Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 „SKritiS Q.S Cí(/|> SfeX &jrrV&Vtndi i/ihnuv/cífcervolar' þinir ííeppfc siaPn- um .»B"úr orfeinu -Prd.b9er. *' Nýi stjornarherrann er mjög nákvæmur við hverskonar eft- irlitt Með morgunkaffinu l?VW 35! Höfum við ekkert að lifa fyrir? — Nú hvað um skuldirnar i húsinu, bíllinn er ekki borgað- ur að fullu og pelsinn minn ekki hcldur! HÖGNI HREKKVfSI Ef innblástur á sér stað á annað borð, og ég efast ekki um að svo sé, hvaðan komnum lifendum annarra stjarna? segir bréfritari. Undiralda ljóðlistar Ingvar Agnarsson, Hábraut 4, Kóp., skrifar: Kliðmjúkir eru ómar ljóðsins, þegar skáldinu tekst að glæða það lífi, með ljóðstöfum þess og fag- urri hrynjandi. Hugljúfar eru þær tilfinningar, sem bæra á sér í brjósti manns við lestur og íhugun fagurs ljóðs. Þar sem saman fer list og mannvit rís ljóðið hæst. Gildi ljóðs liggur ekki í forminu einu eða í efni þess einu. Hagleik- ur og hugsun verður að fara sam- an, svo úr verði listræn heild. Mannvit, list og búningur fer ætíð saman í þeim ljóðum sem hæst rísa og lengst lifa. Búningur (form) ljóðs er ekki einskisverður, ef það á að ná áhrifum og festast í vitund manna. Heitar tilfinningar skálds eru aflvaki eða kraftur ljóðs hans. Án slíkra tilfinninga verður ljóð hans aflvana. Ljóð getur orðið aflvaki heillar þjóðar til dáða, sé skáldið og þjóð- in í andlegu sambandi hvort við annað. Sannur skáldskapur er æðri ættar. Enginn verður mikið skáld án þess að njóta utanaðkomandi áhrifa. Frá æðri uppsprettum lífsins berast þessi áhrif. Tungumál er tæki ljóðasmiðs- ins. Því fegurra og fullkomnara tungumál, því máttugra ljóð getur orðið til. íslenskan er fagurt og þróað tungumál og mun uppruna þess að leita til fullkomnara mannkyns á annarri stjörnu. Ef tunga okkar á að varðveitast og ljóðlistin að eflast, má sam- band okkar ekki rofna við aflsvæði þessara frænda okkar og vina annars hnattar. Því þaðan mun skáldinu berast lífsmáttur ljóðs- ins. Öll list er aðsend með nokkrum hætti og á upptök sín í æðri stöð- um tilverunnar. Enginn skyldi gera lítið úr þeim áhrifaþætti list- arinnar. Innblásið ljóð er „vökvan send frá lífsins æðsta brunni“, og getur átt fyrir höndum langlífi meðal þeirra, sem þess kunna að njóta. Því listrænt ljóð er gjöf frá guðun- um, gætt þeim lífsneista, sem lað- ar hug og sál í átt til ljóss og birtu æðri veralda. Hverjum var Jesús líkur? Tómas D. Björnsson, Bakkakoti skrifar: í lesendasíðum DV þann 3. febr. 1984 skrifar Ásdís Erlingsdóttir grein þar sem stendur m.a.: „ ... áð Jesús Kristur var líkur manni er menn byrgja fyrir andlit sín,“ Jesaja 53,3. Aldrei hef ég heyrt annað eins. Miklu fremur á Jesaja 53 við Job, sem er harmkvælamaður og kunn- ugur þjáningum og fyrirlitinn jafnvel af nánustu vinum sínum; líkur manni, sem menn forðuðust, hrjáður og kramin. „Og vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá og seðjast af þekkingu sinni og mun fá að líta afsprengi og lifa langa æfi,“ eins og stendur einnig í Jobsbók 42, 12-17. Hvaðan kemur sú kenning að Jesús væri „líkur manni er menn byrgja fyrir andlit sín“? Segja öll ekki guðspjöllin frá því hvemig Jesús var eltur á röndum af fólki hvert sem hann fór og hvar sem hann sýndi sig? (Jóh. 6,2 og 10. 22-23, 40-42 og 11,56 og 12, 12-13, 17-19 og 18, 19-20, svo eitthvað sé nefnt.) Jafnvel af and- legum leiðtogum síns tíma — far- íseum, lögvitringum, fræði- mönnum, æðstu prestum — til þess að þeir gætu ásakað hann fyrir villitrú og fyrir að leiða lýð- inn afvega með kenningum sínum (Jóh. 10, 31—39 og Lúkas 23, 13-14). Var þessi ungi, myndarlegi og hrausti sonur hennar Maríu „hvorki fagur né glæsilegur, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum“? Eins og guðsspjöllin segja okkur frá, hlýtur hann að hafa verið eftirlætisbarn foreldra sinna og að öllum líkindum átt hamingjusamt líf í skjóli fjöl- skyldunnar þangað til hann fór að heiman til þess að predika. Og augljóst er að ekki fyrren á síð- asta degi ævi sinnar þurfti hann að þola bæði þjáningar og hörm- ungar — þegar klerkaveldið og landshöfðingjar voru loksins bún- ir að dæma hann fyrir villitrú og guðlast til þess að krossfesta hann (Matteus 21, 33-39 og 23, 33-35 og Lúkas 24,18—20). Að lokum þetta: Jesús kenndi að allir þeir sem á hann trúa séu bræður og systur. Er þá hægt að kalla bróður sinn (systur sína) „herra“ eða „faðir“ eða „séra“? (rabbi, monsignor, Hochwurden, your Eminence, Heilagi Faðir o.s.frv.). Ennfremur sagði hann: „En þér skuluð eigi láta kalla yður rabbi, því að einn er yður meistari — manns soninn — en þér allir eruð bræður. Og þér skuluð eigi kalla neinn prest föður yðar á jörðunni; því að einn er faðir yðar, hann sem er á himnum og hann einn er heilagur. Eigi skuluð þér heldur láta yður leiðtoga kalla, því að einn er leiðtogi yðar — Kristur (hinn smurði). Hver sá, sem upp hefur sjálfan sig, mun niðurlægj- ast. Þér eruð mennirnir, sem rétt- lætið sjálfa yður í augsýn manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því að það sem er hátt meðal manna (biskup, erkibiskup, kardínál, páfi) er viðurstyggð í augsýn Guðs.“ (Matteus 23, 5—12 og Lúk- as 16,15.) Meira má lesa um klerkana í Matteusi 23. Þar stendur sannleik- urinn um þá. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.