Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST1985 Drottningin fékk afmælisóskina uppfyllta Elísabet drottningarmóðir óskaði sér þess á 85 ára afmæli sínu að fá að fljúga á hljóðhraða í Concorde-þotu. Brian Walpoie, flugstjóri, uppfyllti ósk drottningarinnar er hann flaug með hana eftir strandlengju Bretlands. Myndin sýnir Elísabetu og Brian í flugstjórnarklefanum. Uganda: Fjöldamorð í tíð E1 Salvador: Erkibiskup vill friðarviðræður San Salvador, 12. áifúst. AP. ARTURO Rivera Y Damas erkibiskup í í El Salvador skýrði frá því í dag að dauðasveitir hægri manna hefðu myrt tvo menn í síöustu viku. Einnig hefðu 7 stjórnarhermenn og 22 vinstrisinnaðir skæruliðar fallið í bardögum um helgina. Kvað erkibiskupinn þetta næga ástæðu til að stjórnvöld og skærulið- ar settust að samningaborðinu á ný til að koma á friði í landinu, en borgarastyrjöld hefur staðið þar tvö og hálft ár. Talsmenn ýmissa mannrétt- asveitir hægri öfgamanna hafi indasamtaka hafa haldið því fram að að flestir hinna 60 þúsund manna, sem látið hafa lífið í borg- arastríðinu, séu óbreyttir borgar- ar. Segja þeir ennfremur að dauð- myrt meiri hluta þeirra. Engar friðarviðræður hafa farið fram milli stjórnvalda og skæru- liða síðan í fyrra. Sovétmenn gagnrýna utan- ríkisstefnu V-Þjódverja Moskvu, ll.ágúst. AP. “ MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sendi Willy Brandt, fyrrverandi kanslara Vestur-Þýskalands og formanni flokks sósíaldemókrata (SPD), viður- kenningarskeyti vegna sáttmála milli ríkjanna sem Brandt undirritaði 1970, er stjórn Vestur-Þýskaíands viðurkenndi Sovétríkin. Gorbachev sendi Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, aftur á móti ekki persónuleg skilaboð. Tass-fréttastofan birti skeytið til sáttmálinn væri undirstaða farsæll- Nmiróbí, Keojm, 12. ágúot. AP. FRÉTTAMENN, sem nýkomnir eru til Kenýa úr ferð til Úganda, sögðu um helgina að þeir hefðu fundið 12 lík í þorpi þar. Að sögn þorpsbúa tók sveit öryggislögreglunnar 50 stjórn- arandstæðinga Obotes fyrrum for- seta Uganda, sem steypt var af stóli fyrir rúmlega tveimur vikum, af lífi í Júgóslavía: 30 tonn af sýru lak úr geymi sem sýran var í, en verksmiðjan er í Ivangrad, um 200 km suðvestur af Belgrað. Ekki var greint frá neinu mann- tjóni, en blaðið kvað sýruna mjög eitraða. Belgrad. Júgóslavíu, 12. ágúsL AP. Á LAUGARDAG lak um 30 tonn af sterkri bleikingarsýru úr geymi pappírsverksmiðju við Lim-ána og hefur fólk verið varað við vatninu, að því er dagblaðið Novosti sagði í dag, mánudag. Sprungur fundust í geyminum, Obotes þorpinu. Fréttamenn fundu aðeins tólf lík vegna þess að ættingjar stjórn- arandstæðinganna höfðu fjarlægt hin líkin. Fréttamennirnir sögðu að sam- kvæmt frásögn þorpsbúa hefðu af- tökurnar orðið með nokkru milli- bili, og þeir síðustu hefðu verið teknir af lífi aðeins nokkrum dög- um fyrir valdarán hersins 27. júlí. Stjórn Obotes var sökuð um al- varleg mannréttindabrot. Hafa mannréttindasamtökin Amnesti International og bandarísk stjórn- völd staðhæft að öryggislögregla Obotes hafi framið fjöldamorð á stjórnarandstæðingum. Brandt og almenn skilaboð til Rich- ards von Weizsácker, forseta Vest- ur-Þýskalands, og Kohls frá flokks- stjórninni í Kreml, án þess að gefa skýringu á því að stjórn Þýskalands sætti annarri meðferð en stjórnar- andstæðingar. Weizsácker sendi Gromyko, for- seta, skeyti þar sem hann sagði að ar samvinnu milli ríkjanna og tók Gromyko í sama streng í svarskeyti, en benti jafnframt á að Þjóðverjar hefðu skuldbundið sig til þess að virða öll landamæri tilkomin eftir seinni heimsstyrjöld í sáttmálanum. Sovétmenn hafa ásakað Þjóðverja fyrir útþenslustefnu eftir að stjórn kristilegra demókrata og frjálsra demókrata komst til valda 1983. Filippseyjar: Stjórnarandstöðu- maður snýr heim Bresk sjónvarpsmynd um stríðspyntingar Japana: Sýklatilraunir á her- mönnum bandamanna London. AP. SAMKVÆMT breskri fréttamynd gerðu Japanir tilraunir varðandi sýkla- bernað á mörghundruð hermönnum bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari. f myndinni segir að Japanir hafi komist hjá réttarhöldum vegna þessa í skiptum fyrir upplýsingar og gögn um tilraunirnar. Tilraunirnar eru sagðar hafa farið fram á áströlskum, banda- rískum og breskum hermönnum í leynilegum stríðsfangabúðum í Mukden í Kína. í myndinni, sem gerð er af sjón- varpsstöð innan óháða breska sjónvarpsins (ITV), koma fram breskir og bandarískir hermenn er segja að þeir hafi lifað tilraunirn- ar af. Lýsa þeir í sjónvarpsmynd- inni hvernig banvænum sýklum var sprautað í fanga og dauðastríð þeirra skráð í þaula. Vitnin segja að enn aðrir fangar hafi verið brytjaðir í spað, frystir í hel í frystigeymslum og reyrðir við staura á víðavangi til þess að rannsaka áhrif sinnepsgass. Sjónvarpsstöðin tiltekur einnig nöfn japanskra vísindamanna sem að sögn voru gefnar upp sakir fyrir stríðsglæpi sína í leynisamn- ingum við bandarísk heryfirvöld eftir að Japanir gáfust upp 2. sept- ember 1945. í þættinum er haldið fram að vísindamennirnir hafi samþykkt að koma úr felum og fræða Banda- rikjamenn um árangur tilrauna sinna fyrir frelsi. Segir ennfremur að margir þessara vísindamanna hafi síðar komist til metorða í jap- anska læknakerfinu. Þættinum verður sjónvarpað á Bretlandi í kvöld, þriðjudag. Hong Kong, 12. ágúst. AP. FILIPPSEYINGURINN og stjórnar- andstöðumaðurionn Raul Daza hélt til Filippseyja í dag, þrátt fyrir við- varanir um að hann yrði handtekinn við komuna þangað. Hann hefur ver- ið fjarverandi frá heimalandi sínu síðastliðin 12 ár. Með Daza í förinni var Agapito Aquino, bróðir Benigno Aquino sem var myrtur á flugvellinum í Manilla 1983. í fjarveru Dazas hafa yfirvöld á Filippseyjum ákært hann fyrir niðurrifsstarfsemi, íkveikjur og morð sem hann á að hafa skipu- lagt að utan 1979. Engin tilraun var gerð til að handtaka Daza þegar hann kom til Filippseyja, en 14 öryggisverðir og nokkrir skoðanabræður hans tóku á móti honum á flugvellinum í Manilla. Við komuna skoraði Daza á landsmenn að veita einræðisstjórn landsins mótspyrnu. Hann sagðist hafa snúið aftur í boði Marcos, forseta, til þess að taka þátt í að undirbúa næstu kosningar og hann væri reiðubúinn að taka af- leiðingunum, þótt það gæti þýtt fangelsisvist. Salonga, forystumaður frjáls- lynda flokksins, sagði að Daza yrði fengið lykilhlutverk í að endur- lífga flokkinn, en deilur innan flokksins hafa veikt stöðu hans undanfarið. Verður ónæmistæring bundin við þá sem hafa veiklað ónæmiskerfi f Bandaríkjunum er sjúkdómurinn enn sem fyrr næstum eingöngu meðai kynhverfra, eiturlyfjaneytenda og dreyrasjúklinga KoHtOD. 1». ágúsL AP. BRESKIR og bandarískir vísinda- menn hafa mikið velt vöngum yfir þvi hvers vegna sumir dreyra- sjúklingar sýkjast af ónæmistær- ingu en aðrir ekki þótt víst sé, að þeir hafi fengið í sig veiruna. Á þessari gátu virðist nú fundin Ifk- leg lausn og benda nýjustu rann- sóknir til, að almennt sé þeim mönnum hættast við að sýkjast, sem oft hafa sýkst áður af öðrum sjúkdómum með þeim afleiðing- um, að ónæmiskerfi líkamans er orðið veiklað. Er frá þessum rann- sóknum skýrt í nýjasta hefti af breska læknisfræðitímaritinu „Lancet“. Það, sem kom mönnum á spor- ið, var, að þau skelfilegu mistök urðu á heilsugæslustöð í Skot- landi, að 30 dreyrasjúklingum var gefið blóðstorknunarefni, sem var mengað ónæmistær- ingarveirunni. Fylgdust læknar vel með framvindunni og brátt kom í ljós, að helmingur mann- anna var sjúkur en hinn helm- ingurinn kenndi sér einskis meins. Þegar sjúkraskýrslurnar voru skoðaðar sást, að þeir 15, sem veiktust, höfðu haft tiltölu- lega lítið af hvítum blóðkornum í blóði sínu áður en þeir fengu mengaða storknunarefnið en það er einmitt á þau, sem ónæmis- tæringarveiran herjar. Segja læknar, að hvítu blóðkornunum hafi fækkað svo mjög í blóði mannanna vegna þeirrar með- höndlunar, sem þeir fengu við dreyrasýkinni en hún leggst mis- jafnlega þungt á sjúklingana. Telja vísindamennirnir, að þetta bendi til, að fólki sé lang- hættast við að sýkjast af ónæm- istæringu þegar ónæmiskerfi þess er veiklað af veirum, sníkl- um og öðrum örverum. „Hér er líklega komin ástæðan fyrir hinni gífurlegu útbreiðslu veik- innar, sem nú á sér stað í sumum Afríkuríkjum, og einnig hvers vegna kynvillingar verða henni auðveld bráð,“ sagði einn vísind- amannanna, dr. Robin A. Weiss, sem vinnur við krabbameins- stofnunina í London. f Bandaríkjunum eru þrír fjórðu ónæmistæringarsjúkl- inganna kynvillingar en vegna þess háttar, sem þeir hafa á ást- afari sínu, veikjast þeir oft af kynsjúkdómum og öðrum. Eit- urlyfjasjúklingar eiga iíka mikið á hættu enda líkamlega niður- brotnir og nota oft óhreinar nál- ar. f Mið-Afríku, þar sem ónæm- istæringin fer um sem eldur í sinu, eru alls kyns sjúkdómar landlægir auk þess sem lélegt viðurværi gerir fólk veikara fyrir en ella. „Það virðist nokkuð langsótt að hafa í sama orðinu kynvillu og aðstæður fólks í Mið-Afríku en hér ber allt að sama brunni. Þegar ónæmiskerfi líkamans veiklast af einhverjum ástæðum á veiran auðveldara með að ná tökum á honum," sagði Weiss. Það voru tveir bandarískir vís- indamenn, dr. Jay A. Levy og dr. John L. Ziegler við háskólann í Kaliforníu, sem fyrstir vöktu at- hygli á því, að fyrri sýkingar kynnu að ráða miklu um það hverjir sýktust af ónæmistær- ingu. Birtu þeir um það grein í „Lancet" fyrir tveimur árum. „Ekkert hefur síðan komið fram, sem hnekkir þessari kenningu,“ sagði dr. Ziegler og benti á, að í Bandaríkjunum væri ónæmis- tæringin enn sem fyrr næstum eingöngu bundin við kynvillinga, eiturlyfjaneytendur og dreyra- sjúklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.