Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 27.04.1985, Síða 19
 leikstjóri, er óperugestum vel kunn því hún hefur sett upp nokkrum sinnum áður hjá Óperunni, þar á meðal óper- ettuna Sígaunabaróninn. „Þegar maður setur upp óper- ettu eins og Leðurblökuna er aðalatriðið að reyna að ná þessum léttleika og gáska sem einkennir þetta verk, sem má segja að stjórnist af kampa- víni. í þessu verki er meiri taltexti eins og í flestum óper- ettum, auðvitað getur maður ekki ætlast til að óperusöngv- arar leiki eins og leikarar, en aðalatriðið er að sýningin gangi hratt fyrir sig. Margir kaflar sem byggjast mikið til á samtölum, eins og í fangelsinu þar sem Eggert Þorleifsson leikur stórt hlutverk, verða til á staðnum ef svo má segja. Þessir kaflar eru dálítið lausir í rásinni, og ég var til dæmis með margar útgáfur af þeim kafla. Þetta verk byggir í raun á léttúðugri lífsskoðun þar sem aðalatriðið er að skemmta sér eins vel og maður getur og smá framhjáhald sakar ekki, þessi tími sem verkið er skrif- að á tekur á þessum málum eins og ekkert sé sjálfsagðara. — Hvernig hefur verið að vinna að þessari sýningu? „Það hefur verið mjög gam- an, ég hef mjög gott sam- starfsfólk. Decker sem er hljómsveitarstjóri er fanta- góður, hann kann sitt fag og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Una Collins hefur gert mjög skemmtilega sviðs- mynd. Hún miðar við búninga í ætt við Art Nouvaux, og hef- ur því fært þá um 10 ár, en ef miðað er við nákvæman tíma þyrfti kvenfólkið að vera með rasspúða og það er hreinlega ekki pláss fyrir slíka búninga á sviðinu! í sýningunni er líka Sigurður Björnsson sem kann á þennan stíl út og inn og hef- ur verið tilbúinn að miðla af reynslu sinni í einu og öllu. Samvinna okkar allra hefur verið mjög mikilsverð, þó er það svo hér á landi þar sem ekki er fyrir hendi mikil hefð fyrir óperunni að maður er ekki eins bundinn við hefðina, og sér ekki ástæðu til að eltast við hana í einu og öllu, það þýðir þó ekki heldur að það sé nauðsynlegt að kasta henni al- veg fyrir róða.“ um þetta og öll önnur. Að syngja Rósalindu tekur á öðrum hlutum í manni, en það er misskilningur að halda að það sé auðveldara að vinna að óperettu. — Hefur þú tekið þátt í upp- færslu á Leðurblökunni áður? „Ég var í Þjóðleikhúskórnum þegar Leðurblakan var sýnd þar síðast árið 1973, jafnframt var ég gestur í veislunni hjá Orlofski og söng þá aríu úr Seldu brúðinni eftir Smetana. Ég minnist þess hvað ég kveið mikið fyrir og skalf þegar ég kom inn á svið, ég hélt ég kæmist ekki klakklaust í gegnum minn hlut.“ — Hefur þú jafnmikinn sviðsskrekk núna? “Skrekkurinn er alltaf fyrir hendi, en það er óhætt að segja að maður hefur lært að yfirvega sig betur, og lært að taka á sjálf- um sér þegar taugaspennan gerir vart við sig. En líklega verður _ hún alltaf til staðar." MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 LEÐI RHLAKAN FRIMSYNI) HJA ISLENSKlOPERHNNl I KVOLD öi. 19 „Hef sungið í Leður- blökunni 189 sinnum“ — segir Sigurður Björnsson óperusöngvari „Ég athugaði til gamans um daginn hversu oft ég hef sungið í þessari óperettu, og mér telst til að það sé 189 sinnum, þar af söng ég 175 sinnum í Þýska- landi og Austurríki þegar ég var þar og svo líklega um 14 sinnum í Þjóðleikhúsinu 1973,“ sagði Sigurður Björnsson í samtali við blm. Mbl. en hann fer með hlut- verk Eisensteins í uppfærslu ís- lensku óperunnar á Leðurblök- unni, en hann söng það hlutverk einnig í Þjóðleikhúsinu 1973. „Ég hef sungið á annað hundrað hlutverk um ævina, en þetta er eitt af mínum uppáhaldshlutverkum. Það er mjög skemmtilegt hlutverk, það er mikill leikur og galsi í Eisenstein, vondur út í menn réttvísinnar og fýsir að lenda í ævintýrum.“ — Nú hefur þú sungið þetta hlutverk bæði erlendis og hér heima, það er bæði á þýsku og íslensku, er mikill munur á því? „Mér finnst í þýðingu að textinn tapi þessum „Vínar- sjarma" sem er í frumtextan- um, ýmsar áherslur fara for- görðum, en við því er auðvitað ekkert að gera. Það er ekki hægt að flytja óperettur hér nema á íslensku. Munurinn á að taka þátt í óperum hér og erlendis er hins vegar mikið til í aðbúnaði, við eigum ekk- ert nógu stórt hús til að flytja óperur í og svo er engin hefð hér fyrir flutningi á þessum verkum.“ — Er skemmtilegt að fást við tónlistina eftir Strauss? „Það er mjög gaman að syngja Strauss en það er jafn- framt erfitt. Óperettur eru oft vanmetnar, það er mjög létt að hlusta á þær eins og músík- ina í Leðurblökunni, en það getur verið erfitt að ná stemmningunni og flytja verkið eins og það á að vera. Það er alltaf hættulegt þegar fólk og listamennirnir líta á verkin sem mjög auðveld, því að það er létt að fara yfir strikið og sjúska í flutningi á óperettunum." — Hefurðu einhverja draumsýn varðandi flutning á óperum hér á landi? „Minn draumur hefur alltaf verið sá að það verði ráðnir söngvarar við Þjóðleikhúsið og það muni nota þá aðstöðu sem kemur til með að skapast í „húsi tónlistarinnar“.“ Ætlar þú ttt útlanda / sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sittýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.