Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 42

Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 07.’ APRlL 1985 42 Minning: Bjarni Guðjóns- son forstjóri Fæddur 28. júní 1903 Dáinn 14. aprfl 1985 Miðvikudaginn 24. apríl sl. var gerð útför Bjarna Guðjónssonar forstjóra frá litlu kapellunni í Fossvogi. Bjarni fæddist 28. júní 1903 á Leysingjastöðum í Sveinsstaða- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar Bjarna voru hjónin • Guðjón Ingvi Jónsson bóndi á Leysingjastöðum og kona hans Steinunn Páisdóttir. Þau hjón áttu fjóra syni og komust þrír þeirra á legg. Var Bjarni þeirra yngstur. Foreldrar Bjarna voru komnir af sterkum ættstofnum. Faðir hans var sonur hins þekkta hesta- manns Jóns bónda á Þingeyrum, Ásgeirssonar alþingismanns Einarssonar. Kona Guðjóns Ingva var Steinunn Pálsdóttir hrepp- stjóra á Akri, Ólafssonar. Voru þeir hálfbræður Páll á Akri og Jó- hannes, faðir dr. Sigurðar Nordal prófessors og fræðimanns. Stein- unn, móðir Bjarna, var systir Ingi- ahjargar, konu Jónasar Rafnar læknis á Kristnesi, og systir séra Bjarna prófasts í Steinnesi. Allt eru þetta kunnar norðlenskar ætt- ir. Bjarni naut fræðslu í heima- sveit sinni og síðar í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Þaðan lá leiðin til Danmerkur þar sem hann stundaði nám í Paalmanns Hand- elsskole. Lauk hann burtfarar- prófi frá þeim skóla. Meðan á dvölinni stóð í Dan- mörku kynntist Bjarni ungri ljóshærðri stúlku, Elnu Hilfling- Olesen. Sú kynning olli straum- hvörfum í lífi þeirra Bjarna og Elnu. Þau gengu í hjónaband árið 1930. Að fá Elnu fyrir lífsförunaut var mikið heillaspor fyrir Bjarna. Elna reyndist ekki aðeins fram- úrskarandi húsmóðir heldur perla af manni, hugljúf og hógvær. Nú lá leiðin til baka til Islands. Þau Bjarni og Elna eignuðust heimili í Reykjavík og síðar sitt eigið hús við Egilsgötu. Bjarni var nú vel undir það bú- inn að takast á við störfin í við- skiptalífinu. Hann hóf fyrst störf hjá heildversluninni Nathan og Olsen en síðar stofnaði hann heildverslunina Eddu með Karli Þorsteins. Það fyrirtæki sérhæfði sig í innflutningi á vefnaðarvör- um. Um þetta leyti hafði heims- kreppan teygt arma sína til ís- lands. Erlend viðskipti voru erfið. Með óvenjulegum dugnaði tókst Bjarna og samstarfsmönnum hans í Eddu að byggja upp myndarleg viðskipti á þeirra tíma mæli- kvarða. Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á 1939 varð erfiðara um vik með erlend viðskipti. Markaðir lokuðust á meginlandi Evrópu og viðskiptin beinast til Bretlands og Bandaríkjanna. Árið 1944 var ákveðið af ís- lenskum stjórnvöldum að sett yrði á stofn í Bandaríkjunum samband um kaup á vefnaðarvörum fyrir íslenska innflytjendur. Bjarni Guðjónsson var valinn í hóp þriggja manna, sem veita skyldu forstöðu vefnaðarvöruinnkaupa- skrifstofu í New York. Þau Elna og Bjarni fluttu til New York 1944. Með í förinni var dóttirin Björg á 5. ári. Urðu nú aftur þáttaskil í lífi Bjarna og Elnu. Fjölskyldan kom sér vel fyrir í Forest Hills-hverfi í New York. Fljótlega eftir að stríðinu lauk 1945 var vefnaðarvöruinnkaupa- skrifstofan lögð niður. Elna og Bjarni tóku þá ákvörðun að dvelja áfram í Bandaríkjunum. Stofnaði Bjarni fyrirtæki með Bandaríkja- manni sem seldi vélar frá Evrópu fyrir vefnaðarverksmiðjur. Á næstu árum lagði Bjarni hart að sér við störf í hinu nýja fyrir- tæki. Hann ferðaðist mikið um Bandaríkin og dugnaður hans tryggði það, að hann gat séð fjöl- skyldu sinni farborða. Flutt var í nýtt húsnæði lengra úti á Long Island í New York og síðár flutti fjölskyldan til Greenville í Suður- Karólínu. Björg var þá orðin gjafvaxta mær, hún hafði dvalið um tíma á íslandi við nám og kynnst ungum manni, Kristjáni E. Þórðarsyni. Brúðkaup þeirra Bjargar var haldið í Reykjavík. Síðan komu börnin til sögunnar, Bjarni fædd- ur 1963 og Elna fædd 1965. Það fer vart á milli mála að fjöl- skylda Bjargar átti mestan þátt í því að aftur verða þáttaskil í lífi Elnu og Bjarna. Þau fluttu til ís- lands 1965 og eignuðust heimili í Hátúni 4 þar sem þau hafa búið síðan. Eftir að hafa flutt til íslands ferðuðust Elna og Bjarni mikið til útlanda, bæði Evrópu og Banda- ríkjanna. Veit ég að Elna á góðar endurminningar frá þessum ferð- um. En aldurinn færðist yfir og fyrir tveim árum varð Bjarni að gangast undir mikla læknisað- gerð. Sjúkralegan varð Bjarna erf- ið. Lundafar hans var slíkt, að hann þoldi illa að geta ekki gengið heill til skógar. Strengir höfðu brostið í brjósti hans. Karl- mennskan hafði orðið að lúta í lægra haldi fyrir aldri og heilsu- bresti. Síðasti spölurinn á lífsleið Bjarna var erfiður, bæði fyrir hann sjálfan og líka Elnu, sem ekki var heil heilsu. Hún reyndi þó eftir mætti að veita hjálp við erf- iðar aðstæður. Ástæða er til að minnast sérstaklega með þakklæti Helgu Jónsson, nágrannkonu þeirra, fyrir mikilsverða hjálp. Nú er vinur okkar Bjarni allur. Merkilegu lífi er lokið. Eftir standa minningarnar. Við minn- umst með þakklæti vináttu hans og margra ánægjulegra samveru- stunda. Flestar minningarnar á Elna. í því safni munu finnast margar geislandi perlur. Megi þær verma hug hennar og hjarta á komandi árum. Ég flyt Elnu, Björgu, Kristjáni og barnabðrnunum innilega sam- úð. Megi góðar minningar um lát- inn vin gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Bjarna Guð- jónssonar. Erlendur Einarsson Karitas K. Berg- mann — Minning Fædd 14. október 1913 Dáin 19. aprfl 1985 Þeim fækkar óðum leikfélögun- um úr Keflavík á þriðja áratugn- um. Það var fyrir tíma hand- og fótboltaleikja og ekki voru diskó- tek. Varla að til væri grammó- fónn. Þá fór maður gjarnan niður á bryggju og veiddi ufsa og kola í köttinn. Þegar lengra leið var not- ast við eina harmonikku er farið var að dansa. Við Kaja vorum fermingarsyst- , ur og höfðum áður verið mikið saman við störf og leik. Hún pass- aði systkini sín, en ég var svo heppin að fá að passa 5 frændur •j^mína, svo við áttum alltaf samleið. Mikið öfundaði ég hana af systr- um hennar, Ingu og Köllu, sem voru svo fallegar og hárprúðar. Ég átti aldrei systur. Enn héldum við áfram að fylgjast að, við giftum okkur um sama leyti og fengum báðar strákana, sem við endilega vildum og það hefur enzt. Líka eignuðumst við dætur okkur um sama leyti og alltaf var nóg um að tala þegar við hittumst. Nú áttum við ekki lengur heima í sama byggðarlagi, svo smáfjar- lægðumst við meira en skyldi í ein 16 ár. Enn fylgdumst við aftur að þegar Kaja eignaðist Mörtu sína og ég dótturdóttur, sem ég fékk að mala upp, aftur fórum við að hittast og það var skrafað og hlegið eins og við hefðum aldrei skilið. Kaja var trygglynd og sannur vinur vina sinna, en hún var aldrei mannblendin. Hún var mikil heimsmanneskja, fór lítið útaf heimilinu en las einhver ósköp af allskyns bókum, hún var alæta á lestrarefni. Á tímabili fóru þau hjón marg- ar utanlandsreisur og mikið naut hún þeirra ferðalaga með góðum vinum. Þau Kaja og Hreggviður fluttu til Reykjavíkur á seinni árum, sem urðu þeim að mörgu leyti erfið. Hreggviður missti heilsuna og þurfti mikla umönnun, sem Kaja veitti honum með alúð. Hann lézt á heimili þeirra 22. desember 1978. Kaja var búin að vera heilsulítil árum saman. Eftir að hún varð ein dvaldi hún oft á Vífilsstöðum og mátti komp. þangað hvenær sem hún þurfti með. Hún fluttist aftur til Keflavíkur þar sem dætur hennar, þær Guð- laug og María, eru búsettar, en Marta giftist til Hollands og þang- að fór Kaja í heimsókn þegar heilsan leyfði. Mér er í minni hvað það gladdi mig þegar hún hringdi til mín frá Hollandi á 70 ára af- mælisdegi mínum, ég held það hafi verið ein besta afmælisgjöfin, þó margar væru góðar. Með þakklæti fyrir vinskapinn kveð ég Kaju og óska að henni verði að trú sinni. Innilegar samúðarkveðjur til dætra, tengdasona, barnabarna og systkina. Anna í Breiðagerði Ég vil með nokkrum orðum minnast vinkonu minnar, Kaju, en svo var Karitas nefnd af vinum sínum. Hún fæddist hér í Keflavik 14. október 1913. Foreldrar hennar voru Karl Guðmundsson sjómaður og María Magnúsdóttir. Þau eign- uðust alls 8 börn. Árið 1934 giftist Kaja Hreggviði Bergmann. Hann var sonur Guð- laugar Bergsteinsdóttur og Stef- áns Bergmann. Þau bjuggr hér í Keflavík. Karitas og Hreggviður eignuðust 3 dætur, Guðlaugu, Maríu og Mörtu Guðlaug og María búa hér í Keflavík en Marta er gift hollenskum manni og býr í Hollandi. Kynni okkar Kaju hófust er Huxley, maðurinn minn, tók við forstjórastöðu fyrirtækisins Keflavík hf og við fluttumst hingað suður. Seinna gerðist Hreggviður meðeigandi að Kefla- vík hf. og síðar forstjóri þess, en Huxley gerðist forstjóri Fisk- iðjunnar sf. hér í Keflavík. Við þetta sköpuðust náin tengsl milli fjölskyldna okkar. Seinna byggð- um við bæði hús, sem skammt var á milli. Lá leið mín því oft til Kaju, er ég átti leið fram hjá og röbbuðum við þá margt saman. Kaja var ákaflega dul og hlé- dræg, svo oft fannst. manni það um of, en þeir sem hún batt vin- áttu við, áttu í henni traustan og tryggan vin og gagnkvæman trún- að. Kaja var mjög myndarleg hús- móðir og handavinnukona góð. Hún átti fallegf, heimili, lengstum hér í Keflavík, en seinna fluttust þau hjónin til Reykjavíkur og bjuggu þar í nokkur ár. Flutning- urinn til Reykjavíkur skapaðist aðallega af því að Hreggviður hugðist draga sig í hlé frá störfum því heilsu hans fór hrakandi. Nú ætlaði hann að eiga róleg ár og seldi því hlut sinn í Keflavík hf. Því miður urðu árin ekki mörg, því heilsu hans hrakaði stöðugt. Hann lést 22. desember 1978. Heilsa Kaju hafði aldrei verið góð, því hún fékk berkla á unga aldri og lá um skeið á Vífilsstöð- um. Heislusleysi Hreggviðs fékk mjög á hana, eins og gefur að skilja, en hún hjúkraði honum af stakri kostgæfni, þó hennar kraft- ar væru takmarkaðir. Eftir lát manns síns fluttist Kaja aftur til Keflavíkur og bjó sér fallegt heimili að Háteigi 14. Heilsu hennar fór nú hrakandi og og dvaldi hún meira og minna á sjúkrahúsum hin síðari ár Kaja hafði mjög gaman af lestri góðra bóka og átti mikið af þeim. til að stytta sér stundir við. Eins og fyrr sagði var Kaja ákaflega dul kona og flíkaði lítt tilfinning- um sínum, en hún var greind og mjög hugsandi um lífið og tilver- una í heild og framhald lífsins. Hún var gædd dulrænum hæfi- leikum og varð áskynja ýmislegs, sem fáum var opið. Það er gangur lífsins að maður sér á bak vinum sinum Þó heilsa Kaju hafi verið tæp undanfarið, bjóst ég ekki við svo snöggri burt- för hennar. Ég veit að Kaja vin- kona mín á góða heimvon og ég bið henni blessunar í nýjum heim- kynnum, um leið og ég þakka henni öll góð kynni. Samúðarkveðjur sendum við hjónin dætrunum og öllum öðrum ástvinum. Vilborg Ámundadóttir + Eiginmaður minn, BJÖRN JÓNSSON, f.v alþingismaöur frá Akureyri, Leifsgötu 20, Reykjavík, er látinn. Þórgunnur Sveinsdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, ÚLFARS KRISTJÓNSSONAR og sonar, JÓHANNS ÓTTARS, Sandholti 44, Ólafsvlk. Sérstakar þakkir færum við félögum í björgunar- og slysavarnar- deildunum, svo og öllum öörum er lagt hafa liö fyrir mikiö og fórn- fúst starf. Guö blessi ykkur öll. Fyrir hönd aöstandenda, Alda Jóhannesdóttir. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLt skal vakin á því, aó afmælis og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara Þannig verður grein sem birtast á í miðviku- dagsblaði, af berast í síðasta lagi fyrir hadeg a mánudag og hlið- stætt mec greínar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaösins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Legsteinar granít — marmari Optð alto daga, ^ J •CnnCg hvMd Unnarbraut 19, 8att|arnarnaal, • aimac 620909 09 72919. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöö viö Hagkaup, sími 82895.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.