Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK STOFNAÐ1913 212. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Ég kallaði á börnin, en fékk ekkert svaru Neyðarástand ríkir í Mexíkó eftir jarð- skjálftann Mexíkóborg, 20. september. AP. JUVENTINO Benito Hern- andez og kona hans, sem þrýsti að sér rykfallinni Bibl- íu, stóðu grátandi fyrir fram- an rústir heimilis sins. Þrjú börn þeirra lágu grafin undir rústunum. Þau voru komin til vinnu þegar jarðskjálftinn varð. Benito flýtti sér heim: „Ég kallaði á börnin mín, en fékk ekkert svar,“ sagði hann og horfði á rústirnar: „Nú er allt glatað.“ Neyðarástand ríkir nú í Mex- íkóborg eftir jarðskjálftann í gærmorgun og hefur verið lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mexíkó. Tjónið var mest í miðborginni, þar sem háhýsi hrundu til grunna eins og spilaborgir, og var henni lokað fyrir umferð og fólk beðið að hafa hægt um sig svo að heyrð- ist til manna sem lægju ósjálf- bjarga undir húsarústunum. Yfirvöld hafa lýst yfir því að um 4.000 manns hafi farist og 10.000 slasast í jarðskjálftan- um. Um 50.000 björgunarmenn eru nú að störfum í Mexíkó. Fregnir frá sveitahéruðun- Björgunarmenn að störfum á byggingu sem hrundi í jarðskjálftanum í Mexíkóborg í gsr. um milli Mexíkóborgar og Kyrrahafsstrandar eru enn óljósari, en talið er að um 300 manns hafi farist í héruðunum Colima, Guerrero, Jalisco og Michoacan, sem liggja að strönd Kyrrahafsins skammt undan upptökum jarðskjálft- ans, en allar þessar fregnir eru óstaðfestar og símasamband rofið við þessi svæði. Minniháttar skjálftar skóku Varnar málar áðher ra Frakka segir af sér Yfirmaður leyniþjónustunnar leystur frá l'arís, 20. september. AP. Forsætisráðherra Frakklands, l.auronl Fabius, leysti í dag ('harl- es llcrnu, varnarmálaráðherra, og l'ierre Lacoste, yfirmann frönsku leyniþjónustunnar (DGSE), frá störfum. Paul Quiles var skipaður eftir- maður Hernus, en hann gegndi embætti húsnæðis- og ferða- málaráðherra. Jean Araux, yfir- maður ferðamálaráðuneytisins, tekur við embætti Quiles. Mitterrand hafði lýst yfir óþreyju sinni vegna hægagangs í rannsókn sprengingarinnar í skipi umhverfisverndarsamtak- anna Greenpeace, Rainbow Warrior, og þegar frönsk dag- blöð birtu fréttir þar sem Charies Hernu Paul Quiles, hefur sagt af hefur verið sér embætti skipaður varnarmála- varnarmálaráð- ráðherra. herra. ábyrgðinni á sprengjutilræðinu var varpað á DGSE, krafðist for- setinn tafarlausra viðbragða. Fabius sagði í bréfi til Mitt- errands í dag að Hernu hefði farið fram á það af Lacoste að hann svaraði ásökunum blaða um hlutdeild leyniþjónustunnar f Rainbow Warrior-málinu. Lac- oste neitaði að verða við skipun ráðherrans og bar við að það samræmdist ekki skilningi sín- um á starfi sínu. Lagði Fabius því til að Lacoste yrði leystur frá störfum. Leiðtogi Greenpeace-samtak- anna, David McTaggart, sagði í dag að ekkert væri unnið með því að finna blóraböggla og reka þá, og hét á Mitterrand að hætta kjarnorkutilraunum við Mur- uroa-kóralrifið. Björgunarmenn láta fórnarlamb jarðskjálftans síga úr hruninni bygg- ingu í Mexíkóborg í gær. Mexíkóborg í dag og er haft eftir Haroun Tazieff, viðlaga- ráðherra Frakklands og eld- fjallafræðingi, að fleiri stórra jarðskjálfta væri að vænta út næsta ár og gætu mælst jarð- skjálftar allt að sjö stigum á Richter-kvarða næstu fimmtán daga. Ramon Aguirre, borgarstjóri Mexíkóborgar, sagði seint í gærkvöldi að talið væri að AP/Símamynd a.m.k. 1.000 manns lægju grafnir undir rústum borgar- innar og í dag voru bæði lík og fólk, sem lifað hafði af, dregið jafnt og þétt undan rústunum. Aguirre sagði að gert hefði ver- ið að sárum 5.000 manns og Rauði krossinn skráði 4.624 slasaða. Sírenur vældu sleitulaust í miðborg höfuðborgarinnar og eldar loguðu í rústum hruninna bygginga. Grátandi börn eigr- uðu um göturnar í leit að for- eldrum sínum. Um 60 prósent símstöðva í Mexíkó eyðilögðust við skjálft- ann og búist er við að vatn verði af skornum skammti í Mexíkóborg á næstunni. Helm- ingur borgarinnar var raf- magnslaus í gær, en úr því rættist smám saman í dag. Ferðir neðanjarðarlesta stöðv- uðust í skjálftanum og þurftu farþegar að bjarga sér fótgang- andi. Sala áfengra drykkja hef- ur verið bonnuð fram á mánu- dag. Verið getur að ákvörðum Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins um að stöðva lánveitingar til Mexíkó verði dregin til baka vegna jarðskjálftans, en tjónið, sem hann olli, mun gera stjórn landsins erfiðara að borga skuldir sínar, en þegar er orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.