Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 58

Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1985 mmm „ pu $efb i/olííol ab Láka mig borga. •ftyrir priggjtX'm\nulna. kennslu. " Mótmælum ríkis- styrkjum Norðmanna D.K. skrifar: Vinir mínir, Norðmenn, reyna af veikum mætti að útskýra nauð- syn mikilla ríkisstyrkja til sjávar- útvegs þeirra. Ottar nokkur Brox fær birta grein um þetta efni í Mbl. nýverið. Brox segir: „Fisk- veiðar eru ekki framleiðsla í sama skilningi og iðnframleiðslan." Þær eru það að vísu ekki, en það er aðeins hártogun, því ekki skiptir máli á hvaða stigi styrkirnir eru greiddir. Meginmáli skiptir, að fiskurinn er samkeppnisfær á heimsmarkaðnum. Enda viður- kennir Brox þetta síðar, er hann segir: „Ríkisstyrkir til sjávarút- vegsins færa Norðmönnum ekki ódýrara hráefni." Síðan fáum við ráðleggingar: „íslendingar verða því að leita heima fyrir hjá sér að lausn á þeim vanda, sem þeir eiga við að etja í sjávarútvegi ... Norðmenn gefa starfsbræðrum sínum á (slandi ekkert eftir. Þjóð- irnar ráða yfir mjög svipaðri þekkingu og tækjabúnaði." Eftir þessar yfirlýsingar stend- ur fátt eftir af rökum Norðmanna um að þeir þurfi að styrkja fisk- veiðar og -vinnslu sína vegna „byggðastefnu". Brox vitnar í um- mæli Willochs forsætisráðherra, að Norðmenn gætu stutt mál sitt með haldbærum rökum. Því gera þeir það ekki? íslenskir ráðamenn verða að halda áfram að mótmæla þessari stefnu Norð- manna ekki síður en Kanada- manna. Frændur okkar hafa ódýrt eldsneyti á fiskiskip sín. Ekki höf- um við olíugróða upp á að hlaupa. Þess vegna leitum við að lausn þessa vanda. En Norðmenn leita ekki. ást er ... mynd af henni. TM Rea. U.S. Pat. Ofl —all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Mér virðist mikill uppgröftur fram- undan hér á þessum stað? stakk að vísu af með konuna mína, en ég skuldaði honum tæplega hálfa milljón kr.! HÖGNI HREKKVÍSI Ö1 er annar maður Rúnar Guðbjartsson skrifar: Kæri Velvakandi: Það var sárt fyrir mig að horfa á útsendingu sjónvarpsins af harmleiknum í Brússel, sérstak- lega þar sem Bretar hafa verið mín uppáhaldsþjóð í gegnum árin. Ég hef farið á knattspyrnukapp- leiki í Bretlandi og verið vitni að hinni miklu bjórdrykkju meðal áhorfenda. Orsakir þessa harmleiks eru ábyggilega margar, en ég trúi því að alkóhólið hafi verið dropinn, sem fyllti mælinn. Ég hugga mig við það að öl er ekki innri maður — öl er annar maður. Þetta ölæði sumra áhorfenda á leikvanginum í Brússel hefur styrkt þá skoðun mína að ekki eigi að leyfa áfengt öl á íslandi. Er ekki í hópi framhyggjumanna llannes H. Gissurarson skrifar: Kæri Velvakandi: í Mbl. 18. apríl 1985 birtist grein eftir ungan og ákafan mennta- mann, Stefán Snævarr, þar sem að mér er vikið nokkrum orðum. Stefán virðist halda, ef marka má orð hans, að ég sé í hópi „pósitív- ista“ eða framhyggjumanna í heimspeki. Svo er ekki. Ég er sam- mála Stefáni (og þeim Max Weber og Karli Popper, sem hann vitnar til) um það, að krafan um „stað- reyndir og ekkert nema stað- reyndir" stenst ekki röklega. Ég hef aldrei talið mig pósitívista: við verðum að hafa í huga einhverja kenningu, sem segir okkur hvaða staðreyndir skipti máli og hvernig eigi að „raða“ þeim, ef svo má til orða taka. Hitt er annað mál að ég sé ekki að þetta réttlæti að skipt sé í skólum á kynningu á menn- ingararfi okkar, sögu og bók- menntum, og hinum hræðilegu gervivísindum sem kalla sig „fé- lagsfræði" og „sálfræði" og nú eru í tísku. Eina ritið, sem komið hefur út á íslensku og verið kennt við pósitív- isma, svo að ég viti, er „Tilraun um manninn" eftir Þorstein Gylfason, en fyrri hluti þeirrar bókar er eins konar pósitívísk endursögn á kenningum Poppers að viðbættum nokkrum fimm- aurabröndurum og útúrsnúning- um. (Seinni hlutinn var síðan endursögn á kenningum Gilbert Ryle, sýndist mér, þegar ég las bókina en nokkur ár eru siðan.) Ef Stefán Snævarr hyggst hefja rit- deilur við íslenska pósitívista, ætti hann því að snúa sér að Þorsteini Gylfasyni. Mér sýnist á öllu, að þeir Stefán og Þorsteinn séu verð- ugir andstæðingar hvor annars. Þessir hringdu . . Miðaverðið hærra en auglýsingin segir l*órey Jóhannsdóttir hringdi: „í Mbl. 11. maí sl. var birt auglýsing um að verið væri að sýna myndina Hvíta máva. Miðaverðið var auglýst 190 krón- ur. Sama daginn fórum við í Regnbogann og sjáum þessa mynd, en þá kostar miðinn 250 krónur. Ég vil því gera fyrir- spurn til ábyrgra aðila hvernig þetta sé hægt. Auglýsingin sagði 190 krónur en kvikmyndahúsið heimtaði 250 krónur. Það munar þarna 60 krónum á miðanum. Éinnig stendur á miðanum sem við fengum „alls 110 krónur" en ég hef ekki hugmynd um hvaðan sú upphæð kemur. Hvítir mávar 10. •ýningarvlka NA aýnd fe Regnboganum Reykjavfc Dalvtkurtoéói DaMk Egrtatooö NorMlröi. og á ruMtunnl á EgHaatööum, EakNlrM. RayövflrOI. FáskrúöaflrOI og Vopnaflrdl Sann ter sýnlngum aó fnkka i Raykjavfc an f)ága á lands- byggölnnl Mímíó *kkl mt þMsari aimtöku mynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.