Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 IÆM RBLAKAN FRI MSYM) HJA ISLENSKl OPERUNNI I KVOLD „Gáskafull óperetta sem stjórnast af kampavíni“ — segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri um óperettuna Leðurblökuna Leðurbiakan eftir Johann Strauss verður frumsýnd hjá íslensku óperunni í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Leðurblakan er sett upp hér á landi en fyrst var hún sýnd 1952 og í annað skipti 1973, báðar uppfærslurnar voru í Þjóðleikhúsinu. „Leðurblakan er hátt á óskalistanum hjá íslenskum óperuunnendum og það er meðal annars ástæðan fyrir því að við tökum hana til sýn- inga nú,“ sagði Garðar Cortes í samtali við blm. „Við byggj- um okkar starfsemi á aðsókn fyrst og fremst því við fáum ekki mikla styrki frá því opinbera, þess vegna verðum við að hafa í huga að taka verk sem fólk þekkir þegar við velj- um verkefni. Þetta er mjög létt og skemmtileg óperetta og í henni eru mjög þekkt stef. Þetta er toppstykki og er flutt í flestum stóru óperuhúsunum reglulega,“ sagði Garðar ennfremur. Með helstu hlutverk í upp- færslu íslensku óperunnar að þessu sinni fara þau ólöf Kolbrún Harðardóttir sem syngur hlutverk Rósalindu, Sigurður Björnsson sem fer með hlutverk Eisensteins, Guðmundur Jónsson syngur Falke, með önnur stór hlut- verk fara Ásrún Davíðsdóttir, Sigríður Gröndal, John Speight, Júlíus Vífill Ingvars- son, Elísabet Waage og Hrönn Hafliðadóttir. Auk þess fara tveir leikarar með hlutverk í óperettunni, þeir Guðmundur Ólafsson og Eggert Þorleifs- son. Hljómsveitarstjóri er Gherard Deckert, hann kemur hingað frá ríkisóperunni í Vínarborg, hann mun stjórna á fyrstu þrem sýningunum en síðan tekur Garðar Cortes við stjórninni. Þórhildur Þorleifs- dóttir er leikstjóri og leik- mynd og búninga gerði Una Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri Hhiti veislugesU hjá Orlofskí. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, í hlutverki Falke í Leðurblökunni, en hann hefur faríð með það hlutverk f öllum þremur uppferslum i Leðurblök- unni hér i landi. Collins, sem oft áður hefur starfað fyrir Islensku óperuna. „Þetta er í þriðja skipti sem ég syng hlutverk Falkes, ég hlýt að vera orðinn of gamall í þetta,“ varð Guðmundi Jóns- syni að orði þegar blm. talaði við hann en hann söng einmitt sama hlutverk í báðum upp- færslum Þjóðleikhússins á Leðurblökunni. „Það er óskaplega gaman að syngja í þessari óperu, hún er svo létt og skemmtileg. Ég get ekki borið þessar sýningar saman því því er nú einu sinni þannig farið að þegar sýningum er lokið þá eru þær að mestu gleymdar." „Byggir á léttúðugri Iífsskoðun“ Þórhildur Þorleifsdóttir, „FULL AF LIFI OG GLEÐI“ — segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona „AÐ FARA með hlutverk Rósalindu gerir ekki síðri kröfur til manns en önnur sem ég hef farið með í óper- unni,“ sagði Ólöf Kolbrún Harðardóttir um sitt nýjasta hlutverk á fjölum Gamla bíós. „Þetta er mjög ólíkt þeim hlut- verkum sem ég hef farið með hingað til, en ég hef mikið sungið Ólöf Kolbrún Harðardóttir í hlut- verki Rósalindu i sviðinu í Gamla bíói. Á myndinni eru einnig Júlíus Vífill Ingvarsson t.v. og John Speight t.h. dramatísk hlutverk, það var að vissu leyti dálítið erfitt að breyta um stíl. Þetta er mjög mikið leik- hlutverk og uppsetningin hjá Þórhildi er mjög hröð. Auðvitað höfum við ekki mikla þjálfun í að meðhöndla talaðan texta eins og þyrfti en vonandi kemur það ekki að sök. Þetta er mjög skemmti- legt, enda er tónlistin yndisleg og full af lífi og gleöi". — Er þetta hlutverk kannski auðveldara en önnur sem þú hef- ur fengist við? „Gagnvart hverju hlutverki verður maður að gera ýtrustu kröfur til sín, og það gildir jafnt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.