Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1988 37 Alþjóðlegi leikhúsdagurinn 27. mars: Ávarp Helgu Bachmann í dag er alþjóðlegi leikhúsdag- urinn. Þetta glaðbeitta nafn hafa gefið honum Alþjóðasamtök leik- húsmanna, sem 55 þjóðir standa að, — og þá mælir hefðin svo um, að stígi á fjalirnar starfsmaður leikhúsa um allar jarðir og flytji list þeirra kveðju; þeirri list sem heyrir okkur öllum til og sameinar okkur litla stund í ofurlítilli mannlegri reynslu. Því ieikhús er enn sem fyrr samvinna listamann- anna sjálfra og ekki síður áhorf- enda, sem koma til að njóta og gefa aftur. Og þá skiptir ekki máli hvort sá hópur er lítill eða stór hverju sinni. Hver er svo umbun okkar leik- húsfólks hér uppi á íslandi? Það eru fjöldamörg ár um liðin, við er- um á leikför vestur á fjörðum. Og fyrr en varir er orðið uppselt, kemst ekki hnífurinn á milli, búið að loka kassanum. Þá birtist allt i einu i miðasölunni gömul kona og fjórar með henni, ætlar að fá fimm miða takk. Því miður, það er uppselt. Þá krossleggur þessi mæta kona hendur á brjósti fram- an í miðasölumanninum og segir: Ungi maður, ég hef ekið þriggja tíma leið austan úr sveitum til að sjá þessa sýningu hér. Þú segir mér ekki að við komumst ekki inn. Konurnar fara inn. Nema hvað. Mér kemur í hug i annan stað, hvar ég sit fyrir réttu ári hátt uppi í steinþrepum hins forna úti- leikhúss Grikkja, Epídaurus, og allt um kring hafa komið sér fyrir 15 þúsund manns aðrir. Það er komið myrkur og sviðsljósin tendruð, en við megum bíða ögn, því enn eru síðbúnir gestir að koma sér fyrir í þrepunum. Fyrir framan okkur sitja roskin hjón. Konan opnar töksuna sína og tek- ur upp brauð sem hún gefur manni sínum, og hann dregur upp pela og gefur henni að súpa á. Eft- irvæntingin leynir sér ekki með fólkinu. Skyndilega er byrjað að klappa, en það er siður í Grikk- landi þegar áhorfendur vilja að leikurinn hefjist. Eg kem auga á konu með ungbarn. Og barnið fer að gráta. Konan opnar blússu sína og gefur því brjóst. Niðri á sviðinu upphefst nú tvö þúsund ára gam- all gleðileikur. Og fólkið á pöllun- um hlær og grætur og faðmast. Við heyrum fólk oft segja: Ég hef nú ekkert vit á myndlist eða músík. En sjaldan hef ég heyrt mann segja að hann hafi ekkert vit á leiklist, sem betur fer. Ég hef verið gestur á leiksýn- ingu, og það voru 6 aðrir í salnum. Þessi hópur var nógu stór til að mynda þá spennu sem þarf til að skapa góða sýningu. Og þannig heldur ævintýrið um eftirvænt- inguna áfram, alltaf komum við aftur að sjá og lyfta áður óþekktri reynslu. Sumir tala um sagnaþjóð- ina og arfinn. Komum við til að heyra sögu? Það skiptir svo sem engu, aðalatriðið er að þrátt fyrir sjónvarp, myndbönd og bíó vill fólk fara í leikhús og verða vitni að sýningu sem er alltaf ný og verður aldrei endurtekin ná- kvæmlega eins. Þú ert ekki að horfa á endurprentun, heldur originalinn. Leiklistin hefur oft verið nefnd list augnabliksins: Hún lifir meðan sýningin stendur yfir og ekki lengur. Er það ekki af hinu góða? Það er nógu margt sem safnast upp af mannanna verkum, og þar með erum við komin að því að segja að leiklistin sé sannar- lega óeigingjörn. Ég ber aðeins þá ósk í brjósti að leikhúsið verði aldrei svo stein- runnið og kerfisbundið, að innan veggja þess verði ekki rúm fyrir hugmyndaflug og frjótt ímyndun- arafl. Góðir gestir. Flestir hafa ein- hvern tíma tekið þátt í leiksýn- ingu, í barnaboðum heima í stofu eða í skólanum, og flestir vaxa síð- an frá þeim barnaskap með auknu Þad er líf og fjör á skólaskemmtuninni þar sem rokkhjartað slær. í sumar fer Leikfélag Hafnarfjarðar til Mónakó og rifjar upp rokkið á leiklistarhátíð þar. Leikfélag Hafnarfjarðar: Stefnan tekin á Mónakó LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frum- sýndi söngleikinn „Rokkhjartað slær“ í síðustu viku marsmánaðar. Verkið er samið af félögum í Leiksmiðju félagsins, en Hörður Zophaníasson samdi söngtexta við gömul rokklög. Tónlistinni stjórnar Jóhann Morávec. Svo virðist sem hróður Leikfé- lags Hafnarfjarðar hafi borist víða því nú ætla leikendur að fara á alþjóðlega sýningu áhugaleik- húsa , sem haldin verður í Mónakó í ágústlok. Þórunn Sigurðardóttir, sem leikstýrir „Rokkhjartanu“, sagði að nú færi sýningum að ljúka hér á landi, þar sem einn leikenda er á förum til fjarlægra landa. Leikarar, sem eftir verða, ætla að safna fyrir Mónakóferð- inni með ýmsum hætti, t.d. koma þeir fram í Pöbb-inn á Hverfis- götu á þriðjudag. En hvernig fréttu Mónakómenn af „Rokk- hjartanu"? „Bandalag íslenskra leikfélaga fékk bréf með tilkynningu um þessa leiklistarhátíð og síðan voru sendar út upplýsingar um Rokk- hjartað", sagði Þórunp. „Það barst síðan annað bréf þar sem okkur var tjáð að við værum velkomin á hátíðina. Þarna verða fjölmörg leikfélög alls staðar úr heiminum og mér skilst að Karólína prins- essa setji hátíðina." Söngleikurinn fjallar um hóp ungmenna sem eru að setja upp skemmtun í skóla sínum. Rokkið er að hefja innreið sína og þegar að frumsýningu skólaskemmtun- arinnar kemur er ljóst að rólegu, rómantísku lögin hafa vikið og „rokkhjartað slær“. RSv Helga Bachmann viti og þroska. Við hin sem höld- um áfram eftir að vera orðin full- orðin, við erum í daglegu tali köll- uð leikarar. ÚTI- HURÐIR sýning um helgina HAMRAR Nýbýlavegi 18, sími 641488 100 vinningar til bílakaupa á 100 þúsund krónur hver MIÐI ER MÖGULEIKI HAPPDRíTTI Dvevlarheimilis aldraðra sjómanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.