Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
Borgarstjórn:
Deiliskipulag Skúla-
götusvæðisins samþykkt
DEILISKIPULAG Skúlagötusvæðisins var samþykkt með at-
kvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans á borg-
arstjórnarfundi í fyrrakvöld. Verður nú skiplagið auglýst sam-
kvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga í sex vikur, en að því
loknu tekur borgarstjórn það til afgreiðslu með hliðsjón af
þeim athugasemdum sem kunna aö koma fram.
Á fundinum i fyrrakvöld urðu
all snarpar umraeður um skipulag
Skúlagötusvæðisins. f ræðu for-
manns skipulagsnefndar, Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, kom
fram að veruleg fólksfækkun hafi
átt sé stað í gamla austurbænum
síðustu áratugi. Árið 1945 var
íbúafjöldinn u.þ.b. 20 þúsund en
árið 1980 var íbúafjöldinn aftur á
móti kominn niður í rúmlega 7
þúsund manns. Á sama tíma hafi
borgin þanist verulega út, en hin
margvíslega þjónusta á svæðinu
ekki nýst sem skyldi.
Tillagan gerir ráð fyrir að
fjöldi íbúða á svæðinu verði tæp-
lega 500 og meðalstærð þeirra
97,5 fermetrar. Heildarfjöldi
^ íbúða á öllu skipulagssvæðinu
verður 770 íbúðir. Reikna skipu-
lagshöfundar með að íbúar verði
um 2.200 miðað við nýflutta en
um 1.700 þegar frá líður eða 2,2
íbúar að meðaltali á íbúð. Reikn-
að er með að á svæðinu verði um
235—330 börn á grunnskólaaldri
miðað við nýflutt en 170—270
þegar frá líður. Munu þau hefja
nám í Austurbæjarskólanum ef
að líkum lætur. Ennfremur kom
fram að dagvistarrými vanti
fyrir 115 börn fyrir svæðið, en
reiknað er með byggingu dagvist-
arheimilis fyrir 1C>0 börn. Benti
Vilhjálmur á að í nágrenningu
væru staðsett dagvistarheimili
sem gætu tekið við þessum litla
mun í framtíðinni, ásamt því sem
í byggingu væri dagvistarstofnun
við Stangarholt.
Hulda Valtýsdóttir formaður
umhverfisnefndar skýrði sjón-
armið meirihluta nefndarinnar á
fundinum. Þar kom meðal annars
fram að athugasemdum umhverf-
ismálaráðs frá 14. september þar
sem bent var á þann sérstaka
vanda sem skipulagshöfundum
væri á höndum vegna þess að
nýtingarhlutfall lóöanna sé
óvenju hátt. Þessu atriði ásamt
nokkrum smávægilegum athuga-
semdum ráðsins hafi verið að
lang mestu leyti fullnægt með
þeirri tillögu sem lá frammi á
fundi borgarstjórnar. Undir lok
ræðu sinnar sagði Hulda m.a.:
„Meirihluti umhverfismálaráðs
vill stuðla að uppbyggingu og
endurnýjun Skuggahverfisins
enda hefur framgangur þessa
máls grundvallarþýðingu fyrir
uppbyggingu og endurnýjun
gamla miðbæjarins."
í bókun minnihlutans kom
meðal annars fram að ekki sé
hægt að fallast á skipulagstillög-
una sem sé í veigamiklum atrið-
um gölluð. Var bent á að tillagan
geri ráð fyrir of hárri lóðanýt-
ingu. Lóðaeigendum væri stór-
lega mismunað hvað varðar nýt-
ingu Iands og hagsmunir stórfyr-
irtækjanna Völundar, Eimskipa-
félags íslands, Sláturfélags Suð-
urlands og Garðars Gíslasonar
hf. sætu í fyrirrúmi á kostnað
þeirra sem í hverfinu búa. Sig-
urður E. Guðmundsson sagði í
ræðu sinni að hagsmunir þessara
„stórgróssera" eins og hann kall-
aði þá hefðu verið hafðir í fyrir-
rúmi. Kristján Benediktsson
bætti um betur og sagði að þessir
„máttarstólpar í þjóðfélaginu"
væru svo sem vanir „að fá mikið
fyrir sinn snúð“.
Aðdragandi að hugmynd-
um um Skúlagötusvæðið
Deiliskipulagið fyrir Skúlagötusvæðið, en mörk þess eru Sætún, Snorra-
braut, Hverfisgata og Ingólfsstræti, ásamt staðfestri nýtingaráætlun innan
svæðisins var samþykkt af borgarstjórn aðfaranótt föstudags. Nokkur að-
dragandi er að hugmyndum um þétta íbúðabyggð á Skúlagötusvæðinu, eða
allt frá því að aðalskipulag fyrir Reykjavík 1902 til 1982 var samþykkt.
Á árinu 1983 fóru fram umræð-
ur í skipulagsnefnd og borgarráði
um breytta landnotkun á svæðinu.
í júní sama ár var samþykkt af
meirihluta skipulagsnefndar að
fela arkitektunum Guðmundi Kr.
Guðmundssyni og Ólafi Sigurðs-
syni annars vegar og Gylfa Guð-
jónssyni hins vegar að gera tillögu
að uppbygginu reits, sem afmark-
aðist af Klapparstíg, Skúlagötu og
Lindargötu. Markmiðið var að ná
hámarksnýtingu íbúðasvæðisins.
Arkitektarnir skiluðu tillögum
sínum í ágúst 1983. Það var svo í
júlímánuði á síöasta ári að Guð-
mundur og Ólafur voru fengnir
ásamt Birni Hallssyni til að vinna
að tillögum að deiliskipulagi
svæðisins.
I byrjun þessa árs voru kynntar
fyrstu heildartillögur ásamt for-
sögn og greinargerð. Tillögurnar
voru kynntar í skipulagsnefnd og
umhverfisráði, auk þess sem um
þær var fjallað í fjömiðlum.
Endurskoðaðar tillögur ásamt
viðbótargreinargerð voru til um-
fjöllunar í sömu nefndum í síðasta
mánuði og í heild voru þær kynnt-
ar á Kjarvalsstöðum fyrir um-
hverfismálaráði, byggingarnefnd
og umferðarnefnd.
Þá voru tillögurnar kynntar á
almennum fundi á Hverfisgötu
105 fyrir íbúa hverfisins og fram
til 13. september sl. var tillagan til
kynningar í Byggingarþjónust-
unni á Hallveigarstíg 1. Hafa full-
trúar höfunda og Borgarskipulags
verið til staðar og skýrt út og
svarað fyrirspurnum.
Davíð Oddsson borgarstjóri og Vilhjálraur Þ. Vilhjálmsson formaður skipu-
lagsnefndar kynna tillögu að byggð á Skúlagötusvæðinu í september 1983.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
svaraði þessu og sagði að fyrir-
tæki þessi þyrftu að færa alla
starfsemi sína á svæðinu annað
og væri það mjög kostnaðarsamt
þannig að út í hött væri að full-
yrða að fyrirtækin hefðu ein-
hvern gróða. Enda benti Vil-
hjálmur á að engin fulltrúi
minnihlutans hefði fært rök fyrir
þessum fullyrðingum.
Einnig kom fram í bókun
minnihlutans að lítið mið væri
tekið af þörfum núverandi byggð-
ar heldur einblínt á nýbyggðina,
ásamt því sem mjög ófullnægj-
andi grein sé gerð fyrir félags-
legri þjónustu á svæðinu. Eins og
áður hefur verið minnst á kom
fram í ræðu Vilhjálms að nýt-
ingarhlutfall lóðanna væri vel
innan við leyfileg mörk. í svari
Vilhjálms varðandi bókun minni-
hlutans um mismunun milli nýju
byggðarinnar og hinnar gömlu
kom fram að eitt meginmarkmið
að baki tillögunni hafi verið að
nýja byggðin falli vel að þeirri
eldri. í því sambandi hafi form-
einkenni eldri byggðarinnar verið
sérstaklega athuguð og tillagan
byggð á niðurstöðum þeirrar at-
hugunar. Sólrún B. Gísladóttir
(K) sagði í sinni ræðu að vel
mætti vera að „stallaðir stein-
steypudrangar" væru skárri en
„massívir steinsteypudrangar" og
vildi þar með mótmæla hversu
lítið væri gert úr hinum listrænu-
og menningarlegu hliðum máls-
ins. Einnig benti hún að að 18%
íbúa Skuggahverfisins séu eldri
en 67 ára en það sé mun hærra
hlutfall en annars staðar í borg-
inni. Sigurður Harðarson (AB)
taldi líkt og Sólrún að menning-
arsögulegum arfi timburhúsanna
væri kastað á glæ, en trygging
peningahagsmunanna og „mok-
gróði“ væri aðalatriðið. Sjálf-
stæðisflokkurinn væri „niðurrifs-
flokkur" og honum þyrfti að
koma frá völdum. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson svaraði þessu á
þann veg að einungis 11 íbúðar-
hús þyrftu að víkja af svæðinu en
fimm þeirra verði hugsanlega
færð, svo stór orð gögnuðu lítið
gegn staðreyndum.
Nálægð við miðborgina
helsti kostur svæðisins
— segir í greinargerð höfunda skipulagsins
HÖFUÐMARKMIÐ tillagna að
deiliskipulagi Skúlagötusvæðisins
er, eins og segir í greinargerð höf-
unda, að samkvæmt þeim megi
reisa byggð sem virki vel fyrir íbúa
innan hennar og í hverfinu al-
mcnnt, en sem jafnframt sé í sam-
ræmi við staðsetningu innan borg-
arinnar.
Helsti kostur svæðisins er ná-
lægð þess við aðal menningar-,
þjónustu-, og atvinnusvæði höf-
uðborgarinnar. Þá benda höf-
undar á mikilvægi þéttrar
byggðar við miðborgir, eigi þar
að þrífast fjölbreytileg starfsemi
og mannlíf.
íbúðir innan skipulagssvæðis-
ins eru nú 267. Nýsamþykkt
deiliskipulag gerir ráð fyrir að
fjöldi nýrra íbúða verði tæplega
500 og meðalstærð þeirra 97,5
fm. Heildarfjöldi íbúa á öllu
skipulagssvæðinu verður því um
770 íbúðir. Áætlað er að íbúa-
fjöldi verði um 2200 miðað við
nýflutta, en um 1700 þegar frá
líður, eða 2,2 íbúar á hverja íbúð,
eins og kom fram í ræðu Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem
greint er frá hér á öðrum stað.
Gert er ráð fyrir þjónustuhús-
næði á jarðhæðum bygginga við
Skúlagötu, svo og á svæði milli
Sætúns og Skúlagötu.
f þeim norrænu reglum sem
almennt er miðað við er mælt
með að hávaði frá umferð fari
ekki yfir 35 db innan húss, sem
jafngiidir 57db þegar út er kom-
ið. Hávaði í íbúðum sem standa
næst Sætúni verður samkvæmt
fyrirliggjandi skipulagi um það
bil 30 til 33 db.
Bílastæði verða 1,5 á hverja
íbúð og áætlað að þeim verði að
mestu leyti komið fyrir í bílskýl-
um, sem byggð verða undir hús-
um á nýbyggingarreitum. Reisa
á bílageymsluhús á Vitatorgi, er
rúmar 200 bifreiðar, en enn-
fremur er möguleiki á bíla-
geymslu í svipaðri stærð við
Sölvhólsgötu. Auk þess er gert
ráð fyrir að 130 bílastæði verði
norðan Skúlagötu. Og loks verða
100 til 150 bílastæði í götukanti.
Nokkrar byggingar sem nú
hýsa margvíslegan atvinnu-
rekstur munu víkja af svæðinu,
svo og nokkur íbúðarhús, en þau
eru: Kveldúlfsskálinn, hús Völ-
undar og aðalbygging Sláturfé-
lags Suðurlands, Sölvhólsgata
14, Klapparstígur 10 og 13A,
Lindargata 11A, 21, 36, 39, 49, 61,
63, og 63A.
Leiksvæði eru ráðgerð í inn-
görðum íbúðarhúsa og á sameig-
inlegum svæðum íbúarhúsa, en
heildarstærð svæðanna verður
um 13.000 fm. Grenndarvöllur,
um 2000 fm., milli Klapparstígs
og Vatnsstígs í eigu og umsjá
borgarinnar, er áætlaður. Þrjár
mögulegar staðsetningar fyrir
smábarnaskóla eru fyrir hendi,
en börn á grunnskólaaldri munu
sækja nám við Austurbæjar-
skóla.
Teikning af Skúlagötuskipulaginu séð að norðanverðu.