Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 59

Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 59
MORGUNBLADID. FIMMT.yDAGUR 6. JÚNÍ 1985. VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UirJ'll If Að átta sig á staðreyndum Starri skrifar: Meirihluti allsherjarnefndar neðri deildar Alþingis dregur í efa réttmæti þess að sekta menn, sem ekki nota bílbelti. Þetta sýnir raunsæi. Sektir, og þar með krumla ríkisins ofan í vasa borg- aranna er löngu úrelt og illa séð. Stjórn umferðarmála virðist enn ekki hafa áttað sig á því hvað veldur öllum okkar ófarnaði í um- ferðinni, eða næstum öllum. Mein- ið er afar auðséð og er raunar furðulegt að menn skuli ekki hafa áttað sig á hvað veldur þessu augljósa umferðarböli. Meinið er einfalt. Islendingar þola ekki að hafa bíl fyrir framan sig. Svona einfalt er nú málið. Það er sama á hvaða hraða ekið er, það verða all- ir að fara fram úr. Þetta er tauga- veiklun og ekkert annað. Þessa taugaveiklun verður erfitt að lækna og engan veginn með öðru en hraðasektum og hörku. Að þessu leyti er ég með því að sekta menn. Daglega sé ég menn aka yf- ir gatnamót gegn rauðu ljósi. Við Hafnarfjarðarveg og Vífilsstaða- veg er þetta svo dæmalaust, að það sætir furðu að ekki skuli hafa orðið þarna slys oft á dag. Þarna ætti lögreglan að vera á verði þótt ekki væri nema stund og stund. Það þýðir ekkert að vera þar í þrælmerktum lögreglubílum, þá forðast fantarnir eins og eldinn. Því ættu löggæslumenn að vera þarna ómerktir öðru hverju, þótt ekki væri nema til þess að sann- reyna þessi orð mín. Fegrum borgina íbúi við Smvrilshóla skrifar fyrir hönd annarra íbúa í göt- unni: Mig langar að leggja fram fyrirspurnir til borgarstjóra þar sem fegrunarvika hefur hafið göngu sína. Á borgin að sjá um frágang á lóð í Orrahólum? Verður það þá gert í sumar? Er ekki hægt að kanna upp á nýtt hól þann sem kemur inn í U-ið hjá Orra- Smyrils- og Spóahólum. Þessi hóll er stórhættulegur á veturna, þar sem börnin renna sér niður hann og lenda á girðingunni. í votu veðri er hann svo að mestu leyti moldarflag öllum til ama þar sem börnin koma ekki aðeins blaut inn oft á dag heldur gegn- sósa af moldardrullu. Ég vil rétt láta í ljós þá hugmynd að hann sé þannig að börnin renni sér inn á við og torfur séu látnar á hann en ekki grasfræ. Vonast til að sjá fegurð í mínu umhverfi. Hvað verður um klúbbana? Jóna Kut skrifar: Mér var sagt að Traffic væri að hætta og Villti tryllti Villi væri að byrja aftur. Ef svo er, hvað verður þá um Wham!- og Duran Duran- klúbbana, sem eru í Traffic? Ég vona að einhver geti svarað þess- ari spurningu fyrir mig. Svo finnst mér og mörgum sem ég þekki að það ætti að bæta sjón- varpið. Rússneskar bíómyndir og svoleiðis rugl ætti ekki að vera á föstudags- og laugardagskvöldum. Maður bíður spenntur eftir að horfa á sjónvarpið um helgar og svo kemur eitthvað rugl. Ég held að margir séu sammála mér. • • Oldusels- skóli tíu ára Þakklát móðir skrifar: Ég fór ásamt fjölmörgum öðr- um til að skoða vinnu nemenda eftir veturinn í Ölduselsskóla og bar þar margt fyrir augu. Þeir sem stóðu að þessari sýningu og að hátíðahöldunum voru skólan- um svo sannarlega til sóma. Allir aldurshópar skólans voru með ein- hverja dagskrá auk ferðalags sem öllum nemendum skólans gafst kostur á. Ég, fyrir mitt leyti, hafði mjög gaman af því sem þarna fór fram og finnst mér að sérlega vel hafi tekist að gera nemendum dagamun á tíu ára afmæli skólans og án efa lærdómsríkt fyrir þá. Stolt er ég að eiga fjögur börn innan veggja skólans og kynni mín og barna minna af kennurum skól- ans eru góð og sýna að þeir standa sig vel í krefjandi starfi. Öldusels- skóli lengi lifi. Og nú erum við í Borgartúni 28 GingeGFO Fjölhœfa grasafellan ^Enginn raksturl Grasinu breytt í áburð! ★ Tveggja hnífa blöð, sem slá grasið svo smátt að það fellur ofan í grassvörðinn og nýtist þar sem besti áburður. ★ 2,5—5,5 cm sláttarhæð, sem er stillt með léttu fótstigi. ★ Stjórnbúnaður fyrir mótor í handfanginu. ★ Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. ★ Árs ábyrgð ásamt leiðbeiningum um geymslu og notkun, sem tryggja langa endingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.