Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985
ffclk í
fréttum
>
„Rólegheitafrí“ Joan Collins
gekk fram af fræga fólkinu
Joan Collins og tilvonandi eigin-
maður hennar, Peter Holm,
brugðu sér eigi alls fyrir löngu í sól-
arfrí, að sögn til þess að búa sig
andlega undir nýjar vinnutarnir og
bráðum upprennandi brúðkaup. Þau
fóru til Antigua í Karabíska hafinu
og dvöldu á hinu rándýra og vand-
aða St. James-hóteli.
Þau Johan og Peter tóku það
rólega, Joan sprangaði um allt
með barðastóran hatt og las bók
meðan Peter sólbrann við segl-
brettaiðkun. Eigi að síður fara
þær sögur að þrátt fyrir „róleg-
heitin" hafi gustað mjög af þeim
og þau hafi farið í taugarnar á
öðru frægu fólki, sem þarna
um sömu mundir. Meðal
annars frægs fólks á Antigua
þessa sólríku daga má nefna Ann
Margret, Michael York og Lizu
Minelli og svo mjög fór dvöl þeirra
fyrir brjóstið á þeim, að það sást
til Lizu við hótelbarinn hermandi
eftir Joan með miklum og fjörleg-
um tilburðum. Náði hún enskum
hreim Joan prýðilega og áheyr-
endur kútveltust um af hlátri.
Einnig má nefna, að er þau Joan
og Peter fóru heim frá Antigua,
létu þau þotuna bíða eftir sér. Um
borð voru York-hjónin og var bið-
in Pat York um megn. „Eg heimta
að vélin haldi af stað þegar í stað,
ég er búin að fá nóg af þessari
konu og kenjum hennar og skil
ekki af hverju það þarf að bitna á
okkur blásaklausum," æpti hún.
Þrátt fyrir það var þotan látin
bíða...
Linda ætlar
að ættleiða
Fregnir herma,
að Linda Ev-
ans, leikkona, ætli
að skjótast til Asíu
við fyrsta tækifæri
og velja lítið
stúlkubarn til ætt-
leiðingar. Það mun
ávalt hafa verið
— Nú þegar viö erum trúlofuö
get ég kynnt þig fyrir systur minni.
Krystle Carrington
með barn sitt
í Dynasty.
draumur hennar að eignast barn,
en hún er nú komin vel á fertugs-
aldurinn og tvö barnlaus hjóna-
bönd hafa farið í vaskinn. Vel-
gengni hennar í Dynasty-þáttun-
um sem ekkert lát er á veldur því
einnig, að hún gæti ekki gengið
með í níu mánuði án þess að
stofna framanum í hættu.
Linda tók þessa ákvörðun eftir
samtal við góðvin sinn Richard
Chamberlain fyrir nokkru, „Anjin
san“ hafði sjálfur verið í Asíu og
blöskrað fjöldi foreldralausra
barna og þar sá Linda möguleika
sinn að eignast barn og skaða ekki
feril sinn. Eftir mislukkuðu
hjónaböndin hefur hún lengið ver-
ið fylgikona George Santo Pietro
veitingahúsaeiganda, en jafnvel
nánustu vinir leikkonunnar vita
ekki hvort það samband hennar
endar við altarið.
Linda og vinurinn Santo Pietro.
Það sem vakti upp móðurlega
náttúru Lindu á nýjan leik eftir að
hún hafði þráð barn þegar hún var
yngri, en ýtt lönguninni til hliðar
eftir að frægð og frami varð að
veruleika, var að Krystle Carring-
ton, kona sem Linda leikur í Dyn-
asty, eignast barn með Blake
gamla olíukóngi. Vinir Lindu full-
yrða að þá hafi Linda „vaknað til
lífsins á ný og farið að langa sjálf
í barn, ættleitt ef ekki eftir kúnst-
arinnar reglum".
smurt