Morgunblaðið - 13.08.1985, Side 12

Morgunblaðið - 13.08.1985, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 29555 2ja herb. ibuöír Gamli bærinn. Mjög góö ein- stakl.ib. á 1. hæð. Eignin er öll endurn. Verö 1350-1400 þús. Einarsnes. 2ja-3ja 110 fm íb. á 1. hæð. Breiövangur. 2ja herb. 87 fm íb. á jaröh. Mjög vönduö eign. Sér- inng. Efstasund. 2ja herb. 65 fm íb. í kj. Verö 1250 þús. Blikahólar. 2ja herb. stórgl. 65 fm íb. á 7. hæö. Eign í sérfl. Verö 1700 þús. Blönduhlíó. 70 fm vönduö íb. i kj. Verö 1500 þús. Furugrund. 2ja herb. 65 fm vönduö íb. á 1. hæö. Laus nú þegar. Rekagrandi. 2ja herb. 65 fm íb. á 2. hæð. Mjög vönduö eign. Verð 1750-1850 þús. 3ja herb. íbúðir Laugateigur. 3ja herb. 85 fm íb. í kj. Mikiö endurnýjuö. Verö 1800 þús. Holtsgata. 3ja herb. 80 fm íb. i kj. Sérinng. Verö 1650-1700 þús. Ásgaróur. 3ja herb. 75 fm íb. á 2. hæð. Verö 1700-1750 þús. Drápuhlíó. 3ja herb. 90 fm íb. í kj. Verð 1800 þús. Sigtún. 3ja herb. 100 fm íb. á jaröh. Sérinng. Mjög góö eign. Verö 1850-1900 þús. Stóragerói. 3ja herb. 110 fm íb. á 3. hæö ásamt bílskúr. Verö 2,6 millj. Möguleg skipti á minna. Hólar. 3ja herb. 90 fm íb. í lyftublokk. Verð 1700-1750 þús. Kvisthagi. Góö 3ja herb. risíb. í fjórb.húsi. Verö 1650 þús. Leirutangi. 3ja herb. 90 fm endaíb. á jaröh. Verö 1750 þús. 4ra herb. og stærri Langahlíó. 5 herb., 120 fm íb., á 2. hæö ásamt rúmg. aukaherb. i risi meö aögangi aö snyrtingu. Mjög björt og skemmtil. íb. Verö 2,5-2,6 millj. Leirubakki. 4ra herb. 110 fm íb. á 3. hæö. Sérþvottah. í ib. Gott útsýni. Mögul. skipti á 3ja. Fagrakinn. 5 herb. 120 fm sérh. á 1. hæö ásamt 40 fm bílsk. Stór- ar suöursv. Verö 2,9 millj. Kóngsbakki. 4ra herb. 110 fm íb. á 2. hæö. Verö 2-2,1 millj. Rauöalækur. 4ra herb. 100 fm íb. á jaröh. Verö 2,1 millj. Digranesvegur. 5-6 herb. 155 fm sérhæö á 1. hæö auk 28 fm bílsk. Allt sér. Fallegt útsýni. Bein sala eöa skipti á einb.húsi í Kópavogi. Miklabraut. 4ra herb. 117 fm íb. á 2. hæö ásamt stóru aukaherb. í kj. Suöursvalir. Endurnýjaö gler. Verö 2,3-2,4 millj. Engihjalli. 4ra herb. 110 fm íb. á 7. hæö. Vönduö eign. Losnar fljótl. Verö 2,1-2,2 millj. Sléttahraun. 4ra herb. 110 fm íb. á 2. hæö. Bílskúrsréttur. Verö 2100 þús. Kársnesbraut. Góö sérhæö ca. 90 fm. 3 svefnherb., góö stofa. Verö 1550 þús. — II11 llll 11111M Seljahverfi. Vorum aö fá í sölu 2x 150 fm einb. á tveimur hæöum ásamt 50 fm bilsk. Mjög vönduö eign. 2ja herb. góö séríb. á jaröh. Fallegur garöur. Eignask. mögul. Breióholt. 226 fm raöh. á 2 h. ásamt bílsk. Verö 3,5 millj. Réttarholtsvegur. Gott raöhús á þrem hæöum ca. 130 fm. Verð 2,2 millj. Akrasel. 250 fm einb.hús á tveimur hæðum. Verð 5,6 millj. EIGNANAUSTs Bolstaóarhlið 6, 105 Raykjavik ~ Símar 29555 — 29558. Hrollur Hjaliason. viósktpiafræðinqur Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Sumartónleikar í Skálholti Ténlist Jón Ásgeirsson Sírtuntu tónlcikarnir í Skálholts- kirkju nú í sumar voru haldnir um hclgina, tvennir á laugardag og einir á sunnudag og lauk þar með hátíða- haldi til minningar um þrjá mikla meistara, þá Bach, Hándel og Scarl- atti. Mörgum manninum kann að þykja lítils virði að vera að halda uppi listastússi en vita þá sjaldn- ast að listin tekur þar við sem manninum þrýtur ánægja af dags- ins amstri. Listin býr með mann- inum og á sér tilvist í því hvernig hann býr um sig, allt til þess er hann vill gera sig stóran af verk- um sínum eða sýna smæð sína i stórbrotinni tignun á æðri mætti. Tapi maðurinn áttum í listmati sínu, fer oftast illa fyrir honum og sá sem neitar sér um list, verður óvarinn fyrir tröllskap og hrotta- mennsku og getur glatað tilfinn- ingunni fyrir fegurðinni, sem aft- ur tengist siðgæði og réttlætis- kennd. Listin er ekki einstök lista- verk eða það sem einn listamaður skapar, heldur býr í henni tilfinn- ing mannsins fyrir sjálfum sér og upplifun sinni. Nú er nýlokið ráðstefnu um listlækningar og í viðtali við fjölmiðla sagði Jimmy Boyle að árangur listlækninga væri mikill en miðað við þann fjölda sem fengi meðferð, væri það eins og dropi í hafið. Þarna var beinlínis verið að segja, að það vantaði alla listþerapíu í uppeldi unga fólksins og stöndum við þá andsdpænis ógnvænlegu fyrir- bæri, að í skóla og uppeldisstofn- anir þjóðanna vantar alla list- kennslu, nema þá helst sögulega og að tilfinningalegt uppeldi fólks hefur verið í höndum óvandaðra fjölmiðla, sem leggja mest upp úr hrottafenginni og æsandi skemmtan en gera nær ekkert sem gæti komið þar til mótvægis. Hegðun margra ungmenna er í beinu samhengi við þau hegðun- arform, sem koma fram í þessari fjölmiðlun. Vilji menn opna augun fyrir þessu, munu þeir sjá að vandamálin aukast í réttu hlut- falli við slagkraft fjölmiðlunar- innar, því að svo læra börnin mál- ið að það er fyrir þeim haft. Það er ekki nóg að láta það ráð- ast hvað fólk velur, því i tónlist t.d., er umfangið slíkt, að ekki verður allt skilið eða séð í einni svipan. Tónleikarnir í Skálholti, svo dæmi sé nefnt, eru fyrir fólk sem á að baki mikla og langvar- andi ögun í hlustun og því óvönu fólki aðeins til ama. Að skynja tónlist, tengist þörfum manna eins og öll önnur list og þar, eins og í bókmenntum og myndlist, velja menn hver eftir sínum þörf- um. Þörf hvers og eins er oft ekki ljós og svo virðist sem eitt og ann- að utan að komandi, geri hver ein- staklingur að sinni þörf frekar en að hann viti í raun hvað um sé að velja og þá hvað hann í raun vill. Um samspil fjölmiðla, mennta- stofnana og annarra uppeldis- fyrirtækja, svo sem skemmti- staða, væri vert að fjalla og þegar rætt er um uppeldi, er ekki nóg að kenna foreldrum um, því þeir eiga í hatrammri keppni við alls konar stórfengleg uppátæki og lenda því oft í þeirri stöðu að vera gamal- dags leiðindapakk, andstæða hins magnaða og heillandi umhverfis, sem birtist ungu fólki f ótrúlegum glysútbúnaði. Eftir að hafa séð sýningu listþerapista í Norræna húsinu og fara síðan austur í Skálholt til að hlusta á tónlist var það fyrir undirritaðan táknrænt, hversu lanj?t var á milli þeirrar listiðju, sem sýnd var í Norræna húsinu og þess sem gat að heyra 100 kílómetrum austar. Þó var listin á báðum stöðunum sprottin af þeirri einu þörf að gefa eitthvað af sjálfum sér og munurinn því aðeins hvað hver maður hefur að gefa og miðla hverju sinni og með hvaða móti hann hefur agað gjafmildi sína. Hjá Bach og Hánd- el var samfélagið formföst sátt en unga fólkið f Norræna húsinu opinberaði með ógnar þunga harð- neskjulegt samfélag sitt og mun- urinn því annars vegar yfirveguð tilbeiðsla en hins vegar sársauka- fullt neyðaróp, m.ö.o. tilfinninga- legar andstæður. Fjórar svítur eftir Hándel Það sem gat að heyra austur í Skálholti nú um síðustu helgi var semballeikur. Eva Nordenfelt flutti fjórar svítur eftir Hándel, tvær af þeim voru einnig á efn- isskrá tónleikanna fyrir viku en auk þess lék hún fyrstu svítuna og þá fimmtu í E-dúr, sem er með tilbrigðunum yfir sönglagið fræga, er einhver sniðugur útgef- andi kallaði Járnsmiðurinn söng- vísi. Eva Nordenfelt á ýmislegt til, þó leikur hennar í heild væri mjög losaralegur og oft út úr jafnvægi. Stöku þættir voru vel leiknir og hún átti til skemmtileg tilþrif, sem þó heppnuðust ekki fyllilega eins og í passakaglíunni, í sjöundu svítunni. I síðasta verkinu, fimmtu svítunni, var leikur Evu jafnastur en í heild vantaði samt íhugun í leik hennar. Með tónleik- um Evu Nordenfelt hefur íslensk- um hlustendum gefist tækifæri til að hlýða á leik helstu semballeik- ara Norðurlanda. Þar mátti heyra skemmtilegan og fjörugan leik Danans Lars Ul- rik Mortensen, alvarlegan og yfir- vegaðan leik íslendingsins Helgu Ingólfsdóttur, óhaminn og mislit- Martröð meistaranna Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: Ljósaskipti (The Twilight Zone) ★★ Leikstjórar: John Landis, Stev- en Spielberg, Joe Dante og George Miller. Handritið er byggt á þáttunum The Twilight Zone, er nutu mikillar hylli ungmenna vestan hafs á sjöunda áratugnum, að baki þeim stóð Rod Serling. Handrit Richard Matheson. Tónlist Jerry Goldsmith. Kvikmynda- taka: Steve Larner, Alan Davi- au, John Hora. Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, Albert Brooks, Vic Morrow, Scatman Crothers, Kathleen Quinlan, John Lith- gow, Kevin MacCarthy. Fram- leiðendur Spielberg og Landis. Dreifing Warner Bros. Frum- sýnd í maí 1983. Sýningartími 102 mín. Merkilegt nokk, kaflaskipt- ar myndir hafa löngum átt erfitt uppdráttar og sjaldan eða aldrei hlotið náð fyrir augum almennings. Það varð heldur engin undantekning ’83, þegar galdramaðurinn Steven Spielberg setti á markaðinn The Twilight Zone, sem nú gefur að líta í Austur- bæjarbíói. Myndin er byggð á hug- mynd samnefndra sjónvarps- þátta sem nutu mikilla vin- sælda Spielberg-kynslóðar- innar, á sjöunda áratugnum. Þeir fjölluðu um martraðar- kennda atburði sem gerðust á mörkum draums og veruleika, hins vegar má segja að mynd- in hafi að ýmsu leyti orðið martröð þeim ágætu mönnum sem að henni stóðu. Spielberg fékk til liðs við sig nokkra vel þekkta, bráðflinka leikstjóra, sem allir voru aðdáendur gömlu þáttanna, þá Landis, Dante og Miller, og er ekki að sjá meistarahandbragð frá neinum þeirra utan Millers. John Landis er skrifaður fyrir bráðhressu upphafsat- riði og fyrsta kaflanum, sem mikið var rætt um og ritað á sínum tíma, eftir alvarlegt slys sem varð við töku hans og olli dauða leikarans Vic Morrow, tveggja víetnamskra barna og þyrluflugmanns. Skuggi slyssins, hið slæma umtal sem fylgdi í kjölfarið og langvinn málaferli hafa og skaðað myndina verulega. Slysið átti sér stað við gerð fyrsta þáttar myndarinnar. Vic Morrow fór með hlutverk haturfulls og sárreiðs kyn- þáttahatara sem kennir gyð- ingum, negrum og Asíubúum um allt sitt mótlæti í lífinu. En kauði veit ekki fyrri til, er hann kemur slompfullur útaf hverfiskránni, en hann er staddur í París á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar, sem hundeltur gyðingur. Það- an berst leikurinn til Suður- ríkjanna, í þann mund sem Ku Kux Klan eru að fara að hengja hann og martröðinni lýkur svo í fenjum Víet-Nam. Hér er leikstjóri eins þittarins, Joe Dante, með eitt af afkvæm- um Spielberg-maskínunnar, gremlin, en mynd samnefnd þcs.sum kvikindum er einmitt frægasta verk Dantes. Góð hugmynd en bragðlítið, ekki ólíklegt að ástæðurnar megi rekja til þeirra hörmu- legu atburða sem áttu sér stað við gerð kaflans. í öðrum þætti byggir Spiel- berg upp skemmtilegar og ljóslifandi persónur, vistfólk á elliheimili. En það fær heimsókn hins dularfulla hr. Bloom (leikinn af þeim hýra og hressa Scatman Crothers), sem vekur upp hið jákvæða í brjósti þeirra. Laglegt en ekkert merkilegt í sjálfu sér, að maður tali nú ekki um þeg- ar sjálfur Spielberg á í hlut. Joe Dante (Gremlins o.fl.) er skrifaður fyrir þriðja þættinum. Hann er í hefð- bundnum hrollvekjustíl, um dreng sem getur stjórnað um- hverfi sínu með ómennskri hugarorku. Líflegur þáttur sem nýtur góðs af góðum leiktjöldum og leikurum. Rúsínan í pylsuendanum er svo Martröð í 20. þús. feta hæð, en þessi lokakafli er gerður af Astralanum George Miller, sem kunnastur er fyrir myndir sínar þrjár um Mad Max. Hann fær til liðs við sig hinn sívaxandi leikara John Lithgow, sem fer á kost- um í hlutverki manns sem þjáist af flughræðslu og inni- lokunarkennd. í ofsaveðri verður hann svo, einn far- þega, var við skrímsli nokk- urt úti á vængnum, sem ýmist er að djöflast í flöpsunum eða tæta í sig hreyflana, verður það síst til að hressa upp á taugakerfið! Eins og fyrr segir er þetta besti þáttur myndarinnar, leikur, leikstjórn og klipping með miklum ágætum. Hér hafa höfundarnir komist næst frumhugmyndinni; ef aðrir hlutar hennar væru jafngóðir væri hún ekki jafn erfið yfirsetu og raun ber vitni. Ljósaskipti er skólabók- ardæmi um að ekki nægir að hóa saman úrvals mannskap í hvert pláss til að tryggja ánægjulegan árangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.