Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 HINN MANNLEGI ÞÁTTUR / Ásgeir Hvítaskáld á stingnum sínum; langt tréskaft með oddhvössu blaði fremst. Loks komum við fyrir nes, en engar trillur sáust. Ég bölvaði skipstjóranum í hljóði og óþolin- mæðin hamaðist í brjósti mínu. Hvalir sáust hvergi. Brátt höfðum við farið allan hringinn kringum eyjuna. En er við komum fyrir síð- asta oddann blasti stórkostleg sjón við. Fyrir utan Þórshöfn var heill skari af trillum, líkt og í skrúðgöngu. Skipstjóranum hafði mistekist að stytta sér leið, Hvala- drápið virtist allt yfirstaðið. Ég settist vonsvikinn út í horn og grét innra með mér. „Þeir halda henni til,“ sagði karl með bumbu, hló við og rétti mér kikinn. Ég kíkti og sá marglita bátana hreyfingarlausa. Skipstjórinn setti vélina á fullt og steytti hnefa. Allt í einu tóku bátarnir á rás út með ströndinni. En er við komum nær datt allt í dúnalogn aftur. Slippbáturinn, ataður máln- ingarslettum og hlaðinn mönnum í samfestingum, sem ekki höfðu haft tíma til að skipta um föt, tók á rás og stefndi á móti okkur. Aðr- ir bátar fylgdu á eftir. Karlinn með kíkinn benti aftur fyrir okkur og hrópaði, mjög æstur: „Grind.“ Skipstjórinn snéri bátnum í ofboði og skrúfan greip loft. „Við sigldum yfir hvalina," sagði karlinn og gerði grín að klaufsku okkar. Nú hófst eltingaleikurinn. Hraðbátar komu brunandi fram úr okkur. Og varðskipið hafði tek- ið sér stöðu undir fjalli og gaf ljós- merki. Feiti karlinn sá grindina aftur er hún kom up til að anda og kíkirinn var látinn ganga. Ég sá eitthva freyðandi á sjonum á fleygiferð. „Já, ég sé hana. Djöfull fer hún hratt.“ „Já, hún getur farið 17 mílur.“ En ég uppgötvaði að þetta var hraðskreiður gúmmíbátur, skilaði kíkinum og kinkaði kolli til merkis um að þetta væri stórmerkilegt. Svo hringsnérust spíttbátarnir líkt og áttavilltir. Hvalirnir höfðu stungið sér. Allt datt í dúnalogn. Menn heilsuðust og hældu bátum hvors annars. Allir voru með sökku í bandi og köstuðu í sjóinn til að fæla hvalina. Leikurinn var að smala hvölunum líkt og rollum, króa þá svo af í lítilli vík. Síðan yrði forystuhvalurinn stunginn, þá myndi hann synda upp á land og hinir á eftir. Enn var hópur af bátum við ströndina. Mér var sagt að þar væri annar flokkur af hvölum en það mátti ekki byrja drepa þá því hópurinn sem við vorum að kljást við næðist þá ekki upp að landi. Ég var búinn að hrærast inn í hringrásina. Hvalirnir komu loks upp til að anda, þeir voru alltaf saman í hóp. Það heyrðust hróp og köll og bát- arnir tóku á rás. ALlir voru að keppast við að vera fyrstir til að sjá hvar þeir kæmu upp. Svona gekk þetta nokkrum sinnum. Eitt skiptið var það ég sem sá fyrstur hvar hún kom upp; hvinur, guf- ustrókur, svört bök læddust upp úr hvert á fætur öðru. Ég hrópaði hærra en góðu hófi gegndi og benti. Ég var orðin einn af þeim. (Framhald síðar) Ég beið dag eftir dag í herberg- inu sem ég leigði niður við höfnina í Þórshöfn, en ekkert gerðist. Ég var að bíða eftir að klukkur bæj- arins myndu hringja, því í bókun- um stóð að ef sæjust grindarhvalir í Færeyjum þá myndu allir hætta því sem þeir væru að gera og hlaupa. 1986 gengur hvalveiðibannið í gildi. En veiðibannið gildir ekki í Færeyjum. Greenpeace-menn túlka þeirra veiðar sem frum- byggjaveiðar; að þeir veiði aðeins sér til matar. Einnig er altalað að hvalveiðarnar séu of samgrónar þjóðinni að hægt sé að slíta þær frá Færeyingum. Til þess að sjá þetta með eigin augum og ganga úr skugga um þessar staðhæf- ingar, tók ég flugvél til Færeyja. Höfnin í Færeyjum var full af bananalöguðum trillum sem aldr- ei voru hreyfðar en reyndu stans- laust að slita sig lausar. Af hverju fóru eigendurnir aldrei út að veiða, til hvers voru allir þessir bátar? Athygli mína áttu barma- miklar og broshýrar stúlkur sem spásseruðu um tvær og tvær sam- an; mjög hrifnar af útlendingum. Lítil skrautmáluð timburhús stóðu í öllum brekkum. Til að fara út í búð og kaupa mjólk þurfti ég að fara upp tvær brekkur og niður tvær. Utan á húsunum héngu langar renglur af þurrkuðu kjöti. Bak við húsin stóðu tunnur og í þeim kjöthlunkar í saltpækli. Eg beið og beið, en aldrei kom klukknahringingin. En dag einn kom tilkynning { hádegisútvarpinu um að grind hefði sést. Ég gekk niður að höfn og sá trillur sigla út. Svo mætti ég mönnum á hraðri göngu með skutla og hnífa í tréhulstri. Þá varð ég órólegur, fór heim og smurði nesti. Skömmu síðar hljóp ég við fót á kæjanum í blárri sportblússu og með myndavél um hálsinn. Bátun- um hafði fækkað í höfninni og þeir runnu út úr hafnarmynninu hver á fætur öðrum. Ég fékk fiðring í magann. Tveir ungir menn stigu út úr bíl með prjónahúfur og í klofstígvélum. Þeir tíndu dót úr skottinu. „Eru þið að fara í hvalveiðina," spurði ég. „Já.“ „Má ég koma með?“ „Nei, við erum með fullan bát.“ „Ég ætla bara að taka myndir, sagði ég og lyfti vélinni. Þeir bentu mér á gulan bát sem var innar í höfninni. Ég hraðaði för minni. Komin var bílaumferð og menn voru á hlaupum með olíu- brúsa; trillur togaðar að bryggj- um. Nú virtist líf í hverjum bát. Þrír gamlir karlar, með þessar undarlegu færeysku húfur, sátu á kassa upp við húsvegg og rugguðu sér. Ég fann gulmálaða trillu með litlu stýrishúsi, tvær stelpur í grænum úlpum voru um borð. Inn í húsinu var bograndi karl með prjónahúfu. Hvölunum var sraalað inn í litla vfk, líkt og rollum f rétt „Góðan daginn," sagði ég. Karlinn leit silalega upp. Stelp- urnar pískruðu. „Vantar þig ekki háseta?“ „Nei. Ég er með fullan bát,“ sagði karlinn. „Ég ætla bara að taka myndir.“ Karlinn hristi hausinn. Ég spurði tvo stráka á hraðskreiðum gúmmíbát en þeir hristu líka hausinn. Fólk var allstaðar á ferli, bílhurðum skellt, hróp og köll. Ég var kominn með ákafan hjartslátt, spurði alla um far en ekkert gekk. Sá yfirbyggða mahóní-trillu, sem lá utan á fiskibát; tveir menn voru um borð. Ég klifraði út í fiskibát- inn og rann á hausinn á slorugu dekkinu. „Góðan daginn,“ sagði ég og reyndi að þurrka drulluna úr bux- unum. Annar maðurinn var með höku- skegg, stíft svart hár og pírð augu líkt og grænlendingur. „Eru þið nokkuð með fullan bát? Ég ætla bara að taka myndir, þarf engan hlut í hvalkjötinu. Ég er kominn alla leiðina frá íslandi til að fylgjast með veiðunum,“ roms- aði ég út úr mér. Þeir ræddust við í hálfum hljóð- um, ég heyrði það var mér til málsbótar hverrar þjóðar ég var, en Færeyingar líta upp til Islend- inga. Loks var mér bent að koma um borð og ég kinkaði kolli stans- laust og bauð góðan daginn í sí- fellu. Klukkan þrjú lögðum við af stað, við vorum fimm um borð og þessi með pírðu augun var skip- stjóri. Við sigldum i halarófu út úr hafnarmynninu. Skammt fyrir utan sást eyja með háu fjalli. Mér var sagt að grindin væri hinumegin við eyjuna. Við fórum í öfuga átt við allar hinar trillurnar því skipstjórinn ætlaði að fara í veg fyrir hvalina. Það var ládauð- ur sjór en dimmt yfir. Nokkrir önnum kafnir múkkar flugu til lands. Þetta var dágóður spotti sem við þurftum að sigla til að komast hinumegin við eyjuna, svo ég sett- ist ofan í lúkar þar sem verið var að laga kaffi á sprittprímus. Mennirnir sögðu mér að þetta væri ekki stór hvalahjörð í mesta lagi 100 stykki. En oft eru 500 til 700 saman og þá er hamagangur á veiðunum. Mest hefur verið 1100. Þeir sögðu að sjaldnast kæmi grind í Þórshöfn og þá væri það alltaf lítill hvalahópur. En á hin- um eyjunum í kring kæmu oftast stórir flokkar og þá bæri hver maður meira úr bitum því þar væru líka mun færri bátar. „Já, já,“ sagði ég, en Færeyingar kalla íslendinga já-ara, því við segjum svo oft já, þegar aðrir tala. Ollum hvölunum er síðan skipt í jafna bita. Hver bátur fær einn hlut, hver maður sem er um borð fær einn hlut og mennirnir sem eru í landi og taka á móti. Allt er nýtt, líka tungan og lifrin er það besta. Bara hausinn er skorinn af. Hjá þeim var þetta svo sjálfsagð- ur hlutur, ósköp saklaust. Enda voru þeir að veiða þessi spendýr sér til matar. Þessi gáfuðu og hjartahlýju spendýr sem líkjast manninum því meir sem við rann- sökum þau. Og sem betur fer upp- götvuðu mennirnir að þetta voru lifandi skyni gæddar verur sem þeir voru að útrýma með sinni mögnuðu fjöldaframleiðslugræðgi. Skipstjórinn var á þönum við að skúfa frá krönum og lesa af mæl- um. Einn lá fram í stafni og horfði í kfkinn, en hvalbakurinn á þess- um bátum er opinn fremst. Það er fyrir manninn með hvalspjótið. Allir þessir bátar sem héngu í höfninni voru aðeins til að taka þátt í þessum veiðum. Menn urðu að eiga bát til að fá öruggan hlut. Breiðleitur strákur athugaði bitið Nú á að stinga forystuhvalinn. Hvalir og villimannseðli FYRRI HLUTI Auglýsingakvik’ myndahátíð Húsfyllir var í Hiskólabíói sl. miðvikudag er þar komu saman aðil- ar sem starfa að auglýsingagerð, kvikmyndagerðarmenn, leikarar og fleiri, til að sjá þær sjónvarps- og kvikmyndahúsaauglýsingar sem hlutu verðlaun i auglýsingakvik- myndahitíðinni í Cannes 1984. Á hátíðinni er keppt til Grand Prix-verðlauna sem á sl. ári komu í hlut auglýsenda Apple-tölvufyr- irtækisins, en þar að auki eru veitt svokölluð gull-, silfur- og brons- ljón, auk viðurkenninga, til alls 129 auglýsinga. Alþjóðlega auglýsingakvik- myndahátíðin er hingað komin á vegum Auglýsingastofunnar hf. í ávarpi sem Halldór Guðmunds- son, framkvænidastjóri hennar flutti á undan sagði hann m.a. að auglýsingarnar 130 bæru vitni um metnað, samkeppni og fag- mennsku. Ræddi hann um mikil- vægi auglýsinga í sjónvarpi og minntist f því sambandi á frum- varp til laga um útvarpslög sem liggur fyrir alþingi, þar sem stöðv- um í eigu einstaklinga eða félaga- samtaka eru settar mjög þröngar skorður í tekjuöflun með auglýs- ingum. Ákvæði eru um sýningu auglýsinga. Kvað hann það síst til að halda uppi metnaði í rekstri sj ónvarpsstöðva. Halldór Guðmundsson flytur ávarp i undan sýningu verðlaunaauglýs- inganna 130. Morgunblaftið/Árni Steberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.