Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 nrnmm © 1985 Universal Press Syndicate 7-<o // Opnoðu bcAno. eldo rnunn'iKMA, ki/oð 5cm cú dynur." HÖGNI HREKKVÍSI ast er... að merkja hann aðeins. TM Rea. U.S. Pat. Off —all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu >4' Flýttu þér kona. Sýningin er byrjuð! Hvað er að verða um íslenska ljóðlist? SS skrifar: Ég get ekki látið vera að spyrja og mæli fyrir munn margra ann- arra. Hvað er að verða um íslenska ljóðlist? Gömlu skáldin okkar, sem við lærðum kvæðin eftir í Skóla- ljóðunum þegar við vorum í barna- skóla, hefðu getað orðið okkur fyrirmynd kynslóð fram af kyn- slóð. Nú virðist það efst á baugi að tilkynna að verk þeirra séu orðin úrelt. Nú láta mörg svo köll- uð skáld sér nægja að setja á blað orð og setningar, sem tekið er sitt úr hverri áttinni án nokkurs sam- hengis. órímuð Ijóð eiga auðvitað rétt á sér, en þau þurfa þá að hafa einhverja merkingu. Það er auð- velt að raða upp orðum á blað á smekklegan hátt án ríms og stuðla, en það þarf að fylgja þeim einhver andi, sem gefur þeim líf og mein- ingu. Einhver neisti sem getur yljað lesandanum. Það er greini- legt að nú er sú tíðin að gengið er framhjá mörgum eldri þjóðþekkt- um skáldum sem yrkja það sem er kallað hefðbundið, þegar dagur ljóðsins er haldinn, eða ljóðskálda- hátíð. Ég ætla að leyfa mér að nefna aðeins 3 nöfn í þetta sinn. Gunnar Dal er skemmtilegt og vinsælt skáld. Hugrún hefur gefið út eða sent frá sér margar ljóðabækur, og oft flutt snilldar- kvæði í Ríkisútvarpið. Hún er góð- ur upplesari. Steingerður Guð- mundsdóttir er ágætt skáld og lærður leikari. í hamingjunnar bænum gerið ekki íslenska ljóða- gerð að óskapnaði, sem hefur ekkert varanlegt gildi hvorki fyrir nútíð eða framtíð. Eitt sinn sagði þekkt skáld: „Lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga.“ Það er víst og satt að mörg ungu skáldin hafa góðan efnivið til að vinna úr, vandinn er sá að kunna að fara með hann. Ég óska þeim allra heilla, en bið þau um leið að gleyma ekki þeim sem búin eru að gefa þjóðinni dýrmætar gjafir á langri ævi. Herstöðvaandstæðingar settu upp friðarbúðir í ágúst sl. í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Þorleifur gerir herstöðva- andstæðingum upp skoðanir Jón Torfason skrifar: Eitt af fórnarlömbum kalda stríðsins, Þorleifur Kr. Guðlaugs- son, agnúast í gær (17. sept.) út í smápistil sem undirritaður skrif- aði í Velvakanda þann 14. ágúst. Minni háttar rangfærslur hans er ástæðulaust að elta ólar við og heldur ekki ruglandina í lokin en að nokkrum atriðum er þó rétt að huga ögn. Þorleifur hefur uppi þá hvim- leiðu iðju að gera herstöðvaand- stæðingum upp hugsanir og skoð- anir, sbr.t.d. „Þeir hafa ætlað að lifa sig vel inní atburðina á Jap- anseyjum...“, „Þeir skjóta sér undan að svara þegar spurningum er varpað til þeirra um það sem varðar Rússa ...“ og „ ... mun það vera hinn sovéski-friður sem þessir menn berjast fyrir“. Þetta og fleira í þessum dúr er hrein lygi. Samtök herstöðvaandstæðinga gera ekki upp á milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna um yfirgang þeirra og brot á sjálfstæði ríkjanna. Þar hallast víst ekki á um ruddaskap- inn og óþverrabrögðin. Herstöðva- andstæðingar ásaka heldur ekki annað stórveldið um að magna upp vígbúnaðarkapphlaupið þó að vísu hafi Bandaríkjamenn vegna tæknikunnáttu sinnar jafnan verið skrefi á undan Sovétmönnum við að framleiða afkastamikil mann- drápstæki og þeirra ábyrgð því nokkru meiri ef unnt væri að mæla slíkt. Það er hryggilegt að sjá í skrifi Þorleifs þessa einföldu tvíhyggju kalda stríðsins þar sem Rússar eru vondu kallarnir en Bandaríkja- menn góðir. Þetta orsakar slíka blindni að maðurinn skilur ekki það sem hann les. Þannig tók undirritaður undir fordæmingu á innrásum Sovétmanna í Ungverja- landi, Tékkóslóvakíu og Afganist- an jafnhliða því að fordæma hern- að Bandaríkjamanna í Híróshíma, Víetnam og Grenada. Þetta hefði Þorleifur séð ef hann hefði lesið pistil minn svolítið betur og væri ekki svona veikur af kalda stríðinu. Sorglegast við blindni mannsins er sú hugmynd að hér muni alltaf verða herstöðvar og að Rússar bíði eftir því að „taka landið" ef Kaninn færi. Það er ekkert náttúrulögmál að hér skuli ætíð vera her og hér var enginn her lengst af, hvorki innlendur né erlendur, og það er hið eðlilega ástand. Hitt er óeðli- legt að þjóð skuli selja land sitt undir heimskulegt hernaðarbrölt og gildir þá einu hvort þeir skammkatlar og Kaupa-Héðnar, sem þá sölu stunda, líta til austurs eða vesturs. Vísa vikunnar' iVjá8n»hpeTkglia 1 Veatnr-Þyzkalmdi: Höfðu aðgangaðgeimvarna- áætlun Bandaríkjanna Aðvaraði Tiedge Willnerhjónin og sagði þeim að flýja? vBrnia * rrjálM demAkr.unokkinn. u •Urfiflokk krútitacra iWmókrmU I vwtur pýxku .tjórninni SUrfnA. kjma þar .« hmUmilu. Nú lr Irmm komiA. md Willwr aitt •mn moftlimur I SS-rroitum nu ■»U Bftir atridiö ».r h.nn f.niri um IMf .. fluUi.t Ul Vntur Þýak^uda IMI Túmdnr vwtur-þýiku .IjArn .nnn. JOriuu Sudkoff, u«Ai I drnt. at njdwumál m þetu keffti ar átikiliaái I*. áfám rL >o» ar cldri, •Urfati við Naumaaa Mvprvt. Hftka. nUn á akrifatofu tu vtt jtfUp þekr. IfTá. Hjáate flý* . nk. Ná er ljá« «Má. d|ukhá áltkMB ■t*mk mtvrdfMK Þefa og snuðra í þrengsta hring þessir ærusóðar, sem að beina byssusting að baki eigin þjóðar. Hákur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.