Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 46
* i______________ ___________________ _________<s*LL MhHA A,-XhúaiitiHAiMAd JáHiAJiMijÖSiiM 46 ' MORGUNBLADIÐ, LAIÍGARDAGUR 27. APRÍL 1985 Það getur verið erfitt fyrir vísindamenn að sannfæra stjórnvöld og fyrirtæki um ágæti hugmynda sinna. Myndin sýnir túlkun listamanns á vandræðum þýskra vísindamanna sem fást við líftækni. Punktar frá líf- tækniráðstefnu — eftirAra Sœmundsen og Úlfar Antonsson 1. HLUTI I. Heiti ráðstefnu og tilgangur Á síðastliðnu ári var ráðstefnan „Biotech Europe ’84“ haldin í London og voru um 1.200 þátttak- endur mættir til leiks. Tilgangur þessarar ráðstefnu var tvíþættur: 1) Að reifa nýjar hugmyndir og að- ferðir er varða öll svið líftækn- innar. Framfarir á sviði líf- tækni hafa verið geysilegar á síðustu árum. Þó að líftækni sé ekki nýtt fyrirbrigði og veru- legur iðnaður hafi byggst upp í kringum notkun á ýmiss konar örverum og ensímum, þá er ljóst að erfðatæknin (genetic engineering) ásamt einstofna mótefnum (monoclonal anti- bodies) hefur valdið byltingu. Enn gætir þessarar nýju tækni mest í heilbrigðisþjónustu og lyfjaframleiðslu, en möguleik- arnir þar eru að flestra mati ótæmandi. 2) Fyrirtækjakynning. Um 90 aðil- ar nýttu sér þetta tækifæri og bar mest á stórum, vel þekktum fyrirtækjum, sem þarna kynntu þjónustu og framleiðslu sína. írland var með sérstaka landkynningu, með það fyrir augum að lokka til sín iðnað byggðan á líftækni. Auk þess kynntu nokkur landsvæði, inn- an og utan Bretlandseyja, þá aðstöðu, sem þau höfðu upp á að bjóða. Upphafsorð ráðstefnunnar voru í höndum Sir Hans Kornberg, Kenneth Baker, iðnaðarráðherra Breta, og dr. Sidney Brenner. Voru þeir sammála um að framgangur líftækni væri ör og myndi nýtast í flestum greinum atvinnulífsins. Þeir bentu hinsvegar á, að á mörg- um sviðum væri enn mikilla grunnrannsókna þörf og að öfluga rannsóknastarfsemi verði að stunda samhliða þróunarstarf- semi við leit að nýjum afurðum. í máli Kenneth Baker kom m.a. fram að styrkja þyrfti samvinnu á milli iðnaðar og grunnrannsókna til að efla framgang líftækni. í þessu sambandi stakk hann upp á að frammámenn í iðnaði heim- sæktu háskólana til aö athuga hvað þar væri að gerast og kynntu starfsemi sína fyrir háskóla- mönnum, með því að bjóða þeim í heimsókn til iðnfyrirtækjanna. Kenneth Baker undirstrikaði nauðsyn þess að stjórnvöld hlúi vel að þeirri líftækniviðleitni, sem er til staðar. Átti hann þar við þær grunnrannsóknir, sem stund- aðar eru við ýmsa háskóla, styrkt- ar af opinberum sjóðum og hag- nýttar af líftæknifyrirtækjum. í því sambandi nefndi hann fyrir- tækið Celltech Ltd., sem nú er eitthvert öflugasta líftæknifyrir- tækið á Bretlandseyjum (sjá síð- ar). II. Helstu málaflokkar og áherslur Á ráðstefnunni var rækilega undirstrikað að líftækni spannar nær öll svið atvinnulífs og er byggð á gömlum merg iðnaðarör- verufræði (industrial microbiol- ogy) og emsímverkfræði (enzyme engineering). Nýjungar, sem kom- ið hafa fram á sjónarsviðið síð- astliðin 10—15 ár, og endurspegl- ast í erfðatækninni og einstofna mótefnum, skipa þó stærstan sess í þeirri umræðu, sem nú á sér stað. Það er því ekki óeðlilegt að á ráðstefnu sem þessari einblíni menn nokkuð á notkun þessara að- ferða í nútímalíftækni. Voru kynningar á nýjungum á sviði ör- verufræði og lífefnafræði áber- andi, en einnig voru til umræðu aðrir þættir, sem snerta líftækni, s.s. fjármögnum, stofnun og upp- bygging líftæknifyrirtækja. Helstu málaflokkar voru: 1) Framgangur líftækni. 2) Reglugerðir, uppfinningar, einkaleyfi. 3) Fjármögnun og stofnun fyrir- tækja. 4) Nýjungar í aðferðafræði og heilsugæslu. 5) Líftækni og iðnaður — lífefna- verkfræði. 6) Líftækni og landbúnaður. 7) Lífmassi og líforka. Ekki eru tök á því að gera öllum þessum málaflokkum ítarleg skil, en reynt verður að draga saman það, sem undirrituðum þótti einna markverðast. 1) Framgangur líftækni Dr. Ronald E. Cape, stjórnarfor- maður Cetus Corporation í Banda- ríkjunum, fjallaði í ágætu erindi um stöðu líftækni í heiminum nú. Rauði þráðurinn í erindi hans var sú yfirburðastaða, sem Banda- ríkjamenn hafa skapað sér á þessu sviði. Hann gerði einnig að um- talsefni hvernig búið er að líf- tækni í þeim löndum, sem að hans mati eru helstu keppinautar Bandaríkjanna, en þau eru: Japan, Bretland, Þýskaland og Frakk- land. Benti Ronald Cape á að framfarir væru svo örar í Banda- ríkjunum vegna annars hugsunar- háttar, þ.e. að áhættufjármagn ætti greiða leið inn í slík fyrir- tæki. Þessi hugsunarháttur tíðk- ast ekki í Evrópu, a.m.k. ekki í ríkum mæli, og því renni menn hýru auga til stjórnvalda um að- stoð. Bretar hafa náð langt í opin- berri aðstoð við líftækniviðleitni. Árið 1983 var stofnuð sérstök líf- tæknideild í breska verslunar- og iðnaðarráðuneytinu (Department of Trade & Industry), DTI, sem gegnir því hlutverki að styrkja alla jákvæða þróun í þessum geira með góðri samvinnu við iðnaðinn og vísindamenn. Yfirmaður þess- arar deildar, Roy Dietz, taldi að það væri margt, sem mælti með þátttöku hins opinbera í líftækni- rekstri. Nokkur þessara atriða voru tíunduð í ræðu hans: — Hið opinbera hefur þegar fjár- fest töluverða fjármuni í yms- um grunnrannsóknum. I líf- tækni sér það þann möguleika, að þessar rannsóknir geti skil- að arði. — Aðeins stjórnvöld geta búið til umgjörð utan um samstarf há- skóla og iðnaðar. — Nauðsynlegt reynist að setja reglugerðir, sérstaklega varð- andi erfðatækni. Slíkt hlýtur að koma í hlut stjórnvalda. — Líftækni spannar breitt svið og heyrir því undir mörg ráðu- neyti og stofnanir. Það er því nauðsynlegt að samræma sam- skiptin á milli þessara aðila. Stjórnvöld hljóta að standa að slíkri samræmingu. — Hinn mikli áhugi, sem fjár- spekúlantar sýndu liftækni í Bandaríkjunum, var til marks um að hér voru hugsanleg gróðafyrirtæki í uppsiglingu. Stjórnvöld hljóta því að taka af skarið um uppbyggingu þessara greina í löndum, þar sem áhættufjármagn er ekki fyrir hendi. — Við þetta má bæta að stjórn- völd hlutu að grípa inn í til að tryggja að erlend fyrirtæki/að- ilar hirtu ekki allar nýjungar og kæmu þeim á markað. Eitt gleggsta dæmið um það sið- astnefnda er einmitt erfðatæknin annars vegar og einstofna mótefn- in hins vegar. Grundvöllurinn að erfðatækninni var lagður við há- skóla i Bandaríkjunum. Banda- ríkjamenn voru líka fljótir að sjá möguleika þessarar nýju tækni og fyrstu líftæknifyrirtækin, sem byggðu á þessari tækni, voru stofnuð upp úr 1970. Til saman- burðar má nefna að Celltech Ltd., eitt stærsta líftæknifyrirtæki í Bretlandi, var stofnað u.þ.b. 10 ár- um síðar. Einstofna mótefni voru uppgötvuð í Bretlandi á miðjum áttunda áratugnum, en það voru bandarísk fyrirtæki, sem komu þeim fyrst á hinn almenna mark- að. 2) Reglugerðir, uppfinn- ingar, einkaleyfi Ohætt er að fullyrða, að þessir þættir eru jafnstór hluti af líf- tæknisviðinu eins og rannsóknir, vöruþróun og markaðsleit. Reglu- gerðir eru nauðsynlegur rammi utan um þá starfsemi, sem felst í hinni nýju líftækni. Flest lönd hafa þegar búið þessari starfsemi slíkan ramma. Það var undirstrik- að í nokkrum ávörpum að menn gleymi ekki að kynna sér lagalegu hlið líftækninnar. Það er nú orð- inn daglegur viðburður að menn telji ýmsa líffræðilega ferla og jafnvel lífverur, sem þeir hafa breytt með erfðafræðilegum að- ferðum, eigin uppfinningar og sæki um einkaleyfi. Það er heldur ekki nóg að setja bara eigin reglu- gerðir um starfsemi líftæknifyr- irtækja heldur verða menn að vera vel heima í þeim reglum, sem gilda í öðrum löndum, sérstaklega ef stefnt er á útflutning eða ein- hvers konar samstarf milli landa. Þetta var undirstrikað af nokkr- um ræðumönnum. II. HLUTI 3) Fjármögnun og stofnun líftæknifyrirtækja Eins og áður hefur komið fram eru Bandaríkin og bandarísk fyrirtæki nokkuð sér á báti. Ný- stofnuð bandarísk fyrirtæki, sem byggja framleiðslu sína að mestu á notkun erfðatækninnar og ein- stofna mótefna, eru nú rúmlega 100 talsins. Þeim er það flestum sameiginlegt að þetta eru almenn- ingshlutafélög, sem afla fjár með sölu hlutabréfa á frjálsum mark- aði. Auk þess er töluvert áhættu- fjármagn í umferð. Tvö þessara fyrirtækja, smá á bandaríska visu, en í rjúkandi viðskiptum, fengu ágæta kynningu á þessari ráð- stefnu. Þau eru Centocor Inc., sem byggir framleiðslu sína á fram- leiðslu einstofna mótefna og Enzo Biochem Inc., sem byggir fram- kalfar sem hafa orðið til við svokallaðan fósturflutning (embryo transfer). Þeir eru allir fæddir nokkurn veginn á sama tíma, og arfgerð þeirra er eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.