Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 23 Thatcher styður tillögur Husseins Aqaba, Jórdanfu, 20. september. AP. MARGARET Thatcher, forsætisrád- herra Breta, kom í dag til borgarinnar Aqaba vió Rauðahaf þar sem síðustu viðrseður hennar og Husseins Jórd- aníukonungs munu fara fram. I’ar með lýkur opinberri heimsókn hennar til Jórdaníu en áöur var hún í Egypta- landi. „Tilgangur minn með komu minni til Egyptalands og Jórdaníu var að leggja áherslu á stuðning Breta við friðarsamninga milli ríkj- anna í þessum heimshluta," sagði Thatcher í gær, fimmtudag, á fundi sem 64.000 manns sóttu. Fór hann fram í Baqaá-búðunum, flótta- mannabúðunum fyrir Palestínu- menn, og sagði Thatcher fólkinu, að hún styddi tillögur Husseins kon- ungs um að friður yrði saminn við Israela gegn því að þeir skiluðu aft- ur þeim landsvæðum, sem þeir her- tóku árið 1967, og að komið yrði á fót sérstöku ríki Palestínumanna. Eftir breskum embættismönnum er hins vegar haft, að Bretar séu and- vígir því, að Sovétmenn verði kall- aðir til í friðarviðræðunum. Filippseyjar: Hermenn felldu fjór- tán manns Bacolod, Filippseyjum, 20. sept AP. FJORTAN manns féllu í dag í bænum Escalante á Nigroæeyju, þegar her- menn skutu á stjórnarandstæðinga, sem safnast höfðu saman í tilefni þess, aö 13 ár eru liðin frá því að Ferdinand Marcos forseti lýsti yfír herlögum í landinu. Isidoro de Guzman, yfirmaður hersins í héraðinu, kvað fjóra menn auk þess hafa hlotið alvarleg sár í hríðinni. Hann sagði, að sleg- ið hefði í brýnu, þegar mótmæla- fólkið hefði ráðist að hermönnun- um, er þeir hefðu ætlað að dreifa mannfjöldanum. Frakkland: Eiturlyfja- hringur upprættur l'arís, 20. september. AP. FRANSKA lögreglan hefur ákært 118 manns, aðallega menn frá Pakistan og Sri Lanka, fyrir eiturlyfjasmygl og -verslun og eru ákærurnar árangur sjö mánaða langrar rannsóknar á umsvif- um eiturlyfjahrings, sem teygir einnig anga sína til Hollands og Belgíu. Lögreglan komst fyrst á sporið í febrúar sl. þegar hún handtók eitur- lyfjasala í París en á heimili hennar fannst hálft kíló af hreinu heróíni og 100.000 frankar, um 460.000 ísl. kr. A síðustu tveimur mánuðum hefur lög- reglan lagt hald á 20 kíló af heróíni á Parísarsvæðinu og handtekið Kín- verja frá Hong Kong og Tyrki, öfga- sinnaða vinstrimenn, sem hafa fjár- magnaö hryðjuverkastarfsemi með eiturlyfjaverslun. Aðalmennirnir eru hins vegar tveir Pakistanar. Barátta sovéskra stjórnvalda gegn ofdrykkju: Enn vantar mikið á að nægi- legur árangur hafi náðst Moskvu, 19. september. AP. I NTLEGRI ályktun miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins er kvartað yfir því, að sumir Sovétborgarar hafi ekki tekið nógu alvarlega baráttu flokksforystunnar í Kreml gegn misnotkun áfengis. Er varað við, að enn verði til muna hert á baráttunni. I ályktuninni, sem birtist á forsíðu flokksmálgagnsins, Pravda, í dag, sagði, að mið- stjórnin væri samþykk, að sett yrðu ný lög, sem styddu of- drykkjuvarnir. Mikhail S. Gorbachev flokks- leiðtogi telur breytta áfengis- málastefnu mikilvægan hluta heildarstefnu sinnar í innanrík- ismálum, og það var fyrir hans tilstilli, að í maímánuði var hafin herferð gegn óhóflegri áfengis- neyslu landsmanna. Afgreiðslutími áfengisversl- ana var styttur og sumum útsölu- stöðum lokað fyrir fullt og allt. Aldursmörk vegna áfengiskaupa voru hækkuð úr 18 árum í 21 ár. Dregið var úr áfengisveitingum við opinberar athafnir og aðgerð- ir lögreglu vegna áfengisdrykkju á almannafæri hertar að mun. I ályktun miðstjórnarinnar sagði, að mikið hefði áunnist í þessum efnum og margir lagt gjörva hönd á plóginn, en ekki væri þó unnt að horfa fram hjá því, að enn vantaði mikið á, að nægilegur árangur hefði náðst. I ályktuninni sagði, að „yfir- gnæfandi meirihluti" sovéskra borgara styddi viðleitni stjórn- valda, en aðrir „sýna aðgerðun- um andúð eða tómlæti og bíða þess að úr baráttunni dragi". En miðstjórnin heitir, að hin- um veiklyndu skuli ekki verða kápa úr því klæðinu, herferðinni muni ekki linna. „Það er ákaflega áríðandi, að fólki skiljist það í eitt skipti fyrir öll, að ekki verður slakað á eða gefið eftir í þessari baráttu," sagði í ályktun miðstjórnarinn- ar. Við rýmum til fyrir nýrri árgerð og bjóðum Opel Corsa, Opel Kadett og Opel Ascona á vildarkjörum til 10. október eða á meðan birgðir endast. 60% lán er aðeins ein leið af mörgum sem við bjóðum nú til að auðvelda þér að eignast góðan bíl: • Verðlækkun Við bjóðum ríflega verðlækkun. Pannig lækkar t.d. Opel Kadett LS úr 431.500 í 398.500!1> • Gamli bíllinn tekinn upp í Pað kemur sér e.t.v. bestfyrir þig að setja gamla bílinn upp í. Lítum á dæmi: Nýr Kadett LS (eftir lækkun) kr. 398.500 Sá gamli kostar t.d. kr. 175.000 Þá er útborgun kr. 143.500 og afganginn greiðir þú með jöfnum afborgunum á 6 mánuðum kr. 80.000 kr. 398.500 Allt að • 30.000kr. staðgreiðsluafsláttur ef bíllinn er greiddur innan 45 daga frá afhendingu. • 60% lánað Þú getur líka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu. Dæmi: Nýr Kadett LS kr. 398.500 útborgun 40% kr. 159.400 Helming eftirstöðva lánum við síðan í 3 mánuði kr. 119.550 og afganginn í 12 mánuði kr. 119.550 kr. 398.500 • Þínar óskir Við erum alltaf til viðræðu um aðrar leiðir en þær sem hér hafa verið nefndar. Þú ættir að hafa samband og kanna málið. BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 1) Miðað við gengi 18. sept. '85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.