Morgunblaðið - 13.08.1985, Page 38

Morgunblaðið - 13.08.1985, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGtJST 1985 sem smyrja vel! OLÍS stöðin Klöpp v/Skúlagötu OLÍS stöðin Knarrarvogi Viö smyrjum allar gerðir bíla. Bjóðum olíuskipti og eigum mikið úrval af smursíum. Leggjum áherslu á fjölbreytta og vandaða þjónustu. Rennið við, - sannreynið það. olis Klöpp v/Skúlagötu og Knarrarvogi Opið mánudaga til föstudaga kl. 8-18. Metsölublad á hverjum degi! Minning: Þóröur Eiríksson netagerðarmeistari Fæddur 12. október 18% Dáinn 4. ígúst 1985 í gær var til moldar borinn Þórður Eiríksson fyrrum neta- gerðarmeistari. Þórður fæddist 12. október árið 1896 að Útey í Laug- ardal og ólst þar upp við öll venju- leg sveitastörf á þeim tíma. Hann hleypti þó fljótt heimdraganum og fluttist 17 ára gamall til Reykja- vikur, þarsem hann stundaði sjó- mennsku mestmegnis á togurum þar til seinni heimsstyrjöld lauk. Eftir það starfaði hann í netagerð og stofnaði fljótlega sína eigin, Netagerð Þórðar Eiríkssonar, sem hann rak í 15 ár, þar til hann hóf störf hjá Kristjáni ó. Skagfjörð, þar sem hann vann til áttræðis- aldurs. Leiðir okkar Þórðar lágu saman fyrir rúmlega 10 árum. Þá var ald- urinn nokkuð farinh að færast yf- ir, enda maðurinn kominn fast að áttræðu. Mér verður fyrsti fundur okkar líklega alltaf í fersku minni. Ég var leiddur til stofu á heimili Eiríku dóttur hans og Kristjáns heitins Eiríkssonar. Þar sat hann, hin aldna kempa, í stól í einu horninu og rétti mér hnýtta hönd- ina, ábúðarmikill á svip. Andlitið var útitekið og veðurbarið, nefið stórt og grátt hárið farið nokkuð að þynnast. Hann var orðinn nokkuð lotinn en greinilegt var, að hann hafði verið með stærri mönnum á sínum tíma og saman- rekinn, enda þrekmaður hinn mesti. Mér fannst aðeins vanta olíustakkinn og sjóhattinn, og þá var hann eins og stokkinn út úr hinni klassísku mynd eða mál- verki af sjóhetju fyrri ára sem mér er í minni frá bernsku. Hann mældi mig út hörkulegur á svip, eins og hann væri að hugsa; „skyldi hann vera til einhvers brúklegur þessi", en vísaði mér til sætis hjá sér og byrjaði óðar að segja mér sögur og fara með vísur. Fyrr en varði lyftist brúnin á þeim gamla og hann lék á als oddi. Sumu hvíslaði hann kankvis að mér, en flest var þó þess eðlis að skýrt var kveðið að. Þórður kunni ógrynni af sögum og vísum. Heils- aði hann jafnan með stöku og í samtölum kastaði hann jafnan fram vísu í samræmi við umræðu- efnið hverju sinni. En hann kunni meira en vísurnar, hann vissi líka hver hafði ort og í hvaða tilefni. Ég furðaði mig alltaf á því hvern- ig í ósköpunum hann gat hafa gripið upp allan þennan aragrúa vísna á lífsleiðinni og munað þær og allt sem í kringum þær var, svo lengi. Mest gaman þótti Þórði að segja sögur af sjálfum sér. Þar var af nógu að taka, en ekki var laust við að mér þætti ýmislegt í þeim ærið lygilegt og í ætt við hetjusögur Is- lendingasagna. Við eftirgrennslan kom þó ævinlega í ljós, að fæst var þar ofsagt, og smám saman rann upp fyrir mér hvílíkur þrek- skrokkur og hörkutól maðurinn hafði verið. Hann stóð óhaggan- legur á sinu og gat aldrei þolað að þurfa að láta í minni pokann fyrir neinum. Eins og títt er um menn eins og Þórð, óð hann ýmist i ökkla eða eyra og vildi aldrei neina meðal- vegi rata, hvort sem var í líferni sínu eða viðhorfum til manna og málefna. Það var ekki á hvers manns færi að fylgja slíkum manni eftir á lífsbrautinni. En Þórður var lánsamur maður. Hinn 9. nóvember 1923 kvæntist hann Jónínu Guðrúnu Steinsdóttur, sem reyndist Þórði stoð sem ekki kikn- aði undan þunga lífsins né lét eftir þegar öldurótið var sem mest. Hún fylgdi honum fast eftir án þess að æðrast nokkru sinni, allt þar til er hún féll frá, hinn 16. júní 1974. Mér bar ekki gæfa til að kynnast Jónínu, en Þórður talaði oft um hana og saknaði hennar mikið alla tíð. Én hann hafði líka eignast auð, sem hann gat ausið úr á ævikvöldinu, en þar var fjöl- skylda hans, sérstaklega dætur hans, Unnur og Eiríka, sem af óvenjulegri ræktarsemi og alúð önnuðust hann til síðustu stundar. Hann varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að dveljast hjá Unni dóttur sinni og Jóni heitnum Guð- bjartssyni svo lengi sem hann fylgdi fötum. Þar átti hann góða ævi og leið ætíð vel. Síðustu mán- uðina dvaldi hann fyrst á Borg- arspítalanum en síðast á Heilsu- verndarstöðinni, þar sem hann bjó sig undir svefninn langa við góðan aðbúnað og aðhlynningu. Við fráfall slíks manns sem Þórðar Eiríkssonar leitar að sjálfsögðu margt á hugann. Hæst ber þó þakklæti forsjóninni fyrir að hafa fengið tækifæri til að verða samferða svo verðugum full- trúa þeirra kynslóðar sem á fyrstu áratugum þessarar aldar ýttu þjóðarskútunni rösklega úr vör og reri svo knálega á þau gjöfulu fiskimið, sem seinni kynslóðir hafa síðan ausið úr, oft af tak- markaðri skynsemi. Aldrei var æðrast eða kvartað og sér í engu hlíft. Fyrir þetta hlutu fæstir frægð eða frama, en guldu fyrir með heilsu sinni. Þórður var per- sónugervingur alls þessa, enda farinn að heilsu og kröftum mun fyrr en ella, hefði hann átt hina náðugu ævi nútímamannsins. Hann átti þó því láni að fagna að þjást ekki að marki á ævikvöldinu og fá hvíldina eftir erfiðan dag án þess að þurfa að vaka allt of lengi fram eftir. Guð blessi minningu okkar allra um Þórð Eiríksson, og hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Bjarni Snæbjörn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.