Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
5
Hljómsveitarstjórinn Maurizio Barbacini frá Italíu, sem stjórnar
flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands á óperunni Grímudansleik í
Þjóóleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið:
Frumsýning á
Grímudansleik
I kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsiö
óperuna Grímudansleik (Un ballo
in maschera), eftir Giuseppe Verdi,
í leikstjórn Sveins Einarssonar en
hljómsveitarstjóri er Maurizio
Barbacini frá Italíu.
Grímudansleikur er ein viða-
mesta sýning Þjóðleikhússins frá
upphafi og munu milli 120 og 130
manns taka þátt í henni, en með
aðalhlutverkin fara Kristján Jó-
hannsson (Gustavo III), Kristinn
Sigmundsson (Renato Anck-
arström), Elísabet F. Eiríksdótt-
ir (Amelía), Sigríður Ella Magn-
úsdóttir (Ulrica), Katrín Sigurð-
ardóttir (Oscar), Robert V. Bec-
ker (Ribbing) og Viðar Gunnars-
son (Horn). Það er Sinfóníu-
hljómsveit íslands sem leikur,
en að auki taka Þjóðleikhúskór-
inn og íslenski dansflokkurinn
þátt í sýningunni. Meðal annarra
aðstandenda sýningarinnar eru
Agnes Löve, æfingastjóri tónlist-
ar, Björn G. Björnsson, sem gerði
leikmyndina, Malín Örlygsdóttir
sem teiknaði búningana, Ingi-
björg Björnsdóttir, sem samdi
dansa, og Kristinn Daníelsson,
sem annast lýsingu.
Önnur sýning á Grímudansleik
í Þjóðleikhúsinu verður á sunnu-
dagskvöld. FrétUtilkynning.
„Tilhæfulaust"
— að hugsunarháttur allra Grind-
víkinga sé rotinn, segir í Víkurfréttum
Staksteinar og
falsað viðtal
— athugasemd frá Össuri Skarphéöinssyni
ritstjóra Þjóðviljans
BLAÐIÐ Víkurfréttir, sem gefið er
út í Keflavík, hefur beðist velvirðing-
ar á að hafa alhæft að siðferðiskennd
Grindvíkinga væri almennt af skorn-
um skammti og hugsunarháttur
þeirra „rotinn“, eins og það er orðað
í afsökunarbeiðni í blaðinu, sem út
kom á fimmtudaginn. Segir að það
séu leið mistök að alhæfa svo um
alla Grindvíkinga, slíkt sé „tilhæfu-
laust með öllu“.
Afsökunarbeiðnin er birt í fram-
haldi af grein í blaðinu fyrir
nokkru um misjafna siðferðis-
kennd foreldra og lögreglu í
Grindavík. Haldinn var borgara-
fundur í bænum um málið og þar
samþykkt harðorð ályktun þar
sem ritstjórar Víkurfrétta voru
fordæmdir og þess krafist, að þeir
bæðust opinberlega afsökunar á
ummælum sínum um menn og
málefni í Grindavík. f blaðinu á
fimmtudaginn er ályktunin birt
auk að minnsta kosti tíu annarra
fréttá og greina um grindvísk
málefni.
Þriggja manna nefnd, sem kosin
var á fyrrgreindum borgarafundi,
hefur nú kært ritstjóra og ábyrgð-
armenn Víkurfrétta fyrir Siða-
nefnd Blaðamannafélags fslands,
en báðir eru þeir félagar í BI.
Komist nefndin að þeirri niður-
stöðu, að ritstjórarnir hafi brotið
alvarlega eða gróflega gegn siða-
reglum blaðamanna verður úr-
skurður nefndarinnar birtur i
blaðinu.
í Staksteinum Morgunblaðsins
sl. föstudag er vitnað í „viðtal“
sem við mig birtist í 12. tölublaði
Frétta frá Sovétríkjunum 1976, og
átti að hafa verið tekið við mig í
för á stúdentamót í Eistlandi
sumarið 1976. í Staksteinum
stendur meðal annars eftirfar-
andi:
„Mótið var haldið að frum-
kvæði stúdentaráðs Sovétríkj-
anna. Halldór Árnason og Össur
Skarphéðinsson, núverandi rit-
stjóri Þjóðviljans, voru íslensku
fulltrúarnir. I fyrrnefndu áróð-
ursriti er eftirfarandi haft eftir
Össuri: „Menntakerfið í Sovét-
ríkjunum tel ég fullkomnara en
það sem er á íslandi. Ferðin um
Sovétríkin hefur víkkað mjög
sjóndeildarhring minn ... Það
hafði mikil áhrif á mig að koma
í verksmiðju og samyrkjubú og
ríkisbú i þessu Asíulýðveldi (Úz-
bekistan). Það er aðeins fram-
farasinnað og lýðræðislegt
skipulag, sem getur hafa skapað
(svo) svona víðfeðma möguleika
fyrir þjóð, sem var varla læs né
(svo) skrifandi fyrir fáeinum
áratugum."
Af þessu tilefni vil ég taka
eftirfarandi fram: Þetta „viðtal"
var aldrei tekið. Það er fölsun
frá upphafi til enda, einsog var
raunar bent á stúdentafundum
í Háskóla ísland veturinn eftir.
Rétt er, að Halldór fiskmats-
stjóra og mér var boðið á stúd-
entamótið í því skyni að reyna
að jafna ágreining um þá var
uppi í hinni alþjóðlegu stúdenta-
hreyfingu og beindist gegn
vinnubrögðum Rússa. Jafn-
framt var boðið fulltrúum frá
öðrum úr andófshópnum, meðal
annars Dönum, Norðmönnum
og Júgóslövum, en á þessum
tíma stóðu þessar þrjár þjóðir
ásamt fulltrúum islenskra stúd-
enta að virku andófi gegn yfir-
gangi Rússa í stúdentahreyfing-
unni.
Stúdentamótið átti að hefjast
með því að öllum þátttakendum,
einum þrjú hundruð að tölu,
skyldi flogið til Asíulýðveldisins
Úzbekistan, og þaðan eru vafa-
laust sprottin ummælin um
meinta för mína til þess fjar-
læga rikis. Málið er einfaldlega
það, sem vottar um hversu alger
fölsun „viðtalsins" var af hálfu
sovéskra, að ég hefi hvorki þá
né síðar komist til Úzbekistan.
Ég missti af flugvélinni og sat
strandaglópur í viku á Hótel
Júnóst í Moskva og skoðaði
íkona meðan aðrir mótsmenn
voru í Úsbekistan að skoða ís-
skápa. En það hefur sennilega
tapast úr bókhaldi þeirra gersku
og villurnar því slæðst inn þegar
þeir smíðuðu „viðtalið" sem
aldrei var tekið.
Þannig var að til Moskva átt-
um við stúdentafjöldi að koma
31. júlí og þá skyldi flogið beint
austur til Asíu að skoða Úz-
bekistan. En svo vildi til að 30.
júlí, eða deginum áður, þá átti
minn elskaði faðir sextugsaf-
mæli og við feðgar sátum saman
að teiti ásamt fjölmörgum ætt-
ingjum framundir morgun og
glöddumst yfir erni föður míns
og drukkum honum langlífis og
góðrar elli. Mér er þetta mjög
minnisstætt, því Ragna frænka
mín, og óforbetranleg sjálfstæð-
iskona úr Borgarnesi og móðir
mikillar sjálfstæðishetju þar í
bæ, grét fögrum tárum þegar
roðaði af morgni og kvað víst
Ossur Skarphéðinsson
að aldrei myndi þessi villu-
ráfandi frændi hennar eiga
kvæmt úr klóm hinna sovésku
fóla.
Úr afmæli föður míns, flaug
ég til Kaupmannahafnar glaður
mjög, þaðan sem átti að taka
Aerofloit-vél til Moskva og
brenna rakleiðis austur úr til
Úsbekistan. En full þau sem ég
hafði drukkið til langlífis föður
míns þá um nóttina gerðu mér
brátt að samfagnast með vinum
mínum í Kaupmannahöfn yfir
komu minni þangað og skoða
fornar slóðir Fjölnismanna í
Höfn. Af þessum sökum missti
ég af vélinni til Moskva. Þegar
þangað kom, tveimur dögum og
mikilli gleði síðar, þá voru allir
fuglar flognir austur eftir, ég
sat einn með þurrkuntulegum
enskum stalínista á fyrrnefndu
hóteli í heila viku og keypti lítil
barmmerki með Lenín, sem ég
var þá í nokkrum kunningsskap
við, milli þess ég skoðaði söfn.
Til Úsbekistan kom ég aldrei, ég
vissi hvorki þá né síðar nokkuð
um menntamál í Sovétríkjun-
um, en er jafn handviss um nú
og þá að þau eru að mörgu leyti
eftirbátur okkar hér heima. Það
var aldrei tekið við mig viðtal,
og það sem birtist í Fréttum
frá Sovétríkjunum er fölsun frá
upphafi til enda.
Það var hins vegar ekki eina
„viðtalið" sem þessir andskotar
bjuggu til við mig. Ári síðar var
ég staddur á skrifstofu Stúd-
entaráðs að spjalla við vinkonu
mína, Steinunni Hafstað. Af
rælni fór ég að handfjalla tíma-
rit sem mig minnir að heiti
World Student News og er eitt
af appírötum austverja. Þá rak
ég augun í það mér til mikillar
furðu, að þar var ;,viðtal“ við
mig um mengun á Islandi, og í
því var ég látinn segja að svo
mikið kvæði að óþrifum kapítal-
ismans á íslandi, að 1 Reykjavík
kæmi fyrir að borgarbúar
þyrftu að ganga með grímu fyrir
andlitinu!!
Þarf frekari vitna við?
Farþegum fjölgar
Farþegaflutningar Flugleiða hafa
aukist það sem af er árinu að sögn
Sæmundar Guðvinssonar blaðafull-
trúa Flugleiða og hefur félagið flutt
samtals 575.000 farþega í áætlunar-
flugi frá áramótum til 15. september.
Aukningin í farþegaflutningum
milli Evrópu og Bandaríkjanna
nemur 8,4%. f fyrra fóru 193.000
farþegar með Flugleiðum á þessari
leið, en eru nú orðnir um 210.000
frá því í ársbyrjun 1985. Farþegar
milli íslands og annarra Evrópu-
landa voru samtals 180.000 frá ára-
mótum, en voru 157.000 í fyrra og
nemur aukningin 14,6%.
Sömu sögu er að segja af innan-
landsflugi Flugleiða. Farþegar í
innanlandsflugi voru samtals
165.000 í fyrra, en eru 185.000 það
sem af er þessu ári, eða um 12,2%
fleiri. Sæmundur sagði að ástæðan
fyrir þessari fjölgun farþega í inn-
anlandsflugi væri líklega sú að boðið
hefði verið upp á ýmis ný fargjöld.
Eins hafi veður verið ákaflega gott
það sem af er árinu og hefði flug
þess vegna gengið óvenju vel.
FRÁ HL 9 til 4
HAGKAUP
Skeífunni 15