Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1985
Uppskerustörfum að ljúka í Þykkvabænum:
Pokaburður er
okkar heilsurækt
— segir Sighvatur Hafsteinsson í Gerði
— Uppskeran tíföld að jafnaði
„MÉR líst ágætlega á uppskenina.
Hún er um það bil tfföld miðað við
útsæði,“ sagði Sighvatur Hafsteins-
son kartöflubóndi í Gerði í
Þykkvabæ í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær en hann var
þá úti á kartöfluakri að taka upp
kartöflur.
Sighvatur var með tvær upp-
tökuvélar í gangi og fjölda manns
með sér. Sagði hann að þeir stæðu
að upptökunni saman feðgarnir,
notuðu upptökuvélarnar til skiptis
á báðum bæjunum, en faðir hans
er Hafsteinn Sigurðsson í Smára-
túni. Sighvatur kvaðst vera með
kartöflur í 14 hekturum. Hann
sagðist vera langt kominn með að
taka upp, bjóst hann við að ljúka
því á mánudag. Nágrannar hans
eru flestir búnir að taka upp eða
eru i restum, eins og Sighvatur
orðaði það. Upptakan er rúmlega
hálfsmánaðar stíf törn hjá þeim
feðgum, fólki þeirra og öðru að-
stoðarfólki. „Jú, pokaburðurinn er
erfiður. En það kemur á móti að
við þurfum enga heilsurækt hér í
Þykkvabænum, við fáum hana í
upptökunni á haustin," sagði Sig-
hvatur.
Sighvatur sagði að menn væru
almennt ánægðir með uppskeruna,
enda væri hún betri en búast hefði
mátt við eftir þurrkana í sumar.
Hún væri yfirleitt góð, og líklega
um það bil tíföld til jafnaðar. Þó
sagði hann að garðarnir væru
nokkuð misjafnir, sandgarðarnir
kæmu verr út og þeir sem væru
mikið með sandgarða færu illa út
úr þessu. Hann taldi þó að það
væru örfáir menn, aðrir væru
þokkalega ánægðir, þó uppskeran
næði líklega ekki metuppskerunni
í fyrra. f fyrra hefðu verið fleiri
kartöflur undir hverju kartöflu-
grasi, en það bætti uppskeruna nú
að kartöflurnar væru almennt
stærri.
Sighvatur Hafsteinsson við kartöfhiupptöku.
Morþíunbladið/Bjarni.
7 togarar
búnir með
kvóta sinn
SJÖ TOGARAR hafa nú klárað
kvóta sinn fyrir þetta ár og verða
því að hætta veiðum, fái þeir
ekki viðbót. Fimm togarar til
viðbótar eiga eftir minna en 10%
af hlut sínum.
Alls er 51 skip búið með hlut
sinn og 142 eru á mörkunum.
Talsverður fjöldi skipa, sem var
langt kominn eða búinn með
sinn hlut hefur fengið keyptan
kvóta og heldur því veiðum
áfram.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins eru eftirtaldir tog-
arar búnir með þorskkvóta
sinn: Jökull SH, Sunnutindur
SU, Elín Þorbjarnardóttir ÍS,
Harðbakur EA, Runólfur SH,
Akureyrin EA og Bergvík KE.
INNLENT
Forsætisráðherra um hótun fjármálaráðherra:
„Hafði engin áhrif
á afstöðu okkar“
Fjármálaráðherra hótaði stjórnarslitum með
vitund og vilja formanns Sjálfstæðisflokksins
Ólafsvík:
„Grútskít-
ugur“ fálki
fangaður
Ólifsvík, 20. september.
STARFSMENN vegagerðarinnar,
Þorgils Björnsson vinnuvélastjóri
og Egill Pálsson vegaverkstjofi
voru við vinnu sína skömmu eftir
hádegi í dag við Gröf í Breiðuvík er
þeir sáu fálka flögra yfir veginn.
Þeir veittu honum enga sérstaka at-
hygli fyrst í stað, nema hvað þeir
sáu hann flögra út í mýri og setjast
þar upp á hól. Nokkru síðar gerðu
þeir sér grein fyrir því að ekki var
allt með felldu, því tveir hrafnar
voru komnir á svæðið og virtust
vera að krunka í fálkann. Þeir fél-
agar hlupu til, eltu fálkann og tókst
að fanga hann með því að kasta yfir
hann ábreiðu.
Er þeir fóru að skoða fuglinn
veittu þeir því strax athygli að
hann var útataður í grút, og að
því er Þorgils Björnsson telur,
hefur fuglinn komist í selshræ.
Þeir Þorgils og Egill tóku fuglinn
með sér til Olafsvíkur þar sem
hann var geymdur á verkstæði
vegagerðarinnar. Hann var nokk-
MorKunbla&ið/Július
ÆVAR PETERSEN fuglafræðingur
tók á móti fálkanum þegar hann kom
með Arnarflugsvél til Reykjavíkur í
gærkvöldi. Ævar sagði að það væri
algengt á þessum árstíma að grútur
kæmist í fiður fálka, og væri þetta
þriðji fálkinn frá miðjum ágúst sem
þeir fengju til meðferðar. Hann taldi
vandalaust að bjarga fulginum, að-
eins þyrfti að baða hann nokkrum
sinnum og svo mætti sleppa honum.
uð farinn að braggast, en vildi þó
ekki hreyfa við kjötbitum sem
honum voru boðnir.
í kvöld var fuglinn sendur með
flugvél til Reykjavíkur, þar sem
Ævar Petersen fuglafræðingur
tók á móti honum og athugar
hvað hægt er að gera fyrir hann.
- Björn
ALBERT GUÐMUNDSSON fjár
málaráðherra hótaði framsóknar-
mönnum í ríkisstjórn stjórnarslitatil-
lögu í þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins, ef framsóknarmenn samþykktu
ekki þann fjárlagaramma sem hann
lagði fram, með vitund og samþykki
formanns Sjálfstæðisflokksins,
Þorsteins Pálssonar. I>etta hefur
Morgunblaðið eftir áreiðanlegum
heimildum.
Þegar Morgunblaðið snéri sér til
fjármálaráðherra í gær og spurði
hann út í þessa hótun hans, sagði
hann einungis: „Ég bara ræði þetta
ekki. Það náðist ágætt samkomulag
hjá báðum þingflokkum og ríkis-
stjórninni og annað hef ég ekki um
málið að segja."
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra var í gær spurður
hvort þessi hótun Alberts hefði
gert útslagið um að framsóknar-
menn samþykktu fjárlagaramma
fjármálaráðherra: „Albert og tveir
aðrir sjálfstæðisráðherrar voru
hérna inni hjá mér og þá kom þetta
upp úr Albert. Það er nú ekki i
fyrsta sinn sem hann hótar að fara.
Þetta hafði nákvæmlega engin
áhrif á afstöðu okkar framsókn-
armanna, því staðreyndi er sú að
síðan breyttust fjárlagaforsendur
eftir þetta, þannig að ég get ekki
séð að fjármálaráðherra hafi verið
mikil alvara með þessari hótun
sinni, frekar en fyrri daginn. Al-
bert var með tiilögu sem við gátum
ekki fallist á, en fyrst og fremst var
það tillaga um 12% söluskatt á
matvæli. Það hefði verið alveg eins
gott fyrir ríkisstjórnina að fara
frá, eins og að ákveða söluskatt á
matvæli."
Framsókn gaf eftir í
stjórn Byggðastofnunar
MorRunblaöiö/Olafur K. Magnusson
Magnús L. Sveinsson og Erró við listaverkið af Halldóri Laxness.
— Guðmundur Malmquist ráðinn forstjóri og
Bjarni Einarsson verður aðstoðarforstjóri
Á FUNDI Steingríms Hermannssonar
forsætisráöherra, og Þorsteins Páls-
sonar formanns Sjálfstæðisfiokksins,
í gærmorgun, náðist samkomulag með
flokksformönnunum um það hvern
stjórnarfiokkarnir styója í forstjóra-
stól Byggðastofnunar. Niðurstaðan
varð sú að framsóknarmenn sætta sig
við að aðeins einn forstjóri verði við
stofnunina, og samþykktu þeir að
styðja Guðmund Malmquist, sem
sjálfstæðismenn höfðu ákveðið að
styðja til starfans. Jafnframt var
ákveðið að styðja Bjama Einarsson í
starf aðstoðarforstjóra.
Á fundi stjórnar Byggðastofnun-
ar í gær var svo ákveðið samhljóða
að ráða Guðmund sem forstjóra
Byggðastofnunar, en Guðmundur
hefur veitt lögfræðideild Fram-
kvæmdastofnunar forstöðu, og
Bjarna sem aðstoðarforstjóra. Eng-
in önnur tillaga kom um forstjóra
eða aðstoðarforstjóra.
„Við Þorsteinn gerðum sam-
komulag um það á fundi okkar i
morgun, að styðja Guðmund
Malmquist í forstjórastól Byggða-
stofnunar," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann
sagði að legið hefði fyrir að meiri-
hluti stjórnar Byggðastofnunar
vildi einungis einn forstjóra og því
hefðu framsóknarmenn sætt sig við
þá tilhögun. „Við fundum mann
scm báðir sætta sig við og ég er
mjög ánægður með að fá Guðmund
í þetta starf. Ég hef starfað mikið
með honum, og hef verið ánægður
með samstarfið við hann,“ sagði
forsætisráðherra.
Forsætisráðherra var spurður
hvort ekki væri óþægilegt að hafa
lofað Bjarna stuðningi, og styðja
síðan annan mann i forstjórastól-
inn: „Við höfum stutt Bjarna alveg
fram á síðustu stundu," sagði
Steingrímur, „og vitanlega er það
alveg rétt að við vildum fá Bjarna.
En það náðist samkomulag um
þessa tilhögun, og við það verður
maður að standa."
Næsti fundur Byggðastofnunar
verður nk. miðvikudag, en þá munu
íormaður og varaformaður leggja
fram tillögur um starfsskipulag
stofnunarinnar og mannaráðningar
í samráði við forstjóra.
Enginn lax hjá Erró, en Reykja-
víkurborg eignadist Laxness
Málverk Errós af llalldóri Laxness var formlega afhent Rcykjavíkur-
borg í gær í Höfða. Magnús L Sveinsson forseti borgarstjórnar þakkaói
Erró þessa höfðinglegu gjöf og las skcyti frá Davíð Oddssyni borgarstjóra,
en hann dvelur nú á Marbella á Spáni. í skeytinu komu fram þakkir
borgarstjóra fyrir hönd borgarbúa.
Magnús sagði ennfremur að listamaðurinn Erró hefði sjaldan kom-
ið tómhentur hingað til lands, og að honum þætti vænt um tryggð
listamannsins við land sitt, ljóst væri að hjarta hans slægi ávallt með
þjóðinni, þótt hann væri nú búsettur í París, listamaður á heimsmæli-
kvarða.
„Listaverk Errós af Halldóri Laxness kom hingað til lands vafið
utan um laxveiðistöng, listmáiarinn ætlaði m.a. að koma hingað til að
veiða lax. Lítið varð þó úr þeirri veiði, en Reykjavíkurborg eignaðist í
staðinn Laxness," sagði Magnús og óskaði Erró alls hins besta á
komandi árum.