Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
9
Gerið
góð kaup
Vegna breytinga á framleiöslu seljum
viö þrjár sýningarinnréttingar í eldhús
og fjórar baöinnréttingar meö góöum
afslætti.
Opið laugardag kl. 10—16
Kalmar
Skeifan 8 Reykjavík
Sími 82011
Til í allt!
Verktakar, bændur, ferðafólk: Þessi Magirus-
Dautz trukkur er til leigu sem eldhús- og áhaldabíll í hvers kyns
verkefni, um lengri eöa skemmri tíma.
Upplýsingar gefur Jón Baldur, s. 91-74611.
(Geymiö auglýsinguna).
Aukið verögildi
krónunnar
akiö á
GOODfÝEAR
GOODfYEAR
GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ
&
jtf0*
Andar kMdu í stjómarsamstarfinu?
LYSIR BESTINNRÆTI ,
forsætisrAðherrans!
- sagir formaóur Siittstgóisflokksins um letóaraskrif NT
BRESTIR í STJÓRNARSAMSTARFIÐ?
Síöastliöinn miövikudag réöst flokksmálgagn Framsóknarflokksins
harkalega á Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæöisflokksins. Dag-
inn eftir svaraöi Þorsteinn ásökunum blaösins í viötali við DV. Um
þetta er fjallaö í Staksteinum í dag, en sú spurning hlýtur aö koma
upp í hugann hvort alvarlegir brestir séu komnir í samstarf stjórn-
arflokkanna.
Skeyti frá for-
sætisráðherra
„Ég lít á þetta scm blao-
ur og ég skil þetta sem
kveðju frá forsætisráö-
herra." Þetta var svar Þor-
steins Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, þegar
DV innti hann eftir áliti
hans á leiðara NT, flokks-
málgagns Framsóknar-
flokksins, síðastliðinn mið-
vikudag. Leiðari NT hefst
á þessum orðum: „Af
flokkum sem taka að sér
myndun ríkisstjórnar er
krafist meira en að þeir til-
nefni ráðherra. Stjórnar-
flokkar eru ábyrgir fyrir
því að stjórnun landsins
gangi eðlilega fyrir sig.
Ráðherrar fara með ein-
staka málaflokka í umboði
stjórnarflokkanna og þeir
eiga að framfylgja stjórn-
arstefnunni sem sett er
fram í upphafi stjórnar-
tímabilsins.
Þessa dagana er það að
verða lýðnum Ijóst að
Sjálfstæðisflokkurinn und-
ir forustu Þorsteins Páls-
sonar bregst þessari
skyidu sinni.” Þá er farið
hörðum orðum um for-
mann Sjálfstæðisflokksins
og hann sakaður um að
setja fram fullyrðingar og
stóryrði. Dæmi þessari
staðhæflnu til rökstuðnings
eru ekki nefnd. Og að lok-
um er Þorsteini Pálssyni
borið það á brýn að skjóta
sér undan ábyrgð á ríkis-
stjórninni. Ástæðan fyrir
þessari ásökun er að þing-
flokkur Sjálfstæðisflokks-
ins samþykkti að fjalla
ekki um eða taka afstöðu
til draga að fjárlagafrum-
varpi fyrir næsta ár fyrr en
ríkisstjórnin hefði komið
sér saman um þau.
Krossferð
Svo virðist sem NT sé í
krossferð gegn Sjálfstæðis-
flokknum — krossferð
sem ekki er farin án vilja
og vitundar formanns
Framsóknarflokksins og
núverandi forsætisráð-
herra, Steingríms Her-
mannssonar. Þegar gamla
Tímanum var breytt á síð-
asta ári reyndi ritstjórinn
að taka upp sjálfstæðari
stefnu gagnvart eigendun-
um, en tengdafaðir hans
hafði gerL Hann var látinn
fara. Við starfl hans tók
Helgi Pétursson og honum
til aöstoðar er Níels Árni
Lund, varaþingmaður
Framsóknarflokksins.
Enginn skal halda aö þeir
tvímenningar riti annað en
það, sem forustumenn
flokksins sætta sig við,
enda er það forsenda þess
að þeir haldi störfum sín-
um. Forsætisráðherra segir
hins vegar í DV í gær að
hann beri enga ábyrgð á
skrifum NT og vill nú fríð-
mælast við Þorstein. En
hvað sem líður ábyrgð
Steingríms verða árásir NT
ekki túlkaðar á annan hátt,
en þann að brestur sé
kominn í stjórnarsamstarf-
ið og Framsóknarflokkur-
inn leiti leiða til að flýja
þann vanda sem ríkis-
stjórnin þarf að glíma við á
næstu mánuðum og miss-
I erum.
Skrif til
vansæmdar
höfundi
í áðurgreindu viðtali við
DV segir Þorsteinn Páls-
son: „Eg skil á hvaöa nót-
um framsóknarmenn vilja
reka stjómarsamstarfið.
Hitt er alveg Ijóst að þaö
hefur ekki farið mikið fyrir
markvissri forystu Fram-
sóknarflokksins í þessari
ríkisstjórn. Það er kannski
sú staðreynd sem rekur þá
til skrifa með þessum
hætti. Þessi skrif eru því
mest til vansæmdar þeim
er þau skrifa.
Eg geri ekki mikið veður
út af þessu því þetta lýsir
meira innræti forsætisráð-
herrans og hans manna en
okkar sem höfum ekki átt
annarra kosta völ, en að
vera í samstarfl með þeim.
í þessum leiðaraskrifum
víkja þeir kumpánar mjög
ómaklega að fjármálaráð-
herra sem hefur síðustu
daga unnið af fullri ábyrgö
að lokaniðurstöðu fjárlaga-
I frumvarpsins."
í viðtali sem Morgun-
blaðið átti við Þorstein
Pálsson síðastliðinn
flmmtudag, í tilefni af fjár-
lagagerðinni, segir hann
meðal annars: „Það er
Ijóst að mál stóðu á þann
veg í síðustu viku að veru-
lega skorti á að innan ríkis-
stjórnarinnar hefði verið
tekin forysta um að leiða
mál þar til lykta og fjár-
málaráðherra stóð þess
vegna frammi fyrir miklum
erflðleikum. Þingflokkur
sjálfstæöismanna tók þess
vegna þá ákveðnu afstöðu
á flmmtudag í sl. viku að
krefjast þess af ríkisstjórn-
inni (en henni á Steingrím-
ur Hermannsson að veita
forstöðu, innsk. Stakstein-
ar) aö hún kæmi sér saman
um niðurstöðu áður en til-
lögur yrðu lagðar fyrir
þingflokkana. Með þessu
tók þingflokkurinn mjög
ákveðna forustu, sem
leiddi til þess að samkomu-
lag náðist og fjármálaráð-
herra fékk með því í raun
og veru grundvöll til þess
að hnýta þessa enda sam-
an.“
I
Morgunblaðið/ÓI.K. Mag.
Stjórnarmenn Snarfara við hina nýju höfn félagsins í Elliðanausti. Talið f.v.: Ársæll Guðsteinsson, Árni Jónsson, formað-
ur Snarfara, Róbert Bender, Kristinn Ó. Kristinsson, Veigar Óskarsson og Hafsteinn Sveinsson fyrsti formaóur Snarfara.
Snarfari 10 ára:
Almenningi boðið í ókeypis
bátsferðir í tilefni afmælisins
SNARFARI, félag sportbátaeigenda í
Keykjavík átti 10 ára afmæli sl. mið-
vikudag. í tilefni afmælisins bjóða fé-
lagsmenn almenningi að skoða að-
stöðu félagins og bregða sér í ókeypis
bátsferðir laugardaginn 21. septem-
ber, frá kl. 10 til 18.
Snarfari var stofnaður 18. sept-
ember 175 og voru stofnfélagar milli
50 og 60. Fyrsti formaður félagsins
var Hafsteinn Sveinsson.
Stofnendur félagsins voru eigend-
ur báta sem voru á hrakhólum
vegna aðstöðuleysis. Hófst félagið
handa að bæta úr því vorið 1976.
Gekk á ýmsu og hefur félagið tvisv-
ar þurft að flytja aðstöðu sína, en
nú er það komið á framtíðarstað og
búið að byggja upp aðstöðu í Elliða-
nausti. Þar eru flotbryggjur með
legu fyrir 150 báta og eru þau öll
fullnýtt og 46 bátar á biðlista. Hafa
Snarfaramenn nú uppi áform um að
stækka höfnina og einnig ætla þeir
að byggja félagsheimili og bátaskýli
og ganga frá lóð og bílastæðum. Er
áformað aö allri uppbyggingu á
svæðinu verði lokið árið 1990.
Félagar í Snarfara eru nú um 500
talsins og hefur farið ört fjölgandi
síðustu ár. Þakka forráðamenn fé-
lagsins það hinn bættu aðstöðu, því
margir áhugamenn hafa haldið að
sér höndum meðan hún var ekki
fyrir hendi. Núverandi formaður
Snarfara er Árni Jónsson.