Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 43 Alþýðubandalagið álykt ar um dagvistarmál Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi álykfun frá fundi í fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalags- ins 2. september sl. með ósk um birtingu: „Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins lýsir yfir fyllsta stuðningi við baráttu starfsmanna dagvistarheimila og foreldra gegn þeirri niðurrifsstefnu, sem íhalds- öflin ástunda nú í málefnum barna. Framkvæmdastjórnin lýsir áhyggjum sínum vegna síminnk- andi aðsóknar að Fósturskóla fs- lands og telur menntun og viðun- andi starfskjör starfsfólks á dag- vistarstofnunum undirstöðu þess, að dagvistarheimilin séu þær uppeldisstofnanir, sem lög gera ráð fyrir. Ljóst er að þessi erfiðu og mikilvægu störf eru stórlega vanmetin bæði hvað varðar starfs- aðstöðu og launakjör, og er nú svo komið að loka verður deildum á dagvistarheimilum vegna skorts á starfsfólki. Sú samfélagsþjónusta sem rekstur dagvistarheimila er og á að vera er í hættu og augljós- lega er stefnt að því að beina henni yfir til einkaaðila frá sameiginleg- um sjóði foreldra. Ætti sú stefna núverandi stjórnvalda og borgar- stjórnar Reýkjavíkur — en þar er vandinn alvarlegastur — engum að koma á óvart. Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins skorar á alla for- eldra í landinu og starfsfólk dag- vistarheimila að hvika hvergi frá kröfum sínum um góð og holl uppeldisskilyrði fyrir yngstu borg- arana. Vel mönnuð dagvistar- heimili eru skilyrði fyrir farsælu fjölskyldulífi og velferð ungra barna í landi, þar serp mikill meiri- hluti foreldra stundar vinnu utan heimilanna." NÝJA NÓAFLÓÐIÐ ER SYNDSAMLEGA GOTT Hjá Nóa Síríus við Skúlagötuna keppast menn nú við að pakka Nóaflóðinu nýja í þartilgerða vatnshelda plastpoka. Nóaflóðið nýja er röyndar ekki vatnsflóð heldur könfektmolaflóð. í hverjum poka erúhvorki fleiri né færri en 25 molar úr gæðasúkku- laði, fylltir með marsipani, rommrúsínumarsipani, truffli og öðru gómsætu gúmmulaði. Hver einasti konfektmoli er innpakkaður og litur umbúðanna segir til úm innihaldið. Molinn kostar aðeins rúmar 7 krónur eða þaðan af minna! Nóaflóðið - í vatnsheldum umbúðum! Veldu íslenskt... ef það er betra! k V ‘í v V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.