Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 27. APR1L198? Svíar reyndu að stytta smíði kjarnorkusprengju Stokkbólmi. 26. aprfl. Frá fréturiun MorgunbUteiiu. FRÍXTIN um aö Svíar hafl fram til ársins 1972 reynt að hanna kjarn- orkusprengju í trássi við bann sænska þingsins frá 1957, hefur valdið miklum óróa heimafyrir. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa krafizt skýringa og að spilin verði lögð á borðið. Olof Palme forsætisráðherra neitaði því að Svíar, sem kenna sig við hlutleysi, hafi á laun stundað rannsóknir á smíði kjarnavopna fram á árið 1972. Hann sagði þó að stundum væri erfitt að skilgreina hvar lyki rannsóknum, sem hefðu þann tilgang að verja sænsku þjóðina gegn kjarnorkuvá. Hefur hann falið Anders Thunborg varn- Endurfundir her- manna við Elbu Skora á stórveldin að búa saman í friði Torgau, Auntur l'ýskuUiidi, 26. aprfl. AP. BANDARÍSKIR og sovéskir upp- gjafahermenn sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir skora á allar þjóðir að standa vörð um friðinn. Hittust þeir í gær við ána Elbu í Austur-Þýskalandi til að minnast þess, að 40 ár eru frá stríðslokum. Rauðir fánar með hamri og sigð og fjöldinn allur af borðum með friðarslagorðum settu sinn svip á samkomuna, sem talið er að um 20.000 manns hafi sótt, en hún fór fram við Elbu, þar sem herir Bandaríkjamanna og Rússa hitt- ust fyrir 40 árum. f yfirlýsingu uppgjafahermannanna eru stór- veldin hvött til að búa saman í friði og semja í alvöru um að fækka kjarnorkuvopnunum. Bandaríkjastjórn sendi ekki fulltrúa sína til samkomunnar og var það gert til að mótmæla því að sovéskur hermaður skaut til bana bandaríska majórinn Arthur Nicholson, starfsmann bandarísku hernaðareftirlitsnefndarinnar í Austur-Þýskalandi. Kommúnfskur áróður var mjög fyrirferðarmikill við hátíðahöldin og víða höfð uppi spjöld með skömmum um Reagan og stjórn hans. Bandarísku hermennirnir létu þetta þó sem vind um eyru þjóta og stilltu sig um að svara í sömu mynt. armálaráðherra að gera úttekt á málinu. Sænska tækniritið Ny teknik skýrði frá því í gær að rannsókn- irnar hefðu leitt til þess að Svíar hefðu árið 1965 getað smíðað kjarnorkusprengju. Lauk rann- sóknunum með því að 10 litlar plútóníumsprengjur voru sprengdar neðanjarðar 1972. Palme ber hins vegar á móti þessu og segir kjarnorkusprengjur hvorki hafa verið smíðaðar eða sprengdar í Svíþjóð. Tor Larsson, sem veitir forstöðu stofnun sem fæst við rannsóknir á sviði varnarmála, staðfesti hins vegar fregnir Ny Teknik en segir að tæpast sé hægt að segja að við neðanjarðartilraunirnar 1972 hafi „hernaðarlegar kjarnasprengjur" verið sprengdar. Sænski herinn hafði sínar hugmyndir um tilraunirnar. Fyrrverandi yfirmaður sænska heraflans, Stig Synnergren, segir að tilgangurinn með rannsóknun- um hafi verið að stytta tímann sem það tæki að smíða kjarnorku- sprengju frá því ákvörðun væri tekin í þá veru. Tage Erlander, þáverandi for- sætisráðherra, viðurkennir að hafa veitt leyfi fyrir rannsóknun- um á sínum tíma, en kveðst efast um að þær brjóti í bága við bann þingsins frá 1957. Búist er við að uppljóstranir tímaritsins verði notaðar í kosn- ingabaráttunni í sumar. í gær- kvöldi fór fram löngu ákveðinn blaðamannafundur, sem talið var að Palme hefði ætlað að nota sér til framdráttar vegna kosning- anna í haust. Fundurinn fór þó á aðra leið, þar sem blaðamennirnir höfðu lítinn áhuga á öðru en rann- sóknunum, og notuðu 90% til að spyrja Palme um þær. Bandarfskir og sovéskir hermenn hittast við Elbu 25. aprfl árið 1945. AP/Símamynd Frú Hess í Spandau Ilse Hess, kona Rudolfs Hess, fyrrum samstarfsmanns Adolfs Hitler, yfirgefur Spandau-fangelsið í Vestur-Berlin í gær. Frúin heimsótti mann sinn í fangelsið í tilefni 91 irs afmælis hans í gær. í fylgd hennar voru herra og frú Wolf-Rudiger Hess, sonur hennar og tengdadóttir. Perú: Garcia sjálf- kjörinn Lima, Perá, 26. aprfl. AP. FRAMBJÓÐANDI marxista I for- setakosningunum í Perú skýrði frá því í dag, að hann ætlaði ekki að taka þátt í síðari umferð kosn- inganna en þá átti að kjósa á milli hans og frambjóðanda jafnaðar- manna. Alan Garcia Perez, frambjóð- andi jafnaðarmanna, fékk nærri helming atkvæða í fyrri umferð- forseti inni en samkvæmt stjórnar- skránni verður forsetinn að hafa meirihluta kjósenda á bakvið sig. Þess vegna átti að kjósa aftur milli Garcia og Alfonso Barrant- es, frambjóðanda marxista, sem fékk næstflest atkvæði. I dag lýsti hann því yfir, að hann ætl- aði ekki að taka þátt í annarri umferð og að Garcia væri þar af leiðandi rétt kjörinn forseti. Átökin harðna í Suður-Líbanon Sidon, Líhanon, 26. aprfl. AP. PALESTÍNSKIR skæruliðar og vopnaðar sveitir annarra múhameðstrú- armanna fóru í dag inn í þorp sem kristnir menn höfðu yfirgefið og hafa þar með umkringt stærsta svæði kristinna manna í Suður-Líbanon. Utvarpsstöðvar kristinna manna sögðu að tugþúsundir hefðu flúið Jezzine, sem er 15 km fyrir austan Sidon og öflugt vígi kristinna manna. Antonie Lahd, herforingi kristinna manna, hót- aði i dag að hefja stórskotaliðs- árásir á Sidon ef múhameðstrú- armennirnir sæktu lengra fram. í Jezzine búa 20.000 manns og er borgin eins og eyja í hafinu, umkringd múhameðstrúar- mönnum á alla vegu. ísraelar fóru frá henni sl. miðvikudag og varð það til að auka ótta fólksins við að nýtt borgarastríð brytist út á milli trúflokkanna. MMffl m n 10 m AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Ðakkafoss 25. apr. City of Perth 1. mai Laxfoss 15. mai. Bakkafoss 15. mai NEW YORK Bakkafoss 26. apr. City of Perth 29. apr. Laxfoss 15. maí Bakkafoss 17.mai HALIFAX Bakkafoss 28. apr. Bakkafoss 20. mai BRETLAND/MEGINLAND IMMINGH AM Álafoss 5. mai Eyrartoss 12. maí Alafoss 19. mai FEUXSTOWE Eyrartoss 29. apr. Álafoss 6. maí Eyrartoss 13. mai Alafoss 20. mai ANTWERPEN Eyrarfoss 30. apr. Álafoss 7. maí Eyrartoss 14. maí Alafoss 21. mai. ROTTERDAM Eyrarfoss 1. maí Álafoss 8. mai Eyrarfoss 15. mai Álafoss 22. mai HAMBORG Eyrarfoss 2. maí Álafoss 9. mai Eyrarfoss 16. mai Álafoss 23. mai GARSTON Fjallfoss 6. mai LEIXOES Skeiðsfoss 15. mai BILBAO Skeiösfoss 16. maí NORÐURLÖND/• EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 26. apr. Reykjafoss 3. mai Skógafoss 10. mai Reykjafoss 17. maí KRISTIANSAND Skógafoss 29. apr. Reykjafoss 6. maí Skógafoss 13. mai. Reykjafoss 20. mai MOSS Skógafoss 29. apr. Reykjafoss 7. mai Skógafoss 13. maí Reykjafoss 21. mai HORSENS Skógatoss 1. mai Reykjafoss 29. maí Skógafoss 15. maí Reykjafoss 23. maí GAUTABORG Skógafoss 30. apr. Reykjafoss 6. mai Skógafoss 14. mai Reykjafoss 22. mai KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 2. maí Reykjafoss 10. mai Skógafoss 16. mai Reykjafoss 24. mai HELSINGBORG Skógafoss 3. maí Reykjafoss 10. maí Skógafoss 17. maí Reykjafoss 24. mai HELSINKI Lagarfoss 15. mai GDYNIA Lagarfoss 19. maí . ÞÖRSHÖFN Skógafoss 6. mai Reykjafoss 13. mai UMEÁ Lagarfoss 13. maí RIGA Lagarfoss 18. mai VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka fra REYKJAVIK alla manudaga fra ISAFIRÐI alla þnðjudaga fra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP ■f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.