Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL1985
Tíundarlög in nýju
— eftir Einar
Pálsson
Sigurður Líndal, prófessor í
lögfræði, sendir frá sér mikla rit-
smíð í Skírni 1984. Get ég ekki
látið hjá líða að lýsa gleði minni
yfir þeim viðburði. Viðburði? mun
einhver spyrja, er ekki eðlilegt, að
prófessor með áratuga reynslu að
baki sendi frá sér ritsmíð um við-
fangsefni sín? Að vísu, vissulega
væri slíkt eðlilegt og örvandi, en
ekki er björgulegt á þeim vett-
vangi — að sögn Sigurðar Líndal:
„Um lög íslenzka þjóðveldisins
og lagasetning hefur margt verið
ritað. Á 19. öld lögðu Konrad
Maurer og Vilhjálmur Finsen
mest til þeirra mála en greindi
nokkuð á svo sem nánar verður
rakið þegar tilefni gefst. Síðan
hafa fræðimenn ekki aukið miklu
við skýringar, látið við það sitja að
vísa til skoðana þeirra, lýst fylgi
við annan hvorn eða enga afstöðu
tekið.“n
Núllið
Fleiri en sá sem þetta ritar hafa
væntanlega undrazt stórum hið
fagurkringlótta Núll sem yfir
Sögu íslands svífur, þeirri sem-
samin var að tilhlutan Þjóðhátíð-
arnefndar 1974 undir ritstjórn
Sigurðar Línal. Við vissum að
grundvallarrannsóknir höfðu ekki
verið stundaðar sem skyldi — en
hafði virkilega ekkert nýtt borizt
um áratuga skeið, engin ný vitn-
eskja, engar nýjar rannsóknar-
leiðir, engar tilraunir til að rekja
rætur íslenzkrar menningar aftur
úr þeirri stöðnun sem einkenndi
sagnfræði- og bókmenntaskýr-
ingar? Var það í raun hugsanlegt,
að ördeyðan væri jafn yfirþyrm-
andi og Saga íslands vottar?
Nú gerir Sigurður Líndal sér lít-
ið fyrir og svarar JÁ, svo að undir
tekur í fjöllunum. Þótt margt hafi
í gamla daga verið sett á blað um
Iög íslenzka þjóðveldisins og laga-
setning, hafa „fræðimenn ekki
aukið miklu við skýringar, látið
við það sitja að vísa til skoðana“
manna sem störfuðu fyrir hundr-
að árum, já, og nánast ekkert haft
til málanna að leggja sjálfir, „lýst
fylgi við annan hvorn eða enga af-
stöðu tekið.“
Hárgreidslan
Háskólinn í Reykjavík er þá
ekki enn farinn að takast á við þau
vandamál Vilhjálms og Maurers
sem mín stúdentakynslóð kynntist
fyrir fjörutíu árum. Fer geisla-
baugur hinnar heilögu einfeldni
yfir Sögu íslands að verða skiljan-
legri, ef þetta er rétt hjá Sigurði
Líndal. Ræturnar þurftu ekki
skoðunar við, þær voru gefnar a
priori. Manni dettur i hug Molbú-
inn sem hugði að greiðsla fyrir
höfuð hlyti að vera hárgreiðsla; sú
hugmynd virðist ríkjandi uppi í
háskóla, að eigi þurfi að greiða
fyrir nýjum rannsóknarleiðum
heldur einungis fyrir setu á göml-
um stólum. Eða kannski væri rétt-
ara að segja fyrir svefn á réttum
svæflum; ef dæma má af orðum
Sigurðar lognast höfuð einatt útaf
þegar doktorsgráðunni er greitt til
vinstri og prófessorstitlinum til
hægri: myndað er hið fullkomna
jafnvægi akademiskrar svefn-
þarfar.
Greiðsla er óþörf að innanverðu.
Beðizt afsökunar
Ekki greiðist úr flækjunni við
framhaldið hjá Sigurði:
„Hugmyndir íslendinga á 12. og
13. öld um lögin og sú skipan sem
þeir höfðu á lagasetningu eru
grundvöllur til skilnings á þjóð-
veldinu og réttarskipan þess. Það
verður því vonandi virt á betri veg
að þetta margrædda efni er hér
tekið til umfjöllunar að nýju.“2
Svo er þá komið fyrir háskólan-
um í Reykjavík, að ekki þarf ein-
asta að skýra mörgum orðum
HVERS VEGNA maður sem tekur
laun fyrir rannsókn viðfangsefna
leggur fram rannsókn er að slíku
efni lýtur, heldur þarf beinlínis og
bókstaflega að biðja fslendinga að
virða „á betri veg að þetta marg-
rædda efni er hér tekið til umfjöll-
unar að nýju.“
Einhver mundi halda, að öfugt
væri orðað: að biðja ætti íslend-
inga afsökunar á því, að þeir sem
tóku laun fyrir að rannsaka þessi
efni skuli ekki hafa treyst sér til
að leggja neitt nýtt til málanna
heldur vitnað kófsveittir í hundr-
að ára gamlar ritgerðir manna
sem tóku EKKI laun við hinn inn-
lenda háskóla fyrir að hugsa
sjálfstætt. En fádæma hæverska
felst í orðum Sigurðar. Er ekki
nema sjálfsagt að fyrirgefa hon-
um nú þegar.
Margrætt verkefni
En hvernig er það — telst það
mál MARGRÆTT, sem tveir
menn einir sér treystust til að
fjalla um á sjálfstæðan hátt fyrir
hundrað árum??? Eða hvað gera
þeir mikið annað en þvæla fram
og aftur um það sem þegar er rak-
ið, sem ekkert hafa til málanna að
leggja sjálfir og gera ekki annað
en vísa til skoðana frumherjanna,
lýsa fylgi við annan hvorn — eða
Nýi tónlistarskólinn:
Burtfarartónleikar
Höllu S. Jónasdóttur
Ilalla S. Jónaadóttir, sópran
HALLA S. Jónasdóttir, sópran, lýkur
burtfararprófi í söng frá Nýja tón-
listarskólanum meó tónleikum sem
verða í sal skólans í Ármúla 44 í
morgun kl. 17.
Á efnisskrá tónleikanna verða
m.a. Wesendonk Lieder eftir R.
Wagner, lög úr Frauenliebe und
Leben eftir R. Schumann og ís-
lensk lög eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson
og fleiri. Einnig syngur Halla arf-
ur úr óperum eftir Verdi og Moz-
art.
Aðalkennari Höllu er Sigurður
Demetz Franzson. Undirleikari á
tónleikunum verður Vilhelmína
Ólafsdóttir. Þetta eru fyrstu
burtfarartónleikar skólans og er
aðgangur öllum heimill.
(Frétutilkynning.)
TAKA HREINLEGA ENGA AF-
STÖÐU?
Þegar tekið er tillit til þess, að
háskólakennurum er einmitt
greitt fyrir að taka afstöðu — og
fyrir að rannsaka efni sjálfstætt
— verður hárgreiðslan víðfræga
merkilegt umhugsunarefni. Gerðu
hinir í raun annað en bera greið-
una í hárið aftur og enn á ný?
Skiptu þeir máli?
Ef orðalag Sigurðar væri lagt til
grundvallar mætti segja, að helztu
atriði landnáms og ríkisstofnunar
Islands væru „margrædd“, enda
þótt nánast enginn háskólamaður
hafi treyst sér til að rannsaka
hugmyndafræði þeirra verkefna
frá nýjum sjónarhóli undanfarna
áratugi. Skal tekið fram, að hér er
ekki átt við örnefnarannsóknir,
sem yissulega eru nýlunda, en hin
gamla tugga ætti þá að heita ilm-
andi taða hverju sinni, þótt í raun
sé ei annað en myglað súrhey.
Gallinn er sá, að sjálf fræðin
hafa lent í bóndabeygju: Þeir sem
fjalla áttu um efnið hafa, að sögn
Sigurðar sjálfs — „enga afstöðu
tekið“.
Þessi er miðja Núllsins.
Grundvallaratridiö
Skrýtnust allra yfirlýsinga Sig-
urðar Líndal er ef til vill sú, að
„hugmyndir fslendinga á 12. og 13.
öld um lögin og sú skipan sem þeir
höfðu á lagasetningu (séu)
grundvallaratriði til skilnings á
þjóðveldinu og réttarskipan
þess.“3 Svo auðvelt er að lesa slíka
setningu umhugsunarlaust, að les-
andinn ætti að staldra við. Hví í
ósköpunum skyldu hugmyndir fs-
lendinga á 12. og 13. öld vera
GRUNDVALLARATRIÐI til
skilnings á „þjóðveldinu" og „rétt-
arskipan þess“? Að sjálfsögðu
verða hugmyndir 12. og 13. aldar
manna til að efla skilning á þessu
viðfangsefni. En eru þær hið raun-
verulega GRUNDVALLAR-
ATRIÐI, eins og skilja má af grein
Sigurðar? Er ekki sennilegra, að
hugmyndir manna á LAND-
NAMSÖLD fslands og aldanna
þar á undan, séu mikilvægari til
skilnings á stofnun Goðaveldisins
og upphaflegri gerð þess en hug-
myndir manna, sem festar voru á
bókfell mörgum öldum síðar — og
eftir að skipt hafði verið um trú-
arbrögð? Var Goðaveldið ekki
HEIÐIÐ? Og ber ekki að leita
heiðins grundvallar í heiðnu sam-
félagi?
Ummál Núllsins
Ef miðja Núllsins var þegar
fundin, er þetta vafalítið ummálið.
Hnykkja ber á ályktun Sigurðar
Líndal: sjálft GRUNDVALLAR-
ATRIÐIÐ, það helzta sem spyrnt
verður í og við verður miðað, eru
hugmyndir íslendinga fjórum öld-
um og einum trúarbrögðum eftir
að ætla má frumhugmyndir land-
námsmanna yfirvegaðar. Þetta
skýrir og afmarkar stöðu Sigurð-
ar: slíkur er sjóndeildarhringur
hans. Mín eigin niðurstaða er
öfug: þrátt fyrir leifar eldri laga í
síðari lagasetning, hlýtur
GRUNDVALLARATRIÐI Goða-
veldisins að byggjast á hugmynda-
fræði fornaldar og miðalda
tengdri heiðnum dómi. Væri raun-
ar fróðlegt að vita, hvor lausnin
íslenzkum almenningi þætti lík-
legri, að yfirveguðu máli, innan
höfuðs, og án svæfils fordómanna.
Meginatriðinu verður ekki hnik-
að: Goðaveldið var HEIÐID. Við
formlega samþykkt kaþólskrar
kristni árið 1000 var reynt að út-
má merki fornra trúarbragða.
Flestu var brott svipt sem á þau
minnti.
Staðreyndinni hefur hins vegar
aldrei verið brott svipt. Eða gerist
það með því að vitnisburðurinn er
máður af bókum?
Ræturnar
Nú skal skýrt fram tekið, að
Sigurður Líndal þekkir tilteknar
réttarvenjur fornra „germanskra"
laga. Hann veit, að það hlýtur að
vera „vænlegra til skilnings að
skoða lög íslendinga og lagasetn-
ingu á þjóðveldisöld í samhengi
við hugmyndir miðaldamanna."’
Og hann veit, að „lög og landsrétt-
ur (voru) í augum germanskra
þjóða ... sameiginleg arfleifð
þeirra áþekk trúarbrögðum og
tungu. En hví þá þessi einkenni-
lega niðurstaða? Okkur Sigurð
greinir ekki á um það, að forn
venja sem staðið hafði frá ómuna-
tíð var mikilvægur grundvöllur
laga: „Aldurinn var þannig eitt
mikilsverðasti einkenni lag-
anna.“6) Okkur greinir heldur ekki
á um það, að lögin voru „varanleg,
þeim varð ekki raskað. Þau voru
kyrrstæð.“7) En okkur greinir á
um ályktun — ellegar að Sigurður
setur hugsun sína óskýrt fram —
er hann segir: „Eðli málsins sam-
kvæmt voru lög því hvorki sett né
skráð, heldur andlegur arfur kyn-
slóðanna.“ *
Flótti?
Er það „eðli málsins sam-
kvæmt“ að kyrrstæð, varanleg lög,
sem eigi verður raskað séu EKKI
varðveitt svo sem kostur er á? Að
vísu minnist Sigurður á hugsan-
legar ritaðar minnisgreinar og
starf lögsögumanns (sem þá vænt-
anlega var ekki annað en utanbók-
arlærdómur) en þarna sýnist mér
eitt stangast á annars horn. Hvað
er Sigurður að flýja?
Af ritgerð Sigurðar Líndal verð-
ur alls ekki séð, að bera þurfi forn-
an grundvöll íslenzka goðaveldis-
ins við hugmyndafræði Miðjarð-
arhafsþjóða, t.d. Grikkja og síðar
Breta. Áð leita enn dýpra virðist í
hans augum ekki einasta fjar-
stæða, heldur beinlínis málinu
óviðkomandi.
En hversu lengi höfðu lögin þá
verið kyrrstæð og varanleg?
Bækur sem ekki birtast
Menn rituðu snemma lög sín.
Frægir eru lagabálkar sumra
fornþjóða; Hammúrabí lét skrá
lög sin fyrir fjögur þúsund árum.
Var þetta óeðli í fari einvaldsins?
Spurningin er, hvaða hugmyndir
bjuggu að baki. Og — mirabile
dictu — veit Sigurður, að þetta
þarfnast athugunar: ákvæðin í
Grágás um uppsögu laga og fleira
„verða hvorki skilin né skýrð
nema Ijóst sé hvaða hugmyndir
menn hafi gert sér á hámiðöldum
um lög. lagasetning og lagavarð-
veizlu.“ Já, en ef ekkert verður
skilið né skýrt, nema ljóst sé
hvaða HUGMYNDIR menn gerðu
sér um lög - HVÍ ÞÁ EKKI AÐ
RANNSAKA HUGMYNDA-
FRÆÐINA? í rauninni sé ég ekki,
að okkur greini á um þetta: orð
Sigurðar merki einfaldlega, að
þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið hérlendis séu utan máls
hans. Enginn getur ætlað laga-
prófessor við háskólann svo
heilagan barnaskap, að EINUNG-
IS hugmyndir tólftu og þrettándu
aldar manna um grundvallar-
spurningar níundu og tíundu ald-
ar þarfnist skoðunar. Ef til vill á
Sigurður við það, að einungis „há-
miðaldir" séu viðfangsefni
framangreindrar ritgerðar, en
ekki getur það merkt, að aldirnar
á undan strokist út. Á þeim var
byggt.
Þær bækur sem út hafa komið
um þessi efni undanfarin ár eru þá
væntanlega ekki komnar út. Elleg-
ar þá, að ekki þarf að lesa þær. Og
er síðari kosturinn vafalaust
þægilegur.
En skyldi hann leysa úr mörg-
um gátum?
Tilgangurinn
Ef það var aldrei markmið Sig-
urðar Líndal með grein sinni í
Skírni 1984 að rökræða „lög ís-
lenzka þjóðveldisins og lagasetn-
Einar Pálsson
„Fflabeinsturn í lausu
lofti er vafalaust fagur
ásýndum. En hefði ekki
verió tryggara að festa
hann við klöppina?
Yissulega er það erfitt
verk, en ber ekki að
leita allra ráða til að
finna undirstöðuna?
Eða hvenær urðu vís-
indaafrek unnin með
því að flýja viðfangsefn-
in?
ing“ — ef aðeins einangrað efnis-
atriði skyldi athugað — var ef til
vill ekki mjög brýnt að minnast á
framangreint lítilræði. En nú lýs-
ir Sigurður þetta einmitt tilgang
sinn — svo að vart getur verið um
nema tvær skýringar að ræða:
annaðhvort leynir Sigurður vísvit-
andi gögnum í málinu — ellegar
hann lýsir þau rit sem hann minn-
ist ekki á — ómarktæk. Þar sem
við getum ekki ætlað prófessor i
lögfræði hið fyrrnefnda, hljótum
við að hallast að því síðarnefnda.
Nú þykir Sigurði það væntan-
lega stórmannlegt að vitna ekki til
hvers sem er, vísindaheiður ber
mönnum að verja. Eða kannski
hann telji rannsóknir á hug-
myndafræði og táknmáli ekki
varða „fræðimennsku" í lögum —
jafnvel þótt uppruni laganna verði
eigi frá hugmyndafræðinni slit-
inn. En er það vitið mest að
byggja háan fílabeinsturn án und-
irstöðu?
Fílabeinsturn í lausu lofti er
vafalaust fagur ásýndum. En
hefði ekki verið tryggara að festa
hann við klöppina? Vissulega er
það erfitt verk, en ber ekki að leita
allra ráða til að finna undirstöð-
una? Eða hvenær urðu vísinda-
afrek unnin með því að flýja við-
fangsefnin?
Skoðun
Athyglisvert er, að orðið „skoð-
un“ er eins konar lykilorð í mati
Sigurðar Líndal á viðfangsefni
sínu; einn hefur þessa „skoðun“,
annar hefur aðra „skoðun". Þarna
er „skoðun“ oftúlkuð svo minnir á
karíkatúr, rétt eins og vísindalegt
vinnulag komi ekki til greina, ef
teflt er gegn fordómum fyrri tíma.
í vísindum liggja skörp skil
milli „skoðana" og tilgátu sem
lögð er fram til prófunar. Skoðun
er jafnan lítils virði, og raunar
einskis virði, ef teflt er fram sem
„rökurn" gegn eindregnum niður-
stöðum rannsókna. Það sem stenzt
próf frá visindalegu sjónarmiði er
tilgáta er reynist marktæk — sú
tilgáta sem skýrir flest á einfald-
astan hátt og kemur jafnframt
heim við það efni sem til rann-
sóknar er.
Sigurður lætur sem hann kann-
ist ekki við þessa frumreglu vís-
inda.