Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2T. APRÍL 198& — eftir Friðrik Pálsson Árið 1918 stofnuðu framsýnir menn útibú á Islandi frá Dan- mðrku sf. Forráðamenn útibúsins tóku síðan við rekstri þess að öllu leyti árið 1944 og var sameignarfyrir- tæki þetta nefnt ísland sf. Ég gerðist eignaraðili að fyrirtækinu tæpum þremur árum eftir stofn- dag, en var afar óvirkur félagi fyrstu 20 árin, en hef talsvert fylgst með rekstri þess síðan. Að sögn vegnaði félaginu vel framan af. Það hagnaðist vel á stríðsrekstri annarra. Það eignað- ist meðal annars tvo ágæta flug- velli fyrir ekkert og mikinn fjölda bragga, sem enn í dag gegna mik- ilvægu hlutverki víða á lóðum fé- lagsins, ýmist sem fiskverkunar- hús, vélaverkstæði eða jafnvel samkomuhús. Strax í upphafi ákvað félagið, að með stjórn þess skyldi farið með nokkuð sérstðkum hætti. Eigend- ur þess, sem reyndar vinna flestir hjá félaginu, þó nokkuð misvirkir séu, fengu á u.þ.b. fjögurra ára fresti að kjósa sér framkvæmd- astjóra, sem svo tilnefndu aðra menn til ýmissa trúnaðarstarfa, oft að eigin geðþótta. Oft hafa fræðingar um það deilt, hvaða stjórnunaraðferðir séu bestar og verða vafalaust aldr- ei á eitt sáttir. Sú aðferð, sem ís- land sf. valdi, finnst hvergi nefnd í bókum um stjórnun fyrirtækja, en henni fylgir m.a. sá kostur, að eig- endur eru þá allir, sem hjá félag- inu vinna og fá að hlutast beint til um rekstur félagsins með kosning- um á a.m.k. fjögurra ára fresti. Að vísu höfum við hjá íslandi sf. þann undarlega hátt á, að sumir hafa margfalt meira atkvæðavægi en aðrir, án þess að sannað sé, að þeir eigi meira i fyrirtækinu né heldur viti meira um rekstur þess. Gott þykir, að stjórnendur fyrirtækja verði ekki jarðfastir og mosavaxnir í starfi, en við stjórn- un íslands sf. hafa stjórnendur oft verið hraktir frá störfum rétt í þann mund að þeir voru að ná tök- um á rekstrinum og það þó að þeir hafi rétt nýlega verið kjörnir af þorra félagsmanna. Félagsmenn skiptast gjarnan í fylkingar með og á móti hinum ýmsu málum og viðhalda með því rökfimi og frjóum huga. Félagið sinnir að sjálfsögðu vel þörfum félagsmanna sinna í hví- vetna. Nægir þar að nefna heil- brigðis- og menningarmál auk þess sem ýmis stórvirki hafa verið unnin á sviði vísinda og lista enda borga félagsmenn allir fyrir það sameiginlega án tillits til þess, hver nýtur þess. Kallast það sam- neysla. Það sem best hefur dugað okkur til að koma okkur áfram er að láta aðra borga fyrir okkur. Það er hægt á margan hátt annan en að þiggja flugvelli að gjöf. Við tökum að láni peninga, sem aðrir hafa sparað, og borgum aðeins hluta þeirra til baka. Við þiggjum laun í talsverðum mæli án þess að greiða af þeim skatta. Við tökum erlend lán í stórum stíl, sem við ætlum næstu kynslóðum að borga og svo mætti áfram telja. Flest sjáum við lítið athugavert við þetta. Víst skal þó játa, að miklar eignir sitja eftir sem sárabót fyrir þá, sem hafa borgað brúsann eða eiga eftir að gera það síðar. Það sem er ef til vill verst við reksturinn á þessu sameiginlega félagi okkar er, hve erfiðlega okkur gengur að skilja, að rekstur gengur ekki til lengdar nema hann beri einhvern arð. Ekki aðeins skiljum við þetta ekki, heldur virðumst við ekki vilja skilja það og kjósum heldur að lifa um efni fram og safna skuldum. Lengst af sóttu menn sjóinn þar sem auðveldast og hagkvæmast var aö veiða fiskinn og hann gaf þannig mestan arð. Nú sækjum við fiskinn þangað sem okkur sýn- ist, þegar okkur sýnist og á þann hátt sem okkur sýnist, oft án til- lits til arðsemi veiðanna. Við kappkostuðum hér á árum áður að vinna aflann fljótt og skildum þá, að hver fiskur var gull, sem bar að meðhöndla eftir því. Nú vinnum við eftir reglum, sem við höfum sett að eigin geð- þótta, og taka lítið tillit til verð- mætisins, sem I fiskinum er. Jafn- vel sjómennirnir, sem eru þó veiði- menn, hafa látið hafa sig út í að samþykkja helgarfrí, jafnvel á há- vertíð. Ætli verði ekki stutt í það, að bændur hætti að mjólka á sunnudögum? Til skamms tíma stunduðu bændur sauðfjárrækt á jörðum, sem hentuðu til sauðfjárbeitar og fyrstu kúabúin þótti hentugra að hafa nærri neytendum og ef til vill þar sem kúabeit var góð. Nú skipt- ir þetta litlu máli, enda séð til þess, að þetta gangi allt einhvern veginn án tillits til þess, hvort það borgar sig eða ekki. Ótal fleiri dæmi má taka til að sýna fram á að arðsemi hefur ekki verið gætt. Nýsköpun er tískuoröiö Vel má vera, að við viljum ekki standa betur að hlutunum hjá okkur og þá er okkur það mátulegt að ekki gengur betur, en við meg- um þá ekki láta eins og það komi okkur á óvart að hagur okkar versni eitthvað og að við höfum minna bæði til einkaneyslu og samneyslu. Ég held að flestum sé að verða það Ijóst, að við höfum farið of geyst enda örlar á þeirri hugarfarsbreytingu að allir skuli standa ábyrgir fjárhagslegra gerða sinna. Af og til spretta upp orð, sem verða svo á hvers manns vörum um langan tíma og boða lausn á öllum vanda. Nýsköpun er tísku- orðið nú, sem reyndar þýðir endurreisn. Margir leggja þann skilning i orðið nýsköpun, að það eigi ein- ungis við um eitthvað afar nýstár- legt, helst nýja tækni eða bráð- merka uppfinningu, en í því felst allt eins umbætur eldra fyrir- komulags eða gildandi aðferða og tileinkun nýrra. Það getur einnig táknaö breytta nýtingu hinna margvíslegustu framleiðsluþátta eða jafnvel hugarfarsbreytingu i sjálfu sér. Viða mun þörf nýsköpunar og er hún þó sifellt f gangi og hefur ver- ið svo alla tfð. Við erum matvælaframleiðend- ur og nýsköpun mun valda stór- stígum framförum í hinum hefð- bundnu greinum okkar, sjávarút- vegi og landbúnaði hér eftir sem hingað til. Flestir munu sammála um að um umtalsverðar óarðbærar fjár- festingar hafi verið að ræða á öll- um sviðum á undanförnum árum, svo er verðbólgunni um að kenna. Umframfjárfesting er dýr en ekki þýðir að æðrast um orðinn hlut og nú reynir á að leiðir finnist til að nýta þær eignir, sem til eru, á arðbæran hátt. Ég hef tröllatrú á því, að við getum snúið vörn í sókn til bættra lífskjara, ef við aðeins látum skynsemina ráða og reynum að muna að við erum öll eigendur að fslandi sf. og okkur skiptir máli, hvernig því vegnar fjárhagslega. Ógagn fyrir heildina Þó við séum allir af vilja gerðir til að sinna félagslegum þörfum meðbræðra okkar, er ekki endilega víst að við séum að gera þeim nokkurt gagn á sama tíma og við erum augljóslega að vinna heild- inni ógagn. Nefnum örfá dæmi: Við þekkjum dæmi um skóla- byggingar, nánast hlið við hlið, aðeins af því að innbyrðis tog- streita lítilla sveitarfélaga kom i veg fyrir sameiginlegt skólahald, sem þó hefði vafalítið komið börn- unum betur og lægt þessar öldur. Kannski er það nýsköpun að loka einhverjum þeirra eða nýta þær til einhvers annars, þegar sam- starf hefur tekist betur um skóla- haldið. Mjólkurstöðvarnar, sem byggð- ar eru með 50 prósent umframaf- köst eða stóru, fínu sláturhúsin, sem við eigum út um allt land. Væri það nýsköpun að reyna að nýta þau betur og umfram allt ekki byggja fleiri? Ég veit vel að mikið liggur á að slátra lömbun- um á haustmánuðum, þegar þau koma af fjalli, en bændur myndu byggja húsin minni og slátra leng- ur á hverju hausti, ef þeir þyrftu sjálfir að bera alla ábyrgð á fjár- hagslegum rekstri þeirra. Togarar út um allt land. Það var ákvörðun um merka nýsköpun á sínum tíma að byggja þá og kaupa, en því miður snerist sú nýsköpun í höndunum á okkur og var lítið tillit tekið til arðsemi, en höfðað í þess stað til byggða- stefnu. Gæti nýsköpun nú verið fólgin í því að færa þessi skip til, leggja einhverjum eða nýta þau, þar sem það gefur mestan arð, en útvega aftur báta til veiða, þar sem það gæfist betur? Annars eru togarakaupin eitt besta dæmið um það, hvað gerist, þar sem allir ráða en enginn ber ábyrgð. Bráðnauðsynleg og skyn- samleg ákvörðun eins og sú að endurnýja togaraflotann í þeim byggðarlögum, sem á þurftu að halda og umfram allt höfðu fjár- hagslegt bolmagn til að standa undir kaupum og rekstri þeirra, snerist upp í stjórnlaust kapp- hlaup um að dreifa þeim þannig um landið að ekki hallaði á. 1 mörg ár eftir að svo til allir voru orðnir sannfærðir um að nú væri nóg komið, hélt togurunum áfram að fjölga. Árangurinn þekkjum við allir. Rekstur þeirra hefur gengið þokkalega, þar sem þeir féllu inn í eðlilegan rekstur og höfðu verið keyptir með eitthvert eigið fé í rekstri, en auðvitað gátu þeir ekki borið sig, þar sem þeir voru fjár- magnaðir að fullu með lánum og ef til vill með fiskvinnslu í landi, sem ekki annaði vinnslu aflans skammlaust. Ég tel það nauðsynlegt að taka dæmið um togarana hér, vegna þess að ég er sannfærður um að víða er nú verið að hengja bakara fyrir smið. Kerfið keypti þessi skip. Þar lá oft ekki að baki yfir- veguð ákvörðun framkvæmda- stjórnar fyrirtækja um kaup þeirra. Það stóð ekki til að greiða þau fullu verði. Kerfið ætlaði að sjá um það. Svo brást bara kerfið af því að umfang vandamálsins varð svo stórt að kjarkurinn brást og auk þess komu til valda nýir menn, sem höfðu aðrar skoðanir á rekstri og arðsemi fjármagns. Það þótti á sfnum tíma sjálfsagt að fækka frystihúsum á Suður- nesjum, þegar illa gekk hjá þeim. Kannski var það bara nýsköpun. Bankarnir okkar, gæti það verið þeirra framlag til nýsköpunar að fara einkar varlega í útþenslu og huga nú vel að arðsemi þess fjár- magns, sem þeir hafa handa í milli. Þeir eiga að sýna fordæmi í fjármálum. Eða olíufélögin, sem nú eru í tfsku að tala illa um. Jafnvel f ffn- ustu hverfum stórstjarna í Kalif- orníu eða á rivierunni myndu nýju bensfnstöðvarnar „taka sig út“ og kasta skugga á annars glæsilegt umhverfið. Ef til vill gætu þau eitthvað lagt af mörkum til ný- sköpunar, jafnvel aðeins að taka Friðrik Pálsson „Við getum ekki lengur látið eins og okkur kom- ið það ekkert við hvern- ig fyrirtækinu íslandi sf. gengur. Ekki aðeins eigum við fyrirtækið saman heldur ætlum við líka flest að hafa vinnu hjá því og það gerum við ekki með góðum árangri og háum launum nema að því gangi vel fjár- hagslega. Það fer eftir því, hvernig því er stjórnað og hvernig starfsliðið lætur að stjórn.“ upp sjálfsafgreiðslu í einhverjum mæli á lægra verði. í fullri hreinskilni Sjálfsagt finnst ykkur flestum, sem orð mín heyrið að fyrr megi nú vera rembingurinn en að ráð- ast á alla hluta þjóðlffsins og þykjast hafa meira vit á þessu en aðrir. Ekki er það nú svo, en ég er hér að tala í fullri hreinskilni og við getum öll nefnt miklu fleiri dæmi úr iðnaði, verslun og þjónustu svo ég tali nú ekki um rekstur hins opinbera. Þar sér maður ekki skóginn fyrir trjánum. Þar mætti sjálfsagt koma á nýsköpunarbylt- ingu. Af hverju gengur þetta þá svona ár eftir ár og af hverju nöldrum við um þetta hvert í sínu horni, en aðhöfumst lítið? Það er ef til vill vegna þess, að það er heldur óþægilegt að takast á við þennan vanda og við þekkjum sjálfsagt persónulega flesta sem í hlut eiga. Við höfum öll tekið þessar ákvarð- anir á einn eða annan hátt og það er þess vegna okkar hlutverk að snúa þeim til betri vegar. Það verður ekki gert sársaukalaust því við hðfum tamið okkur að lifa um efni fram. Ég held þó, að aðalástæðan til þess að við höfum lítið aðhafst sé nú, að við erum orðin svo sam- dauna þessu öllu. Okkur finnst varla taka því að hneykslast þó að við sjáum peningum sóað, sér- staklega ekki, ef það eru peningar ríkisins. Það á þá enginn hvort sem er. Við þurfum að rífa okkur upp úr þessari lognmollu samtryggingar og ábyrgðarleysis og hætta að nöldra eins og einhverjir vesal- ingar um að við búum á mörkum hins byggilega heims og þar fram eftir götunum. Við erum rík þjóð í góðu landi, en við höfum slakað á kröfum okkar sjálfra og verðum að hrista af okkur slénið. Hugarfarsbreyting Framlag okkar allra til nýsköp- unar á og verður fyrst og fremst að vera hugarfarsbreyting, og þar getum við öll verið virkir þátttak- endur, en þá þurfum við líka öll að vera samtaka. En í hverju þarf sú hugarfarsbreyting að felast og hvernig náum við henni fram? Eftir áratuga verðbólgu og þar með oftrú á gildi fjárfestingar verður það erfitt. Við náum henni fram annars vegar með stöðugri markvissri fræðslu um gildi öflugs atvinnu- lífs og hins vegar með því að gera fyllstu kröfur um arðsemi fjár- magns og hvika ekki frá því. Hið fyrra er þegar farið af stað með viðræðum ASÍ og VSÍ um stöðu og framtíðarmöguleika íslenskra at- vinnuvega og um hið síðara reynir fyrst og fremst á forstjóra fyrir- tækja, bankastjóra, forsvarsmenn opinberra fjárfestingarsjóða og síðast en ekki síst stjórnmála- menn, að þeir geri sér grein fyrir því að án þessa næst aldrei varan- legur árangur í efnahagsmálum. Það gildir einu, hvað við belgj- um okkur út af vandlætingu yfir kenningu þeirra, sem allt vilja meta köldu peningamati. Við virð- umst öll vilja innst inni hærri laun og betri kjör, sem svo aftur leggja grunninn að lengri frítíma og ríkulegra framlagi til sam- neyslu í hvívetna. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því á hverju við lifum. Við lifum á afrekstri þess sem við tök- um okkur fyrir hendur. „Svo sem þér sjáið svo munið þér og upp- skera", segir í hinni helgu bók. Við höfum að vísu ekki verið spör á sáðkornið, en sumt af þvi féll i grýttan jarðveg og bar því ekki mikinn ávöxt. Annað féll i góðan jarðveg, en við höfum lítt hirt um að uppskera og við eigum enn á akrinum gnægð af vel vöxnu korni, sem við þurfum að þreskja áður en það visnar og fellur. Og við eigum til þess nútima vélar og tæki og vel menntað fólk, en við þurfum að samhæfa alla þessa þætti til að vinnan gangi vel og skili ríkulegum arði. Við getum ekki lengur látið eins og okkur komi það ekkert við hvernig fyrirtækinu íslandi sf. gengur. Ekki aðeins eigum við fyrirtækið saman heldur ætlum við líka flest að hafa vinnu hjá því og það gerum við ekki með góðum árangri og á háum launum nema að því gangi vel fjárhagslega. Það fer eftir því, hvernig því er stjórn- að og hvernig starfsliðið lætur að stjórn. Á fyrsta starfsári núverandi ríkisstjórnar urðu hér miklar breytingar og góðar. Verðlag varð stöðugra en nokkurn hafði órað fyrir, en á því voru þær skugga- hliðar, að þegnarnir urðu að taka á sig miklar byrðar. Það gerðu þeir í trausti þess, að nú yrði tekið til hendinni og búið svo að at- vinnulífinu, að framtíðar atvinnu- öryggi þeirra og lífsafkoma yrði betur tryggð. Því miður bar okkur síðar nokk- uð af leið, en virðumst nú aftur stefna í rétta átt. Sameiginleg launaskrá Gleymum því ekki að við erum öll á launaskrá hvort hjá öðru hjá ís- landi sf. Við munum halda áfram að deila um kaup og kjör en nauð- synlegt er að hafa einhverju að skipta, en því þurfum við að skipta án vinnustöðvana. Hefjumst svo handa hvert á sín- um stað við að nýta okkur alla möguleika þessa lands. Við erum að vísu nokkuð skuldug flest og einnig sem þjóð, en við eigum glf- urlegar eignir í byggingum, tækj- um og þekkingu. Úr því sem komið er getum við engu breytt um skuldirnar, en við höfum verk að vinna við að nýta okkur eignirnar, láta þær skapa arð, em greiðir skuldirnar niður og skapar ný verðmæti, aukna atvinnu og meiri tekjur, því það er það, sem við vilj- um öll stefna að. Við tölum um örtölvubyltingu, líftækni, upplýsingaöld, sölu hugvits úr landi og fleira og fleira. Sumir láta sér detta ísland i hug sem nýtt stórveldi í bankastarf- semi eins og Sviss fyrr og síðar Luxemborg. Kannski fjarlægt, hver veit. Margar þjóðir leggja nú vaxandi áherslu á að laða erlent fjármagn inn í lönd sín að því er virðist með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.