Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 34

Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FlMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 MeAal skemmtiatriða voni tunnuhlaup, sprang og koddaslagur. Vestmannaeyjar: Knálega var róið, synt og slegist með blautum koddum Vestmannaejjuin, 3. jvní. EINS og mörg undanfarin ár var sjómannadagsins minnst hér með tveggja daga hátíðarhöldum. Hátíðarhöldin í ár einkenndust af mikílli þátttöku almennings í öllum dagskráratriðum og fádæma veðurblíðu. Ánsgjuleg sjó- mannahelgi í stærstu verstöð landsins. Hátiðin hófst á laugardaginn með því að nokkrir Eyjapeyjar sýndu sprang í Skiphellum og síð- an var keppt f hinum hefðbundnu íþróttagreinum sjómannadagsins í Friðarhöfn. Var þar knálega ró- ið, synt og slegist með blautum koddum. Þá voru snögg átök í reiptogi og margur fékk blautt bað í ekki alltof hreinlegri höfninni. Um kvöldið voru geysifjölmennir og fjörugir dansleikir í þremur danshúsum og þar voru sjómanna- slagararnir sungnir með tilfinn- ingu. Á sjómannadaginn hófust hátíðarhöldin með skrúðgöngu að Landakirkju þar sem séra Kjartan örn Sigurbjörnsson flutti sjó- mannamessu. Að lokinni messu var minningarathöfn við minnis- varðann um hrapaða og drukkn- aða sem Einar J. Gíslason annað- ist. Síðdegis var útihátíð á Stakkagerðistúni þar sem Guð- mundur Sveinbjörnsson, formaður SS Verðandi, flutti hátíðarræðu dagsins, sjómenn voru heiðraðir og veittar voru viðurkenningar fyrir björgunarafrek. Skólalúð- rasveit Vestmannaeyja lék og flutt voru ýmis skemmtiatriði. Kvöldskemmtun var í samkomu- húsinu með fjölbreyttri skemmti- dagskrá og þar voru aflakóngar Eyjanna heiðraðir og hylltir. Há- tíðin var síðan dönsuð út í tveimur danshúsum framundir rauðan morgun. Skip og bátar fóru síðan að tínast út uppúr hádeginu í dag. Hversdagsleiki hins daglega amst- urs er því tekinn við eftir ljúfa helgi. -hkj. liorgunblaðið/Sigurgeir Viðurkenningar voru veittar fyrir björgunarafrek. Högni Hilmisson, Hafsteinn Guðfinnsson, sem tók við viðurkenn- ingu Guðjóns Einarssonar, og Gestur Gunnbjörnsson. Frá blaðamannafundinum á þriðjudaginn. F.v. Sjöfn Ólafsdóttir, frá Fóstrufélaginu, Hjalti Þórisson, Andrína Jónsdóttir og Katrín Didriksen frá Foreldrasamtökunum, Arna Jónsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Elín Mjöll Jónasdóttir og Kristjana Stefánsdóttir frá Fóstrufélaginu. ^ "k. M, Fóstrur og foreldrar: Mótmæla ófremdarástandi í dagvistarmálum í Reykjavík FÓSTRUFÉLAG íslands og Samtök foreldra barna á dagheimilum og leikskólum í Reykjavík efndu sl. þriðjudag til blaðamannafundar, til að vekja athygli á neyðarástandi, sem að þeirra mati ríkir í dagvist- armálum barna í Reykjavík. Fram kom á fundinum að vegna lágra launa og erfiðra vinnuskil- yrða, væri mjög erfitt að fá fólk til starfa á barnaheimilum í borginni og nú vantaði a.m.k. 50 fóstrur til að ná því lágmarki að ein fóstra væri á hverri deild. Hin slæmu kjör yllu því einnig að fólk stæði mjög stutt við í starfi, en það skapaði rótleysi, sem bitnaði fyrst og fremst á börnunum. Var sem dæmi nefnt að 34 hefðu hætt störfum á Laufásborg einni á sl. ári. Félögin ætla af þessu tilefni að afhenda borgarstjóra lista með nöfnum hátt í þrjú þúsund starfsmanna pg.fpfeldra, þar sem krafist' ec»v tafarlausra úrbóta. Verða undirskriftalistarnir- af- hentir fyrir borgarstjórnarfund í dag. Forsvarsmenn félaganna vildu ekki tjá sig um hvort gripið yrði til fjöldauppsagna, eða annarra viðlíka aðgerða, ef þessi mótmæli hefðu ekki áhrif. „En ljóst er að fóstrur geta ekki axlað þá ábyrgð að reka þennan vítahring áfram,“ sagði Margrét Pála Ólafsdóttir stjórnarmaður í Fóstrufélagi ís- lands. Sjómannadagur í Þorlákshöfn HÁTÍDAHÖLD vegna sjómanna- dagsins fóru fram í Þorlákshöfn á laugardag og sunnudag. Fyrri dag- inn voru skemmtiatriði við höfnina, kappróður karla- og kvennasveita og unglingar þreyttu koddaslag og spíruhlaup. Að lokum hélt björg- unarsveitin sýningu. íbúar Þorláks- hafnar fjölmenntu að höfninni í blíðskaparveðri og var skemmtun hin bezta. Á sunnudaginn hófst hátíð með messu f Þorlákskirkju klukkan 11 en eftir hádegið var hátíðin sett eftir skrúðgöngu frá Svarfaðar- dalskirkju í Lystigarðinn. Þá fór fram afhending heiðursskjala og aflaverðlauna við lúðraþyt og söng. Um kvöldið var borðhald og dansleikir í félagsheimilinu. Koddaslagur í Þorlákshöfn. Ungmeyjar fylgjast með atganginum. Morgunblaéið/Davið Höfn í Hornafirði: Nýi björgunarbátur- inn nefndur Björgvin ílöfn, 3. júní. NÝR björgunarbátur Slysavarnafé- lagsins á Höfn var tekinn formlega í notkun í gær. Sveinn Sighvatsson, formaður björgunarfélagsins, sagði frá aðdraganda þess, að báturinn var keyptur. Þorbjörn Sigurðsson, sem heiðraður var á sjómannadag- inn, gaf bátnum nafn og hlaut hann nafnið Björgvin. Báturinn er nefndur eftir einum af fyrstu bátum Hornfirðinga, Sigurður Ólafsson var eigandi Björgvins, en Þorbjörn er sonur Sigurðar. Björgvin fór ávallt í upphafi hverrar vertíðar á sjó og fengu þorpsbúar í soðið. Þess má geta, að sjómanna- dagsráð gaf Reyni Pétri, sem nú gengur umhverfis landið til söfn- unar fyrir íþróttahús að Sólheim- um, 10 þúsund krónur í söfnunina. Haukur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.