Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 plinrgmi! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Framkvæmda- stofnun hverfur Eftir að viðreisnarstjórnin hvarf frá völdum 1971 og vinstri stjórn var mynduð und- ir forsæti Framsóknarflokks- ins þótti vinstri mönnum það merkast hjá hinni nýju stjórn, að hún ætlaði að taka upp áætlanabúskap og í því skyni var Framkvæmdastofnun ríkisins komið á fót. Yfirstjóm stofnunarinnar var með þeim hætti, að forstjórar voru þrír, einn frá hverjum stjórnar- flokkanna, og fengu þeir fljót- lega heitið „kommissarar", sem notað er í kommúnistaríkjum um þá er starfa fyrir flokkinn og sjá til þess að gangur þjóð- félagsins sé í einu og öllu í samræmi við vilja hans. Sjálfstæðismenn lýstu strax andstöðu sinni við Fram- kvæmdastofnun ríkisins og hétu því að leggja hana niður þegar þeir tækju næst sæti í ríkisstjórn. Af því varð þó ekki í stjórnartíð sjálfstæðismanna 1974 til 1978. Á þeim árum voru völd stofnunarinnar á hinn bóginn takmörkuð. Um starf hennar urðu töluverðar umræður í Sjálfstæðisflokkn- um og töldu margir að það væri ríkisstjórn flokksins lítt til sóma, að leyfa stofnuninni að starfa áfram. í hugum margra hefur hún orðið tákn of mikilla afskipta stjórnmálamanna af atvinnulífinu, einskonar vinnu- stofa þingmannanna í stjórn hennar, þar sem þeim gefst færi á að reisa sér minnisvarða fyrir skattfé almennings. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Framsóknar- flokksins, hefur nú lagt fram þrjú frumvörp til laga, sem fela það i sér að Framkvæmda- stofnun ríkisins hverfur, að nafninu til að minnsta kosti, svo að ekki sé meira sagt, fyrr en reynir á hin nýju frumvörp i framkvæmd. Samkomulag um þessa breytingu tókst á síðasta sumri og var kynnt í byrjun september 1984. í stefnuræðu sinni hinn 22. nóvember síð- astliðinn vék Steingrímur Her- mannsson að þessu máli og gat þá um stofnun þróunarfélags sem yrði „arftaki Fram- kvæmdastofnunar ríkisins" og yrði sérstakt frtlrtivarp um það flutt „fljótlega" á Alþingi. Nú er sem sé loks komið fram frumvarp um þetta félag, sem á að vera sameign ríkisins og einkaaðila. Byggðadeild og Byggðasjóður Framkvæmda- stofnunar breytast í Byggða- stofnun og Framkvæmdasjóð- ur íslands verður endurreistur. Náið verður fylgst með því, hvort þessi frumvörp ná fram að ganga á því þingi sem nú situr. Yfirlýsingar stjórnar- flokkanna um þessi mál hafa verið svo margendurteknar, að frumvörpin ættu ekki að koma neinum þingmanni í opna skjöldu. Framkvæmdastofnun ríkisins fór illa af stað og náði sér aldrei eftir að hafa fengið orð á sig sem pólitísk fyrir- greiðslustofnun. Miklu skiptir að betur sé staðið að fram- kvæmd mála eftir að stofnunin er horfin úr stjórnkerfinu og verkefnin hafa verið falin öðr- um. Mikið fylgi hjá ungu fólki Hvað sem öðru líður er ljóst, að sveitarstjórnar- kosningar verða eftir rúmt ár, í maí 1986. Þá gengur í gildi sú breyting, að kosningaaldur lækkar í 18 ár. í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum munu því kjósa í fyrsta skipti sex nýir árgangar. Stjórnmála- menn eiga því eftir að huga sérstaklega að þessu unga fólki á næstu mánuðum. Á sumardaginn fyrsta var sagt frá tveimur skoðanakönn- unum hér í blaðinu, þar sem sérstaklega var leitað álits ungs fólks á stjórnmálaflokk- unum og það spurt, hverjum það vildi leggja lið sitt. Annars vegar var þetta gert í könnun á vegum Helgarpóstsins og hins vegar innan Menntaskólans í Reykjavík á vegum félags- fræðinema þar. Hvort heldur rætt er við skólanemendur sérstaklega eða við ungt fólk almennt er niðurstaðan hin sama: Sjálfstæðisflokkurinn er í fararbroddi og nýtur mests fylgis: 49,35% í MR og 47,8% í Helgarpóstinum. Þetta er athyglisverð niður- staða en í samræmi við það sem er að gerast í löndunum allt í kringum okkur, að ungt fólk vill stuðla að framgangi þeirra stjórnmálaafla sem berjast fyrir frelsi einstakl- ingsins til að takast á við verk- efni líðandi stundar og fram- tíðarinnar án þess að vera íþyngt með opinberri afskipta- semi. Fyrir Sjálfstæðisflokk- inn skiptir mestu að bregðast ekki þeim vonum sem unga fólkið bindur við hann og sj álfstæðisstefnuna. iöaísDsö odd£D Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 284. þáttur Víkingur Guðmundsson á Akureyri skrifar mér langt bréf og skorinort sem stundum fyrr. Víkingur hefur næma málkennd og mikinn metnað vegna móðurmáls síns. Hann er ófeiminn við að gagnrýna það sem honum þykir miður fara í máli mínu og annarra. Ég birti bréf hans með þakk- læti og læt síðan einhverjar athugasemdir fylgja: „Kæri Gísli. Heill og sæll og þakka þér alla þættina. Eg var byrjaður að skrifa þér fyrir löngu síðan, en lenti svo á spítala, og það hefur taf- ist að ljúka bréfinu. En nú er eg kominn á fætur. Áður fyrr var fólk, sem legið hafði veikt en skriðið saman, boðið vel- komið á fætur. Nú hefur Jón Múli stolið þessari hlýlegu kveðju svo ósmekklega frá okkur og býður alla landsmenn velkomna á fætur á hverjum morgni. Nú býður enginn sjúkling velkominn á fætur Og það er fleira að. Mér liggur margt á hjarta varðandi ís- lenska tungu. Eg er stundum hræddur um hana. En þegar eg heyri ómenntað fólk tala af öryggi þróttmikið, fagurt og ómengað mál, fyllist eg bjart- sýni. Svo fer eg að hlusta á útvarp og sjónvarp og þá fer eg að örvænta. Þar koma fram menn sem tala af ótrúlegu ör- yggi meingallaða íslensku. ★ Eg er ekki málvísindamaður og eg er á móti vísindalegu málfari. Tungan, sem við töl- um, á að vera alþýðleg, auð- skilin og auðlærð. Málvísinda- menn eiga að skera úr um rétt og rangt mál og mega ekki bregðast þar. Mér finnst of oft vera vöflur á þeim, þegar skera á úr um rétt og rangt málfar. Og stundum gætir söfnunarsóttar. Kemur mér þá í hug orðaleppurinn valkostur. Eg heyrði hann fyrst úr munni fyrrv. fjármálaráðherra. Svo þvældist hann á milli þing- manna og er nú kominn inn í nýja útgáfu af orðabók Árna Böðvarssonar. Nú glymur hann í auglýsingum. Það verð- ur gaman að nota sögnina af þessu orði. Valkjósa. Háleit ís- lenska það. Eg held að slang- uryrðabókin hefði hentað þessu orði betur. ★ Einn fyrsti kennari minn í æsku var Brynjólfur Sig- tryggsson sem lengi bjó í Krossanesi við Akureyri. Hann var góður kennari. Hann hafði lag á að gera stór mál viðráðanleg með því að ein- falda þau. Hann flutti mál sitt þannig að við gátum ekki ann- að en setið steinþegjandi og hlustað. Þó voru allir aldurs- hópar í einni stofu. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „íslensk tunga byggist á heilbrigðri hugsun. Orðið þið það, sem þið ætlið að segja, á sem flesta vegu og veltið þið fyrir ykkur hverri setningu. Skiptið um orð og raðið þeim á ýmsa vegu, þá öðíist þið málkennd. Hvert orð, sem má sleppa, gerir setn- inguna áhrifameiri." Svo var ræðan ekki lengri í það skiptið, en farið að vinna út frá henni. Svo sagði hann: „Lesið þið ljóð.“ Þá var atómið óþekkt. Þetta var gott veganesti. ★ Eg er illa að mér í málfræði, en eg tel mig hafa allnæma málkennd. Ef eg er í vafa, prófa eg mig áfram með því að skipta um orð f setningunni, t.d. setja inn fornöfn í stað nafnorða. í 269. þætti þínum um ís- lenskt mál stendur í 3. máls- grein: „Mér sýnist ljóst af þessu að fyrirtæki er hug- myndarheiti o.s.frv." Eg er ekki ánægður með þetta. í setningunni er ekki fullyrðing. Ef hún væri svona: það er Ijóst af þessu að fyrirtæki er hug- myndarheiti, væri hún rétt. En með „mér sýnist" vil eg hafa sé. Þú ert ekki einn um þetta. Tveim dögum eftir að þessi þáttur birtist heyrði eg í há- degisútvarpinu: „Þeir munu kanna hvort grundvöllur er fyrir viðræðum." Ennfremur sendi eg úrklippu úr Morgun- blaðinu. [í klippunni segir: „Úrslit skoðanakönnunar sem birt var í dag bendir til þess að mikill meirihluti Nýsjálend- inga er hlynntur varnarbanda- lagi við Ástralíu og Bandarík- in, en er að sama skapi and- snúinn því að bandarískum herskipum sem bera kjarn- orkuvopn verði leyft að leggja að nýsjálenskum bryggjum."] ★ Eg tel að málvillur séu bráð- smitandi. Bendi eg þar á hinn alræmda fallarugling sem varla verður leiðréttur héðan af. Ekki síst ef rétt er að kenn- arar segi að jafnrétt sé að segja: Eg hlakka og mig hlakk- ar, mig langar og mér langar, eg þori það ekki og eg þori því ekki. Það talar enginn með mál- fræðireglur í huga meðan hann talar. En menn læra málið og tala það eins og þeir hafa lært það. Því er mikil- vægt að laga það, meðan það er í mótun. Islensk tunga lýtur vissum lögmálum sem ekki er hægt að brjóta, nema það komi falskur tónn. Orð, sem tekin eru úr öðrum málum og laga sig ekki að íslenskunni, verða ávallt hornreka. Það er stöð- ugt verið að leita að öðrum. Mér kemur í hug, þegar dóttir mín þriggja ára spurði, þegar hún sá stóran fólksflutninga- bíl: „Er þetta strætó eða er þetta hrúta?" Rúta er það óís- lenskulegt orð að jafnvel barn, sem er að læra að tala, hafnar því. Hrúta er rammíslenskt orð og getur vel gengið fyrir rútu. Raunar tel eg að það hafi bjargað íslenskunni hvað danskan féll illa að henni. Enn er þó sá ljóður á málfari margra íslendinga að slá um sig með erlendum orðum. Verst er þó, þegar erlend orð og erlent orðafar er notað sem íslenskt. Dettur mér þá í hug orðið farvatn. Eg heyrði það fyrst úr munni eins af ráð- herrunum. „Það er ýmislegt í farvatninu." Fréttamaður spurði: „Hvað er í farvatninu?" Og eitthvað var forseti Norð- urlandaráðs með í farvatninu um daginn. Þetta er notað um eitthvað sem er framundan. Orðið þýðir kjalsog. Mér datt í hug að ekki væri að undra, þótt þjóðarskútunni miðaði hægt, þegar kjalsogið væri framundan. Farvatn er danskt orð, oft notað myndrænt. Þeg- ar bátur flýtur eftir síki, myndast kjalsog sem ýmislegt smálegt getur flotið með í. Það gæti því merkt smámál sem fljóta með öðrum stærri. En smámál á hinum Norðurlönd- unum geta náttúrlega verið stórmál á íslandi. En það er ekkert íslenskt við þetta orð. „I gegnum tíðina." Nóbels- verðlaunasetning. Sýningin opnar... Verslunin opnar... Listamaðurinn opnar sýn- ingu... Nú er hætt að sýna okkur hlutina. Það er svo sem enginn dreifbýlisbragur á þeim þarna fyrir sunnan. Eða: „Við gerum kjúklinga." (Augl. úr sjónvarpi). Hliðstæða: „Böm gera í buxurnar. Hverju er verið að tæpa á?“ ★ Framhald þessa mikla bréfs birtist í næsta þætti, væntan- lega með einhverjum athuga- semdum umsjónarmanns. Ásgrímsmynd slegin á 320 þúsund krónur Frá fréturiura Mbl. i Jónshúni, KnupmannAhöfn. í DAG var haldið uppboð á málverkum og höggniyndum hjá „Kunsthallen". Voru þar m.a. boðin upp málverk eftir fimm íslenska listamenn, en alls eru tuttumi verk eftir tíu listamenn i þessu uppboði „Listahallarinnar", sem stend- ur I þrjá daga. Mikið fjölmenni var f uppboðs- salnum um hádegi í dag og djarflega boðið i sum verkin en ótrúlega lágt 1 önnur. Má nefna að járn-skúlptúr eftir Robert Jakobsen fór á 120 þús- und danskar krónur. Dýrustu mál- verkin voru að sjálfsögðu eftir Asger Jorn og ver hið dýrasta slegið á 820 þúsund danskar eða rúmar 3 millj- ónir isl. kr. og annað Jern-málverk seldist á 620 þúsund danskar. Islensku málverkin voru öll mjög eiguleg en verðið auðvitað mismun- andi eftir nöfnum listamannanna. Fyrst var boðin upp lítil blómamynd Magnúsar Árnasonar, sem metin var á 10 þúsund krónur danskar, en sleg- ib ð 3.600. Þá köttl Þingvallamyrtd Jóns Kngilberts, þar sem Skjald- breiður er fyrir miðri mynd, og seld- ist hún á 2.700 danskar. Næst var fallegt málverk Eggerts Guðmunds- sonar af hamrabelti og fjalllendi, sem fór á 2.800 krónur danskar. Fjórða málverkið var eftir Svavar Guðnason og fengust 12.000 krónur danskar fyrir það, en Svavar er mjög þekktur í Danmörku. Að lokum komu svo fjögur mál- verk Ásgrims Jónssonar, en lit- myndir af þeim öllum prýða sýn- ingarskrána. Þrjú þeirra voru slegin undir matsverði, þannig að t.d. stærsta málverkið (76 x 95) sem met- ið var á eitt hundrað þúsund krónur danskar fór á 86 þúsund, sem eru dttt 320 þús. íslénskar kr. Vaf það Þing- vallamynd. En minnsta málverkið (25 x 36), „Rauðafjall“, hækkaði um rúmar 5 þúsund krónur og var slegið Guðmundi Axelssyni i Klausturhól- um á krónur 20.500 danskar. Munu Klausturhólar hafa fest kaup á tveim málverkum eftir aðra islenska listamenn, en i hin buðu danskir að- ilar. G.L Ásg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.