Morgunblaðið - 06.06.1985, Page 35

Morgunblaðið - 06.06.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 35 Frá kappróðrinum í Húsavíkurhöfn. Húsavík: Hátíðlegur sjómannadagur Hnsavílt. 3. júní. Sjómannahátíóahöldin fóru fram á Húsavík að hcfðbundnum hætti, nema að fella varð niður hópsiglingu vegna óveðurs en áformað er að hún fari fram 17. júní. Messað var í Húsavíkurkirkju og prédikaði séra Björn H. Jóns- son, kaffisala Kvennadeildar Slysavarnafélagsins var í félags- heimilinu og þar var aldraður sjó- maður heiðraður og var það að þessu sinni Valdimar Vigfússon. Einnig voru afhent verðlaun fyrir sigra í keppnum, sem fram fóru á laugardag og urðu úrslit þessi: ( kappróðri sigraði Kolbeinsey ÞH 10 keppni sjómannasveita, en af landssveitum var Mjólkurstöð KÞ fyrst og kvennasveit Völsungs önnur. í naglahlaupi sigraði sveit Trésmiðjunnar Borgar hf. og í hindrunarhlaupi vann sveit Fisk- iðjusamlags Húsavíkur og dansað var í Félagsheimilinu. Frá sjómannadeginura á Sauðárkróki. Sauðárkrókur: Vel heppnaður sjómannadagur Sauúárkróki, 3. júnf. HÁTÍÐAHöLD I tilefni sjómanna- dagsins bófust hér laugardaginn 1. júní með útisamkomu við höfnina, sem fjöldi fólks sótti. Hilmir Jó- hannesson flutti ræðu og síðan voru ýmis atriði fólki til skemmtunar og fróðleiks, svo sem kappróður, reip- tog, fluglínutækjaæfíng, björgun úr sjávarháska og fleira. í kappróðri sigraði skipshöfnin á togaranum Drangi en í kvennaflokki bar b-sveit Skjaldar hf. sigur úr býtum. Oskar Stefánsson var sérstak- lega heiðraður en hann stundaði sjó héðan á árum áður. Á sjó- mannadaginn var svo guðsþjón- usta í Sauðárkrókskirkju. Þar pré- dikaði Kristján Ragnarsson, skip- stjóri, en sóknarpresturinn, séra Hjálmar Jónsson, þjónaði fyrir altari. Síðdegis var kaffisala á vegum slysavarnadeildarinnar. Kári Alþýðubandalagið af- þakkar tillögu VSÍ ÞINGFLOKKUR og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins hefur skorað á launafólk að vísa tillögu VSÍ um nýjan kjarasamning á bug enda sé hún siðlaus að því leyti að hún geri ráð fyrir að lægst launaða fólkið hafí tæpar 17 þúsund krónur í kaup á mánuði í lok næsta árs. Alyktun þessa efnis var samþykkt á fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar flokksins á mánu- dagskvöldið. í ályktuninni segir: „I tilboði VSÍ frá 23. maí sl. er boðið upp á kjarasamning sem gilda á til árs- loka 1986 án nokkurrar viðunandi kaupmáttartryggingar. Allar lík- ur eru á, að kaupmáttur launa verði enn lakari á næsta ári en hann er nú ef gengið yrði að til- boðinu. Með slíkum samningi væri verið að festa í sessi það kjararán, sem átt hefur sér stað undanfarin tvö ár. Reynslan frá síðustu kjara- samningum er víti til varnaðar. Þeir voru án kaupmáttartrygg- ingar. Þá samninga eyðilagði rík- isstjórnin með einu pennastriki. Það má ekki takast að þessu sinni. Alþýðubandalagið undirstrikar því enn einu sinni samþykkt mið- stjórnar flokksins um að kaup- máttartrygging sé forsenda kjara- samninga og minnir á samþykktir verkalýðshreyfingarinnar í sömu veru. Alþýðubandalagið vekur sér- staka áherslu á þeirri blekkingu, að tilboð VSÍ feli í sér mestu launahækkanir til lægst launaða fólksins. Slíkt á ekki við um þá, sem vinna eftir töxtum, sem eru undir dagvinnutekjutryggingu, sem í dag er 14.075 krónur á mán- uði, en í þeim hópi er meðal ann- ars fiskverkunarfólk. Alþýðubandalagið hvetur launafólk í landinu til þess að visa á bug því siðleysi, sem felst í því að ætla fullvinnandi fólki að lifa á lágmarkslaunum, sem yrðu sam- kvæmt tilboði VSt tæpar 17 þús- und krónur á mánuði i lok næsta árs.“ Nýgalvi HS 300 Unnt er að spara ómældar upphæöir með því að fyrirbyggja eða stöðva tær- ingu. NÝGALVI HS 300 frá KEMITURA í Danmörku er nýtt ryðvarnarefni á ís- lenskum markaði. • Ekki þarf aö sandblósa eöa gljáslipa undlrlagiö. Vatnsskolun undir hóþrýstingi eöa virburstun er fullnægjandi. • Fjarlægiö aöeins gamla málningu. laust ryö og skánir, þerriö flötinn og máliö meö nýgalva. • Þótt nokkurt ryö og raki sé á undirlaginu veikir þaö ekki ryövömina sé nægilega á boriö. • Nygatvi fyrirbyggir tæringu og stöövar frekari ryömyndun, fyrirbyggír bakteriu- gróöur og þörungagróöur. Skelfisk festir ekki viö ftötinn. • Nýgalvi er tilbúinn til notkunar i dósum eöa fötum. hefur ótakmarkaö geymsluþol á lager, boriö á meö pensli eöa úöasprautu. • Hvert kg þekur 5—6 m7 sé boriö á meö pensli og 6—7 m* ef sprautaö er. • Venjulega er fullnægjandi aó bera á tvö lög af nýgalva. Þegar málaö er á rakt yfirborö eöa i mjög röku lofti, t.d. úti á sjó, er ráölagt aö mála 3 yfirferóir. Látiö líöa tvær stundir milli yfirferöa. • Hitasviö nýgalva er ■c40oC til 120°C. • Nýgalvi er ekki eitraóur og er skrásettur af framleiöslueftirlitinu og vinnueftirtitinu i Danmörku. • GalvanhúÖ meö rtýgalva er jafnvel ennþá betri og þolnari heldur en venjuleg heitgalvanhúöun. • Hentar aHs staðar þar sem ryö er vandamál: turnar, geymar, stálvirki. skip. bátar, bdar, pipur, möstur. giröingar, málmþök, toftnet, verktakavelar, landbunaöarvélar og vegagrindur. Smásala Liturinn, Síöumúla 15, 105 Reykjavík. Sími84533. STÁLTAK Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Verktaki Umboð á íslandi Seiverk sf., og heildsala Súöarvogi 14, SKANIS HF., 104 Reykjavík. Norræn viöskipti, Sími 687566. Laugavegi 11, 101 Reykjavík. Sími 21800. Sími 28933. HAGSi Vidskiptavinir Heklu! Vid bendum á hagstætt verd á dempurum. Komið og gerið góð kaup. Demparar í: Verð kr.: Golffr. ................. 1.390 Jetta fr. ............... 1.390 Pajero fr. .............. 1.250 Coltfr. ................. 1.550 Galantfr. ............... 1.550 Galant aft. ............... 990 Range Rover.............. 1.220 VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LAND ALLT! (hIheklahf "Jl Laugavegi 170 -172 Simi 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.