Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1885 Bókun um afnám dauðarefsingar — undirrituð af íslands hálfu hjá Evrópuráðinu í gær Njósnafiugvöllur í Nicaragua? Bandaríska varnarmálaráAuneytið lét birta þessa mynd fyrir nokkrum dögum. Hún sýnir flugvöll, sem verid er að koma upp við Punta Huete nærri Managua, höfuðborg Nicaragua. Með aðgangi að þessum flugvelli og öðrum hernaðarmannvirkjum sem eru í smíðum í Nicaragua, munu Sovétríkin eiga miklu auðveldara með en áður að safna hernaðarupplýsingum um Bandaríkin og önnur lönd í Vesturheimi. Forseti hæstaréttar Afganistans flúinn land: jcu lucsuticiuti mganiðuuið íiuiuii muu. Ikýrir frá pyntingum Sovét- lanna og mútustarfsemi Oelhí, 2«. aprfl. AP. Nýju Delhí, 2«. aprfl. AP. MOHAMMAD Yusof Azim, forseti Hæstaréttar Afganistans, flúði land og kom til Nýju Delhí á Indlandi fyrir tveimur mánuðum, ásamt konu sinni og fjórum börnum þeirra. Hann skýrði frá flótta sínum á fundi með blaðamönnum í dag og kvað líf sitt hafa verið í hættu vegna stuðnings sem hann hefði veitt andstæðingum leppstjórnar Sovétmanna í Kabúl. StraHHbourg, 24. aprfl. í DAG var af hálfu íslands undir- rituð í Strassbourg viðbótarbókun við mannréttindasáttmála Evrópu um afnám dauðarefsingar. Sam- kvæmt þessari bókun er staðfest grundvallarreglan um afnám dauðarefsingar, en til þess að ger- ast aðili að þessari bókun, verður viðkomandi ríki að nema þessa refsingu úr lögum hjá sér. Hundur í afbrýö- iskasti drap barn lAindúnum, 24. aprfl. AP. ENSKUR dýralæknir, Russel Williams, hefur hvatt hundaeig- endur til að athuga sinn gang ef fjölgun verður í fjölskyldunni. Benti hann á atvik frá því í byrj- un ársins, er hundurinn Jock beit til bana 3 vikna gamalt barn eigenda sinna á heimili móður- ömmunnar í Fulham í Lundún- um. „Hundar og fleiri dýr búa yfír ýms'jm mannlegum eigin- leikum og einn þeirra er afbrýði- semi,“ sagði Williams. Jock mun ávallt hafa verið blíðlyndur og hændur að eig- endum sínum svo af bar. Það varð því uppi fótur og fit er hann réðst á barnið. Rannsókn leiddi í ljós að hundurinn hafði verið látinn algerlega afskipt- ur eftir að barnið kom í heim- inn, en fram að því hafði hann notið ástar og umönnunar eig- enda sinna. Williams sagði: „Dýr hafa sínar tilfinningar og þó það sé einstaklingsbundið hversu nærri sér þau taka áföllin þá er þetta ágætt dæmi til að taka til athugunar. Hunda verður að meðhöndla varfærnislega meðan þeir venjast hinum nýja fjölskyldu- meðlimi og þeir þurfa meiri at- hygli en venjulega meðan þeir eru að ná áttum og gera sér grein fyrir því að framvegis fái fleiri athygli en þeir einir. Það er nauðaeinfalt mál að kenna hundinum um allt saman, en sannast sagna er þetta þó á ábyrgð eigandans sem má ekki bregðast skyldu sinni í umönn- un hundsins. Skylda til þess að afnema dauðarefsingu er hins vegar takmörkuð við friðartíma. Þess vegna geta ríki gerzt aðilar að þessari bókun, ef lög þeirra gera fyrirvara varðandi dauðarefs- ingu, að því er varðar verknaði, sem framdir eru á stríðstímum eða þegar strið er yfirvofandi. Bókun þessi felur í sér fyrsta ákvæðið í alþjóðalögum um að gera afnám dauðarefsingar að lagaskyldu fyrir aðildarríki. Til þessa hefur aðeins verið skír- skotað til dauðarefsingar í texta fáeinna alþjóðasamninga, svo sem alþjóðasamþykktarinnar um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu með sér 1966. Þorleifur Thorlacius, sendi- herra íslands hjá Evrópuráðinu, undirritaði þessa bókun að við- stöddum Marcelino Oreja, fram- kvæmdastjóra ráðsins. ERLENT Azim, sem er 45 ára að aldri, sagði að leyniþjónusta Afganist- an hefði ætlað að ráða sig af dögum, eftir að hún komst að því, að hann hefði með leynd vakið athygli nokkurra andófs- manna á því, að nöfn þeirra væru á lista leyniþjónustunnar. „Ég vildi búa í Afganistan vegna þess að ég ann landi mínu og vildi aðstoða þá sem berjast gegn Sovétmönnum," sagði Az- im. „Ég gat ekki verið þar lengur eftir að mér varð ljóst að ég var i lífshættu.“ Hann sagði að stjórn Babrak Karmals hefði verið farin að draga trúmennsku sína í efa, vegna þess að hann hefði reynt að beita áhrifum sínum til að milda dóma, sem kveðnir höfðu verið upp fyrir herdómstólum, og koma í veg fyrir opinbera upptöku eigna fólks. Azim skýrði frá því, að sér virtist sem þeir menn sem komið hefðu fyrir herdómstólana í Afg- anistan hefðu verið beittir al- varlegum pyntingum af Sovét- mönnum, sem yfirheyrðu þá. „Spilling er víðtæk í Afganist- an,“ sagði Azim. „Menn komast ekkert áfram nema með því að múta starfsmönnum leyniþjón- ustunnar. Þeir eru valdamestu menn í landinu. Fólk þarf jafn- vel að greiða þeim undir borðið til að geta skipt um atvinnu." Sjálfur fékk Azim vegabréfsárit- un stjórnarerindreka til Ind- lands, eftir að hafa greitt leyni- þjónustumanni mútufé. 1. Verðið á LADA LUX er aðeins 273 þúsund krónur. Greiðsluskilmálar eru hagstæðir. 2. Ársábyrgð er á öllum hlutum LADA LUX bifreioarmnar. 3. Sex ára ryðvarnarábyrgð er innifalin í verð- inu, sé öllum skilmálum ryðvarnar framfylgt af hálfu eiganda. 4. Ábyrgðarskoðun fer fram á LADA LUX, kaupendum að kostnaðarlausu eftir 2000 og 5000 km akstur. 5. Varahlutaþjónusta við LADA eigendur er af opinberum aðilum talin ein su besta hér- lendis. Mikið úrval alls konar aukahluta fáanlegt á hagstæðu verði. 6. LADA LUX er afhentur kaupendum með sólarhrings fyrirvara. 7. Eldri gerðir LADA bifreiða eru teknar á sanngjórnu verði sem greiðsla upp í verð nýja Dílsins. VERÐSKRÁ15/4 85 LADA 1200 199.500 137.000* LADA 1200 station 217.800 151.200* LADA 1500 station 238.900 160.100* LADASafír 223.400 152.800* LADA Sport 408.700 304.500* LADALUX 273.000 184.500* • Mrð tollaeftirgjof | BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SÓLUDEILD: 31236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.