Morgunblaðið - 13.08.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.08.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 3 Þessi guli litur verður e.Lv. ráðandi á stretisvagnaflota Reykvíkinga. Morgunblaðið/Júlíus Mosagræni liturinn mun á sama tíma hverfa af vögnunum. Nýr litur á strætis- vagnana SAMÞYKKT hefur verið í stjórn SVR að skipta um lit á strætisvögn- um Reykjavíkurborgar. Um þessar mundir keyrir um götur Reykjavíkur gulur strætisvagn til reynslu, en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvaða litur verði valinn. Júlíus Hafstein, varaformaður stjórnar SVR, sagði I samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að þessi guli litur væri hinn sami og Danir notuðu á sínum vögn- „Þessi guli litur er bjartur og sést betur en sá litur sem nú er á vögnunum og teljum við fulla ástæðu til að skipta um liti með nokkurra ára millibili. Einnig er- um við búnir að gera samning um 20 nýja strætisvagna af Scania- gerð sem koma væntanlega til landsins síðla þessa árs og vildum við því vera búnir að ákveða litinn svo að þeir kæmu sprautaðir með þeim lit sem fyrir valinu yrði. Sumir vagna okkar eru yfir 20 ára gamlir og þarfnast endurnýjunar, en svo langur líftími strætisvagna tíðkast ekki í nágrannalöndum okkar," sagði Júlíus. Hann sagði að viðbrögð fólks hefðu yfirleitt verið góð við þess- um gula vagni sem nú keyrir um götur borgarinnar. Liturinn sker sig meira úr en þessi græni, sem nú er á vögnunum, og því ætti fólk að sjá vagnana betur úr fjarlægð og eins á veturna þegar dimma tekur. Endanleg ákvörðun um lit á strætisvagna Reykjavíkur verður tekin von bráðar. Ekkert kjöt sjóleiðis til varnarliðsins NOKKRIR flutningagámar meö frystum matvælum, þar á meðal hráu kjöti, sem áttu að koma með flutn- ingaskipinu Sandá til íslands sl. laug- ardag og flytjast til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, eru enn vestra. Af hálfu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum hafði verið pantað rými fyrir nokkra frystigáma með Sandá en skömmu áður en lestun skipsins hófst var farmpöntunin afturkölluð, skv. upplýsingum Haf- skips hf. Ekkert kjötmeti fyrir varnarliðið hefur borist sjóleiðis til landsins síðan 25. júli síðastliðinn er fjár- málaráðherra lýsti því yfir, að framvegis fengi varnarliðið ekki að flytja inn hrátt kjöt í gegnum is- lenskar hafnir. Hjá varnarliðinu fengust í gær þær upplýsingar, er spurt var um fyrirkomulag á kjöt- innflutningi, að liðið myndi fara að íslenskum lögum og haga innflutn- ingi sínum í samræmi við íslensk lög og varnarsamning ríkisstjórna fslands og Bandaríkjanna frá 1951. DYNA vatns VITRETEX - koma í veg fyrir steypuskemmdir eða lagfæra þær með réttri meðhöndlun Sprungur geta myndast í heilbngðri steinsteypu pegar ytraborð hennar mettast af vatni sem síðan frýs og þiðnar á víxl í hmni umhleypingasömu veðráttu okkar. Alkalivirk stemsteypa mettast af vatni og springur sfðan vegna efnafræðilegra hvata. Því parf að hindra að vatn smjúgi mn í steypuna svo sem kostur er en hún verður þó að geta andað DYIVASYLAIM BSM 40 er monosilan vatnsfæla sem hlotið hefur meðmæli Rannsóknarstofnunar bygglng- ariðnaðarlns. DYNASYLAN BSfvl 40 er efni sem borið er jafnt á nýjan, ómálaðan steín og sprunginn málaðan stein og hindrar vatnsdrægm steypunnar VITRETEX plastmalnlng er copolymer (akryl) máln- Ing með mjög gott PAM gifdi og andar pvi vel. VITRETEX plastmálnmg hefur verið á /slenskum markaði í áratugi og sannað ágæti sitt, p.á m. í ströngustu veðurþols- tilraunum. Tvær yfirferðir með DYIMASYLAN BSM 40 og síðan tvær yflrferðir með VITRETEX plastmalningu tryggir margra ára endingu. Umboösmenn um land alltl ^ 1 S/ippfélagid í Reykjavík hf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Sfmi 84255

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.