Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APR1L1985 Fnimvarp til breytinga á grunnskólalögum: Fræðsluskylda 10 ár — skólaskylda 7 ár Kaflar úr fyrstu þingræöu Páls Dagbjartssonar Páll Dagbjartsson, skólastjóri í Varmahlíð, tók um tíma sæti á Al- þingi í fjarveru Pálma Jónssonar (S). Hann flutti þá frumvarp til laga um breytingu á grunnskóla- lögum, sem að meginefni gekk út á að grunnskóli skuli vera 10 ára skóli, hvað fræðsluskyldu varðar, en skólaskylda aðeins 7 ár. Fram- saga hans fyrir frumvarpi þessu, sem jafnframt var hans fyrsta þingræða, „jómfrúrræða", fer að meginefni hér á eftir. Lengd skólaskyldu Það er sjálfsagt að bera í bakka- fullan lækinn að leggja hér fram frumvarp varðandi skólamál. Svo mikil umræða hefur þegar farið fram um þennan málaflokk nú í vetur, bæði hér á hinu háa Al- þingi, svo og úti í þjóðfélaginu. Þessu fagna ég að sjálfsögðu sem skólamaður. Það hlýtur að ’ vera af hinu góða að fram fari um- fjöllun um menntunarmálin þar sem æ fleirum er ljóst, að gæði menntunar og farsældar í starf- semi skólanna í landinu skipta verulegu máli hvað varðar vax- andi hagsæld og betri lífskjör hér í náinni framtíð. Eins og fram kemur í greinar- gerð er þetta frumvarp fram borið fyrst og fremst í þeim tilgangi að hið háa Alþingi víki sér ekki leng- ur undan því að taka ákvörðun um '* iengd skólaskyldunnar. Öllum kennurum og skólastjórum, á grunnskólastigi og jafnvel fram- haldsskólastigi líka, finnst í raun, að of lengi hafi dregist að taka af allan vafa um þetta atriði í lögun- um, og reyndar fleiri. Við sam- þykkt laganna 1974 var gert ráð fyrir því að eftir 4 ár færi fram gagngerð endurskoðun á öllum bálkinum. Nú eru brátt 11 ár liðin og komin haldgóð reynsla á hvern- ig til hefur tekist í framkvæmd- inni. f þessu samhengi er vert að minna á, að þjóðfélag okkar breyt- ist mjög ört. Það sem þótti gott og gilt fyrir ári er e.t.v. úrelt í dag, og > sé horft til baka 10 eða 11 ár aftur í tímann er augljóst að margt hef- ur breyst í okkar þjóðlífi á þeim tíma. Allt skólastarf á hverjum tíma tekur að sjálfsögðu mið af því hvernig spáð er í nánustu framtíð, hvernig menn sjá fyrir sér framtíð þeirra ungmenna sem í skólunum dvelja og hvernig megi sem best búa þau undir að erfa landið. I þessu efni þarf sífellt að vera á varðbergi gagnvart því að skóla- löggjöfin verki ekki beinlínis hamlandi á að eðlilegar framfarir geti átt sér stað í skólum og þeir geti fylgt eftir þróun þjóðlífsins, ekki síst hvað snertir atvinnu- hætti. Þvingun eða hvati Margvísleg rök má tilgreina gegn lengingu skólaskyldu. Skal hér drepið á nokkur: Það er staðreynd að nærri 100% nemenda skila sér í gegn um grunnskólann eins og hann er í dag, þrátt fyrir að ekki sé um skyldu að ræða í 9. bekk og að því leyti er engin nauðsyn á að þvinga nemendur inn með lagaboði. Þeir fáu sem hverfa frá námi gera það af ýmsum orsökum, m.a. þeim að þeir fá ekki verk- og viðfangsefni við sitt hæfi í skólanum og líður þar bölvanlega. Slíkum nemend- um er beinlínis skaði gerður með því að þvinga þá til áframhaldandi skólaveru gegn þeirra vilja. Það fer ekki fram hjá okkur sem í skólunum starfa að veruleg hug- arfarsbreyting verður hjá nem- endum þegar þeir koma til náms að lokinni skyldu af fúsum og frjálsum vilja. Þetta fullyrði ég að er rétt og vil leggja á það mikla áherslu, að þessi jákvæða hugar- farsbreyting hefur ekki svo lítið að segja gagnvart árangri í námi. Þar sem allt framhaldsnám miðar við að nemendur sem þang- að sækja hafi áður lokið námi upp úr 9. bekk grunnskóla, þá er þar kominn verulegur þrýstingur, sem í raun er nægilegur hvati fyrir nemendur til að þeir ljúki námi upp úr grunnskóla. Talað er um að 9 eða jafnvel 10 ára skólaskylda sé lágmarks grunnmenntun fyrir þjóðina. í því sambandi skal ítreka að skóla- skylda tryggir ekki gæði mennt- unar. Þar þarf fleira að koma til. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi að ef 10 ára fræðsluskylda kemst á er fyllilega komið til móts við þessi sjónarmið. Aukið svigrúm Smiðum grunnskólalaganna hefur á sínum tíma verið ljós sú staðreynd að þátttaka unglinga á grunnskólaaldri í atvinnulífi landsmanna er mjög almenn, og er það af hinu góða að mínu mati. í 42. gr. laganna er gert ráð fyrir því að atvinnuþátttöku megi meta til jafns við reglulega skólagöngu. Hverfi nemandi frá námi í grunnskóla af einhverjum orsök- um og fari út á vinnumarkaðinn, þá er greið leið fyrir hann að láta meta stöðu sína, þegar — og ef hann hyggst hefja nám að nýju. Hér er því ekki verið að loka nein- um leiðum. í þessu sambandi vil ég svo taka skýrt fram að það er veruleg and- staða ríkjandi meðal skólamanna gegn lengingu skólaskyldunnar. Um það vitnar fjöldi samþykkta og ályktana sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, og enn er sífellt verið að hamra á. Þá vil ég víkja nokkrum orðum að því hvaða hugmynd liggur á bak við það ákvæði sem fram kem- ur í frumvarpinu, að stytta skóla- skyldu um 1 ár frá því sem nú er. í greinargerðinni segir að skapa þurfi aukið svigrúm í tveim efstu bekkjum grunnskólans til að koma til móts við þarfir og óskir hvers einstaklings. Rétt er að skýra þetta aðeins nánar. Það er mikið rætt um að auka þurfi veg verkmennta í landinu og það er fjálglega talað um aukin tengsl skóla og atvinnulífs. Spurn- ingin er sú, hvaða leiðir eru færar til að nálgast þau markmið. Eg vil segja að það sé hægt með því að auka sveigjanleika í kerfinu sjálfu og taka upp svipað fyrirkomulag og var með landsprófinu gamla og gagnfræðaprófinu. Það vil ég kalla einhvers konar miðskólastig og Páll Dagbjartsson þar gætu nemendur valið mismun- andi leiðir að lokaprófi upp úr grunnskólum. Meðalmennska — sérgáfur Æ fleirum er ljóst að við rekum hér meðalmennskuskóla. Kerfið er þannig upp byggt að allir skulu, með illu ef ekki með góðu, inn- byrða sama skammt í sömu náms- greinum. Enginn má skara fram úr. Enginn má njóta hæfileika sinna umfram aðra. Enginn má hljóta umbun fyrir ef hann hefur staðið sig vel eða lagt sig fram. Ég hef oft vel því fyrir mér, hvað skólinn gerði fyrir nemendur sem hafa hlotið sérgáfu af ein- hverju tagi í vöggugjöf. Hér á ég ekki síður við verkleg svið en bók- leg. Ekki er vafi á því að þjóðfélag okkar þarf á því að halda að sér- gáfur allar fái að þroskast og dafna í skólanum okkar allt frá barnsaldri og hæfileikar hvers og eins séu virkjaðir svo sem kostur er. En það er ekki bara þessi hóp- ur nemenda sem verður útundan. Hinir eru ekki betur settir, nema síður væri, þeir sem ýmissa orsaka vegna eru seinfærir og hverra hæfileikar meira liggja á verklega sviðinu. Þetta eru staðreyndir sem allir viðurkenna sem eitthvað þekkja til. Ráðgjöf í skólum Eitt vil ég nefna enn. Með þróun þjóðfélagsins og breyttum kröfum og þörfum þess þarf sífellt að endurmeta vægi einstakra námsgreina og nýjar bætast við. Má þar m.a. nefna heimilisfræði, fræðslu um ávana- og fíkniefni og síðast en ekki síst tölvukennslu. En getum við sífellt bætt á nemendur námsefni án þess að taka eitthvað af í staðinn? Ég held ekki. Þessu þarf að gefa gaum og taka upp einhvers konar áfangakerfi stax i efstu bekkjum grunnskól- ans. Ef þær breytingar yrðu að veru- leika sem hér er lýst, og reyndar hvort sem er, þarf stórfellda ráðgjöf í skólunum, bæði til nem- enda sjálfra og þeirra aðstand- enda. Þetta þarf að hefjast strax í 7. bekk. Það þarf að fræða um at- vinnu- og efnahagsmál líðandi stundar, kröfur til náms í viðkom- andi atvinnugrein, atvinnuhorf- um, hvar hæfileikar og áhugi hvers einstaklings fái best notið sín, o.fl. o.fl. Á þessu atriði getur oltið um hamingju og lífsfyllingu. Það þarf trauðla að fara um það mörgum orðum, að stuðla ber að sem bestri nýtingu þeirra fjár- muna sem til hinna ýmsu mála- flokka fara í opinberum rekstri og það er hægt að tala um arðsemi fjárfestingar í sambandi við menntunarmál. Þau atriði sem ég hér hefi bent á í ræðu minni stuðla öll að því að bæta skólakerfið og menntunina án aukinna útgjalda fyrir hið opinbera. Framkvæmd skólahalds Ég vil leyfa mér að nefna eitt atriði til viðbótar því sem ég hefi áður sagt og bendir í sömu átt, en það er að sveitarfélögum, skóla- hverfum eða einstökum skóla- stofnunum verði alfarið falið að sjá um framkvæmd skólahaldsins á sína ábyrgð. Vald og ákvörð- unartaka öll flutt sem næst þeim sem njóta eiga. Ríkissjóður ein- ungis greiddi ákveðna upphæð á hvern nemanda eða tryggði með öðrum hætti að allir fái notið sem jafnastrar aðstöðu til náms, óháð búsetu, fjárhag, fötlun eða öðrum breytilegum aðstæðum. Það er ekki svo erfitt reikningsdæmi að finna sanngjarna reglu til að fara eftir, því allar upplýsingar um hvað hver nemandi í skóla kostar liggja fyrir í smáatriðum. Eg ætla ekki hér og nú að fara ítarlegar út í þetta mál, en vil til gamans geta þess að ef slík kerf- isbreyting kæmist á þá myndu sveitarfélög eða einstaka skóla- stofnanir sjálfar ráða til sín kenn- ara og semja við þá beint um kaup og kjör. Yrðu þá væntanlega úr sögunni uppákomur þvilíkar og átt hafa sér stað í tvígang á þess- um annars einstaka vetri. Herra forseti. Ég vænti góðra undirtekta við þetta mál og leyfi mér að leggja til að frumvarpinu verði að lokinni umræðu vísað til menntamálanefndar. Akranes: Viðbygging ris- in við Brekku- lækjarskóla Akraoesi, 22. apríl. LOKIÐ er við að reisa viðbygg- ingu Brekkubæjarskóla og bauð framkvæmdanefnd byggingarinn- ar til samsætis í tilefni þessa verkáfanga sl. föstudag. Framkvæmdir við viðbygg- inguna hófust að loknu skóla- haldi vorið 1984 og var þá fyrsti verkþátturinn boðinn út, þ.e. jarðvegsskipti og grunnur. Til- boði Trésmiðju Guðmundar Magnússonar, tekið og lokaút- tekt þess verks var tekin 30. október sl. í september sl. var síðan boðinn út sá verkþáttur sem nú er unnið að en það er að gera húsið fokhelt með pússuð- um útveggjum og gólfum ásamt gleri í gluggum og bráðabirgða- lokun. Lægsta tilboð í þetta verk kom frá Trésmiðjunni Fjölni og var því tekið. Framkvæmdir hófust i byrjun nóvember sl. og hefur verið gengið samkvæmt áætlun og mun því ljúka í lok júní í sumar. Nú hafa einnig verið opnuð tilboð í pípulögn og mun vera áætlað að vinna við það í sumar. Einnig standa von- ir til að seinni hluta sumars verði viðbyggingin einangruð og klædd og þá verður komið það útlit sem verður á byggingunni. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir nam um sl. mán- aðamót röskum 10 milljónum króna. Þar af var unnið við ýms- ar endurbætur á eldri byggingu sem nauðsynlegt var að fram- kvæma fyrir 1,3 milljónir króna. Fram kemur í yfirliti yfir byggingarsögu þessarar við- byggingar að bæjarsjóður Akra- ness hafi frá byrjun þessa verks Viðbygging Brekkulækjarskóla á Akranesi. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson staðið við allar greiðslur til verktaka samkvæmt þeim samningum sem gerðir höfðu verið og er það afar mikils virði fyrir alla aðila. Þar kemur til góður vilji bæjaryfirvalda og þeirra ráðuneyta sem um þessi mál fjalla en þar er mikill skiln- ingur á nauðsyn þess að við- byggingin komist sem fyrst í notkun. Aftur á móti virðast þingmenn Vesturlandskjör- dæmis ekki hafa komið fjárveit- inganefnd Alþingis nægilega vel í skilning um hversu alvarlegt ástandið er hér á Akranesi í húsnæðismálum grunnskólanna. Á sl. fjórum árum munu hafa verið byggðir á Akranesi 3.446 m2 af skólahúsnæði eða sem svarar 2,5 m2 á dag. Þetta hús- næði er þó ekki allt fullbúið en líklegt verður að teljast að svo verði á næstu 2—3 árum og hef- ur þá verið gert stórátak í skóla- málum á Akranesi sem okkur ber að meta, enda hefur veru- legur hluti af framkvæmdafé bæjarfélagsins farið til þessara framkvæmda. Nýja viðbyggingin er alls um 1.350 m2 að heildarstærð og er byggð á tveim hæðum. í þessari viðbyggingu verða fjórar al- mennar kennslustofur, einnig kennslustofur fyrir tónmennt og matreiðslu, kennarastofa og skrifstofur skólans og setustofa og félagsaðstaða fyrir nemendur og stór samkomusalur. Framkvæmdanefnd bygg- ingarinnar skipa Þórður Björg- vinsson form., Helga Höskulds- dóttir, Halldór Jóhannsson, Skúli Lýðsson og Viktor Guð- laugsson, skólastjóri Brekku- bæjarskóla. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Baldur ólafs- son. JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.