Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. JÚNÍ 1985 25 Forseti Mexíkó til Briissel Bretland: Briissel og Bonn, 13. júní. AP. FORSETI Mexíkó, Miguel de la Madrid, sem nú er í opinberri heim- sókn í Bretlandi, kemur á morgun, fóstudag, í fjögurra daga opinbera heimsókn til Belgíu og mun hann þá eiga einkaviðræður við Wilfried Martens forsætisráðherra. Auk þess mun de la Madrid hitta Jacques Delors, aðalfram- kvæmdastjóra Evrópubandalags- ins, að máli, og verða samband bandalagsins við Rómönsku Am- eríku, alþjóðaviðskipti og efna- hagsmál aðalumræðuefnið. Hinn 18. júní mun de la Madrid halda til Vestur-Þýskalands, þar sem hann mun dveljast í tvo daga og eiga viðræður við stjórnmála- menn og frammámenn í iðnaði og bankamálum. Hinn 19. júní heldur Mexíkófor- seti til Parísar. Frímúrara- reglan á undir högg að sækja Belgía: Fyrrum forsætisráðherra ákærður fyrir skattsvik Brussel, 13. júní. AP. PAUL Van Den Boeynants. fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, verður leiddur fyrir rétt og ákærður fyrir skjala- fals og skattsvik samkvæmt úrskurði hæstaréttar lands- ins. Paul Van Den Boeynants, sem ERLENT auk forsætisráðherrastarfsins hefur gegnt nokkrum ráðherra- embættum á 27 ára stjórnmála- ferli sínum, hélt því fram að ekki væri unnt að ákæra hann sökum þess að hann hefði notið þinghelgi þegar misferlið átti sér stað. Hæstiréttur hafnaði þesssum rökum í dag, og mun Boeynants því koma fyrir rétt. Hann er þó ekki ákærður fyrir misferli í starfi sínu sem stjórnmálamað- ur heldur sem eigandi kjöt- pakkningafyrirtækis. Boeynants, sem var forsætis- ráðherra 1966—1968 og aftur fimm mánuði árið 1978, er sakaður um að hafa svikið und- an skatti og hagrætt bókhaldi fyrirtækis síns í 15 ár eða frá því 1967 til 1982. London, 13. júní. AP. FRÍMÚRARAREGLAN í Bretlandi á nú undir högg aó sækja. Færist það æ meir í vöxt að ríkisvald og kirkja gagnrýni starfsemi frímúrara- reglunnar, sem á rætur sínar að rekja allt til miðalda. í skýrslu, sem birt var í dag á vegum Kirkju meðódista, er frí- múrarareglan t.a.m. sökuð um að vera í samkeppni við stofnanir kirkjunnar. Er þar ennfremur skorað á félaga í kristilegum sam- tökum að ganga ekki í regluna, þar sem mikil hætta sé á því að þeir reyni ómeðvitað að samræma kristna trú sína og starfsemi frí- múrarareglunnar Mótmælendakirkja meðódista er hin næst stærsta í Bretlandi á eftir anglíkönsku kikjunni. Er nú er talið að fjöldi meðódista þar sé um 500 þúsund. Flestir frímúrar heyra anglík- önsku kirkjunni til, en í skýrslu meðódista er lögð áhersla á ásak- anir sem fram hafa komið um að stöðubreytingar innan meðódísku kirkjunnar hafi verið ræddar og ákveðnar á fundum frímúrara. Talsmaður frímúrara, sem nú eru á bilinu 500 þúsund til einnar og hálfrar milljónar 1 Bretlandi, kvað ásakanir þær sem koma fram í skýrslunni ekki eiga við nein rök að styðjast, og hvatti meðódista til að hafna henni á kirkjuþingi þeirra, en það verður haldið bráð- lega. UNESCO: Vilja ekki launalækkun París, 13. júní. AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í dag í París, eru starfsmenn Menningar- og vís- indastofnunar Sameinuðu þjóð- anna ekki reiðubúnir til að taka á sig launalækkun í því skyni að bæta fjárhagstöðu UNESCO. Eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig úr stofnuninni hefur fjárhagsstaða hennar versnað til muna, en 72% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnuninni (helm- ingur starfsmanna UNESCO) vildu ekki taka á sig skammtíma launalækkun. Átti það fé, sem tekið yrði af laununum að renna í sérstakan sjóð til hjálpar stofnuninni. Hef- ur framkvæmdastjóri hennar, Amadou Mahtar N’Bowm lýst yfir því að líkur séu á að um þrjú hundruð manns missi atvinnuna hjá UNESCO vegna sparnaðar- ráðstafana, sem rekja má til fjárhagserfiðleika stofnunarinn- ar. Vegna fjölda Vi áskorana og V gífurlegrar ' aðsóknar á þessa stórkostlegu skemmtun þeirra félaga í RÍO höldum viö ENN EITT \ RÍÓ-KVÖLD \ íBROADWAY \ nk. sunnudagskvöld V Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn. Megum viö bjóöa þér þaö besta á Ítalíu — Spáni og jM Portúgal ? KLUBBURINN ingartílbró, *&■ Stórkostlegt tækifæri fyrir þig UTSYN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.