Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 7 Doktor í tón- listarkennslu Athugasemd frá bæjarstjóranum í Njarðvík í SEPTEMBER varði Anna Margrét Magnúsdóttir ritgerð til doktors- prófs. f tónlistarkennslu við Univers- ity of Illinois í Bandaríkjunum og ber ritgerðin yfirskriftina Toward a Phenomenology of Music. Ritgerðin fjallar um myndun tónlistar og merkingu hennar í tíma og byggir hún að miklu leyti á kenningum franska heimspek- ingsins M. Merleau-Ponty. Anna hóf tónlistarnám í Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar og voru aðalkennarar hennar þar Gísli Magnússon, píanóleikari og Gunnar H. Jónsson, gítarleikari. Anna innritaðist í tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík haustið 1975 og lauk þaðan • tónmenntakennaraprófi vorið 1978. MS-gráðu hlaut hún frá University of Illinois vorið 1980 og Ph.D.-gráðu í september á þessu ári. Foreldrar Önnu eru Elísabeth Vilhjálmsson og Magnús Petersen. (FrétUtilkynning.) Anna Margrét Magnúsdóttir doktor í tónlistarkennslu. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá bæjar- stjóranum í Njarðvík: „í Morgunblaðinu í dag, föstu- dag, er frétt um gatnafram- kvæmdir í Gerðahreppi. í frétt þessari er gefið í skyn að Njarðvík- ingar njóti einhverra forréttinda varðandi gatnagerð hjá Vegagerð ríkisins. Hið rétta er, að í Njarðvík eru tvær götur, sem eru þjóðvegir í þéttbýli, þ.e. Sjávargata og Njarðvíkurbraut. Njarðvíkurbær hefur alfarið kostað gerð og við- hald þessara gatna. Önnur er malbikuð og hin er steypt. Þessar götur eru því sambærilegar við Garðabraut í Garði, nema hvað þær eru ökufærar. Njarövík 20. september, Albert K. Sanders, bæjarstjóri." Iceland Yearbook of JO CT Trade & tndustry n»J IrvvxpFWMdMt Vtxirt>xik Iceland Review: Árbók á ensku um framleiðslu og útflutning HJÁ Iceland Review er komin út árbókin „lceland — Yearbook of Trade & Industry ’85“. Bókin er á ensku og í henni er fjallaó um allt það helsta er varðar fiskveiðar, fisk- vinnslu, útflutningsiðnað og mark- aðsmál íslendinga á sl. ári. Iceland Review hefur gefið út ritið Iceland Fisheries Yearbook ár- lega síðan árið 1981, og hefur sú útgáfa gefið mjög góða raun. Þess vegna var nú ákveðið að auka út- gáfuna, þannig að hún næði einnig yfir aðrar greinar framleiðslu og útflutnings okkar. Bókin í ár hefur því að geyma alla þá þætti sem Fisheries Year- book hefur hingað til sinnt, auk hliðstæðrar umfjöllunar um aðrar framleiðslugreinar. Sem dæmi má nefna yfirlitsgreinar eftir fjöl- marga frammámenn og sérfræð- inga á hinum ýmsu sviðum sjávar- útvegs, iðnaðar og viðskipta. Fjall- að er um stóriðju, vikurútflutning, loðdýra- og fiskirækt, húsgagna-, fata- og sælgætisútflutning og margt fleira mætti nefna. Auk þessa eru í ritinu töflur yfir afla, vinnslu, framleiðslu og útflutning, listar eru yfir opinberar stofnanir tengdar sjávarútvegi og iðnaði, framleiðendur, útflytjendur og söluskrifstofur erlendis. Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, ritar inngang að bókinni. „Iceland — Yearbook of Trade & Industry ’85! er 80 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda mynda. Verð bókarinnar án söluskatts er kr. 315. Ritstjóri er Haraldur J. Hamar. (Iceland Review.) Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! FYRSTA FISKflJDIS AISLANDI í Laugardalshöll daganalö22. september ém */\lþjóðleg sýning um íslenskt hagsmunamál varpað er Ijósi á þá möguleika sem fyrir hendi eru og Alþjóðlega fiskeldissýningin í Laugardalshöll er fyrsta gefið er yfirlit yfir þær leiðirsem færareru að settu marki. sýning sinnar tegundar hér á landi. Hér er fjallað Markmiðið með sýningunni er að hjálpa mönnum að markvisst um nýja og ört vaxandi atvinnugrein sem finna bestu leiðina, hvetja athafnamenn til dáða og vekja miklar vonir eru bundnar við. Hér finnur þú á einum sem flesta til umhugsunar um þau miklu tækifæri sem stað allt sem máli skiptir fyrir framtíð fiskeldis á íslandi. bíða okkar í fiskeldi hér á landi. Innlendir og erlendir aðilar kynna framleiðslu sína, Meðal þess sem kynnt er: Rafeindabúnaður til mælingar, • flokkunar og eftirlits Tölvustýrðir fóðurgjafar • Tankar, búr og ker • Lyf og lækningatæki • Öryggisbúnaður • Hreinsibúnaður og dælur • Teljarar, vogir og mælar • Öryggis- og burðarnet • Flotbúnaður, þéttibúnaður og skilrúm • Gæðaeftirlitsbúnaður • Ráðgjafarþjónusta ■ Myndbandakynningar ■ Svæðakynningar ■ Jarðvarmanýting ■ Landnýting ■ Sýningarsvæðið í Laugardalshöll afurðirnar! Til að gefa gestum færi á að kynnast því ágæta hráefni sem eldisfiskurinn er, munu matreiðslumeistarar frá Gauki á Stöng bjóða upp á gómsæta rétti þar sem eldisfiskurinn er í aðalhlutverki. stendur aðeins í 5 daga Sýninginstendurfrá 18.-22. september ogeropinfrákl. 11.00 - 19.00 alla sýningardagana. X. Smakkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.