Morgunblaðið - 13.08.1985, Side 49

Morgunblaðið - 13.08.1985, Side 49
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 49 Niðurrekstrarmenn leggja á ráðin þegar hrossin voru komin niður að Gríms- tungu: Jónas i Sunnuhlíð og Jón á Hofi ásamt tveimur lögreglumönnum frá Blönduósi. Jón var þungorður í garð upp- rekstrarmanna, sagði að þeir hög- uðu sér eins og kjánar, enda vafa- laust verið spanaðir upp í þetta af einhverjum öðrum. Hann sagðist halda uppi lögum i héraðinu, hverjir sem ættu í hlut og yrðu menn að haga sér eftir því. Síðan hefðu menn dómsvaldið til að leita til ef þeir teldu á sér brotið, það væri hin rétta leið fyrir menn, en ekki aðgerðir eins og þeir félagar hefðu gripið til. Hann taldi að upprekstrarmennirnir þyrftu í það minnsta að greiða kostnaðinn við smölunina en sagði að skýrslur um málið yrðu sendar til ríkis- saksóknara sem ákvarðaði um frekara framhald þess. Blaðamaður var í Vatnsdalnum á föstudaginn, fylgdist með þegar seinni hluti stóðsins var rekinn af heiðinni og ræddi við nokkra sem hlut eiga að máli. „Höfum lagt okkar fram til sátta og ríflega það“ — segir foringi niðurrekstrarmanna, Jón oddviti í Ási „ÞETTA er óþolandi framkoma hjá þeim og nær engri átt aó þessir menn skuli viröa aö vettugi lög og reglur. Meö þessu háttarlagi þeirra er grínió alveg farió af, hafi þaö þá nokkurn tímann veriö í spilinu," sagói Jón B. Bjarnason í Ási, oddviti Ashrepps, vió blaóamann þegar hann kom niður af Grímstunguheiöi á fostudag viö þriðja mann með það sem eftir var af stóöi Sveinstæóinga. Hann rakti aðdraganda smölun- arinnar þannig: „Á þriðjudaginn frétti ég að tveir bændur úr Sveinsstaðahreppi hefðu rekið á mánudag. Ég hafði strax samband við hreppsnefndarmenn mína og kærði uppreksturinn síðan til sýslumanns á grundvelli úrskurðar sýslunefndar sem bannar hrossa- upprekstur fram fyrir heiðar- girðingu. Rétt er að taka fram að síðar var þó samþykkt að leysa mál Þverhreppinga með því að heimila upprekstur þeirra á 50 hrossum, sem er þeirra ítala á heiðinni. Sýslumaður ákvað að láta ná í hross Sveinstæðinganna og fékk bændur i Vatnsdal til þess að fara ásamt lögreglumönnum. Fyrst náð- um við í hluta hrossanna á Hauka- gilsheiði en það sem eftir var tók- um við í Gedduhólum á Gríms- tunguheiði. Með þessu er verið að framkvæma úrskurð sýslunefndar og er rétt að fram komi að sam- þykkt sýslunefndar var gerð með atkvæðum allra sýslunefndar- manna, þar með töldu atkvæði sýslunefndarmanns Sveinsstaða- hrepps.“ — Burt séð frá þessum síðustu atburðum, um hvað snúast deilur hreppanna? „Þær snúast um það að þeir telja að ekki sé nein ofbeit á afréttinum, en við teljum að svo sé. Það er stóra ágreiningsmálið. Það er stað- reynd að komin er ítala á afréttinn, en til þess hefði ekki þurft að koma, held ég, ef við hefðum borið gæfu til að koma okkur betur sam- an um hlutina. Ég tel að við í Ás- hreppi höfum lagt okkar fram til sátta og ríflega það, en aldrei er hægt að ná samkomulagi ef menn neita að mæta á fundi eins og þeir gerðu í vor,“ sagði Jón í Ási. „Mér finnst að hreppsnefndin hafi ekki annað getað gert en að sækja hrossin. Það er mikill ein- hugur hér í sveitinni í þessum mál- um og ég er líka viss um að al- menningur í landinu stendur með okkur í því, enda held ég að ekki sé lengur litið á svona menn sem hetj- ur, menn sem gera sér að leik að brjóta gegn settum reglum,“ sagði Vigdís Agústsdóttir á Hofi í Vatnsdal, en hún á sæti í gróður- verndarnefd Austur Húnavatns- sýslu. Vigdís er fædd og uppalin í Vatnsdalnum og hefur fylgst vel með heiðunum. Hún segir að Grímstunguheiðinni hafi hrakað stöðugt og sé gróður þar nú í verra ásigkomulagi en nokkru sinni fyrr. Hún sagði að heiðin hefði aldrei náð sér eftir kalárin 1965—67, og kuldaárið 1979 hefði einnig haft sín áhrif. Þá hefði fénu fjölgað og beit- artími þess verið lengdur. Þetta þyldi heiðin ekki, enda væri hún ákaflega þurrlend, og væri nú svo komið að stöðugt gengi á gróðurinn og jarðvegseyðing væri í fullum gangi. Hún sagði það eitt til ráða að fækka fénaði á afréttinum og framfylgja ítölunni sem sett hefði verið á hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.