Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 27 Fjársjóðurinn Eitt kann Sigurður Líndal: vandaða framsetningu efnis. Grein hans er vel orðuð, þættir eru skipulega raktir, það efni 13. aldar sem hann ber helzt fyrir brjósti er skýrt markað — innan þess rannsóknarsviðs, sem engin festa er í. Einhver hélt að við ís- lendingar ættum fjársjóð í elztu rannsóknarefnum landnámsins, fjársjóð sem gæti vísað öðrum veginn fram — skýrt stofnun Goðaveldisins og einkum tengsl þess við trúarbrögð auk hug- myndafræði fornaldar. Það er þetta sem Sigurður sleppir. Hann kemur ekki auga á mikilvægustu rannsóknarefnin — lætur sem einu skýringarinnar sé að leita í kristnu efni síðmiðalda, sem EKKI verði borið við heiðna hug- myndafræði forna. En þá spyr les- andinn: Hví varð lögunum ekki raskað? Hví voru þau varanleg? Hvað var það sem gerði þau forn- helg og óumbreytanleg? Sigurður gefur ekkert svar. Kannski verður svar hans það, að á þessum til- tekna stað sé það mál ekki til um- ræðu — en þá er heldur ekkert til umræðu, sem við þessi megin- atriði er miðað. Allt er þá í raun- inni eitt allsherjar Núll — yfir réttri hárgreiðslu. Ómarktækar rannsóknir Samkvæmt akademiskum siða- reglum BAR Sigurði Líndal að taka afstöðu til þeirra lausna sem borizt hafa um grundvallarvand- ann — eðli Goðaveldisins. Hann gat viðurkennt ellegar hafnað eft- ir atvikum — en ekki þagað. Hvor- ugt reynir hann. Frá sjónarmiði vísindalegra rannsókna fer þannig ekkert millí mála um það, að Sig- urður telur rannsóknir undanfar- inna áratuga á hugmyndafræði Goðaveldisins ómarktækar. Fólst sú afstaða raunar í yfirlýsingu hans um Núllið. Ef þessi er ekki merkingin skýtur prófessor í lögfræði helztu gögnum máls und- an — þeim meginatriðum sem úr- slitum kunna að ráða í rannsókn. Við hljótum að endurtaka það, að enginn getur ætlað lagaprófessor slíkt athæfi. En við þetta stækkar gatið í rökleiðslunni. Ef nemendum er kennt, að sjálfsagt sé að vfkjast undan meginvanda í rannsókn máls — hvi skyldu þeir dæma rétt, er þeir setjast í sæti dómara? Eða hví skyldu lögfræðingar rannsaka mál í botn? Hversu rétt verður dæmt á skakkri undirstöðu? Þannig víkkar Sigurður Núllið upp í eina allsherjar spurningu um gat þekkingarinnar: Hversu marktækar eru niðurstöður laga- prófessorsins í Skírni? Skattskýrslan Einhvern veginn minnir grein Sigurðar Líndal mig á skatt- skýrslu. Rétt er raðað í sérhvern dálk, hver liður tíundaður af natni og nákvæmni, vitnað í heimildir, rétt orðtök notuð á réttum stað. Að vísu kemur manni spánskt fyrir sjónir að sjá framteljanda telja sig þurfa að biðjast afsökun- ar á að senda skattskýrslu til hlut- aðeigandi yfirvalds, en það er skýrt af kurteisi í upphafsorðum: þar sem þeir háskólamenn hafa ekki haft neitt að tfunda á þessu sviði í heila öld — og því ekki sent frá sér sjóðsyfirlit — má búast við, að skattaframtalið komi á óvart. Afsakið að ég geri yður ónæði. Á öllu þessu er bara einn hæng- ur: grundvöllinn skortir, horn- steininn, sjóðinn sem reiknað er útfrá. Ekki bregzt að þarna er fag- mannlega unnið, texti nákvæmur, allt slétt og fellt, kontó í bezta lagi, sjá, debft er jafnt og kredft. Verður vart á snyrtilegri skatt- skýrslu kosið. Enda skilja allir það, að ef ekki er unnt að reikna það út af hugviti, sem strokað hef- ur verið út af blaði, er það, reikn- ingslega séð, ekki til. Mfn spurn- ing var sú, hvort þess þyrfti þá ekki að leita. Hér höfum við svar lagaprófessorsins. Hið íslenska nátturufræðifélag: Fyrirlestur um hraunhella Alltaf er gaman þegar skatt- skýrslur eru fagrar og unnar af nákvæmni. En það var bara þetta með fjársjóðinn, milljónina, sem ætluð var undirstaða efnahags- reiknings. Enginn getur ætlazt til að hennar sjái stað í tíundarlög- unum nýju. Hún var ekki talin fram. Tilvitnanir: ‘> Skírnir 1984: Siguróur Líndal, Lbg og lagMsetoing I islenxkt þjóðreldinu 3>» T>Z *>- Höfundar er forstödumaður Mála- skólans Mímis. „HRAUNHELLAR á íslandi" nefn ist fyrirlestur sem Árni B. Stefáns- son augnlæknir flytur í stofu 201 í Árnagaréi mánudaginn 29. aprfl nk. og hefst hann kl. 20.30. Árni er manna fróðastur um ís- lenska hella og hefur eytt mörgum stundum f rannsóknir á þeim. Hann ræðir um myndun þeirra og ýmsar aðrar forvitnilegar hraun- myndanir. Árni sýnir litskyggnur teknar inni í hellum, m.a. úr Rauf- arhólshelli, Borgarhelli og hellin- um Jörundi austan Hlöðufells. Hinn síðastnefndi fannst fyrir nokkrum árum, en honum hefur verið lokað fyrir almennri umferð vegna óvenjulegra og hárra dropa- steina, sem sýndar verða myndir af. Dropasteinar í Jörundi eru nær þeir einu, sem vitað er um, því að óbætanlegar skemmdir hafa verið unnar á öðrum eins og í Víðgemli og Bláfjallahellum. Fyrirlesturinn er haldinn á veg- um Hins íslenska náttúrufræðifé- lags og er hinn síðasti á þessum vetri, en nú taka við leiðbein- inganámskeið og sumarferðir á vegum félagsins. í maí verða tvö námskeið, annað þann 2. maí um þörunga í fjörum og hitt þann 23. maí um steingervinga og för eftir löngu liðnar lífverur. Þá verða ferðir í tengslum við námskeiðin þann 5. og 25. maí auk fuglaskoð- unarferðar um Reykjanes 11. maí. Síðar í sumar verða fleiri ferðir farnar, en allar frekari upplýs- ingar eru veittar á Náttúrufræði- stofnun íslands. (í)r frétUtilkynningii.) Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalki í mg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5dlglös)** Börn I-10ára 800 3 2 Unglingar 11 -18 ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið Ófrfskar konur og 800“' 3 2 brjóstmœður 1200"" 4 3 ■ Hér er gert róð fyrtr að allur dagskammturinn at kalkl koml úr mjólk. “ Að sjóltsðgðu er mögulegt að fó allt kalk sem likamlnn þarf úr ððrum malvœlum en mjólkurmat en sllkt krefst nókvœmrar þekkingar ó nœrlngarfrœðl. Hér er mlðað vlð neysluvenjur eins og þœr tlðkast I dag hér ó lóndl. ” Margir sérfrœðlngar telja nú að kalkþörf kvenna eftlr ttðahvörf sé mun meirl eða 1200-1500 mg ó dog ” Nýjustu staðlar fyrlr RDSI Bandarlkjunum gera rðð fyrir 1200 tlll 600 mg ó dag fyrlr þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamln, A-vItamín, kallum, magntum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Itkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst I llkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrótt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamln, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg ó dag, en það er langt undir róðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glðsum af mjólk. Heteiu heimildr. BæWngurinn Kak og beinþyming efdr dr. Jón Óflar Ragnaisson og Nutrilion and Physicai Fitness, 11. úlg. 0 _______ ■rf' eftir Briggs og CaAoway, Holt Reinhardt and Winston, 1984 MJÓLKURDAGSNEFND — þegar vöxturinn er hraður* Unglingar verða að fá uppbyggilegt fœði vegna þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum árum. Þar gegnir mjólkumeysla mikilvœgu hlutverki þvf án mjólkur, og kalksins sem í henni er, ná unglingamir síður fullri hceð og styrk. Komið hefur í Ijós að neysluvenjur unglinga fullnœgja sjaldnast lágmarks kalkþörf og er þeim þvf einkar hœtt við hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts síðar á œvinni. Sérstaklega eru stúlkur í hœttu þvf þeim er hœttara við beinþynningu og Mjólk í hvert mál hðrgulsjúkdómum í kjölfar bameigna. Kalksnauðir megrunarkúrar og lélegt matarœði virðist einnig einkenna neysluvenjur stúlkna fremur en drengja. Fjögur mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk- skammt fyrir unglinga og neysla undir þvf marki býður hœttunni heim. Það er staðreynd sem unglingar og foreldrar þeirra œttu að festa í minni því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur dýrmœtur. • Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk. eða undanrenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.