Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 3

Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ApRÍL 1985 Frystihúsbruninn á Vopnafirði: Vinnsla hefst með eðli- legum hætti á mánudag Tjón minna en talið var í fyrstu VopnmfirAi, 2S. aprfl. TJÓN af völdum brunans í slátur- og frystihúsi Tanga hf. hér á Vopna- firði er minna en talið var í fyrstu, þótt enn liggi ekki fyrir nákvæmar tölur þar að lútandi. Vinnsla hefst að líkindum aftur með eðlilegum hætti á mánudag. Eldsins varð vart um klukkan 7.00 að morgni fimmtudagsins er vélstjóri kom til vinnu. Vélasalur- inn var þá fullur af reyk og var slökkviliði þegar gert viðvart. Gekk greiðlega að ráða niðurlög- um eldsins, sem reyndar var ekki mikill, en hins vegar tók talsverð- an tíma að reykhreinsa húsið. Sér- fræðingar frá tryggingarfélagi og rafmagnseftirliti hafa unnið að mati á tjóni og eldsupptökum, en óttast er að um 20 tonn af nauta- kjöti hafi skemmst af völdum reyksins. Eldsupptök eru ókunn, en talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp í raflögnum, sem eru að mestu ónýtar. Frystivélar eru taldar óskemmdar að mestu og í gær- kvöldi tókst að ræsa eina þeirra. Atvinnulíf hér mun því lítið rask- ast af völdum brunans og er reikn- að með að vinnsla geti hafist aftur með eðlilegum hætti á mánudag- inn. B.B. íslendingafélagið í Qsló; Tvenn hjón heiðruð fyrir gott starf Á AÐALFUNDI íslendingafélagsins í Osló fyrir skömmu voru tvenn hjón gerð að heiðursfélögum. Það voru þau Sigurður og Ragnheiður Hafstað og Skarphéðinn Árnason og Elín- borg Reynisdóttir. „Þetta fólk hefur unnið gífur- lega vel fyrir fslendinga í Noregi", sagði Helga Jóhannesdóttir, frá- farandi formaður íslendingafé- lagsins, í samtali við Morgunblað- ið. „Sigurður og Ragnheiður áttu stóran þátt í að endurlífga félagið fyrir um 20 árum, en þá hafði starfið legið niðri frá 1940. Sigurð- ur vann að því að fá sjóð félagsins aftur, en hann hafði flust til fs- lands. Sigurður hefur starfað hér í Osló sem sendiráðunautur og þau hjón hafa alltaf tekið íslendingum opnum örmum á heimili sínu. Þau eru því vel að nafnbótinni „heið- ursfélagi" komin." Helga sagði að Skarphéðinn Árnason og Elínborg Reynisdóttir hefðu í raun tekið við starfi Sig- urðar og Ragnheiðar innan félags- ins. „Þau sátu bæði í stjórn og Skarphéðinn átti sæti í félags- heimilisnefnd. Líkt og Sigurður átti Skarphéðinn auðvelt með að ná til íslendinga hér, því hann hefur lengi verið forstjóri Flug- leiða í Osló. Nú hefur félagið loksins fengið húsnæði, sem er að mestu Skarp- héðni að þakka og einnig hefur verið keypt sumarhús fyrir sjóð þann er Sigurður fékk aftur við endurreisn félagsins. Þessi tvenn hjón hafa áorkaö miklu og í reynd verið driffjöður fslendingafélags- ins,“ sagði Helga Jóhannesdóttir að lokum. Eriendú fiskmarkaðir: Gott verð fyrir íslenzka fiskinn ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á fimmtudag og föstu- dag. Fengu þau þokkalegl verð fyrir hann. Á fimmtudag seldi Arinbjörn RE 129,4 lestir, mest karfa, í Cuxhaven Heildarverð var 4.094.900 krónur, meðalverð 31,64. Sama dag seldi Vísir SF 62,2 lest- ir, mest þorsk, í Hull. Heildarverð var 2.647.000 krónur, meðalverð 42,58. Á föstudag seldi Már SH 187,1 lest, mestmegnis karfa og grálúðu, í Bremerhaven. Heildar- verð var 5.261.200 krónur, meðal- verö 28,13. Vélar frystihússins voru svartar af sóti og reyk. Ljósm.: Björn Björnsson arh*^! ^Mf0ge"díS'Ssd \22W s-sg5ss tfl*® íss..—” ssjSs**” I ifaixM sinn finkk\/lrii jfnlk’QÍnc: fil hinna QfnrQk'pmmfilpnn fjölskyldufólksins til hinna stórskemmtilegu sumarhúsa í Danmörku. Cóð húsog fyrsta flokks íþrotta- og afþreyingaraðstaða í Karlslunde og Cilleleje, nálægð þeirra við Kaupmanna- höfn, einstakt verð á bilaleigubilum og margt, margt fleira gerirsumarhúsadvöl í Danmörku að sjálfsögðum valkosti þeirra sem vilja njóta sumarleyfis á góðum stað og á frábærlega hagstæðu verði! Skoðunarferðir: • Jótland og Lególand • Pýskaland • Kaupmannahöfn • Kvöldferð í Tívolí • Svíþjóð Farþegar athuglð Bláa afsláttarverðiö gildir fyrlr þá sem staðfesta pöntun með innborgun fyrir 7. mal. Staöfestið þvi strax og sparið ykkur stórfél Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899-' SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.