Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 45 þakkir að gjalda. Hans verður lengi minnst. Ásgeir Pétursson I dag fylgja Borgfirðingar Ingi- mundi Asgeirssyni bónda að Hæli í Flókadal til grafar frá Lundar- kirkju í Lundarreykjadal. Kveðja þeir þar einn mætasta bónda þess héraðs. Ingimundur fæddist að Reykjum í Lundarreykjadal þann 13. apríl 1912. Hann var sonur hjónanna Ásgeirs Sigurðssonar bónda á Reykjum og konu hans, Ingunnar Daníelsdóttur. Hann hlaut í arf afburða gáfur og óbrigðult minni, og ólst upp á heimili foreldra sinna þar sem búvit og bókleg menntun voru höfð í hávegum. Ingimundur kvæntist Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá Hæli í Flókadal. Hófu þau búskap á Hæli árið 1943 í félagi við Jakob bróður Ingibjargar. Búskapur þeirra var farsæll því dugnaður, hyggindi og samviskusemi voru ríkjandi við bústörfin. Eg kynntist Ingimundi fyrst á þingi Ungmennasambands Borg- arfjarðar. Hann var þar sjálfkjör- inn sem fundarstjóri vegna mann- kosta sinna. Þá, eins og jafnan á hans lífsferli kom glöggt fram hve hann var skarpur að greina aðalat- riði í hverju máli og hversu ríka áherzlu hann ætíð lagði á skýra og lýtalausa framsetningu á ís- lenzku máli. Ingimundur kom snemma að félagsmálum og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað, fyrst í Ungmennafélag- inu Dagrenningu og síðan í ýmsum sveitarstjórnarmálum í Lundar- reykjadal og síðar í Reykholtsdals- hreppi. Hann var einn helsti forgöngu- maður í félagsmálum borgfirzkra bænda um 30 ára skeið og beitti sér fyrir flestum framfaramálum á þeim vettvangi; sem formaður Ræktunarsambands Borgarfjarð- ar 1951-1952, formaður Búnaðar- sambands Borgarfjarðar 1957— 1961, fulltrúi á Búnaðarþingi 1958-1978, fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1964- 1982, í stjórn Kaupfélags Borg- firðinga 1958-1973. Ingjmundur var með afbrigðum reikningsglöggur. Honum voru því falin margvísleg störf á sviði reikningsfærslu og endurskoðun- ar. Hann var um árabil endurskoð- andi hreppsreikninga Borgarfjarð- arsýslu, og endurskoðandi Búnað- arfélags íslands og Bændahallar- innar. Hann var í stjórn Andakíls- virkjunar og gjaldkeri þar um ára- bil. Það er ekki á mínu færi að rekja öll störf Ingimundar að félagsmál- um eða geta þeirra svo sem verðugt er. Þau verða ekki fullþökkuð. Hann var með afbrigðum starf- samur maður og hafði lifandi áhuga á menningarmálum. Ingimundur var einn aðalhvata- maður að stofnun Sögufélags Borgarfjarðar og gjaldkeri þess fyrstu árin. Hann var fræðimaður. Hann vann mikið að útgáfu Borg- firskra æviskráa og ættfræðirann- sóknum í því sambandi. Hann var um langt árabil markavörður og sá um útgáfu markaskráa fyrir Borgarfjarðarsýslu. Nú um nokkur ár hefur verið unnið að gerð byggðalýsingar í Borgarfjarðarhéraði á vegum Bún- aðarsambands Borgarfjarðar. Ingimundur var einn aðalhvata- maður að því að það verk var hafið. Hann lauk við handrit að ábúendatali allra jarða í Borgar- fjarðarhéraði sl. 100 ár, sem ætlað er til birtingar í þessu væntanlega riti. Þar vann hann með sinni kunnu nákvæmni og samviskusemi ómetanlegt verk. Þegar ég hugsa um starfsferil Ingimundar finnst mér sem hann muni ekki hafa verið einhamur. Honum fylgdi sá kraftur sem dugði til að koma framfaramálum áfram. Hann var í lífi sínu dyggilega studdur af fjölskyldu sinni sem ég votta mína innilegustu samúð og bið allrar blessunar. Af hálfu stjórnar Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar vil ég færa fram þakkir fyrir hin margvíslegu störf sem Ingimundur á Hæli vann í þágu borgfirzkra bænda, störf sem seint verða fullþökkuð eða metin svo sem verðugt er. Ingimundur háði baráttu við vanheilsu síðustu misserin. Dánar- dægur hans var þann 11. septem- ber sl. Blessuð sé minning hans. Hún lifir. Bjarni Guðraðsson Ingimundur Ásgeirsson er fallinn að foldu. Með honum er til moldar hniginn einn merkasti Borgfirð- ingur okkar tíma, óvenju frjór og fjölhæfur gáfumaður og menning- arfrömuður, sem markaði þau spor á vettvangi borgfirzkrar menning- ar og félagsmála, er seint munu mást og hverfa. Ingimundur Ásgeirsson var fæddur á Reykjum í Lundar- reykjadal hinn 13. apríl árið 1912. Foreldrar hans voru Ásgeir Sig- urðsson, bóndi á Reykjum, ættaður frá Efstabæ í Skorradal, og kona hans, Ingunn Daníelsdóttir frá Kolugili í Víðdal. Heimili þeirra var mikið menningarheimili og þau hjónin bæði gædd miklum mannkostum og góðum gáfum. Má í því sambandi vitna til orða Krist- leifs Þorsteinssonar, fræðimanns, sem lét svo ummælt, að „hver sveit og sýsla myndi telja sér það til sæmdar að eiga þeirra líka að vitsmunum og mannkostum". Ingimundur var yngstur fimm bræðra. Hann ólst upp hjá foreldr- um sínum og átti heima á Reykjum til 1943. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum, en beztu menntunina hlaut hann í heimahúsum, enda var móðir hans kennari. Hann var ágætlega sjálf- menntaður og svo fróður og minn- ugur, að fágætt er. Ungur hreifst Ingimundur af hugsjón ung- mennafélaganna. Heilshugar skip- aði hann sér í hóp hinna frjálsu og víðsýnu vormanna, sem vildu vinna að ræktun lands og lýðs, vildu standa vörð um sjálfstæði íslands, rétt þess og frelsi, hefja nýja framfarasókn í landinu og auka hag og hamingju þjóðarinn- ar. Ingimundur starfaði vel og lengi í Ungmennafélaginu Dag- renningu í Lundarreykjadal og átti sæti í stjórn félagsins í nærri 20 ár, þar af sem formaður í meira en helming þess tíma. Hann átti um skeið sæti í stjórn Ungmenna- sambands Borgarfjarðar og var í hópi þeirra forystumanna sam- bandsins, sem höfðu með höndum undirbúning, stjórnun og fram- kvæmd landsmóts ungmennafé- laganna á Hvanneyri árið 1943. Ingimundur Ásgeirsson var gæddur brennandi áhuga, hug- sjónaeldi og starfsgleði vormanns- ins og vildi skila öllu, sem hann lagði hönd að og honum var trúað fyrir til meiri vaxtar og grósku. Hann tók mikinn þátt í félagslífi og gegndi margþættu trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og hérað. Skal nokkurra þeirra starfa getið hér. ' Ingimundur átti sæti í hrepps- nefnd Lundarreykjadalshrepps í sex ár og síðan í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps í 20 ár, sat í sýslunefnd í 20 ár og var endur- skoðandi hrepps- og sýslureikn- inga Borgarfjarðarsýslu í 24 ár. Hann átti sæti í stjórn Andakíls- árvirkjunar frá upphafi og til 1978, var um skeið formaður Ræktunar- sambands Borgarfjarðar og Bún- aðarsambands Borgarfjarðar, átti sæti á Búnaðarþingi í 20 ár og var fulltrúi á fundum Stéttarsam- bands bænda um langt skeið. Bændastéttin átti traustan og einarðan málsvara, þar sem Ingi- mundur var. Svo var og með Samvinnuhreyfinguna. Hugsjónir félagshyggju og samvinnu voru runnar honum í merg og bein. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga í 15 ár. Þá var hann um skeið í miðstjórn Framsóknar- flokksins og skipaði sæti á fyrsta framboðslista flokksins í Vestur- landskjördæmi haustið 1959. Ingimundur Ásgeirsson vann ómetanlegt starf á sviði borg- firzkrar menningar og var í farar- broddi þeirra Borgfirðinga, sem mest og bezt hafa stuðlað að geymd og varðveizlu menningar- arfsins. Hann var einn aðalfor- göngumaðurinn um stofnun Hér- aðsskjalasafns og Byggðasafns Borgarfjarðar og sat í stjórnum þeirra. Þá var hann einn af hvata- mönnum um stofnun Sögufélags Borgarfjarðar árið 1963 og sat í stjórn þess til 1977. Hann lét mál- efni félagsins mjög til sín taka og veitti því margþættan stuðning, til dæmis við lestur handrita af Borg- firzkum æviskrám, sem nú hafa komið út í sjö stórum bindum. Hann var manna ættfróðastur og hafði svo óbrigðult minni, að upp- lýsingum hans og ábendingum mátti ávallt treysta. Fyrir mikil og fórnfús störf hans í þágu Sögu- félagsins er honum vottuð einlæg virðing og alúðarþökk okkar, sem erum í forsvari fyrir félagið. Ingimundur var ágætlega ritfær og fékkst talsvert við fræðistörf og andlega iðju. Síðustu árin vann hann við ritun ábúendatals allra borgfirzkra býla í hundrað ár, frá 1880-1980. Hann hafði að fullu lokið því verki og verður það von- andi gefið út sem fyrst. Þar er að finna geysimikinn fróðleik á sviði mannfræði og byggðasögu Borgar- fjarðar. Ingimundur var mjög traustur og vandaður fræðimaður og er skaði, að honum skyldi ekki gefast meiri tími og lengra líf til fræðistarfa. Ingimundur var mál- næmur og hafði mjög gott vald á móðurmálinu. Hann var góður ræðumaður, mælskur og rökfast- ur, enda skarpgreindur, glöggur 08 gjörhugull og fljótur að átta sig á eðli og kjarna hvers máls. Hér að framan hef ég getið margra starfa Ingimundar á sviði félags- og menningarmála, og er þó ekki nærri allt upp talið. Öll þessi störf leysti hann af hendi af einstökum áhuga, trúmennsku, fórnfýsi og alúð. Enn er þó ógetið aðalævistarfs hans, en hann var fyrst og fremst bóndi og sannur fulltrúi hinnar grónu og göfugu bændamenningar, eins og hún bezt hefur verið í byggðum þessa lands. Hinn 11. desember árið 1942 kvæntist Ingimundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Jakobsdóttur frá Varmalæk í Bæjarsveit. Vorið eftir hófu þau búskap á Hæli og bjuggu þar upp frá því í nánu samstarfi og sambýli við Jakob Guðmundsson, bróður Ingibjargar. Hefur samstarf þeirra verið gott alla tíð og til fyrirmyndar. Heimilið á Hæli ér gróið menningar- og rausnar- heimili. Ingimundur var góður og ötull bóndi, framsýnn og fram- takssamur. Hann var ræktunar- maður, sem vildi hjálpa hinni frjóu og gjöfulu móðurmold til að gefa ávöxt, en einnig að plægja akur bræðralagsins og bera með sér áhrif góðvildar, vináttu og dreng- skapar, hvar sem sporin lágu. Hann var hjálpfús og velviljaður stakur reglumaður og í hvívetna valmenni og drengur góður. Þau hjónin, Ingimundur og Ingi- björg, eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi og gædd góðum gáfum og mannkostum. Þau eru: Björk, skjalavörður við Þjóð- skjalasafn íslands, búsett í Reykjavík. Ásgeir, húsasmiður í Ytri-Njarðvík, kvæntur Sigríði . Björgu Guðbergsóttur. Ingunn, stúdent og húsfreyja í Reykjavík, gift Stefáni Bergmann Matthías- syni, lækni. Helga, húsfreyja og skrifstofumaður, búsett í Kópa- vogi, gift Þorvarði Inga Þorbjarn- arsyni, vélstjóra. Ingimundur Ásgeirsson átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. í sumar var ljóst, að hverju dró, og mun hann hafa gert sér þess fulla grein sjálfur. Síðustu áhugamál hans og verkefni, sem hann vann að, voru á sviði kirkjumála. Hann hafði forgöngu um að safna fé til kaupa á skírnarfonti fyrir Lundar- kirkju, kirkju æskusveitarinnar, sem hann ávallt unni og þar sem hann kaus sér hinzta hvílustað. Snemma á þessu ári ritaði Ingi- mundur mér bréf, þar sem hann kom á framfæri þeirri hugmynd sinni og tillögu, að í tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunnar yrði fengin landspilda og komið upp trjálundi umhverfis Krosslaug (Reykjalaug) í Lundarreykjadal, þar sem Vestlendingar og Vest- firðingar voru skírðir til krist- innar trúar, er þeir sneru heim frá kristnitökunni á Alþingi árið þúsund. Lagi hann og til, að við laugina yrði komið upp minnis- merki, t.d. krossmarki með viðeig- andi áletrun. Hét Ingimundur á mig sem prófast að beita mér fyrir máli þessu við biskup og kirkju- yfirvöld. Síðan þetta var, hefur Ingimundur oft haft samband við mig, bæði bréflega og símleiðis, síðast í byrjun ágúst, þar sem hann hvatti til, að þegar yrði hafizt handa og var með hugmyndir um fjármögnun. Um sama leyti fór hann á vettvang, þá fársjúkur. Síðasta ferð hans um Borgarfjörð <r . var að Krosslaug, þar sem hann markaði fyrir reit, sem hann vildi, að yrði græddur skógi og merktur krossi til minningar um kristni- tökuna, merkasta atburðinn í menningarsögu íslands. Mér þykir vænt um, að þetta skyldi vera hans síðasta ósk og áhugamál á sviði menningarmála þessa héraðs. Ég mun eftir því sem i mínu valdi stendur vinna að framgangi þessa góða máls og heiti á unnendur kristinnar kirkju og kristins menningararfs að leggja því lið. Ég bið Guð að blessa minningu þessa sanna íslendings, þessa góða sonar Borgarfjarðar, góðs vinar og göfugmennis. Eiginkonu hans og börnum, bræðrum hans og V. öðrum ástvinum votta ég einlæga samúð. Jón Einarsson, Saurbæ. Til hamíngju í Björgunarsveitinni Sigurvon, Sandgerði, og í Björgunarfélagi HornaQarðar, með nýju Viking björgunarbátana, og fýlgi ykkur gæfan í fómfúsu starfi. rriKRisTjÁN ó t> ISKAORIÓRn HF Hoim^ioft 4 101 ReyK|aviK i ?4120 Björgunarsveítín Albert Seltjamamesí kynnir starfsemi sína á morgun Kynningin hefst kl. 1400 á sunnudaginn við Bakkavör, með hópsiglingu fajörgunarsveita. Á svæðinu verða sýnd fjölmörg björgunar- flHtæki sveitarinnar og annara, og þau kynnt í Tháli og af mYndböndum. Þar á meðal Viking björgunarbáturinn, sem Björgunarsveitin Albert hefur ákveðið að festa kaup á. Fyrir börnin verður komið upp leíktækjum að hætti björgunarsveitarmanna, og þeim boðið upp á ískaldan svalandi Svala og Frón kex, en rjúkandi kaffisopinn bíður okkar hinna. — Veríð hjartanlega veíkomin -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.