Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 1
 64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 94. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norður-írland: Fundu 1,5 tonn af sprengiefni Belfast, 26. april. AP. TALSMAÐUR lögreglunnar í Bel- fast greindi frá því í dag, að fundist hefðu 1,5 tonn af sprengiefni á bú- garði skammt fyrir utan Belfast og sjö meintir hryðjuverkamenn IRA befðu verið handteknir í kjölfarið. Sjaldan eða aldrei hefur öðru eins Rússi rekinn af landi brott Washington, 26. aprfl. AP. Bandaríkjastjórn rak í dag úr landi sovéskan stjórnarerindreka í hefndarskyni fyrir morðið á banda- ríska majornum Arthur Nicholson í Austur-Berlín á dögunum. Sovéskur hcrmaður skaut Nicholson til bana þar sem hann var staddur nsrri sov- éskum hernaðarmannvirkjum. Sovétmaðurinn heitir Stanislav Ivanovich Gromov og er ofursti og hernaðarráðunautur við sendiráð Sovétríkjanna. Hann þarf að vera farinn úr landi innan viku ella vofir handtaka yfir honum. Brott- visun Gromovs á einnig rætur að rekja til yfirlýsinga Sovétstjórn- arinnar fyrir fjórum dögum þess eðlis að þeir hvorki hörmuðu né fordæmdu atburðinn. magni af vopnum eða sprengiefni verið náð af lýðveldishernum í einu lagi. Var lögreglan sigurreif þar eð fundurinn setti punktinn yfir i-ið í mikilli vopnaleit lögreglunnar sem staðið hefur með heldur daufum árangri í tvær vikur. Búgarðurinn þar sem sprengi- efnið fannst er í Tyrone-héraði, en þar hefur einkum verið leitað vopna og sprengiefna. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fara fram á Norður-írlandi í næsta mánuði og lögreglan hefur beðið fólk að fara varlega með hliðsjón af vaxandi hryðjuverkastarfsemi er nær dregur kosningunum. AP/Símamynd Gildistími Varsjársáttmálans framlengdur Varsjá, 26. apnX Leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna sjö samþykktu einróma á fundi sínum í Varsjá í Póllandi í dag að framlengja gildistíma Varsjársáttmálans um óákveð- inn tíma, en sáttmálinn hefði runnið út í næsta mánuði. Þá verða 30 ár frá því hann var undiritaöur í fyrsta sinn. Agreiningsmál voru fá og ekki stórvægileg á fundinum og hann gekk fljótt og vel fyrir sig. Mættir voru leiðtogar Sovétríkjanna, Póllands, Búlgaríu, Austur-Þýskalands, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands og Rúmeníu. í fundarlok bauð Jaruzelski hershöfðngi í mat og Gorbachev lagði til að skálað yrði fyrir varnar- bandalagi ráðstjórnarríkjanna. Á myndinni eru Jaruz- elski og Gorbachev við komuna til fundarins. Borgarstjóri Bitburg vill hvorki fá Reagan eða Kohl Bonn og Moskvu, 25. aprfl. AP. SÚ ÆTLUN Ronalds Reagan að koma við í kirkjugarði í borginni Bitburg á ferð sinni um Vestur- Þýskaland og votta þar föllnum þýskum hermönnum virðingu sína hefur valdið miklum deilum. Fjöl- margir, ekki síst gyðingar, hafa lýst sig harmi slegna og fokreiða yfir „framferði forsetans" með þeim orðum að „hér sé ekki um stjórnmál að ræða, heldur að þekkja muninn á góðu og illu." Borgarstjóri Bitburg Ný sovésk orrustuþota til nota á Noregshafi — tengist smfði risa-flugmódurskips segir flotaforingi NATO SOVÉTMENN eru að smíða nýja langfleyga orrustuþotu, sem getur athafnað sig á Noregshafi eða á höfunum fyrir norðan og austan ísland frá flugvöllum á Kólaskaga. Þetta kemur fram í samtali breska vikurits- ins Jane’s Deíence Weekly við Wesley McDonald, flotaforingja, yfir- mann herstjórnar NATO á Atlantshafi. Telur hann, að hin nýja vél verði notuð til að veita Backfire-sprengjuþotum og herskipum Sovétmanna vernd á Noregshafi. „Langdræg orrustuþota er á næsta leiti hjá Sovétmönnum," segir flotaforinginn, „þeir verða vafalítið búnir að smíða hana innan fimm ára,“ og bætir við að smíði hennar sé í samræmi við þá almennu viðleitni Sovét- manna að geta beitt hervaldi fjarri landamærum sinum og stöðva flota Atlantshafsbanda- lagsríkjanna og sækja svo langt fram, að þeir geti ráðist inn á staði á norðurslóðum sem eru á varnarsvæði Atlantshafsher- stjórnarinnar, en ísland er ein- mitt á þessu svæði. Flotaforinginn telur, að nýja orrustuþotan tengist því að inn- an tiöar eignast Sovétmenn fyrsta stóra flugmóðurskip sitt sem er í smiðum í Nikoiaiev- skipasmiðastöðinni við Svarta- haf. „Þeir taka bráðlega í notkun 70.000 lesta flugmóðurskip,“ seg- ir McDonald „það er kjarnorku- knúið en búið hefbundnum vopn- um og hefðbundnum flugvélum." Telur hann að 60 til 70 flugvélar verði um borð í skipinu. Til þess að koma liðsauka til Noregs á hættutímum segir flotaforinginn nauðsynlegt að beita sóknarafli á Noregshafi og ekki verði unnt að draga skil á milli orrustu um Noregshaf og Atlantshaf. Ekki dugi að draga varnarlínu í GIUK-hliðinu, frá Grænlandi um Island til Bret- lands og láta undir höfuð leggj- ast að sækja inn á Noregshaf. Sé slík varnarlína dregin fengju Sovétmenn ot' mikið athafna- frelsi á Noregshafi og líklegt væri að Norðmenn gæfust upp undan þrýstíngi þeirra, þar með kynni orrustan um Atlantshaf að tapast. sagði í sjónvarpsviðtali í dag að íbú- ar Bitburg væru svo hvekktir og reiðir vegna þessa alls að helst vildu þeir að hvorki Reagan né Kohl kæmu til borgarinnar. Það kveður við annan tón en áð- ur hjá borgarstjóranum Theo Hallet, hann var í fyrstu himinlif- andi að fá leiðtogana í heimsókn og sagði borgarbúa yfirleitt sama sinnis. Nú segir hann deilurnar vegna heimsóknarinnar hafa gengið fram af borgarbúum. Peter Bönisch, talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar, sagði í dag, að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort hætt yrði við för Reagans til Bitburg, þrátt fyrir bréf 200 bandarískra þingmanna til Helm- uts Kohl, kanslara Vestur-Þýska- lands, þar sem förinni var harð- lega mótmælt. Sjá nánar erlendan vettvang bls. 28 Sovétmenn eiga nú þrjú meðalstór flugmóðurskip, sem öll hafa komið við sögu á NoregslufL Hér er mynd af þilfari eins þeirra, Kiev. Nú eru þeir að smíða risa-flugmóðurskip um 70.000 lestir. Hald lagt á 17,5 t. af hassi Karachi, PahisUn. 25. apnl. AP. LÖGREGLA og tollverðir í Karachi lögðu hald á 17,5 tonn af hassi eftir skotbardaga við smyglara úti í eyði- mörk þar sem þeir höföu geymslu- húsnæði á afviknum stað. Er álitið að þetta sé stærsti hassfarmur sem náðst hefur af smyglurum og eitur- lyfjasölum í heiminum til þessa. Var efnið allt innpakkað og tilbúið til útflutnings er látið var til skarar skríða. Smyglararnir höfðu bækistöð í eyðimörk 30 kílómetra norðaustur af Karachi Lögreglan og tollverð- ir höfðu fylgst með mönnunum alllengi án þess að þeir hefðu orðið þess varir og komu þeim gersam- lega í opna skjöldu er atlagan var gerð. Til skotbardaga kom, en eng- an sakaði, smyglararnir gáfust upp áður en til þess kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.