Morgunblaðið - 14.06.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.06.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. JÚNÍ 1985 25 Forseti Mexíkó til Briissel Bretland: Briissel og Bonn, 13. júní. AP. FORSETI Mexíkó, Miguel de la Madrid, sem nú er í opinberri heim- sókn í Bretlandi, kemur á morgun, fóstudag, í fjögurra daga opinbera heimsókn til Belgíu og mun hann þá eiga einkaviðræður við Wilfried Martens forsætisráðherra. Auk þess mun de la Madrid hitta Jacques Delors, aðalfram- kvæmdastjóra Evrópubandalags- ins, að máli, og verða samband bandalagsins við Rómönsku Am- eríku, alþjóðaviðskipti og efna- hagsmál aðalumræðuefnið. Hinn 18. júní mun de la Madrid halda til Vestur-Þýskalands, þar sem hann mun dveljast í tvo daga og eiga viðræður við stjórnmála- menn og frammámenn í iðnaði og bankamálum. Hinn 19. júní heldur Mexíkófor- seti til Parísar. Frímúrara- reglan á undir högg að sækja Belgía: Fyrrum forsætisráðherra ákærður fyrir skattsvik Brussel, 13. júní. AP. PAUL Van Den Boeynants. fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, verður leiddur fyrir rétt og ákærður fyrir skjala- fals og skattsvik samkvæmt úrskurði hæstaréttar lands- ins. Paul Van Den Boeynants, sem ERLENT auk forsætisráðherrastarfsins hefur gegnt nokkrum ráðherra- embættum á 27 ára stjórnmála- ferli sínum, hélt því fram að ekki væri unnt að ákæra hann sökum þess að hann hefði notið þinghelgi þegar misferlið átti sér stað. Hæstiréttur hafnaði þesssum rökum í dag, og mun Boeynants því koma fyrir rétt. Hann er þó ekki ákærður fyrir misferli í starfi sínu sem stjórnmálamað- ur heldur sem eigandi kjöt- pakkningafyrirtækis. Boeynants, sem var forsætis- ráðherra 1966—1968 og aftur fimm mánuði árið 1978, er sakaður um að hafa svikið und- an skatti og hagrætt bókhaldi fyrirtækis síns í 15 ár eða frá því 1967 til 1982. London, 13. júní. AP. FRÍMÚRARAREGLAN í Bretlandi á nú undir högg aó sækja. Færist það æ meir í vöxt að ríkisvald og kirkja gagnrýni starfsemi frímúrara- reglunnar, sem á rætur sínar að rekja allt til miðalda. í skýrslu, sem birt var í dag á vegum Kirkju meðódista, er frí- múrarareglan t.a.m. sökuð um að vera í samkeppni við stofnanir kirkjunnar. Er þar ennfremur skorað á félaga í kristilegum sam- tökum að ganga ekki í regluna, þar sem mikil hætta sé á því að þeir reyni ómeðvitað að samræma kristna trú sína og starfsemi frí- múrarareglunnar Mótmælendakirkja meðódista er hin næst stærsta í Bretlandi á eftir anglíkönsku kikjunni. Er nú er talið að fjöldi meðódista þar sé um 500 þúsund. Flestir frímúrar heyra anglík- önsku kirkjunni til, en í skýrslu meðódista er lögð áhersla á ásak- anir sem fram hafa komið um að stöðubreytingar innan meðódísku kirkjunnar hafi verið ræddar og ákveðnar á fundum frímúrara. Talsmaður frímúrara, sem nú eru á bilinu 500 þúsund til einnar og hálfrar milljónar 1 Bretlandi, kvað ásakanir þær sem koma fram í skýrslunni ekki eiga við nein rök að styðjast, og hvatti meðódista til að hafna henni á kirkjuþingi þeirra, en það verður haldið bráð- lega. UNESCO: Vilja ekki launalækkun París, 13. júní. AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í dag í París, eru starfsmenn Menningar- og vís- indastofnunar Sameinuðu þjóð- anna ekki reiðubúnir til að taka á sig launalækkun í því skyni að bæta fjárhagstöðu UNESCO. Eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig úr stofnuninni hefur fjárhagsstaða hennar versnað til muna, en 72% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnuninni (helm- ingur starfsmanna UNESCO) vildu ekki taka á sig skammtíma launalækkun. Átti það fé, sem tekið yrði af laununum að renna í sérstakan sjóð til hjálpar stofnuninni. Hef- ur framkvæmdastjóri hennar, Amadou Mahtar N’Bowm lýst yfir því að líkur séu á að um þrjú hundruð manns missi atvinnuna hjá UNESCO vegna sparnaðar- ráðstafana, sem rekja má til fjárhagserfiðleika stofnunarinn- ar. Vegna fjölda Vi áskorana og V gífurlegrar ' aðsóknar á þessa stórkostlegu skemmtun þeirra félaga í RÍO höldum viö ENN EITT \ RÍÓ-KVÖLD \ íBROADWAY \ nk. sunnudagskvöld V Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn. Megum viö bjóöa þér þaö besta á Ítalíu — Spáni og jM Portúgal ? KLUBBURINN ingartílbró, *&■ Stórkostlegt tækifæri fyrir þig UTSYN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.