Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 25 ERRO Myndlist Bragi Ásgeirsson Menn eru stöðugt minntir á það hve tíminn líður hratt og þannig eru heil sjö ár síð- an Listahátíð var með mikla yfirlitssýningu á verkum Guðmundar Guðmundssonar Erró. Fram að þeim tíma hafði hann að mestu verið snið- genginn af löndum sínum en fyrir mína uppástungu var honum þó boðið að sýna í deild íslands á samnorrænu sýningunni á Charlottenborg í K.höfn árið 1969. Frá sýningu Erró á Kjar- valsstöðum hafa verið haldn- ar tvær sýningar á afmörk- uðu sviði listar hans í Nor- ræna húsinu, og hann átti nokkrar miklar myndir á sýningu á verkum íslenzkra myndlistarmanna, búsettra erlendis, er haldin var á Kjarvalsstöðum í tengslum við Listahátíð sl. ár. Þá kynnti fyrirtækið „Mynd- kynning" grafíkmyndir eftir hann og gaf út tvö eintök fyrir nokkrum árum. Seinni sýningin í Norræna húsinu mun einmitt rétt hálfnuð er þessar línar birt- ast en hún mun standa til 29. september. Svo sem á fyrri sýningu sinni í Norræna húsinu hefur Erró kosið að kynna hina munúðarfullu hlið listar sinnar. Hann staðsetur engilfagrar konur úr lista- sögunni og af ljósmyndum gamalla póstkorta inn í hið tæknivædda þjóðfélag okkar. Býr til dularfulla tímalausa rökræðu, sem hann magnar upp á léreftsdúkum sínum með lit og pentskúf. Hér er um fjórar mynd-. raðir að ræða: „Stúlkurnar frá Marokkó“, „Keisarans veldi í Kína“, „Japan“ og „l'úsund og önnur nótt“. Erró styðst mikið við ljósmyndir eins og hann hefur lengi gert og þess má geta, að ljós- myndif hafa verið notaðar sem hjálpartæki málara frá upphafi tækninnar, og á þessari öld hafa menn víkkað út sviðið með því að klippa þær niður og líma upp. Látið þær segja nýja sögu í marg- víslegum samruna, eftir því sem hugarflugið býður og nefnist aðferðin á frönsku „photomontage" og er um leið fagheitið. Erró hefur tekið þessa að- ferð upp í málverkinu, — klippir niður eitt og annað í ljósmyndum af verkum frægra meistara, svo og al- mennum ljósmyndum úr tímaritum og póstkortum. Málar svo eftir þessum sam- klippum í gegnum stækkara. A síðari árum hefur hann í vaxandi mæli notað heilmik- ið úr teikniseríum dagblaða og tímarita (comic stris), hrært þeim saman við fræg málverk og ljósmyndir af vettvangi dagsins. Nútíð og fortíð renna þar saman í eitt og úr verður einn allsherjar pataldur. Það hefur löngum heillað listamenn að hræra saman nútíð og fortíð en Erró gerir það á sinn sér- staka hátt, og aðferð hans hefur hlotið hljómgrunn á okkar ótrúlegu og ótryggu tímum, — er menningin er næsta fánýt miðað við mik- ilvægi þess að komast af — lifa. En við sjáum minnst af þessu á sýningunni í Nor- ræna húsinu og óneitanlega eru þær myndir einna svip- mestar, sem næst þeim koma. Það er og næstum lík- ast því, sem að eitthvað vanti í þær myndir þar sem þessi hrái og launkýmni leikur er ekki til staðar. Þessi sérstaki leikur er áþreifanlegastur í myndinni af Laxness og þó þykir mér ljósmyndirnar tvær nokkuð framandlegar í heildinni — máski hefur listamaðurinn ofhugsað myndina. Fram kemur í viðtali, að hann hafi upprunalega hugsað sér hana öðruvísi — jafnvel staðsetja öll ferðalög Lax- ness á myndflötinn. Snjöll hugmynd það, því að Laxness hefur lifað spennandi og lit- ríku lífi um dagana og ætti að vera til nóg af myndrænu efni að taka í mikla og stóra mynd. Og hví ekki að mála Laxness-scape — Laxness- landslag? Scape-myndröðin er eitt Brúðusafniö hið þekktasta er liggur eftir Erró og þannig var viðamikil sýning á þeim þætti listferils hans haldin á gamla Nútíma- listasafninu 6. maí til 16. júní og mun hafa vakið mikla athygli. Það er annars merkilegt að hugsa til þess, að við íslend- ingar eigum enga mynd frá þessu tímabili — né í líkingu við þá snjöllu mynd „Bak- grunnur Jackson Pollock", sem máluð árið 1967 og hangir uppi í Nútímalista- safninu í Pompidou-menn- ingarmiðstöðinni. Sú mynd vekur óskipta athgyli safn- gesta, svo sem ég hef sjálfur margoft tekið eftir mér til óblandinnar ánægju. Það er harla lítið af ís- lenzku sviði í myndum Erró í Norræna húsinu en hér skulu Fatima Davina menn ekki misskilja mig því að enginn er ég boðberi átt- hagalistar. Ég á við sjálfa gerð myndanna en hér sjást pensilför varla og er það e.t.v. vegna þess að þær eru málaðar með sérstöku lakki er gefur þeim m.a. hina tæru áferð. Þá má gera ráð fyrir, að Erró hafi valdið ýmsum að- dáendum sínum vonbrigðum með því að sýna einungis fal- legar, munúðarfullar myndir á þessum tveim sýningum í Norræna húsinu — kannski samkvæmt óskum þeirra er að sýningunni stóðu, en að sjálfsögðu kemur það honum einum við hvaða hlið á sér hann vill kynna hverju sinni hér heima. Fólki hefur og al- mennt líkað þetta vel, eink- um því er ekki léti sér detta í hug að festa sér myndir hrjúfar, skeleggrar og um- búðalausrar tjáningar. Máski mætti álykta, að eftirmyndir ýmissa frægra listaverka séu ekki nægilega vel útfærðar, þar sem að ekki er um stíliseringu að ræða og í annan stað er myndræni tilgangurinn ekki fullljós varðandi einhæfa stækkun Ijósmynda því að hér er eig- inlega ekki beint súper- raunsæi á ferðinni. Sumar stúlkurnar frá Marokkó eru í sjálfu sér svo myndrænar að stækkun í margri mynd er vel réttlæt- anleg svo sem „Fatima" (2) og „Davina“ (5) en í hinni síðastnefndu hefur hann ein- mitt staðsett ákaflega myndrænan bakgrunn. Á sama hátt er myndin „Brúðusafnið" í senn einföld og dularfull í tímaleysi sínu auk þess að vera vel máluð — svo má og einnig segja um myndina framan á sýn- ingarskrá, sem er í fleiri en einum skilningi „fallegasta“ mynd sýningarinnar að mín- um dómi. Hér er það þó mikilvægast, hvernig sem á allt er litið, að Guðmundur Guðmundsson Erró er farinn að sýna reglu- lega í heimalandi sínu og væntanlega heldur hann góðu sambandi áfram. Land- ar hans hafa tekið honum vel. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.