Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985
45
Reyðarfjörður:
Rúmfastir af sólbruna
Keyöarfirði, 24. aprfl.
JÖKULFELL, hið nýja skip Sam-
bandsins, kom í fyrsta skipti til
heimahafnar hér síðdegis í gær.
Nemendur grunnskólans voru
boðnir um borð til að skoða skipið
milli sex og sjö og var þeim boðið
upp á gosdrykki og sælgæti.
Klukkan átta var svo tekið á
móti öðrum gestum um borð,
verkafólki frystihúss Kaupfélags
Héraðsbúa og fyrirmðnnum af
stöðunum hér í kring. Þorsteinn
Sveinsson, kaupfélagsstjóri, bauð
..
skip og áhöfn velkomin og færði
skipinu málverk af Reyðarfirði
eftir Ragnar Pál. Þá ávarpaði
Sigfús Guðlaugsson oddviti
áhöfnina og færði henni að gjöf
nýju ensk-íslensku orðabókina
frá Erni og Örlygi. Heiðar Krist-
insson, skipstjóri, þakkaði góðar
gjafir og lýsti skipinu fyrir gest-
um, sem boðið var upp á öllu fjöl-
breyttari veitingar en grunn-
skólanemunum.
Þegar Jökulfell fór héðan á
miðnætti hafði verið skipað um
borð 800 kössum af freðfiski, sem
eiga að fara til Bandaríkjanna.
Þótt kalt sé hér í dag í sólskin-
inu hefur veður verið guðdómlegt
að undanförnu. Um síðustu helgi
var til dæmis 14 stiga hiti og
flykktist fólk þá á skíði í
Oddsskarð. Ekki áttuðu sig allir á
því hve sólskinið var sterkt með
þeim afleiðingum að margir lögð-
ust í rúmið með brunasár af sól-
inni.
Togarinn Snæfugl sigldi inn
um hádegið með rúmlega hundr-
að tonn eftir tíu daga veiðiferð.
— Gréta.
Kalevala-kvöld
í Norræna húsinu
í dag, laugardaginn 27. apríl kl. 20.30, efnir Reykja-
víkurdeild Norræna félagsins í samvinnu viö Norræna
húsiö til Kalevala-kvölds í Norræna húsinu.
Dagskrá:
1. Kvöldvakan sett; Haraldur Ólafsson, alþm. og
stjórnarmaöur í NF-Reykjavík.
2. Ávarp; Knut Odegárd, forstjóri Norræna hússins.
3. Kalevala; Siguröur A. Magnússon flytur erindi.
4. Upplestur; Karl Guömundsson, leikari, les úr þýö-
ingum Karls ísfeld úr Kalevala.
Hallfreöur Örn Eiríksson flytur formálsorö.
5. Ljóðasöngur; finnski sönghópurinn Nelipolviset
syngur.
6. Ferðir Lönnrots; Kaivola-Bregenhoj flytur fyrirlest-
ur og sýnir litskyggnur.
Aögangur er ókeypis og öllum heimill.
Ert þú
umsjónarmaður sparibauksins á vinnustaðnum,
fjárhaldsmaður, fjármálastjóri, sparifjáreigandi,
eða þarft þú að varðveita fé á góðan og öruggan hátt?
Við gerum þér sérstakt tdboð:
Reynist meðalinnstæða á Bónusreikningi, á árinu 1985, 500.000 kr. eða hærri
verður 2% Vaxtabónus lagður við þann Bónusreikning.
Vaxtabónus reiknast af samanlögðum áunnum verðbótum og vöxtum á árinu 1985
og verður lagður við þá Bónusreikninga, sem uppfylla ofangreind skilyrði,
þann 20. jan. 1986.
Tilboðið gildir fyrir alla þá sem eiga nú fé á Bónusreikningi eða stofna Bónusreikning
fyrir 15. maí nk.
Ársávöxtun á Bónusreikningi
jan. - mars 1985 var =
Með Vaxtabónus
hefði hún orðið =
lónaðarbankinn