Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
94. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norður-írland:
Fundu 1,5 tonn
af sprengiefni
Belfast, 26. april. AP.
TALSMAÐUR lögreglunnar í Bel-
fast greindi frá því í dag, að fundist
hefðu 1,5 tonn af sprengiefni á bú-
garði skammt fyrir utan Belfast og
sjö meintir hryðjuverkamenn IRA
befðu verið handteknir í kjölfarið.
Sjaldan eða aldrei hefur öðru eins
Rússi rekinn
af landi brott
Washington, 26. aprfl. AP.
Bandaríkjastjórn rak í dag úr
landi sovéskan stjórnarerindreka í
hefndarskyni fyrir morðið á banda-
ríska majornum Arthur Nicholson í
Austur-Berlín á dögunum. Sovéskur
hcrmaður skaut Nicholson til bana
þar sem hann var staddur nsrri sov-
éskum hernaðarmannvirkjum.
Sovétmaðurinn heitir Stanislav
Ivanovich Gromov og er ofursti og
hernaðarráðunautur við sendiráð
Sovétríkjanna. Hann þarf að vera
farinn úr landi innan viku ella
vofir handtaka yfir honum. Brott-
visun Gromovs á einnig rætur að
rekja til yfirlýsinga Sovétstjórn-
arinnar fyrir fjórum dögum þess
eðlis að þeir hvorki hörmuðu né
fordæmdu atburðinn.
magni af vopnum eða sprengiefni
verið náð af lýðveldishernum í einu
lagi. Var lögreglan sigurreif þar eð
fundurinn setti punktinn yfir i-ið í
mikilli vopnaleit lögreglunnar sem
staðið hefur með heldur daufum
árangri í tvær vikur.
Búgarðurinn þar sem sprengi-
efnið fannst er í Tyrone-héraði, en
þar hefur einkum verið leitað
vopna og sprengiefna. Bæjar- og
sveitarstjórnarkosningar fara
fram á Norður-írlandi í næsta
mánuði og lögreglan hefur beðið
fólk að fara varlega með hliðsjón
af vaxandi hryðjuverkastarfsemi
er nær dregur kosningunum.
AP/Símamynd
Gildistími Varsjársáttmálans framlengdur
Varsjá, 26. apnX
Leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna sjö samþykktu
einróma á fundi sínum í Varsjá í Póllandi í dag að
framlengja gildistíma Varsjársáttmálans um óákveð-
inn tíma, en sáttmálinn hefði runnið út í næsta mánuði.
Þá verða 30 ár frá því hann var undiritaöur í fyrsta
sinn. Agreiningsmál voru fá og ekki stórvægileg á
fundinum og hann gekk fljótt og vel fyrir sig. Mættir
voru leiðtogar Sovétríkjanna, Póllands, Búlgaríu,
Austur-Þýskalands, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands og
Rúmeníu. í fundarlok bauð Jaruzelski hershöfðngi í
mat og Gorbachev lagði til að skálað yrði fyrir varnar-
bandalagi ráðstjórnarríkjanna. Á myndinni eru Jaruz-
elski og Gorbachev við komuna til fundarins.
Borgarstjóri Bitburg vill
hvorki fá Reagan eða Kohl
Bonn og Moskvu, 25. aprfl. AP.
SÚ ÆTLUN Ronalds Reagan að
koma við í kirkjugarði í borginni
Bitburg á ferð sinni um Vestur-
Þýskaland og votta þar föllnum
þýskum hermönnum virðingu sína
hefur valdið miklum deilum. Fjöl-
margir, ekki síst gyðingar, hafa lýst
sig harmi slegna og fokreiða yfir
„framferði forsetans" með þeim
orðum að „hér sé ekki um stjórnmál
að ræða, heldur að þekkja muninn á
góðu og illu." Borgarstjóri Bitburg
Ný sovésk orrustuþota
til nota á Noregshafi
— tengist smfði risa-flugmódurskips
segir flotaforingi NATO
SOVÉTMENN eru að smíða nýja langfleyga orrustuþotu, sem getur
athafnað sig á Noregshafi eða á höfunum fyrir norðan og austan ísland
frá flugvöllum á Kólaskaga. Þetta kemur fram í samtali breska vikurits-
ins Jane’s Deíence Weekly við Wesley McDonald, flotaforingja, yfir-
mann herstjórnar NATO á Atlantshafi. Telur hann, að hin nýja vél verði
notuð til að veita Backfire-sprengjuþotum og herskipum Sovétmanna
vernd á Noregshafi.
„Langdræg orrustuþota er á
næsta leiti hjá Sovétmönnum,"
segir flotaforinginn, „þeir verða
vafalítið búnir að smíða hana
innan fimm ára,“ og bætir við að
smíði hennar sé í samræmi við
þá almennu viðleitni Sovét-
manna að geta beitt hervaldi
fjarri landamærum sinum og
stöðva flota Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna og sækja svo langt
fram, að þeir geti ráðist inn á
staði á norðurslóðum sem eru á
varnarsvæði Atlantshafsher-
stjórnarinnar, en ísland er ein-
mitt á þessu svæði.
Flotaforinginn telur, að nýja
orrustuþotan tengist því að inn-
an tiöar eignast Sovétmenn
fyrsta stóra flugmóðurskip sitt
sem er í smiðum í Nikoiaiev-
skipasmiðastöðinni við Svarta-
haf. „Þeir taka bráðlega í notkun
70.000 lesta flugmóðurskip,“ seg-
ir McDonald „það er kjarnorku-
knúið en búið hefbundnum vopn-
um og hefðbundnum flugvélum."
Telur hann að 60 til 70 flugvélar
verði um borð í skipinu.
Til þess að koma liðsauka til
Noregs á hættutímum segir
flotaforinginn nauðsynlegt að
beita sóknarafli á Noregshafi og
ekki verði unnt að draga skil á
milli orrustu um Noregshaf og
Atlantshaf. Ekki dugi að draga
varnarlínu í GIUK-hliðinu, frá
Grænlandi um Island til Bret-
lands og láta undir höfuð leggj-
ast að sækja inn á Noregshaf. Sé
slík varnarlína dregin fengju
Sovétmenn ot' mikið athafna-
frelsi á Noregshafi og líklegt
væri að Norðmenn gæfust upp
undan þrýstíngi þeirra, þar með
kynni orrustan um Atlantshaf
að tapast.
sagði í sjónvarpsviðtali í dag að íbú-
ar Bitburg væru svo hvekktir og
reiðir vegna þessa alls að helst vildu
þeir að hvorki Reagan né Kohl
kæmu til borgarinnar.
Það kveður við annan tón en áð-
ur hjá borgarstjóranum Theo
Hallet, hann var í fyrstu himinlif-
andi að fá leiðtogana í heimsókn
og sagði borgarbúa yfirleitt sama
sinnis. Nú segir hann deilurnar
vegna heimsóknarinnar hafa
gengið fram af borgarbúum. Peter
Bönisch, talsmaður vestur-þýsku
stjórnarinnar, sagði í dag, að ekki
hefði verið tekin ákvörðun um það
hvort hætt yrði við för Reagans til
Bitburg, þrátt fyrir bréf 200
bandarískra þingmanna til Helm-
uts Kohl, kanslara Vestur-Þýska-
lands, þar sem förinni var harð-
lega mótmælt.
Sjá nánar erlendan vettvang bls. 28
Sovétmenn eiga nú þrjú meðalstór flugmóðurskip, sem öll hafa komið við
sögu á NoregslufL Hér er mynd af þilfari eins þeirra, Kiev. Nú eru þeir
að smíða risa-flugmóðurskip um 70.000 lestir.
Hald lagt á
17,5 t. af hassi
Karachi, PahisUn. 25. apnl. AP.
LÖGREGLA og tollverðir í Karachi
lögðu hald á 17,5 tonn af hassi eftir
skotbardaga við smyglara úti í eyði-
mörk þar sem þeir höföu geymslu-
húsnæði á afviknum stað. Er álitið
að þetta sé stærsti hassfarmur sem
náðst hefur af smyglurum og eitur-
lyfjasölum í heiminum til þessa. Var
efnið allt innpakkað og tilbúið til
útflutnings er látið var til skarar
skríða.
Smyglararnir höfðu bækistöð í
eyðimörk 30 kílómetra norðaustur
af Karachi Lögreglan og tollverð-
ir höfðu fylgst með mönnunum
alllengi án þess að þeir hefðu orðið
þess varir og komu þeim gersam-
lega í opna skjöldu er atlagan var
gerð. Til skotbardaga kom, en eng-
an sakaði, smyglararnir gáfust
upp áður en til þess kom