Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 46

Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 46
* i______________ ___________________ _________<s*LL MhHA A,-XhúaiitiHAiMAd JáHiAJiMijÖSiiM 46 ' MORGUNBLADIÐ, LAIÍGARDAGUR 27. APRÍL 1985 Það getur verið erfitt fyrir vísindamenn að sannfæra stjórnvöld og fyrirtæki um ágæti hugmynda sinna. Myndin sýnir túlkun listamanns á vandræðum þýskra vísindamanna sem fást við líftækni. Punktar frá líf- tækniráðstefnu — eftirAra Sœmundsen og Úlfar Antonsson 1. HLUTI I. Heiti ráðstefnu og tilgangur Á síðastliðnu ári var ráðstefnan „Biotech Europe ’84“ haldin í London og voru um 1.200 þátttak- endur mættir til leiks. Tilgangur þessarar ráðstefnu var tvíþættur: 1) Að reifa nýjar hugmyndir og að- ferðir er varða öll svið líftækn- innar. Framfarir á sviði líf- tækni hafa verið geysilegar á síðustu árum. Þó að líftækni sé ekki nýtt fyrirbrigði og veru- legur iðnaður hafi byggst upp í kringum notkun á ýmiss konar örverum og ensímum, þá er ljóst að erfðatæknin (genetic engineering) ásamt einstofna mótefnum (monoclonal anti- bodies) hefur valdið byltingu. Enn gætir þessarar nýju tækni mest í heilbrigðisþjónustu og lyfjaframleiðslu, en möguleik- arnir þar eru að flestra mati ótæmandi. 2) Fyrirtækjakynning. Um 90 aðil- ar nýttu sér þetta tækifæri og bar mest á stórum, vel þekktum fyrirtækjum, sem þarna kynntu þjónustu og framleiðslu sína. írland var með sérstaka landkynningu, með það fyrir augum að lokka til sín iðnað byggðan á líftækni. Auk þess kynntu nokkur landsvæði, inn- an og utan Bretlandseyja, þá aðstöðu, sem þau höfðu upp á að bjóða. Upphafsorð ráðstefnunnar voru í höndum Sir Hans Kornberg, Kenneth Baker, iðnaðarráðherra Breta, og dr. Sidney Brenner. Voru þeir sammála um að framgangur líftækni væri ör og myndi nýtast í flestum greinum atvinnulífsins. Þeir bentu hinsvegar á, að á mörg- um sviðum væri enn mikilla grunnrannsókna þörf og að öfluga rannsóknastarfsemi verði að stunda samhliða þróunarstarf- semi við leit að nýjum afurðum. í máli Kenneth Baker kom m.a. fram að styrkja þyrfti samvinnu á milli iðnaðar og grunnrannsókna til að efla framgang líftækni. í þessu sambandi stakk hann upp á að frammámenn í iðnaði heim- sæktu háskólana til aö athuga hvað þar væri að gerast og kynntu starfsemi sína fyrir háskóla- mönnum, með því að bjóða þeim í heimsókn til iðnfyrirtækjanna. Kenneth Baker undirstrikaði nauðsyn þess að stjórnvöld hlúi vel að þeirri líftækniviðleitni, sem er til staðar. Átti hann þar við þær grunnrannsóknir, sem stund- aðar eru við ýmsa háskóla, styrkt- ar af opinberum sjóðum og hag- nýttar af líftæknifyrirtækjum. í því sambandi nefndi hann fyrir- tækið Celltech Ltd., sem nú er eitthvert öflugasta líftæknifyrir- tækið á Bretlandseyjum (sjá síð- ar). II. Helstu málaflokkar og áherslur Á ráðstefnunni var rækilega undirstrikað að líftækni spannar nær öll svið atvinnulífs og er byggð á gömlum merg iðnaðarör- verufræði (industrial microbiol- ogy) og emsímverkfræði (enzyme engineering). Nýjungar, sem kom- ið hafa fram á sjónarsviðið síð- astliðin 10—15 ár, og endurspegl- ast í erfðatækninni og einstofna mótefnum, skipa þó stærstan sess í þeirri umræðu, sem nú á sér stað. Það er því ekki óeðlilegt að á ráðstefnu sem þessari einblíni menn nokkuð á notkun þessara að- ferða í nútímalíftækni. Voru kynningar á nýjungum á sviði ör- verufræði og lífefnafræði áber- andi, en einnig voru til umræðu aðrir þættir, sem snerta líftækni, s.s. fjármögnum, stofnun og upp- bygging líftæknifyrirtækja. Helstu málaflokkar voru: 1) Framgangur líftækni. 2) Reglugerðir, uppfinningar, einkaleyfi. 3) Fjármögnun og stofnun fyrir- tækja. 4) Nýjungar í aðferðafræði og heilsugæslu. 5) Líftækni og iðnaður — lífefna- verkfræði. 6) Líftækni og landbúnaður. 7) Lífmassi og líforka. Ekki eru tök á því að gera öllum þessum málaflokkum ítarleg skil, en reynt verður að draga saman það, sem undirrituðum þótti einna markverðast. 1) Framgangur líftækni Dr. Ronald E. Cape, stjórnarfor- maður Cetus Corporation í Banda- ríkjunum, fjallaði í ágætu erindi um stöðu líftækni í heiminum nú. Rauði þráðurinn í erindi hans var sú yfirburðastaða, sem Banda- ríkjamenn hafa skapað sér á þessu sviði. Hann gerði einnig að um- talsefni hvernig búið er að líf- tækni í þeim löndum, sem að hans mati eru helstu keppinautar Bandaríkjanna, en þau eru: Japan, Bretland, Þýskaland og Frakk- land. Benti Ronald Cape á að framfarir væru svo örar í Banda- ríkjunum vegna annars hugsunar- háttar, þ.e. að áhættufjármagn ætti greiða leið inn í slík fyrir- tæki. Þessi hugsunarháttur tíðk- ast ekki í Evrópu, a.m.k. ekki í ríkum mæli, og því renni menn hýru auga til stjórnvalda um að- stoð. Bretar hafa náð langt í opin- berri aðstoð við líftækniviðleitni. Árið 1983 var stofnuð sérstök líf- tæknideild í breska verslunar- og iðnaðarráðuneytinu (Department of Trade & Industry), DTI, sem gegnir því hlutverki að styrkja alla jákvæða þróun í þessum geira með góðri samvinnu við iðnaðinn og vísindamenn. Yfirmaður þess- arar deildar, Roy Dietz, taldi að það væri margt, sem mælti með þátttöku hins opinbera í líftækni- rekstri. Nokkur þessara atriða voru tíunduð í ræðu hans: — Hið opinbera hefur þegar fjár- fest töluverða fjármuni í yms- um grunnrannsóknum. I líf- tækni sér það þann möguleika, að þessar rannsóknir geti skil- að arði. — Aðeins stjórnvöld geta búið til umgjörð utan um samstarf há- skóla og iðnaðar. — Nauðsynlegt reynist að setja reglugerðir, sérstaklega varð- andi erfðatækni. Slíkt hlýtur að koma í hlut stjórnvalda. — Líftækni spannar breitt svið og heyrir því undir mörg ráðu- neyti og stofnanir. Það er því nauðsynlegt að samræma sam- skiptin á milli þessara aðila. Stjórnvöld hljóta að standa að slíkri samræmingu. — Hinn mikli áhugi, sem fjár- spekúlantar sýndu liftækni í Bandaríkjunum, var til marks um að hér voru hugsanleg gróðafyrirtæki í uppsiglingu. Stjórnvöld hljóta því að taka af skarið um uppbyggingu þessara greina í löndum, þar sem áhættufjármagn er ekki fyrir hendi. — Við þetta má bæta að stjórn- völd hlutu að grípa inn í til að tryggja að erlend fyrirtæki/að- ilar hirtu ekki allar nýjungar og kæmu þeim á markað. Eitt gleggsta dæmið um það sið- astnefnda er einmitt erfðatæknin annars vegar og einstofna mótefn- in hins vegar. Grundvöllurinn að erfðatækninni var lagður við há- skóla i Bandaríkjunum. Banda- ríkjamenn voru líka fljótir að sjá möguleika þessarar nýju tækni og fyrstu líftæknifyrirtækin, sem byggðu á þessari tækni, voru stofnuð upp úr 1970. Til saman- burðar má nefna að Celltech Ltd., eitt stærsta líftæknifyrirtæki í Bretlandi, var stofnað u.þ.b. 10 ár- um síðar. Einstofna mótefni voru uppgötvuð í Bretlandi á miðjum áttunda áratugnum, en það voru bandarísk fyrirtæki, sem komu þeim fyrst á hinn almenna mark- að. 2) Reglugerðir, uppfinn- ingar, einkaleyfi Ohætt er að fullyrða, að þessir þættir eru jafnstór hluti af líf- tæknisviðinu eins og rannsóknir, vöruþróun og markaðsleit. Reglu- gerðir eru nauðsynlegur rammi utan um þá starfsemi, sem felst í hinni nýju líftækni. Flest lönd hafa þegar búið þessari starfsemi slíkan ramma. Það var undirstrik- að í nokkrum ávörpum að menn gleymi ekki að kynna sér lagalegu hlið líftækninnar. Það er nú orð- inn daglegur viðburður að menn telji ýmsa líffræðilega ferla og jafnvel lífverur, sem þeir hafa breytt með erfðafræðilegum að- ferðum, eigin uppfinningar og sæki um einkaleyfi. Það er heldur ekki nóg að setja bara eigin reglu- gerðir um starfsemi líftæknifyr- irtækja heldur verða menn að vera vel heima í þeim reglum, sem gilda í öðrum löndum, sérstaklega ef stefnt er á útflutning eða ein- hvers konar samstarf milli landa. Þetta var undirstrikað af nokkr- um ræðumönnum. II. HLUTI 3) Fjármögnun og stofnun líftæknifyrirtækja Eins og áður hefur komið fram eru Bandaríkin og bandarísk fyrirtæki nokkuð sér á báti. Ný- stofnuð bandarísk fyrirtæki, sem byggja framleiðslu sína að mestu á notkun erfðatækninnar og ein- stofna mótefna, eru nú rúmlega 100 talsins. Þeim er það flestum sameiginlegt að þetta eru almenn- ingshlutafélög, sem afla fjár með sölu hlutabréfa á frjálsum mark- aði. Auk þess er töluvert áhættu- fjármagn í umferð. Tvö þessara fyrirtækja, smá á bandaríska visu, en í rjúkandi viðskiptum, fengu ágæta kynningu á þessari ráð- stefnu. Þau eru Centocor Inc., sem byggir framleiðslu sína á fram- leiðslu einstofna mótefna og Enzo Biochem Inc., sem byggir fram- kalfar sem hafa orðið til við svokallaðan fósturflutning (embryo transfer). Þeir eru allir fæddir nokkurn veginn á sama tíma, og arfgerð þeirra er eins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.