Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 Vestmannaeyjan Metveiði hjá sjó- stangaveiðimönnum Vestmannaeyium. MJÖG góð þátttaka og metveiði var í hinu árlega Hvítasunnumóti Sjó- stangaveiðilélags Vestmannaeyja sem haldið var í Eyjum um helgina. 78 keppendur voru á mótinu og réru þeir á 16 bátum árla morguns laug- ardag og sunnudag. Fyrri veiðidag- inn var talsverður skælingur en veð- ur mjög hagstætt síðari daginn. Alls veiddust tæp 13 tonn og hefur aldrei fiskast betur á mót- inu sem nú var haldið í 17. skiptið. Þessi góðu aflabrögð á stengurnar auka enn á vandann í sjávarút- vegsráðuneytinu og höfðu gárung- ar á orði að fastlega mætti búast við að Halldór myndi skella kvóta á mótið næsta ár. Fjölmörg verðlaun voru veitt og er hér getið helstu sigurvegara mótsins. í sveitarkeppni varð sveit Jóhanns Kristinssonar frá Akur- eyri aflahæst með 857,1 kg en í öðru sæti sveit Guðjóns Arnar Guðjónssonar frá Vestmannaeyj- um með 788,8 kg. í þriðja sæti varð svo veit Aðalbjargar Bernód- usdóttur frá Vestmannaeyjum með 779 kg og vann hún að sjálf- sögðu sveitarkeppni kvenna. Afla- hæsti einstaklingur á mótinu varð Jónas Þór Jónsson Reykjavík með 415,3 kg en annar varð Gunnar Snorrason Vestmannaeyjum með 350,7 kg. Aflahæst kvenna, en kvenfólkið fjölmennti í mótið, varð Aðalbjörg Bernódusdóttir Vestmannaeyjum með 341,8 kg. Elínborg Bernódusdóttir veiddi stærsta fisk mótsins, 19 kg löngu. Flesta fiska fékk Jónas Þór Jóns- son, alls 226 fiska, en flestar teg- undirnar, 8, fékk Sigurður Sig- urðsson Vestmannaeyjum. Afla- sælasti báturinn var Bensi undir skipstjórn Jóels Eyjólfssonar. Mikill fjöldi bæjarbúa mættu á bryRKjuna þegar bátarnir komu að landi og var líflegt bryggjuspjall i kringum sportveiöimennina rétt eins og „alvörusjómennina". Mót- Elinborg Bernódusdóttir fékk stærsta fisk mótsins, 19 kg. löngu (aðgerð vel að merkja), og er greini- lega ánægð með þann stóra. inu lauk siðan með verðlaunaaf- hendingu og fjörlegum dansleik á Skansinum. Eins og ávallt áður var Magnús Magnússon móts- stjóri. — hkj. Þuríður Bernódusdóttir búin að inn- byrða vænan ufsa um borð í „Gauja gamla“. Fimm systur kepptu á mótinu og voru allar fengsælar eins og geta má eftir brosmildum svip þeirra. Systurnar eru taldar frá vinstri: Elín, Þuríður, Aðalbjörg, Elínborg og Þóra. Móðir þeirra, Aðalbjörg, er þriðja frá hægri. Aflahæstu einstaklingar mótsins. Aðalbjörg Bernódusdóttir frá Vestmanna- eyjum og Jónas Þór Jónsson fri Reykjavík. Morgunbladid/Sigurgei r Sigursveit Jóhanns Kristinssonar sem aflaði mest á mótinu, 857,1 kg. Það befur sýnilega tekið í hji veiðimönnum nm borð f Kristínu. Nýr landsforseti J C-hr ey fíngar innar Grétar D. Pálsson tek- inn við forsetastörfum og Marta Sigurðardótt- ir kosin viðtakandi landsforseti KgiKsloduni, 27. mai. 24. landsþingi J('-hreyfingarinnar á Islandi lauk hér á Egilsstöóum í gær. Þá tók Grétar D. Pálsson, Stykkis- hólmi, við embætti landsforseta hreyf- ingarinnar — en til þess var hann kjörinn á landsþingi að Bifröst í Borg- arfirði fyrir réttu ári. Marta Sigurðardóttir, Reykjavík, var kjörin viðtakandi landsforseti fyrst íslenskra kvenna og tekur hún við embætti að ári — en sú venja er ráðandi innan JC að viðtakandi for- seti starfi eitt ár innan stjórnar áð- ur en hann tekur við embætti. Hátt á fjórða hundrað manns sátu landsþingið víðs vegar af land- inu auk nokkurra erlendra gesta. Veður var leiðinlegt þingdagana og breytti það áætlaðri dagskrá eitthvað — en að öðru leyti mun vel hafa tekist til með þinghaldið. Sumir þingfulltrúar tóku börn sín með til þings og var margt gert til að hafa ofan af fyrir þeim meðan foreldrarnir sinntu þingstörfum, m.a. bauð Shell-stöðin á Egilsstöð- um þeim til veislu þar sem pylsur voru framreiddar ásamt viðeigandi gosdrykkjum og auðvitað fengu all- ir Shell-húfur til hlífðar gegn snjó og siyddu. JC-Hérað hafði veg og vanda af þinghaldinu. Formaður undirbún- ingsnefndar þinghalds var Einar Rafn Haraldsson, en Jónas Jó- hannsson er forseti JC-Héraðs. — Ólafur Grétar D. Pálsson frá Stykkishólmi, landsforseti JC-hreyfingarinnar á íslandi, og Ingimar Sigurðsson, fráfarandi landsforseti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.