reykjavík ályktaði um auglýs-
ingar í mjólk. Þakkaði fundurinn
„það framtak Mjólkurdagsnefndar
að hefja auglýsingar um mjólk í fjöl-
miðlum með upplýsingum um holl-
ustu og næringargildi hennar".
Telur fundurinn fulla þörf á því
FÉLAG Snæfellinga og Hnapp-
dæla efnir til árlegs kaffiboðs
fyrir eldri héraðsbúa sunnudaginn
5. maí nk. Hefst það að lokinni
að athygli neytenda sé haldið vak-
andi fyrir þessari hollu og inni-
haldsríku fæðu, sem er einskonar
lykill að lifsgetu og vexti allra
spendýra. Hvetur fundurinn
Mjólkurdagsnefnd til að auka
starf sitt á þessu sviði og heitir
stuðningi Mjólkursamsölunnar,"
segir í ályktuninni.
guðsþjónustu I Bústaðakirkju
klukkan 15.00.
- (Fréttatilkynning.)
- y
Félag Snæfellinga og Hnappdæla:
Kaffiboð fyrir eldri héraðsbúa