Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 bandarískt líftaeknifyrirtæki. Þróunarfyrirtækið breytti fljótt um taktík, þ.e. hætt var að leita að alls konar ensímum og auðkenn- ingu þeirra, sneri blaðinu við og bauð ensímiðnaðinum aðstoð við leit að ákveðnum vel skilgreindum ensímum, sem störfuðu best við mjög hátt hitastig (75—100°C). Nýsjálendingar hafa markað stefnu í þessum málum, sem krist- allast í eftirfarandi setningu: „What centres of excellence do we have and how can we collaborate with others to maximise their commercial potential?" Það eru nokkur atriði, sem skera sig úr, þegar uppbygging þessara fjögurra fyrirtækja er brotin til mergjar: — Stjórnvöld styðja dyggilega við bakið á þessum fyrirtækjum, bæði með beinni aðild auk þess sem stjórnvöld hafa undirbúið jarðveginn með reglugerðum, sem eru þessari starfsemi nauðsynleg. — Háskólar eru í mörgum tilvik- um stórir hluthafar. Vísinda- menn þessara stofnana verða þá sjálfkrafa starfsmenn fyrir- tækisins, auk þess sem tryggt er að fullkomin rannsókna- aðstaða sé fyrir hendi. — Mörg stórfyrirtæki og bankar sjá þarna tækifæri til fjárfest- ingar og þar sem stórfyrirtæk- in eiga í hlut eygja þau mögu- leika á því að vera með og hafa stefnumarkandi áhrif á starf- semina, án þess að þurfa sjálf að fjárfesta í þeim gífurlega stofnkostnaði, sem er því sam- fara að koma upp fullkominni eigin rannsóknaaðstöðu. 4. Nýjungar í aðferðafrædi og heilsugæslu. leiðslu sína að mestu á erfðatækn- inni. Þessi fyrirtæki hafa nú þegar haslað sér völl í heilbrigðisgeiran- um. Ekki er ástæða til að tiunda velgengni þeirra frekar hér. En lítum nú á fjögur nýstofnuð líftæknifyrirtæki, þrjú frá Bret- landseyjum og eitt frá Nýja-Sjá- landi. Þessi fyrirtæki eru mismun- andi að uppbyggingu, en það er þeim öllum sameiginlegt, að þau eru ný af nálinni og byggja starf- semi sína á öflugri rannsókna- starfsemi háskólamanna heima fyrir. Celltech Ltd. Þegar þessu fyrirtæki var fyrst komið á fót var hlutverk þess að vinsa úr góðar hugmyndir frá þeim aðilum, sem sóttu um og fengu styrk frá læknavísinda- sjóðnum (Medical Research Council). Upphaflega var eign- arhluti ríkisins um 60—70%. Fyrirkomulag fyrirtækisins gerði það að verkum að ríkið hlaut að ■ verða stærsti eigandinn til að tryggja reksturinn, en í byrjun starfaði Celltech sem einhvers konar milliliður á milli grunn- rannsókna og vöruþróunar. Fyrir- tækið hefur hins vegar smá saman yfirtekið þessi hlutverk og mjög virk rannsókna- og þróunarstarf- semi fer nú fram á vegum fyrir- tækisins og árið 1983 setti fyrir- tækið sína fyrstu framleiðslu á markað. í lok árs 1983 voru 112 manns í vinnu hjá fyrirtækinu, þar af 71 með háskólagráðu (41 með doktorspróf í ýmsum grein- um). Ríkið minnkaði líka hlutdeild sina eftir því sem fyrirtækinu óx fiskur um hrygg. Institute of Biotechno- logical Studies Þrír háskólar í Englandi, þ.e. Polytechnic of Central London, Háskólinn í Kent og Lundúna- háskóli, stofnuðu saman fyrir- tæki. Rannsóknir eru studdar af fjórum stórfyrirtækjum: Unilever, Shell, Glaxo og May & Baker, auk þess sem til kemur fjárstuðningur DTI. Sett hefur verið upp fimm ára rannsóknaprógramm, en fyrirtækin fjögur hafa einkaleyfi á því, sem hugsanlega kann að koma út úr þeim rannsóknum. • Bioscot Ltd. Þetta fyrirtæki er skoskt og var stofnað 1983. Það eru tveir háskól- ar í Edinborg, sem eru kjarninn í þessu nýja fyrirtæki, Edinborg- arháskóli og Heriot-Watt-háskól- inn. Háskólarnir eiga hvor um sig 30%, en aðrir eigendur eru Þróun- arfélag Skotlands (Scottish Devel- opment Agency), sem á 30%, og British Linen Bank, sem á 10%. Uppbygging fyrirtækisins er nokkuð óvenjuleg. Fimm hópar vísindamanna við háskólana tvo mynda kjarnann í fyrirtækinu. Leiðtogar hópanna fimm eiga síð- an sæti í framkvæmdaráði, sem heldur fundi mánaðarlega. Þar eiga sæti að auki framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, viðskipta- sérfræðingur (Business Develop- ment Manager) og tveir fulltrúar stjórnar. Framkvæmdaráð metur þær hugmyndir, sem bornar eru upp af fulltrúum hópanna fimm, samhæfir vinnuna og meltir til- lögur. Á ársfjórðungsfresti þingar svo stjórn fyrirtækisins. Hún er skipuð fulltrúum eigenda, fram- kvæmdastjóra og formanni, sem er óháður eigendum. Fyrirtækið hefur aðeins þremur föstum starfsmönnum á að skipa. Vís- indamennirnir eru eftir sem áður starfsmenn háskólanna og vinna fyrir opinbera styrki að mestu. Ef eitthvað af vinnu þeirra kemst á framleiðslustig, þá er reiknað með að þeir hljóti umbun í formi bón- usa eða eignarhluta í fyrirtækinu, en hluta af ágóðanum verði varið til að styrkja áframhaldandi rannsóknir við fyrirtækið/háskól- ana. Líftæknifyrirtæki á Nýja-Sjálandi Iðnþróunarbanki Nýja-Sjálands (The Development Finance Corp- oration) gegnir m.a. því hlutverki að styrkja tækniþróun þar í landi. Þessi banki er í eigu ríkisins og hefur yfir að ráða ákveðnu pró- grammi (Applied Technology Pro- gramme), sem veitir fjárhagsað- stoð alls konar rannsókna- og þróunarstarfsemi. Nýja-Sjáland er eldfjallaland og þar er mikið um háhitasvæði ekki ólíkt því sem er hér á íslandi. Nokkrir vísindamenn við Waik- ato-háskólann höfðu starfað við auðkenningu hitakærra örvera, og höfðu m.a. fundið bakteríur, sem framleiddu ensím, óvenju hitaþol- in. Þeir sáu strax að þarna gat Nokkrar nýjungar voru reifað- ar. Er þar helst að nefna: — Rafbruna (electrofusion). — Staðbundnar stökkbreytingar (site-directed mutagnesis). — Notkun DNA þreifara (DNA probes) og einstofna mótefna við sjúkdómsgreiningar, auk þess sem reifaðir voru framtíð- armöguleikar þessara tækni- nýjunga við lækningar.t.d. á krabbameini. — Nýjar aðferðir við framleiðslu á bóluefnum. Auk þess var töluvert fjallað um skörun ólíkra fræðigreina raun- vísinda í líftækni og nauðsyn þess að hafa góða yfirsýn yfir hin ýmsu svið til að auðvelda úrvinnslu og túlkun á niðurstöðum. Voru m.a. dregin upp nokkur dæmi um það hversu magnað tæki tölvan er. III. HLUTI 5. Líftækni og iðnaöur — lífefnaverkfræði Nokkrir fyrirlesarar fjölluðu um nýjungar í notkun líftækni í iðnaði. Þar var fyrst og fremst um að ræða lyfja- og efnaiðnað ýmiss konar, en áberandi var að engin framsaga var um notkun líftækni í matvælaiðnaði, sem er ein mannfrekasta iðngreinin, a.m.k. í Evrópu. Töluverðu af fundartíma var varið í að ræða málefni, sem einu nafni mætti kalla lífefnaverkfræði verið um verðmætar örveruafurð- (biochemical engineering). Líf- ir að ræða og settu sig í samband efnaverkfræðingnum er falið að við Iðnþróunarbankann með hafa yfirsýn með uppsetningu mögulega aðstoð í huga. Bankinn tækja og vinnsluferlum. Hann áleit að þarna fælust miklir mögu- gegnir því sama hlutverki og efna- leikar, en að öll rannsókna- og verkfræðingurinn, en ný tækni þróunarstarfsemi yrði bankanum hefur skapað ný verkfræðileg og vísindamönnunum ofviða. vandamál og krefst aukinnar Bankinn fór því á stúfana og hafði þekkingar á ýmsum líffræðilegum forgöngu um stofnun þróunarfyr- ferlum, sem lífefnaverkfræðingur- irtækis, sem þróað gæti hugmynd- inn einn hefur yfirsýn yfir. Hluti ir vísindamannanna í arðbærar af verkahring hans er að skipu- afurðir. Þetta fyrirtæki var þann- leggja það, sem á ensku hefur ver- ig hugsað að stofninn í því yrði ið nefnt „downstream processing". bankinn sjálfur, auk innlends iðn- Hér er um að ræða að hanna þá aðarfyrirtækis, og að leitað yrði vinnsluleið, sem gefur hreina eftir samstarfsaðilum erlendis, lokaafurð með minnstum tilkostn- sem þegar höfðu yfir mikilli þekk- aði. Um er að ræða alls konar sí- ingu í líftækni að ráða, sérstak- unar- og skilvinduferla. Augljóst lega hvað varðar ensím og mark- var að stór hluti sýningar þeirrar, aði fyrir þau. Þróunarfyrirtækið sem stóð yfir samfara ráð- var stofnað 1980 og er einn stærsti stefnunni, var fyrir þá menn, sem hluthafinn Genex (30%), sem er fást við „downstream processing". 47 6. Líftækni og landbúnaður Það er á sviði landbúnaðar, sem nýja líftæknin mun, að flestra mati, valda hvað mestri byltingu á komandi áratugum. Kemur þar margt til. Með erfðafræðilegum aðferðum verður í náinni framtíð hægt að hafa áhrif á ýmsa tak- markandi þætti í vexti nytja- plantna, t.d.: — Auka vaxtargetu. — Auka framleiðni. — Auka sjúkdóms- og veðurþol. — Búa til blendinga, sem sameina kosti nokkurra mismunandi nytjaplantna. — Auka niturfixerandi hæfni plantna og koma á sambýlis- formi á milli niturfixerandi baktería og plantna, sem þess- ar örverur „sýkja“ venjulega ekki. Að lokum var rætt um mögu- leika á erfðafræðilegu fikti með búfénað og hafa ýmsar athyglis- verðar nýjungar sprottið fram. 7. Lífmassi og líforka Geysilegt magn af hráefni í landbúnaði fer til spillis. Hér er ekki eingöngu um að ræða ýmiss konar sláturúrgang, heldur einnig alls konar jurtaúrgang. Nægir í þessu sambandi að nefna það sem til fellur við skógarhögg og við uppskeru. Einnig mætti í þessu sambandi nefna offramleiðslu á t.d. ýmsum korntegundum. Þetta flokkast allt undir lífmassa (bio- mass). Fram að þessu hefur þessi úrgangur eða umframframleiðsla að mestu verið brennd eða látin rofna. Nú er hugur í mönnum að reyna að breyta þessu. Miklar rannsóknir eru í gangi, þar sem rannsakað er hvort plöntu- úrgangur geti nýst á einhvern hátt. Einnig hefur verið athugað hvort unnt sé að rækta í stórum stíl ýmiss konar ávexti og græn- meti, sem ekki nýtist til manneld- is eða fóðurs, með tilliti til mögu- legrar gerjunar. Með minnkandi olíuforða sér maðurinn fram á að hann verður að finna aðra orku- gjafa. Etanól unnið úr jurtavefj- um er að flestra mati einn mikil- vægasti orkugjafi framtíðarinnar, sannkölluð líforka (bioenergy). III. Lokaorð Ráðstefna þessi var all viðamik- il. Greinilegt var að mikill al- mennur áhugi var fyrir þátttöku og áttu öll heimshorn fulltrúa. Ekki nema örlítið brot af ráð- stefnugestum höfðu eitthvað til málanna að leggja í formi fram- söguerinda. Mörg þessara erinda voru mjög sérhæfð og greinilega ætluð þröngum hópi manna. önn- ur erindi voru meira almenns eðl- is, eins konar úrdráttur yfir ákveðið svið og þróun innan þess sviðs. Þó var greinilegt að á ráð- stefnu sem þessari eru fyrst og fremst reifuð málefni, sem eru í brennidepli þá stundina. Sérstak- lega var fróðlegt að kynnast upp- byggingu líftækni í ýmsum lönd- um Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig var mikið lagt upp úr einkaleyfisumsóknum og hinni lagalegu hlið líftækninnar. Var margt af því sem þar kom fram mjög lærdómsríkt. Góð kynni tók- ust með nokkrum ráðstefnugest- um og voru menn almennt mjög opinskáir er við reifuðum vanda- mál íslenskrar líftækni. Kom flestum saman um að við þyrftum að leita sem fyrst eftir samstarfi við erlenda aðila, sem gætu að- stoðað okkur við að hrinda í fram- kvæmd þeim hugmyndum er hér eru að fæðast. Dr. Ari K. Sæmundsen er sturfa- maður Rannsóknastofu HÍ í veiru- fneði. Úifar Antonsson vinnur hjú Rannsóknaráði ríkisins. Biðir eru / starfshópi Rannsóknaráðs um líf- ttekni og í kynningarnefnd um að- ferðir og möguleika líftækni i ís- landi. Ferð sú, sem hér er greint fri, rar kostuð af Rannsóknaríði ríkisins og iðnaðarráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.