Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 43
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 43 Alþýðubandalagið álykt ar um dagvistarmál Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi álykfun frá fundi í fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalags- ins 2. september sl. með ósk um birtingu: „Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins lýsir yfir fyllsta stuðningi við baráttu starfsmanna dagvistarheimila og foreldra gegn þeirri niðurrifsstefnu, sem íhalds- öflin ástunda nú í málefnum barna. Framkvæmdastjórnin lýsir áhyggjum sínum vegna síminnk- andi aðsóknar að Fósturskóla fs- lands og telur menntun og viðun- andi starfskjör starfsfólks á dag- vistarstofnunum undirstöðu þess, að dagvistarheimilin séu þær uppeldisstofnanir, sem lög gera ráð fyrir. Ljóst er að þessi erfiðu og mikilvægu störf eru stórlega vanmetin bæði hvað varðar starfs- aðstöðu og launakjör, og er nú svo komið að loka verður deildum á dagvistarheimilum vegna skorts á starfsfólki. Sú samfélagsþjónusta sem rekstur dagvistarheimila er og á að vera er í hættu og augljós- lega er stefnt að því að beina henni yfir til einkaaðila frá sameiginleg- um sjóði foreldra. Ætti sú stefna núverandi stjórnvalda og borgar- stjórnar Reýkjavíkur — en þar er vandinn alvarlegastur — engum að koma á óvart. Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins skorar á alla for- eldra í landinu og starfsfólk dag- vistarheimila að hvika hvergi frá kröfum sínum um góð og holl uppeldisskilyrði fyrir yngstu borg- arana. Vel mönnuð dagvistar- heimili eru skilyrði fyrir farsælu fjölskyldulífi og velferð ungra barna í landi, þar serp mikill meiri- hluti foreldra stundar vinnu utan heimilanna." NÝJA NÓAFLÓÐIÐ ER SYNDSAMLEGA GOTT Hjá Nóa Síríus við Skúlagötuna keppast menn nú við að pakka Nóaflóðinu nýja í þartilgerða vatnshelda plastpoka. Nóaflóðið nýja er röyndar ekki vatnsflóð heldur könfektmolaflóð. í hverjum poka erúhvorki fleiri né færri en 25 molar úr gæðasúkku- laði, fylltir með marsipani, rommrúsínumarsipani, truffli og öðru gómsætu gúmmulaði. Hver einasti konfektmoli er innpakkaður og litur umbúðanna segir til úm innihaldið. Molinn kostar aðeins rúmar 7 krónur eða þaðan af minna! Nóaflóðið - í vatnsheldum umbúðum! Veldu íslenskt... ef það er betra! k V ‘í v V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.